Þjóðviljinn - 13.07.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.07.1978, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 13. júll 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Stjórnmálaflokkarnir koma upp kjósendaskrám med merkingum um pólitiska afstöðu manna. Þetta flokkast undir pólitískar persónunjósnir. Dr. Oddur Benediktsson reiknifræðingur Hnýsni á kjördegi Vi&a um lönd hafa veriö sett lög um meðferð persónubund- inna gagna og reyndar einkum um tölvuunnin gögn. Undir tak siöasta Alþingis var lagt fram frumvarp, sem aö þessu lýtur, en frumvarpiö hlaut ekki um- fjöllun á þinginu. Lög eöa lagafrumvörp hinna ýmsu landa hafa yfirleitt eftir- farandi atriði: t fyrsta lagi er óheimilt, al- mennt séö, aö skrá upplýsingar er snerta þjóöerni manna eöa kynþátt, stjórnmálaskoöanir, brotaferil, kynræna hagi og notkun vimugjafa. t ööru lagi skal viökomandi einstaklingum heimilt aö fá aö vita hvaö um þá er skráö óski þeir þess. Loks er óheimilt aö safna öör- um upplýsingum en úrlausn viökomandi verkefnis krefst. Ekki veröur betur séö en aö starfsemi flestra stjórnmála- flokkanna á kjördegi striöi gegn ofangreindum megin atriöum persónuhelginnar. Sem kunnugt er £á fulltrúar stjórnmálaflokkanna aö fylgj- ast meökosningu á kjörfundi og er þeim jafnframt heimilt aö láta ftakka sina vita hverjir hafa kosiö eftir þvi sem liöur á kosningadag. Hagstofa tslands kemur flokkunum til aöstoöar meö þvi aö láta þeim I té tölvu- útskriftir af kjörskránum til notkunar á skrifstofum flokk- anna. Einnig fá flokkarnir hjá Hagstofunni einstaklings- bundna nafnamiöa úr kjör- skránni til úrdráttar á kjörfúndi um leiö og kosið er. Þátttaka I kosningum er ekki lögboöin. Segja má aö hluti kosningaréttarins felist i þvi aö mega sitja heima I friöi og án þess aö hinir og þessir stjórn- málaflokkar geri sér grillur út af þvi. Ekki veröur séö aö nokkur rök séu fyrir þvi aö heimila þessa upplýsingasöfnun fiokk- anna á kjördegi. Vart auöveldar upplýsingasöfnun flokkanna kjörstjórninni störfin. Þó er sjálfsagt aö flokkarnir hafi fulltrúa i kjördeildum. Fulltrúarnir eiga aö fylgjast meö aö kosningarnar fari lög- lega fram, en án þess aö mega koma nokkrum boöum af kjör- fundi til skrifstofa flokkanna og án þess aö mega merkja viö i P eiiibuiAiiii£auuáiuiiai skrár. Aö sögn fá stjórnmálaflokk- arnir útskrift af kjörskránni til afnota fyrir kjördag og er merkt viö flesta eöa alla kjósendur og þeir dregnir i pólitiska dilka. A kjördegi bætist svo viö vitneskja um hverjir neyta kosninga- réttar sins. Skrár þessar eru notaöar viö smölun á þeim út- völdu. Hér er sem sagt ekki um félagaskrár viökomandi stjórn- málaflokks aö ræöa,heldur skrá yfir alla kjósendur meö merk- ingum um þekkta eöa ágiskaöa pólitiska afstöðu. Hvaö veröur svo um skrár þessar aö kosningu lokinni? Úr þeim mætti vinna ýmsa lista. Hægur vandi væri aö töivusetja skrárnar og fá tæmandi lista yfir flokksfélaga, sem neyttu ekki atkvæöisréttar o.s.frv. Inn i skrárnar mætti merkja fleiri atriöi, t.d. þátttöku i tilieknum aögeröum, og þannig gætu hrannast upp einstaklings- bundnar upplýsingar um meinta eöa opinbera pólitiska afstööu einstaklinganna, bæöi þá sem væru flokksfélagar i' viö- komandi stjórnmálaflokki og eins alla aöra kjósendur. Sé djúpt tekið i árinni hlýtur þetta athæfi aö flokkast undir póli- tiskar persónunjósnir. Slái i haröbakka i pólitiskum deilu- málum gætu skrár þessar valdiö einstaklingum óbætan- legu tjóni. Reyndar má nú þegar ætla aö I herbúöum, þar sem tilgangurinn helgar meðaliö, þætti aldeilis matur i aö komast yfir merktar skrár andstæöinganna til samvinnslu viö eigin skrár. I nýafstöönum kosningum reiö Alþýöuflokkurinn á vaöiö oghætti að fylgjast meö hverjir kusu á kjörstaö. Alþýöubanda- lagiö og aörir flokkar ættu aö fylgja þessu fordæmi. Jafn- framt ættu flokkarnir aö hætta aö halda skrár aörar en félaga- skrár sinar. Oddur Benediktsson. Byltíng ef þetta kemst á segir Björn Ólafsson um tíllögur um íbúdabyggingar á félagslegum grundvelli — Meginatriðið i öllum tillögum þeim sem við höf- um sett fram i nefnd þeirri sem skipuð var til að gera tillögur að frumvarpi um byggingu ibúða á félags- legum grundvelli er, að lán verða hækkuð mjög, eða i 90% af kostnaði, og þau verða til 33 ára. Vextir verða mjög lágir, en veru- leg verðtrygging verður á lánunum þannig að raun- vextir verði 0. Þó skal þess gætt að greiðslur fari aldrei yfir 20% af dag- vinnutekjum samkvæmt á- kveðnum viðmiðunarkaup- taxta. Ef þetta kæmist á væri þar um byltingu í hús- næðismálum að ræða — var mat Björns ólafsson- ar, verkfræðings, er Þjóð- viljinn ræddi við hann í gær. Björn er einn þeirra manna er skipaöur var I nefnd skv. tilnefn- ingu ASt, en sú nefnd átti aö endurskoöa lög þau um Hús- næöismálastofnun rikisins sem fjalla um ibúöabyggingar á fé- lagslegum grundvelli. Var nefnd- arskipan þessi ein af forsendum „sólstööusamninganna”, svo sem skýrt er frá i annarri grein hér i blaöinu. t nefndinni voru einnig þeir Gunnar Helgason, Þráinn Valde- marsson og Gunnar Björnsson til- nefndir af rikisstjórninni. Og frá ASI þeir Magnús Sveinsson og Óskar Hallgrimsson, auk Björns. t nefndinni lögöu þeir Björn og Óskar fram sérálit. Aö undanförnu hefur veriö unn- iö aö þvi aö samræma tillögur minnihlutans (Björn og óskar) og meirihlutans og hefur þaö aö mestu tekist. Þó er ágreiningur um stjórnun byggingasjóösins, en meirihlut- inn vill aö hann heyri undir Hús- næöismálastjórn, en minnihlutinn vill að sérstök stjórn fari meö yfirstjórn þessara mála. Einnig er nokkur ágreiningur um hve mikill hluti bygginga- magns i landinu skal byggður á félagslegum grundvelli. Vilja Björn og Óskar aö minnsta kosti 1/3 sé byggður á félagslegum Björn ólafsson verkfræöingur. grúndvelli, en meirihlutinn aö allt að 1/3. Björn sagði að nefndin heföi verið kölluö mjög seint saman til starfa og verkið heföi unnist seint, enda margt sem þurfti aö láta kanna. Benti hann á að ríkisstjórnin heföi á engan hátt ýtt á eftir þvi | að nefndin lyki störfum, þrátt | fyrir loforö forsætisráöherra um aö frumvarp yröi lagt fram fyrir ; þinglok. eng. j Vegna athugasemdar Þjóðminjasafns t Þjóöviljanum 7. júli s.l. birtist heldur ógeöfellt dæmi um fram- komu opinberrar stofnunar. t nafni Þjóöminjasafns er gerö grein fyrir greiðslum á vegum safnsins til þeirrar rannsóknar sem ég hef verið stýrimaöur fyrir. t nafni hlutleysis (eins og krefjast ætti af opinberri stofnun) er látið I þaö skina aö veriö sé að j svara gagnrýni á Þjóöminja- I safniö. Arni Björnsson starfs- 1 maöur safnsins hafði fullyrt i athugasemd (Þjv. 29.6. s.l.) að „svæöiskönnun sunnan Skarös- heiöar” heföi fengiö hærri upp- hæö frá Þjóöminjasafni en „Þjóðháttasöfnun stúdenta”. Ariö 1976 fengu stúdentar i bein- um styrk 200.000 krónur en Svæöiskönnun 150.000 árið 1976 eins og Þjóðminjasafn hefur nú staöfest. Hins vegar bar Margrét Hermannsdóttir fram fyrirspurn til Þjóöminjasafns um fjárveit- ingar til söfnunar stúdenta áriö 1977 Og um áætlun fyrir áriö 1978. Þvi hefur ekki veriö svarað, en gefiö I skyn meö athugasemd 7.7. s.l. aö viö höfum fengiö meira fjármagn en viö höfum viöur- kennt. Fariö er meö máliö nánast sem glæpamál, þar sem nafnnúmer og heimilisfang er meöal annars tiundaö. Svæöisrannsóknin hlaut 61.260 krónur áriö 1977 og var sú upphæð færð á reikning Þjóö- minjasafns. Upphæöin fékkst hins vegar alls ekki vegna frumkvæðis Þjóö- minjasafns, þrátt fyrir gefin fyrirheit. 61.260 krónurnar feng- ust eftir aö menntamálaráöherra haföi veriö gerö grein fyrir skuld- um frá árinu 1976. Ráöherra kaus aö færa umrædda upphæö út af reikningum Þjóöminjasafns.14.6. 1977 barst mér svo tékki. Meö- göngutimi þessarar greiöslu var þá oröinn 7—8 mánuöir frá þvi þjóöminjavöröur haföi sagst ætla aö greiða umrædda upphæö. Þessu kaus Þjóöminjasafn aö sleppa I athugasemd sinni 7.7. s.l. Athugasemd Þjóöminjasafns er sýndarplagg og er ætlaö aö sverta „Svæöiskönnun sunnan Skarös- heiöar” I augum almennings, en er á engan hátt svar við yfir- gripsmikilli gagnrýni á safnið og þjóðminjavörö. Umrædda athugasemd Þjóö'- minjasafns 7.7. s.l. tel ég gróft dæmi um misbeitingu opinberra skjala. 10. júli 1978. Þorlákur H. Helgason. Enn er Eiðfaxi á ferð Eiðfaxier nýkominn út og er aö þessu sinni aö veruiegu ley ti helg- aöur landsmóti hestamanna á Þingvöllum, sem nú er aö byrja, Gisli B. Björnsson ritar for- ystugrein, er hann nefnir Setjum markiö hátt. Þá er viðtal: Jóreyk sé ég viöa vega, en þar ræöir Tryggvi Gunnarsson viö Pétur Hjálmsson, framkvæmdastjóra landsmótsins. Arni Þórðarson rit- ar greinina Hálendiö laöar. Ros- marie Þorleifsdóttir skrifar um Hiröing reiötýgja. Bjarni E. Sig- urösson segir frá dvöl sinni meö Skotum. Fréttir eru frá hesta- mannafélögum og birt er skrá yfir fyrirhuguð hestamót erlendis á þessu sumri. Eiöfaxi er aö venju prýddur fjölda mynda, m.a. er þar mjög falleg litmyndaopna eftir Balta- zar og eru myndirnar úr bókinni Fákar — saga islenska hestsins i bliöu og striöu — en þeirri bók er ætlaö aö koma út i haust hjá Ice- land Review og Bókaforlaginu Sögu. Arið 1977 komu út 6 tbl. af Eið- faxa, júli-des., og kostuöu kr. 1800,-. Hálfur árangur 1978, 6 tbl., janúar-júni, kosta kr. 2400,-. Siö- ari hluti árgangsins, 6 tbl., júli- des., kosta kr. 2900,-. Þeir, sem gerast vilja áskrifendur aö ritinu geta sent beiöni um þaö i pósthólf 887, 121 Reykjavik, simi 85111. —mhg Auglýsmgasíminn er 81333 OJODVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.