Þjóðviljinn - 19.03.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.03.1983, Blaðsíða 11
- Starfið sjálft var kannski ekki með öllu ókunnugt, því Frímann faðir minn og Björgvin Sigurðsson bróðir hans höfðu báðir gegnt því áður. Hins vegar kom mér á óvart hvað pólitísk skoðun manna getur skipt miklu við afgreiðslu mála. Auðvitað vilja allir vinna að því sem þeir telja sínu byggðarlagi fyrir bestu, en það hefur komið mér á óvart þegar hagsmunir þorpsins víkja en pólitíkin ræður öllu. Hér var fyrir þegar við tókum við, dugmikill sveitarstjóri Einar Sveinbjörnsson. Það var óneitan- lega mikill styrkur fyrir okkur sem komum ný inn í myndina. - Hvernig líst þér á fram- haldið? - Við höfum þrjú ár til viðbót- ar og það er heilmikið hægt að gera á þeim tíma. Hrædd um að missa togarann - Það búa núna hérna á Stokkseyri um 560 manns en sú tala hefur staðið nokkurnveginn í stað á síðustu árum. Menn hafa komið og farið. Alltaf einhver hreyfing á fólki. Unga fólkið hef- - ur staðið við og nú eru fleiri íbúðir í byggingu en verið hefur á umliðnum árum. í haust var í fyrsta skipti í langan tíma stöðug atvinna í frystihúsinu, því togarinn okkar Bjarni Herjólfsson sem við eigum með Eyrbekkingum og Selfossi sigldi ekki með aflann. Rekstrarstaða togarans hefur hins vegar verið mjög erfið, og við erum satt að segja ansi hrædd um að missa hann. Selfyssingar eiga lítinn hlut í þessum togara en| þeir mættu að ósekju koma meirai inn í dæmið. Það er stór hópur Selfyssinga sem vinnur við vinnslu aflans hér á Stokkseyri. Þetta eru ekki nein sérstök kvennamál - Hvað finnst þér um kyn- greind sérframboð? - Ég er algerlega mótfallin þeim. Ég tel að konur nái alls ekki neitt frekar fram „sínum málurn" sem þær vilja sumar kalla, með þessum sérframboð- um. Þessi framboð hafa kannski orðið til að ýta við þeim flokkum sem eru fyrir í landinu og komið þar á virkara jafnrétti, en að menn nái einhverjum frekari ár- angri með slíkum framboðum tel ég alls ekki vera. - Hvað um þig sjálfa, var það ekki erfið ákvörðun að bjóða sig fram í kosningaslaginn? - Vissulega er þetta erfið ák- vörðun, þar sem við búum í sjá- varplássum. Okkar menn eru á sjó meira og minna og heimilis- reksturinn er á okkar herðum. Við komumst því lítið frá nema ef við njótum aðstoðar ömmu og afa eins og ég geri, án þeirra hefði þetta verið óframkvæmanlegt. Aðeins fundið smjörþefinn - En þú hefur látið slag standa. Hvernig líst þér á framhaldið? - Þetta verður erfið kosninga- barátta. Við þurfum vissulega að taka á öllu því sem við eigum til, ekki síst í þessu kjördæmi þar sem íhaldið hefur hafnað manni úr kjördæminu og kallað á „sterka manninn" að sunnan. Það hlýtur þó að styrkja stöðu okkar vinstri manna að fá eins dæmalaust plagg upp í hendurnar svona stuttu fyrir kosningar og stefnu- skrá Verslunarráðs Sjálfstæðis- flokksins er. Ef fólki er sýnt fram á hvað þar er að finna, tillögur sem Reykvíkingar hafa aðeins fengið að finna smjörþefinn af á síðustu mánuðum, þá get ég ekki á nokkurn hátt ímyndað mér að verkafólk hópi sig um þenrian flokk. Menn verða að gera sér það alveg ljóst að ef Sjálfstæðis- menn verða leiddir upp í valda- stólana eftir kosningar, þá eru líf- dagar útgerðar hér og í öðrum smærri sjávarplássum sem eru að berjast í bökkum, brátt taldir. -lg- Helgin 19.-20. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Sýning Jóhönnu Bogadóttur í kjallara Norrœna hússins Babelsturninn í senn. Fyrst og fremst er hann þó yfirþyrmandi tákn, fangelsið sem hefst á loft og springur. Er það ekki hamingju- höfnin eða hjónabandssælan? Hvað sem öðru líður virðast turn- klukkurnar vera tákn kirkju- legrar athafnar og dósirnar sem hanga í spottum eru vart annað en þær sem bundnar eru við bíla nýgiftra og glamra þegar ekið er af stað. Fiskurinn á færinu er einnig ljóslifandi tákn festa. Tristan og ísold eru enn eitt dæm- ið um erfiðleika hjónabandssæl- unnar, hin eilífu goðtákn ástar í meinum. En það væri of einfeldnislegt að tengja slík tákn of bókstaflega við hjúskapinn. Til er margvís- legur hjúskapur og menn binda trúss sitt við margt fleira en aðra menn. Því verður að skoða þessi tákn hjónabandsins í víðara sam- hengi og tengja þau við lífið sjálft, vonir og ótta, hamingju og harm. Og vissulega er táknmál Jóhönnu byggt á myndtáknum allra tíma og allra manna. Um það bera mínótárárnir og völund- arhúsið vitni. Turnar og völundarhús hefðar þeirrar sem hún byggir á, aftur til franska táknrænumálar- ans Odilon Redon. Þessi sérstæði og furðulegi listamaður sem spyrti saman impressioníska tækni og táknrænt innihald, var einnig afburða grafíker og nokk- urs konar gullgerðarmaður á því sviði. Mér dettur Redon í hug vegna þess hve impressionískar myndir Jóhönnu eru. Myndir hennar, hvort heldur eru málverk eður grafíkmyndir og teikningar byggja á andstæðum ljóss og skugga ásamt blæbrigðakenndri meðhöndlun lita og línu. Þetta gerir myndir hennar loft- kenndar og flæðandi og er það í fullu samræmi við þann kraftbirt- ingaranda sem hvílir yfir öllum þessum verkum. Stíllinn fylgir því innihaldinu fullkomlega þannig að aðferð og táknmál helst í hendur. Líkt og flestir symbólskir listamenn leggur Jó- hanna mesta áherslu. á teikning- una, enda hentar grafíkin henni vel. Teikningin er einnig undir- staða málverkanna, jafnrétthá litnum, enda eru yrkisefni Jó- hönnu þau sömu, hvort heldur hún færir þau á léreftið með pensli eða vinnur þau sem svart- list á pappír. En hvað er þesi turn? Táknið er margrætt eins og sést vel þegar það er rakið frá mynd til myndar. Merking hans er bæði andleg og kynferðisleg, draumurinn um upphafningu, fílabeinsturn og Turnmyndir og fieira heitir sýning Jóhönnu Bogadóttur í Norræna húsinu. Það sýnir hún hvorki meira né minna en 66 verk, olíumyndir, grafik og teikningar. Það sem fyrst vekur athygli áhorfanda er áhersla sú sem Jóhanna gefur afmörkuðu myndefni sínu. Segja má að obb- inn af verkunum snúist um eitt og sama þemað, turninn. Það er sex- strendur turn með voldugu hvolf- þaki og turnlukt, nokkurs konar viti en fyrst og fremst svífandi fangelsi því rimlar eru fyrir gluggum. Undan þakskegginu og út um gluggana teygir sig strítt hár eins og feyskin bergflétta og bjöllur eða klukkur hanga í bandi neðan úr turninum. Stundum hanga einnig tómar niðursuðu- dósir, skór eða fiskar. Þetta myndefni er þungamiðja táknrænnar myndsköpunar Jó- hönnu. Hún er symbólisti fyrst og fremst og má rekja rætur mynd- Frœðslumið stöðin Miðgarður Námskeið um helgina | gestalt- sálarfræði Dr. Michael Krigsfield sem er þekktur fyrir að vinna með aðferðir úr gestalt-sálfræðinni eins og þær voru fyrst scttar fram af höfundi hennar Fritz Perls heldur um helgina námskeið í þessum fræðum í fræðslumiðstöðinni Miðgarði Bárugötu 11. Á þessu námskeiði mun Krigs- field leggja áherslu á það hvernig við upplifum okkur hér og nú og benda á gloppur í skynjun okkar á sjálfum okkar. Námskeiðið leggur jafnframt áherslu á sjálfsábyrgð en það er grundvallarhugsun í gestalt- sálfræðinni. í stað þess að varpa ábyrgðinni á aðra og láta þjóðfé-: lagið, foreldra eða maka sæta ábyrgð vill gestalt-sálfræðin efla sjálfsábyrgð einstaklingsins og gera honum þannig kleift að verða gerandi í eigin lífi og skapa þann raunveruleika sem hann vill búa við. Námskeiðið er öllum opið. Nán- ari upplýsingar og skráning er í Miðgarði Bárugötu 11 sími: 12980. Aðalfundur KÍM Aðalfundur Kínversk-íslenska menningarfélgsins verður haldinn mánudaginn 21. mars n.k. að Hótel Esju, 2. hæð og hefst kl. 20.30. Á dagskrá verða venjuleg aðal- fundarstörf. Þá kemur Haukur Helgason, skólastjóri, í heimsókn ásamt fleiri gestum og greinir frá söngför kórs Öldutúnsskóla til Kína síðastliðið sumar og sýnd verður nýleg, kínversk kvikmynd um Hua-fjall, en það er eitt af 5 frægustu fjöllum þar í landi. - Hvenær byrjaðir mm Þú# A u^2_/yy/ TOLVUSYNING í Tónabæ tilvalið tækifæri til að kynna sér þann tölvubúnað sem Sýningin verður opin: iaugardag 13 - 22 sunnudag 13 - 22 Félag tölvunarfræðinema. . 1i1iiiíé1ISi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.