Þjóðviljinn - 30.11.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.11.1978, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. nóvember 1978 Vlba er vegagerð erfift á lslandi. Umsjón: Magnús H. Gíslason Fundur AB í Vestmannaeyjum: Rætt um skipa- lyftu, fjarhitun o.fL Fundur var haldinn þann 11/11 í Alþýðubandalags- félagi Vestmannaeyja. Fulltrúar bandalagsins voru til viðtals á f undinum um málefni bæjarins. Fimm nýir félagar voru teknir inn og mun nú félagatalan vera um 130 manns. Vegaframkvæmdir á Vestfjöröum Rætt við Eirík Bjarnason, umdæmisverkfræðing Samkvæmt upplýsing- um frá Eiríki Bjarnasyni, umdæmísverkf ræðingi Vegagerðarinnar á Isa- firði voru helstu vega- framkvæmdir i umdæm- inu á þessu ári eftirfar- andi: Vestf jarðavegur. A Vestfjaröavegi utan Eyrar i Kollafirði var byggöur um 1,5 km. langur vegarkafli i fjörunni utan Eyrar. Gamli vegurinn var meö kröppum beygjum og blindhæöum, auk þess sem veg- urinn var snjóþungur á vetrum. Fjárveiting var 30 milj, kr. og heimild til lántöku 5 milj. kr. Lokiö var og viö gerö vegarins fyrir Hörgsnes i Vatnsfiröi, en framkvæmdir þar hófust áriö 1975. Þó tókst ekki aö aka út malarslitlagi i veginn og veröur þaö gert næsta ár. Aö ööru leyti er frágangi lokiö. Viö opnun vegarins fyrir Hörgsnes leggst vegurinn yfir Fossárháls niöur. —■ Fjárveiting i ár var 50 milj. kr. og heimild til lántöku 5 milj. kr. Á Vestfjaröavegi, Hjaröar- dalsá — Ingjaldssandsvegur, var lokiö viö uppbyggingu og frágang á snjóþungum kafla, sem hafist var handa viö endur- byggingu á sumariö 1977. — Fjárveiting i ár var um 8 milj. kr. Viö Vestfjaröaveg fyrir Onund- arfjörö var unniö aö seismisk- um rannsóknum á þykkt og gerð jarölaga i önundarfiröi. Verkiö var unniö af Hafrann- sóknarstofnuninni. Meö rann- sóknum þessum og borunum, sem framkvæmdar voru af Hafnármálastofnun, fást hönn- unarforsendur fyrir grundun brúa og ákvöröun á sigi og jafn- vægisástandi hugsanlegra veg- fyllinga i firöinum. — Fjárveit- ing var 5 milj. kr. Djúpvegur. A Djúpvegi,— Strandsel — ögur, var byggöur 2,1 km lang- ur nýr kafli utan Strandselja. Fyrir var mjög slæmur niður- grafinn vegur. — Fjárveiting var 22 miJj. kr. og heimild til lántöku 5 milj. kr. A Djúpvegi Skaröshliö— Eyri i Skötufiröi var unniö aö frá- gangi vegarins I Skötufiröi, en þar er enn talsvert verk óunniö til aö ljúka aö fullu hinni eigin- legu tengingu Djúpvegarins. — Fjárveiting var 25 milj. kr. og heimild til lántöku 5 milj. kr. A Djúpvegi, Vestfjarðavegur — tsafjöröur var og unniö viö gerö vegarkafla i fjöru frá Tunguá aö tengingu utan steypustöövar á ísafiröi. Unniö var viö verkiö frá þvi i des. 1977 og fram i febrúar 1978. Var siö- an hafist aftur handa viö verkiö i haust og verður vegurinn væntanlega opnaöur til umferð- ar i des. n.k. — Fjárveiting til verksins var 65 milj. kr. en heimild til lántöku 20 milj. kr. Bíldudalsvegur A Bildudalsvegi i Reykja- fjaröarbotni var endurbyggöur l,4km.langurkafli. Var gamli vegurinn I mjög slæmu ástandi. — Fjárveiting var 10 milj. kr. Hólmavíkurvegur A Hólmavikurvegi um Bæ var lagfærður 700 m. kafli. — Fjár- veiting var 6 milj. kr. A Hólmavikurvegi um Prest- bakka var endurbyggöur vegar- kaflinn um Prestbakkaá og út fyrir Prestbakka. Byggö var ný brú á Prestbakkaá. — Fjárveit- ing til vegageröar var 20 milj. kr. en til brúargeröar 36 milj. A Hólmavikurvegi um Slitur i Bitrufiröi var áfram unniö aö byggingu vegar i fjöru neöan viö svokallaöar Siitur. Gamli veg- urinn, sem liggur ofarlega I hiiöinni, er oft á vetrum helsta torfæran á leiöinni til Hólma- vikur. 1 sumar tókst aö tengja saman nýbyggingarkaflana, þannig aö nota má nýja veginn þegar snjóþungt er á vetrum. — Fjárveiting var 28,5 milj. kr. Á Hólmavikurvegi um Hey- dalsá var byggöur 600 m. langur kafli og ný brú á Heydalsá. — Fjárveiting til vegageröar var 4 milj. kr. en til brúargeröarinnar 20 milj. kr. Ýmsir vegir Rey khólasveitarvegur um Barmahlið. Þar var byggður um 2ja km langur kafli I staö snjóþungs vegar um Barmahiiö. — Fjárveiting var 14 milj. kr. og heimild til lántöku 5 milj. kr. Svalvogavegur, Meðaldalsá— Haukadalsá. Byggöur var upp 1,9 km. langur, snjóþungur kafli, milli Meöaldalsár og Haukadalsár. — Fjárveiting var 14 milj. kr. Ingjaidssandsvegur, Gemlu- fall — Núpur. Byggöur var upp l, 1 kni. langur snjókafli milli Lækjaróss og Mýra. — Fjárveit- ing var 14 milj. kr. Vatnsfjarðarvegur. Byggöur var 1 km. langur kafli á „svella- stööum” utan Svansvikur I tsa- firöi. — Fjárveiting var 10 milj. kr. Laxárdaisvegur. Sýslumörk — Hólmavikurvegur. Lagfærö- ur var 300 m. langur snjóakafli ofan Hólmavikurvegar. — Fjár- veiting var 5 milj. kr. Súgandaf jarðarvegur um Botnsheiði, Haldiö var áfram byggingu vegarins á Botnsheiöi, upp úr snjó. Byggöur var 400 m. langur kafli austan sjónvarps- húss. — Fjárveiting var 17 milj. kr. Auk þessa var byggö brú á Eyrardalsá i Súöavik, en viö- komandi vegur er þjóövegur i þéttbýli. — Fjárveiting var 20 milj. kr. Helstu framkvæmdir á næsta ári Regluleg endurskoöun vegaá- ætlunar fer fram siöar I vetur. Er ekki hægt aö segja meö neinni vissu hvaöa verkefni veröa á dagskrá næsta sumar fyrr en sú endurskoöun hefur fariö fram. En miðaö viö þá vegaáætlun, sem i gildi er nú má benda á, aö liklegt er, aö m. a. veröi eftirtalin verk á dag- skrá næsta sumar: Hólmavlkurvegur um Slitur. Stefnt veröi aö þvi aö ljúka verkinu næsta sumar. Djúpvegur um Strandsei. Haldiö veröi áfram þar sem frá var horfiö i haust. Djúpvegur innan lsafjarðar. Tengt veröi meö malarvegi út aö iþróttavelli á Isafiröi. Vestfjarðavegur um önund- arfjörð. Hafist veröi handa viö endurbyggingu vegakerfisins I önundarfirði, hvaöa leiö sem veröur ofan á I þvi sambandi. eb/mhg. Þaö kom fram hjá formanni félagsins, aö búiö er aö festa kaup á húsi á Selfossi fyrir kjördæmis- ráö og aöra starfsemi félagsins. Húsiö er Kirkjuvegur 4 og þarf þaö töluverörar viðgeröar viö. Þaö kostaöi 2 milj. kr. Félagar Alþýöubandalagsins á Suöurlandi fjármagna kaupin meö sam- skotum. A þessum fundi söfn- uöust 130 þús. kr. Þaö kom fram hjá bæjarfull- trúunum, aö skiöalyftumáliö væri komiö á hreyfingu og væri nú full alvara meö aö þaö yröi aö veru leika, en ýmislegt væri þó óunniö eins og t. d. aö semja viö eigendur gömlu slippanna um örlög þeirra. Gleöilegter aö vita aö máliö er þó komiö þetta á veg. Fjarhitunin var einnig til um- ræöu og er mikill áhugi á aö nýta hraunhitann meöan hann varir, en þaö þarf fé I þessar fram- kvæmdir og á meöan bærinn á útistandandi 140 milj. hjá fyrir- tækjum, þar af 117 milj. hjá hraö- frystihúsunum, er kannski ekki á góöu von. Þaö er harösnúiö, aö hraöfrystihúsaeigendur, sem eru sifellt mjálmandi utan i ríkis- sjóöi, skuli ekki greiöa skatta sina, sem eru ekki hærri en vinnukonuútsvar miöaö viö gróöa þeirra, meöan almenningur stendur i skilum, eins og fram kom á þessum ágæta fundi. Rætt var um umhverfisvernd og þá fyrst og fremst aö gera ekki meiri usla i nýja hrauninu en búiö er, meö malartöku hingaö og þangaö. 1 hrauninu eru óþrjótandi náttúruundur, álfamyndir, trölla- kirkjur og annað sérkennilegt, sem ekki má skemma. Einnig var rætt um húshjálp fyrir aldraöa og aöra sem ein- hverra hluta vegna þurfa hennar viö, rafstrengina, vatnsleiösluna, ef til náttúruhamfara kæmi á Suöurlandi, eins og veriö er aö spá. Minnihluti bæjarstjórnar hefur tekiö upp lúmskulega baráttuaö- ferö, en hún er sú, aö eigna sér framkvæmdir og tillögur meiri hlutans, þar á meöal skipalyftu- máliö, sem var á oddinum hjá Alþýöubandalaginu I kosningun- um. Þeir viröast vera ósköp ljúfir og málefnalegir, eru jafnvel sam- mála meiri hlútanum i mörgu, en koma þvi svo á framfæri i mál- gangi sinu, Fylki, aö þeir einir séu eigendur tillagnanna. Engum dylst aö hér er veriö aö slá ryki I augu almennings og aö undir sauöagærunni er úlfurinn falinn. Annars er þetta ekki nýr leikur hjá Sjálfstæöismönnum. Þeir hafa löngum veriö snillingar I þvi aö setja á sviö Rauöhettu og úlf- inn. tJtgáfa Eyjablaðsins og framtlð þess var einnig rædd, en þaö á i vök aö verjast sökum fjárskorts en fullur vilji er fyrir aö halda þvi úti. Margt annaö var rætt á fund- inum og full samstaöa hjá fé - lögum um þaö. Þetta var meö bestu fundum, sem ég hef veriö á, svör fulltrúanna skýr og málefna- leg, samstaöa félaga greinileg. Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi. Vistmenn horfa á sjónvarp I setustofunni á Höfða. Mynd: Sigurbjörn. AKRANES: Síöari áfangi Höfða tekinn í notkun Fyrsti byggingaráfangi dval- arheimilisins Höfða á Akranesi hefur nú verið tekinn I notkun að undanskildum nokkrum her- bergjum I kjallara. Vistmenn eru 44. Eins og fram hefur komiö I fréttum var heimilið vigt i febr. 1 fyrra og fluttu þá 22 vistmenn inn i aöra hæö hússins. Hinn 14. okt. si. var svo sfðari hluti bygg- ingarinnar tekinn I notkun og fluttu þá flestir vistmenn inn. 1 þessum hluta eru 19 ibúöir eins og I þeim fyrri. Þar af eru þrjár hjónaibúöir. A mánudagskvöldiö 16. okt. var vistmönnum boöiö til kaffi- drykkju I aöalanddyri heimilis- ins, ásamt starfsfólki. Voru þar og staddir forystumenn þeirra sveitarfélaga, sem standa . aö dvalarheimilinu. Flutt voru á- vörp og árnaöaróskir. Þorvaid- ur Þorvaldsson kennari las upp og Skagakvartettinn skemmti meö söng og stjórnaöi fjölda- söng. Engin ákvöröun hefur enn veriö tekin um framhald fram- kvæmda viö dvalarheimilið ut- an sú aö innrétta og koma upp vinnurúmi og aöstööu til iöju- þjálfunar. Athugaöir veröa möguleikar á þvl aö koma upp dagheimili fyrir aldraöa þótt um visi einan veröi e.t.v. aö ræöa til aö byrja meö. Þá hefur og veriö um þaö talaö aö reisa sjálfstæöar Ibúöir sem næst dvalarheimilinu en fullnaðar- ákvöröun hefur þó enn ekki ver- iö tekin um þaö. Forstööumaöur Höföa vill koma þvl á framfæri, þar sem jólahátiöin fer nú I hönd, aö á stóru heimili þarf aö mörgu aö hyggja. Er vel þegin aöstoö allra þeirra, sem hönd geta aö þvi lagt, aö gera vistmönnum aö Höföa jólin sem gleöilegust. (Heim.: Umbrot). —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.