Þjóðviljinn - 19.03.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.03.1983, Blaðsíða 4
4 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Helgin 19.-20. mars 1983 IHHIiff stjórnmál á sunnudegi Hjörleifur Sjávarútvegurinn — hvert stefnir? V- Guttormsson skrifar Alvarleg teikn á lofti Nú þegarhugur stjórnmálamanna og almennings er í vaxandi mæli bundinn við komandi kosningaátök og dálkar dagblaðanna eru fullir með tölum um úrslit í prófkjörum og kosningaspám, eru það aðrartölur, en minna áberandi, sem reynst geta afdrifaríkar, ekki síður en kosningaúrslit og sú stefna sem fylgt verður að loknum alþingiskosningum. Ég á þar við verðmætasköpun í þjóðfélaginu og þá ekki síst horf ur og hag í helstu atvinnuvegum landsmanna, öðru fremur í sjávarútvegi. Þótt margskonar iðnaður hafi sótt á í útf lutningi hin síðari ár, er úrvinnsla sjávarafurða áfram öflugasti iðnaður í landinu, og í fiskiðnaði hafa myndast flest ný störf á undanförnum árum, eða samtals um 6000 síðasta áratug. Ekkert vegur jafn þungt í af- komu þjóðarinnar og afrakstur sjávarútvegsins, og er þar með eng- ri rýrð kastað á aðra atvinnuvegi. Það er því ekki lítið áfail þegar stór- felldur samdráttur verður í afla - milli ára eins og gerðist milli áranna 1981 og 1982 og sem enn gætir verulega það sem af er þessu ári. Þorskaflinn dróst saman um nær 80 þús. lestir eða 17% milli ára, loðnan hrundi úr 650 þús. lest- um í um 13 þús. lestir eða niður um 98%. Nokkur aflaaukning í öðrum tegundum eins og ufsa (19%) og karfa (23%) milli ára vegur hér lítið á móti. Verðmætarýrnunin í útfluttum sjávarafurðum nam hvorki meira né minna en 21% (að raungildi) á síðasta ári. Þar við bæt- ist mikil birgðaaukning, einkum í skreið, sem skapar stórfelld vanda- mál fyrir vinnslustöðvar víða um land. Enn eru verulegur samdráttur í þorskafla það sem af er vertíð, eða )dir 5 þús. tonn í janúar og febrúar miðað við sömu mánuði í fyrra, það er lækkun úr 49.093 tonnum í 43.720 tonn, og eru það þó engan , veginn sambærilegar tölur, þar eð verkfall var á fiskiskipaflotanum mikinn hluta janúar í fyrra. Enn hefur ekkert breyst til batnaðar um aflabrögð það sem af er þessum mánuði. Hér eru vissulega alvarleg teikn á lofti, sem enginn getur látið sem hann sjái ekki. Sveiflur í afla- brögðum eru engin nýlunda, en með dýrum og tæknivæddum flota, þeim fjölda manna sem á afkomu sína beint og óbeint undir sjávar- fangi og með vaxandi yfirbyggingu í þjóðfélaginu sem á sjávarútvegin- um hvílir, eru slíkar sveiflur í senn afdrifaríkari en fyrr og meiri líkur á því en áður, að þær endurspegli raunverulegt ástand fiskistofn- anna. (Sjá mynd 1 um mat Hafr- annsóknastofnunar á ástandi og afrakstursgetu nytjafiska á íslands- miðum.) Landsbyggdin á mest í húfi Mynd 1 Stofnar nytjafiska á íslandsmiðum skv. mati Hafrannsóknarstofnunar í janúar 1983. Tegund Stofn- stærö (aætluð) 1000 tn. Ástand + 5) + Hámarks- afraksturs- geta3> 1000 tn. Heildarafli 1981 , 1000 tn. 1982 (tillaga) 1000 tn 1983 (tlllaga) 1000 tn. Þorskur 1.500 450 459 450 350 Ýsa 290 + 75 61 65 60 Ufsi 350 +. 75 55 65 65 Karfi — -T- 75 93 60 80 Lúöa — — — — Grálúða 170 -r 20 16 17 17 Skarkoli - + 4 10 10 Steinbítur 40 8 13 9 Síld (sumargot) 2001> + 60 39 50 - Loðna 2651> + ? 600 641 0 — Kolmunni 7.2002> 1.000 — 1.000 — Humar — + 3.5 3 3 2.7 Hörpudiskur - + 9.0 11 12 13.3 Rækja(grunnslóð? 10.44> 8 6 5.9 1) Hrygningarstofn, 2) N-Atlaritshaf, 3) Hámarks afrakstursgeta er miðuð við að fiskistofnar hafi að fullu náð sér eftir ofveiði og nýliðun só a.m.k. í meðallagi. 4) Djúpslóð meðtalin 5) + = vaxandi, + = minnkandi. Mynd Visi- tölur 1300 5 Vísitölur þjóðarauðs- mats fiskiskipaflotans ^ 1100 og aflaverðmætis árin / 1954-1981 900 700 Þjóöarauðsmatf 500 300 ■ Aflav erömae »■ 100 194 • •••••* V "v" 5 5 o" "5 5 6 d'' 6 5 7 d "'7 5 8 3 Eg held þeim fari ört fjölgandi sem svara því játandi, að allrót- tækrar endurskoðunar sé þörf, en svörin og áherslurnar um það, hvað beri nákvæmlega að gera, hverju þurfi að breyta, eru ekki á eina lund, svo sem vænta má. Sjáv- arútvegur okkar er sem betur fer fjölþætt atvinnugrein. Vandamálin eru því nokkuð ólík í einstökum þáttum veiða og vinnslu og hags- munir rekast oft á tíðum á milli landshluta og jafnvel innan lands- hluta. Því er breytt stjórnun í sjáv- arútvegi ekki auðveld viðfangs og mikil nauðsyn að leitast við að stilla saman hina ólíku hagsmuni, áður en veigamiklar ákvarðanir eru teknar. Um almenn markmið ætti ekki að vera ágreiningur, svo sem það, að leitast beri við að tryggja há- marksafrakstur af fiskistofnunum, veiða hóflega og með sem minn- stum tilkostnaði. - Vörugæði í fisk- vinnslu hafa komist í sviðsljósið að undanförnu, m.a. vegna áfalla og dýrkeyptrar reynslu. 1 þeim efnum hvílir frumskyldan á þeim, sem færa afla að landi, því að úr slæmu hráefni verður aldrei unnin verð- mæt eða góð vara. En einnig eftir að aflinn berst á land skiptir með- fer^hans miklu máli, allt frá mót- tökú til útskipunar. Samstilling veiða og vinnslu er því mál mála, öruggt og gott gæðaeftirlit og greið- ur aðgangur að fjármagni til að bæta úrvinnsluna og þróa nýjungar í fiskiðnaði. Raunar á það einnig við um veiðarnar að því er varðar sókn í vannýtta eða nýja stofna, og alveg sérstaklega til að draga úr til- kostnaði og spara orku og veiðarfæri. Ástand fiskstofnanna Lítum aðeins nánar á stöðu fisk- stofnanna. Með þessari grein er brugðið upp myndum af vitneskju okkar um stofnstærð og veiði þriggja tegunda, þ.e. þorsks, sumargotssfldar og loðnu, nokkuð aftur í tímann samkvæmt mæling- um og bestu vitneskju, og eru þær upplýsingar fengnar frá Hafrann- sóknastofnun. Á mynd 2 sjáum við línurit um stærð þorskstofnsins, þriggja ára fisks og eldri, svo og þorskafla á íslandsmiðum frá árinu 1955 að telja. Á árunum 1955 fram yfir 1960 er stofninn tiltölulega sterkur en þó minnkandi, og gætir á þess- um árum enn þeirrar friðunar gagnvart veiðum útlendinga, sem fékkst á heimsstyrjaldarárunum og fyrst eftir stríð. Síðan eru áberandi tveir öldufaldar með stækkun stofnsins og hámarki nálægt 1969 og 1979, en djúpum öldudal á milli 1972-1975. I skugga hans varð til „svarta skýrslan“. Eflingu stofns- ins í tvígang á þessu tímabili skýra fiskifræðingar m.a. með þorsk- göngum frá Grænlandi inn á ís- landsmið. Síðustu ár er stofninn á ný á leið í öldudal, og er sú þróun m.a. að koma fram í minnkandi afla. Heildarþorskaflinn á þessu tíma- bili sveiflast mun minna en stofn- stærðin, eða frá röskum 500 þús. tonnum á ári niður í um 325 þús. tonn. Minnstur varð aflinn um það leyti sem útlendingar voru gerðir burtrækir af miðunum. Athyglis- vert er, að heildarafli hefur ítrekað haldið áfram að vaxa, eftir að sam- dráttur er kominn í stofninn og kemur sama tregðulögmálið raun- ar í ljós varðandi sfld (mynd 3) og loðnu (mynd 4). Sýnir það með öðru nauðsyn virkrar stjórnunar á veiðunum. Hér er um alvarlega aðvörun að ræða fyrir þjóðfélagið sem heild, og auðsætt er að landsbyggðin á hér meira í húfi en höfuðborgar- svæðið. Samdráttur í sjávarútvegi kemur þar fyrr og harðar niður en þar sem atvinnulííið cr fjöl- breyttara. Með réttu höfum við fagnað þeirri þróun, að til landsins hafa undanfarin tvö ár flust fleiri en til útlanda. Sá aðflutningur hefur hins vegar fyrst og fremst komið höfuðborgarsvæðinu til góða og hagstæð þróun fyrri ára varðandi búsetu fyrir landsbyggðina er tekin að snúast á verri veg. í þessu samhengí skiptir stefnan varðandi sjávarútveginn megin- máli, svo og að ýtt sé undir og hlúð að öðrum ativinnurekstri, land- búnaði, iðnaði og þjónustu um allt land. Ástæðulaust er að tapa trú á möguleika okkar hefðbundnu atvinnugreina, þar á meðal vaxtar- mátt fiskiðnaðarins, ef rétt er á haldið. Nú er hins vegar sérstök ástæða til að staldra við og spyrja sig, hvað hafi einkum farið úr- skeiðis í okkar sjávarútvegi, hvort ekki sé þörf á að breyta til um fisk- veiðistefnu í Ijósi þess sem gerst hef- ur hin síðustu ár. Svipaða sögu um sveiflur má rekja um hrygningarstofninn, þ.e. 7 ára þorsk og eldri. Fjölgun fiska í þessum eldri árgöngum hin síðustu ár er m.a. rakin til þess, að á árun- um 1979-1982 gekk mikið af hrygn- ingarþorski frá Grænlandsmiðum yfir til íslands og veldur það tals-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.