Þjóðviljinn - 19.03.1983, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 19.03.1983, Blaðsíða 32
DJOÐVIUINN Helgin 19.-20. mars 1983 Aöalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga ki. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Viðtal við 3 aðalleikar- ana í Guðrúnu, nýju leik- riti eftir Þórunni Sigurð- ardóttur sem frumsýnt verður í Iðnó á fimmtu- dag. Kjartan veginn „Þeim var ég verst” Nýtt leikrit eftir nýjan höfund verðurfrumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó á fimmtudaginn. Það heitir Guðrún og er eftir Þórunni Sigurðardótturog leikstýrirhún verkinu sjálf. Leikritið er byggt á Laxdælasögu og fjallar um hinn fræga ástarþríhyrning Guðrúnar Ósvífursdóttur, Kjartans Ólafssonar og Bolla Þorleikssonar. Blaðamaður Þjóðviljans skundaði niður í Iðnó ekki allsfyrirlönguog náði tali af þremur aðalleikurunum eftiræfingu. Þaueru Ragnheiður E. Arnardóttir, sem leikur Guðrúnu, Jóhann Sigurðsson, sem leikur Kjartan.og HaraldG. Haraldsson sem leikur Bolla. Ragnheiður er ein af hinum ungu leikkonum okkar og leikur um þessar mundir í tveimur titilhlutverkum í Reykjavík, Fröken Júlíu hjá Gránufjelaginu og svo Guðrúnu. Hún varfyrstspurð um feril hennar til þessa. - Ég útskrifaðist úr Leiklistar- skóla ríkisins árið 1978 og hef síðan verið viðloðandi Alþýðuleikhúsið, Þjóðleikhúsið og Leikfélag Akur- eyrar auk þess að hafa leikið agnar- 'ögn í sjónvarpi og útvarpi eins og flestir leikarar. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem ég leik í Iðnó. - Er ekki erfitt að leika svona tvær sterkar kvenpersónur samtímis? - Ég bjóst við því en það er samt furðu lítið sem þær rekast á. - Mig langar til að spyrja ykkur um leikritið Guðrúnu. Er Éaxdæla- sögu fylgt mjög nákvæmlega? - Leikritið er saga þessara þriggja persóna í meginatriðum eins og hún er sögð í Laxdælu en þó eru ýmsir aðrir áherslupunktar en þar. Senurnar eru flestar byggðar á því sem sagt er í sögunni. - Er þá talað fornt mál í leikritinu? - Þar er farinn nokkur millivegur milli nútímamáls og fornmáls og teljum við að Þórunni hafi þar vel. tekist að rata réttan veg. Margar setningarnar úr Laxdælu eru notaðar nokkurn veginn orðrétt þó að samtölin séu flest frumsamin. - Hvaða erindi á þessi forna saga til nútímans? - Leikritið fjallar um ástarþrí- hyrning og valdabaráttu, klassískt þema úr heimsbókmenntunum, og á þess vegna jafnt erindi til okkar og aðrar slíkar bókmenntir. Mjög sterk örlagahyggja er ríkjandi og blóðhefndin ræður úrslitum þó að sögupersónur séu að taka kristni. Það eru ættarböndin sem ráða auk stolts, metnaðar og sterkra á- stríðna. Fyrirgefningin er ekki til. Það eru tilfinningarnar sem tala. - Verðið þið ekki að vera mjög kunnug fornsögum til að geta lifað ykkur inn í þennan tíma? - Við höfum lesið okkur heil- mikið til í kringum Laxdælasögu og fengið fólk með alls konar mennt- un til að flytja erindi fyrir okkur um þennan tíma svo að þetta hefur ver- ið mjög spennandi. Gífurleg áhersla hefur verið lögð einmitt á þennan þátt án þess að við viljum gera leikritið að þjóðháttalýsingu. Við erum að búa til harmsögu, ekki dæmisögu. - Hvað segir þú um það Ragn- heiður, er ekki erfitt að setja sig í spor Guðrúnar? Getur þú sam- samað þig henni? - Ég þekki að vísu enga Guðrúnu sjálf en við verðum að leika þetta fólk út frá okkur sjálfum. - Er leikritið naturalistískt? - Nei, ekki er hægt að segja það. Það er mjög stílfært og á það bæði við um tjöld, búninga og uppfærsl- una sjálfa. Reynt er að sníða öll aukaatriði af, bæði í leik og leik- munum. Svo er bara spurningin hvort dramatíkin stendur undir sér. - Verður fólk að vera kunnugt Laxdælasögu til að geta notið leikritsins? Jóhann Sigurðsson og Ragnheiður Arnardóttir í hlutverkum Kjartans og Guðrúnar. - Nei, það á ekki að vera nauð- synlegt. Leikritið ætti að standa sjálfstætt án þess að fólk þekki sög- una. - Eigið þið von á því að leikritið slái í gegn? - Við erum bjartsýn eftir þessa æfingu. - Að lokunt. Við hvorn ykkar, Jóhann eða Harald, á setningin: Þeim var ég verst er ég unni mest? - Harald: Hún á við mig. - Jóhann: Nei, hún á við mig. - Ragnheiður: Ég læt ekkert uppi um það. Jón Ásgeirsson semur tónlist við verkið, Messíana Tómasdóttir ger- ir búninga leiktjöld og David Walt- ers annast lýsingu. Auk þeirra þriggja leika í Guðrúnu Jón Hjart- arson, Jón Júlíusson, Aðalsteinn Bergdal, Soffía Jakobsdóttir, Valgerður Dan og Hanna María Karlsdóttir. -GFr II Veisla að Laugum. Kjartan, Guðrún og Bolli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.