Þjóðviljinn - 13.07.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.07.1978, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN Fimmtudagur 13. jtilí 1978 Aöalsími ÞjóBviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á iaugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfs- menn biaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. ^ 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans i sima- skrá. Viku þorskveiði- bann I ágúst Slysagildra í Kópavogi Togarar stöðvi þorskveiðar í 30 daga til 15. nóvember Sjávarútvegsráöherra hefur ákveðiö aösetja þorskveiöibann á og veröur þaö mjög svipaö banni þvi sem sett var á i fyrra. Fyrsta skrefið veröur aö á timabilinu 1. — 7. ágúst veröa all- ar þoskveiöar bannaöar i islenskri fiskveiöilandhelgi. Skut- togurum er þó heimilt aö veiöa þá viku, en veröa I staöinn aö stoppa vikuna 8. — 14. ágúst. tJtgeröar- aöiiar skuttogara veröa aö til- kynna sjávarútvegsráöuneytinu fyrir20. júlf ef þeir ætla aö stoppa seinni vikuna. Þá skulu skuttogarar hvila sig frá þorskveiöum i 30 daga sam- tals frá útgáfudegi reglugeröar- innar til 15. nóvember. Útgeröar- menn ráöa hvenær tlmans þeir stööva skip sin, þó veröur hver skuttogari aö vera frá þorskveiö- um minnst 7 daga I senn. Útgerðaraöilar skulu tilkynna Sjávarútvegsráöuneytinu ekki siðar en 15. ágúst hvernig þeir ætla aö haga veiðitakmörkunum sinum, og eru þær áætianir bind- andi fyrir útgeröarmenn. Ef útgeröarmenn iáta ekki slik- ar áætlanir i té getur sjávarút- vegsráöuneytiö ákveöiö hvenær viðkomandi togarar láta af þorskveiöum. 1 reglugeröinni segir aö á þeim tima sem fiskiskip mega ekki stunda þorskveiöar megi hlut- deild þorsks i afla hverrar veiöi- íeröar ekki nema meiru en 15%. Umframþorskafli veröur geröur upptækur. Þjóöviijinn sneri sér til öskars Vigfússonar formanns Sjó- mannasambandsins og spuröi hann um álit á þorskveiöibann- inu: Óskar sagöi aö þótt þetta heföi áhrif á tekjur sjómanna þá viöur- kenndu þeir nauösyn varúöarráö- stafana og myndu aö sjálfsögöu beygja sig fyrir þessum úrskuröi. Sagöi hann aö viö siöustu verö- ákvöröun á fiski heföi aö nokkru veriö tekiö tillit til verndunar- sjónarmiöa, þó ekki nóg, meö þvi aö meiri hækkun kom á þær teg- undir sem menn hrekjast i þegar bannaö er aö veiða þorsk. Nefndi Oskar þar 26-27% hækkun á ufsa og 16% hækkun á karfa. Taldi Öskar ljóst ab þorskveiði- banniö þýddi nokkra tekjuskerö- ingu fyrir sjómenn, en hún yröi ekki mjög tilfinnanleg m .a. vegna þessarar hækkunar á ufsa og karfa. eng. Þessi slysagildra er við hina fjöl- förnu götu i Kópavogi, Nýbýla- veg. Þar var veriö aö rifa hús og siðan veriö grafinn þessi grunnur. Hann stendur nú opinn, engin giröing eöa merki við hann. Þarna er barnmargt hverfi i grenndinni og börn hafa verið þarna aö leik siöan i siöustu viku. Yfirvöld viröast ekkert hafa viö þaö aö athuga aö verktakar standi þannig aö framkvæmdum. Þjóöviljinn skorar á viðkomandi aðiia aö gera viðeigandi ráðstaf- anir áður en það er um seinan. (Ljósm. -eik.) Alþýðub andalagið Suðurnesjum Fundur í kvöld Alþýðubandalagið á Suðurnesjum heldur almennan félagsfund í kvöld kl. 20.30 í Vél- stjórasalnum Hafnar- götu 78. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga 2. Stjórnmálaviðhorfið. Þingmennirnir Gils Guðmundsson og Geir Gunnarsson koma á fundinn og segja fréttir af viðræðunum. — Stjórnin. Erfitt að færa niðurgreiðslur á frumframleiðslustigið segir Gunnar Guðbjartsson Stjórn Stéttarsamba nds bænda hefur nýverið setið á fundi og rætt þa r þau vandamál iandbúnaöarins sem nú biöa bráöastrar úrlausnar. Blaöa- maöur Þjóöviljans náöi i gær tali af Gunnari Guöbjartssyni formanni Stéttarsambands bænda og innti hann eftir þvi hvaö einkum heföi veriö á dag- skrá á fundi stjórnarinnar. — Viö ræddum nú ekki hvaö sist um þau vandamál sem standa i' sambandi viö sölu á bú- vörum oghugsanlegar aögeröir nýrrar rfkisstjórnar i þeim mál- um, sagöi Gunnar Guðbjarts- son. Var ákveöiö aö óska eftir viöræöum viö stjórnmálaflokk- ana um þaö og eru þær nú þegar hafnar. Þetta má segja aö hafi verið megin máliö. Hinsvegar ræddum viö einnig skýrslu sem Björn Stefánsson hefur samið og fjallar um at- hugun á möguleikum og hag- kvæmni þess aö færa niöur- greiðslurnar yfir á frumfram- leiöslustigiö. Er þetta ýtarleg skýrsla sem Björn vann fyrir okkur i vetur. Skýrslanernúheldur neikvæö hvaö breytingu á þessu snertir nema þá þvi aðeins aö skammtaö væri þaö magn sem greitt yröi niður. Þetta er nú skiljanlegt þegar fariö er aö hugsa um þaö þvi hvorttveggja er aö þaö eru fleiri en bændur sem kaupa þessar rekstrarvör- ur og eins snertir þetta fleiri vörur en þær sem nú eru niður- greiddar en þaö eru aöeins fjór- ir vöruflokkar. En einstakir vöruflokkar vega misjafnlega mikiö i visitölunni og þeir sem ekki erugreiddir niður nú vega minna en hinir. Þessi leiö veröur þvi naumast farin nema aö beitt sé skömmtun og til þess þarf lagasetningu. Þetta er þvi engan veginn eins auövelt og i fljótu bragði kann aö virðast. Þetta mundi taka til þriggja þátta: áburöar, kjarnfóðurs og lánsfjár. Og hvaö niðurgreiðslu á lánsfé áhrærir þá er hún óhag- kvæm aö þvi leyti aö það er aö svo litlu magni inni i verðlaginu og verkar þvi litið á verölag bú- vörunnar. Hinsvegar mundi þaö hafa meiri þýöingu fyrir bændurna sem slika,þaö væri út af fyrir sig hagkvæmt fyrir þá. — Viö erum nú aö ræöa þessi mál viö fulltrúa stjórnmála- flokkanna sagöi Gunnar Guö- bjartsson. Viö ræddum við aAl- þýöubandalagiö i gær og ætium aö ræöa við Framsóknarflokk- inn i fyrramálið en erum ekki búnir aö fastbinda viðræöur viö hina flokkana. Væntum þess þó aö þær geti farið fram sem allra fyrst. —mhg Áfengi og tóbak hækkar um 20% Átta tíma að vinna fyrir vodkaflösku Afengi og tóbak hækkar eins og alit annaö i blessaðri veröbólg- unni. Verö á áfengi hækkaöi I gær um 22% á sterkum vinum og 18% á léttum vinum. Eftir hækkunina kostar ein flaska af vodka 6700 krónur. Flaskan af viský kostar 7.200 kr. Brenniviniö kostar 5100, en fiaskan af kláravininu kostar 5750 kr. Flaskan af rauövini eöa hvit- vini fer nú upp I 1500 til 2000 krónur. Sherry og álika drykkir koma til meö aö kosta um 2500 krónur. Athyglisvert er aö áframhald er á þeirri þróun aö létt vin hækki heldur minna en sterk. Alit tóbak hækkar um ca. 20% og það þýöir aö sigarettupakkinn kostar nú alveg um 500 krónur. Þótt þetta séu stórar tölur þá segir þaö ekki mikla sögu um verö á tóbaki og áfengi. Við komumst heldur nær meö þvi aöathuga hve lengi menn eru aö vinna fyrir þessum varningi. Laun skv. 3 taxta Dagsbrúnar eftir 1. áreru nú 848 kr. Þeir sem vinna á þessum táxta eru þvi um þaö bil 8 ti'ma aö vinna fyrir einni vodkaflösku. Jón Kjartansson forstjóri ATVR sagöi okkur aö 1935 heföi brennivlnsflaskankostaökr. 7,50, sem þá heföi nokkurn veginn samsvaraö veröinu á einum lambsskrokk. Hjá Kjötsala fengum viö þær upplýsingar aö iambsskrokkur kosti I dag frá 13-15000 krónur, en þaö samsvarar 2-3 flöskum af sterkum vinum. Lambiö hefur þvi hækkaö meira en brennivinið. Halló krakkar! Ákveðið hefur verið að fara eins dags ferð út í bláinn með þeim f jölda unglinga sem unnu fyrir G-listann á kjördag og stuðluðu að glæsilegum kosningasigri Alþýðu- bandalagsins. Farið verður frá Grettisgötu 3 kl. 9 ár- degis n.k. laugardag og áætlaður komutími í bæinn aftur er kl. 19. Þátttakendur þurfa að hafa með sér nesti og tilkynna þátttöku i síma 17500 milli kl. 13-17 dag- lega. Biermaim til íslands í haust Wolf Biermann, austur- þýski söngvarinn og laga- smiðurinn, er væntanlegur hingað til lands í september i haust. Biermann kemur hingað á vegum Verðandi, félags vinstri sinnaðra stúdenta, og Bókmenntafélagsins Máls og menningar. Biermann, sem löngu er kunnur af söng sínum og skáldskap, mun halda hér tónleika. Þaö vakti heimsathygli, þegar Biermann var neitaö um leyfi um *><. Wolf Biermann (Mynd: AI> aö snúa aftur heim til Austur- Þýskalands áriö 1976, en þá haföi hann verið á söngferöalagi um Vestur-Þýskaland. Hann er sann- færöur kommúnisti, en hefur aldrei hikaö við að gagnrýna rikisvaldiö i heimalandi sinu og þá afbökun sósialismans, sem þar ræöur rikjum. —cös

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.