Þjóðviljinn - 30.11.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.11.1978, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 30. nóvember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 80 manns mættu á stofnfundi Byggöarverndar i Hafnarfiröi en félagiö hefur einkum á stefnuskrá aö varöveita gamla bæinn I núverandi mynd og umhverfi hans. Myndin er frá Austurgötu. Félagid Byggðarvernd stofnað i Hafnarfirði Vill varðveita einkenni gamla bœjarins Á sunnudaginn var hald- inn stofnfundur félagsins Byggðarverndar í Góð- templarahúsinu i Hafnar- firði og sóttu hann um 80 manns. Tilgangur félags- ins er einkum að varðveita gömlu byggðina í Hafnar- firði og umhverfi hennar, svo sem hraunið og lækinn, að því er Páll Bjarnason arkitekt, einn af stofnend- unum, tjáði Þjóðviljanum í gær. Páll sagði aö mjög góöur andi heföi rikt á fundinum og var hon- um skipt i umræöuhópa um lög og stefnuskrá félagsins og var siöan gengiö til atkvæöa um hvern liö þeirra. Ætlunin er aö ná sem viö- tækastri samvinnu viö bæjarbúa og bæjaryfirvöld um stefnumál Byggöarverndar. 1 fyrstu stjórn félagsins voru kjörin Edda óskarsdóttir, Borg- þór Arngrimsson, Magnús Jóns- son, Jóhann S. Hannesson og Páll Bjarnason. Stjórnin mun sjálf skipta meö sér verkum. GFr IÐNNEMASAMBANDIÐ: Auðvaldið beri sjálft kreppu sína Efnahagsstefnan tryggi félagsleg réttindi launafólks, kaupmátt launa og fulla atvinnu Framkvæmdastjórn Iðnnemasambands ís- lands hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun vegna fyrirhugaðra efnahagsráðstafana 1. des. nk.: „Framkvæmdastjórn Iön- nemasambands Islands telur brýnt aö tekist veröi af alvöru á viö veröbólguvandann, þvi slik veröbólga, sem hér á landi hefur geisaö, skerðir fyrst og fremst af- komumöguleika launafólks. Bendir stjórnin á, aö launafólk á ekki sök á veröbólgunni heldur peningavaldiö i landinu. Þetta veröur aö hafa I huga er ráöist er gegn veröbólgunni og aö þeir sem á henni bera ábyrgö beri þær álögur sem til þarf aö ráöa niöur- lögum hennar. Auðvaldið beri sjálft kreppu sina. Framkvæmdastjórnin leggur áherslu á, aö ekki megi skeröa kaupmátt launa og telur aö ráö- stafanir þær, sem koma eiga i staö beinna krónutöluhækkana á laun, ráöstafanir sem lækka framfærslukostnaö launafólks, veröi fyllilega aö tryggja kaup- máttinn. Vegna þeirrar umræöu sem átt hefur sér staö um endurskoðun visitölunnar, þá varar fram- kvæmdastjórnin viö breytingum i þá átt, aö vlsitalan mæli ekki fyllilega hækkun framfærslu- kostnaöar. Bendir stjórnin á, aö verötrygging launa er samnings- atriöi milli launþega og atvinnu- rekenda og hvetur verkalýös- hreyfinguna til aö standa fast á rétti sinum og ljá ekki máls á skeröingu á visitölunni, og berj- ast af krafti gegn öllum slikum tilhneigingum. Framkvæmdastjórnin telur, að marka veröi efnahagsstefnu til langs tima til lausnar á verö- bólguvandanum, en ekki aö til langframa séu gerðar bráöa- birgöaráöstafanir á þriggja mán- fresti, sem meira og minna skerði kaupmátt launa. Slik efna- hagsstefna veröur aö tryggja fé- lagsleg réttindi launafólks, kaup- mátt launa og fulla atvinnu. Hvetur stjórnin verkalýöshreyf- inguna til haröra aögeröa gegn öllum áformum um árásir á kjör og réttindi verkafólks.” Stofnaö hefur verið Félag refa- og minkaveiðimanna Hinn 19. þessa mánaöar var stofnaö Félag refa- og minka- veiöimanna á Islandi. Markmiö félagsins eru þessi: 1. Aö sameina menn þá, sem eiga sömu hagsmuna aö gæta til að standa vörö um rétt þeirra. 2. Aö halda ref og villimink i allgjöru lágmarki um allt land þvi aö þessi dýr eru miklir skaö- valdar bæöi sauöfé og fugla- og fiskilífi á Islandi. 3.AÖ viöhalda ræktun og þjálf- un á góðum veiöihundum til refa- ogminkaveiöa, þvi aö góöir veiöi- hundar eru undirstaöa þess, aö árangur náist gegn þessum varg. á.Einnig ætlar félagiö aö stuöla aö fækkun veiöibjöllu og annars álika vargfugls og reyna aö halda þeim I lágmarki. 5. Félagiö ætlar aö stuöla aö þvi, að verölaun til áhugamanna fyrir unninn ref og mink veröi hækkuö og fylgi kaupvisitölu eöa verölagi i einhverri mynd. 6.Félagiö hyggst beita sér fyrir þvi, að hreppsfélög um allt land geti leitað til félagsins um aöstoö viö eyöingu áöurnefndra dýrateg- unda. Geta oddvitar hv,ers hreppsfélags haft samband viö veiöistjóra eða snúiö sér til fél- agsins. Stjórn félagsins skipa eftir- taldir menn: Formaöur Höröur Sævar Hauksson, ritari Oddur örvar Magnússon, gjaldkeri Helgi Backmann. Heimilisfang félagsins er aö Garöavik 13, Borgarnesi, simi 93—7552, 91—41974 og 91—42029. Þeir, sem áhuga hafa á aö gerast félagar eöa leita sér nán- ari upplýsinga um starfsemi fél- agsins, geta haft samband viö áöurtalda menn i þeim númerum, sem upp eru gefin. — mhg Stórmarkaðurinn OPNAÐUR A MORGUN 2200 fermetra ný og glæsileg verslun Ótrúlegalágtveró■ Greióaókeyrsla■ Góöbílastæói með alla matvöru (kjöt, mjólk, brauð, pakkavöru og niðursuðuvörurj-pappírs- STORMARKAÐURINN vörur, kerti-leikföng og gjafavörur. CAjuOSKEMMUVEGI 4A KÓPAVOGI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.