Þjóðviljinn - 19.03.1983, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 19.03.1983, Blaðsíða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. mars 1983 dægurmál (sígiid?) 04U Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Q4U kom fyrst fram á sjónarsviðið. Miklar mannabreytingar hafa verið í hljómsveitinni og eru aðeins Ellý og Gunnþór eftir af þeiiri er voru í hljómsveitinni í upphafi. En það eru ekki aðeins mannabreytingar sem sett hafa mark sitt á hljómsveitina. Tónlistarleg kúvending hefur einnig átt sér stað, hljómsveitin hefúr sagt skiMð við pönk- gervið og tekið upp það „ný-rómantíska“. I þessu nýja gervi sendi hljómsveitin trá sér sína fyrstu hljómplötu nú fyrir stuttu. Ef' þessi nýja plata er borin saman við það sem heyra má á Rokk í Reykjavík þá kemur þessi kúvending greinilega í ljós. Þetta er eins og að bera saman svart og hvítt. Eins og fyrr segir þá er þessi nýja plata í anda „futurista" eða „nýrómantíkur“ og verður ekki annað sagt en þeim takist að ná þessum stíl bærilega þótt finna megi ýmsa byrjenda-galla á plötunni. Þeim tekst ekki að ná því „soundi" sem gjarna fylgir þessari tegund tónlistar. Ýmsir góðir punktar eru á plötunni og kom hún mér nokkuð á óvart því ég átti ekki von á neinu sérstöku úr þessari átt. Hljóðgervillinn og trommuheilinn, sem eru í höndum Árna, eru nokkuð áberandi í tónlistinni. Þeir Gunnþór og Danny Poll- ock skila sínum hlutverkum ágætlega, en sú spretta sem kemur mest á óvart er Ellý. Hún er hin þokkalegasta söngkona þegar allt kemur til alls og mun betri en ég hafði gert mér grein fyrir. Textarplötunnar eru svona upp og ofan, sumt finnst mér ansi lélegt en innan um eru þokkalegir sprettir og góðar hugmyndir sem hefði mátt vinna betur úr. Þeir hald’ð heimurinn sé fyrir sig skilja ekki annað en ég um mér um mig Haleluja þeir syngja svo um sig vita ekki afhverju Guð hann bjó þá til. Svo sannarlega drepast fyrir þig hundrað milljón manns sem þér kemur ekkert við svo vœla allir „Ó Guð, ó gef oss frið“ En vita ekki afhverju þarf að hreinsa til. (PLO) Þó hugmyndin sé ágæt á bak við þennan texta þá er framsetningin hin hörmulegasta og hefði þurft að leggja meiri alúð við texta- gerðina en hér er gert. Nú veit ég ekki hvaða afstöðu Q4U hafa til texta, en svona illa unnir textar setja dökkan blett á plötuna. Þessi frumraun Q4U er annars hin þokk- alegasta og eins og minnst hefur verið á mun betri en ég bjóst við úr þessum herbúð- um. jys úr spori Cream á kveðjuplötu sinni árið 1969, frægasta hljómsveit sem Clapton hefur starfað með: bassaleikarinn Jack Bruce, Eric Clapton og Ginger Baker trommuleikari. Þeir sem spila með Eric Clapton á nýju plötunni eru: gitaristinn Ry Cooder, Albert Lee á gítar og hljóm- borð, Roger Hawkins á trommur og Donald „Duck“ Dun á bassa. Lifandi tónlist með Eric Clapton (...bara eitt vangalag) Clapton is God (Clapton er Guð) var skrifað á ófáa veggi í London og hrópað á konsertum Cream og síðar annarra hljómsveita Erics Clapton beggja vegna ársins 1970, og heyrist sjálfsagt á hljómleikaferðalagi því sem Eric Clapton er nú á í henni Am- eríku, að kynna nýjustu plötu sína, Money And Cigarettes. Aldrei hef ég verið í tölu þeirra sem tilbiðja og dýrka Eric Clapton svo gífurlega, enda hægt að meta snilld dauðlegra manna áður en svo langt er gengið. Og Eric Clapton er snillingur á gítar- inn ekki bara akróbat eins og svo margir rokkgítaristar, heldur líka túlkandi og undirleikari. Á Money And Cigarettes eru 10 lög í blúsuðum rokkstíl, eitt þeirra (Pretty Girl) er þó það rólegt að telja verður til vangadanslags (kjálkadans- ur segja þeir í Færeyjum), en hljóðfæraleikur og samspil allt á plöt- unni er algjör kennslustund i „brtlj- ant“ einfaldleika og sá er algjör drumbur sem ekki langar að dansa við þessa knýjandi, taktföstu, en lipru músík. Mesti „rokkarinn" á plötunni er lag Glaptons Aint Going Down (Ég ætla mér ekki að gefast upp/fara í skítinn) og minnir mjög á lag Bobs Dylan All Along The Watchtower í flutningi Jimis Hendrix. Að vísu er Hendrix ] nær Guðatölunni í mínum huga - og eyrum - heldur en Clapton, var það j m. a. s. áður en hann varð enginn... > eða kvaddi þennan heim 1970. En það er nú önnur saga. Eric Clapton á líklega að baki lit- j ríkasta feril núlifandi rokkgítarista: 1 Yardbirds,' John Mayall, Cream, Blind Faith, Plastic Ono Band, Del- aney, Bonnie and Friends, Derek and The Dominos. Þá hefur hann leikið inn á plötur með Bítlunum, Frank Zappa, Leon Russel, Steve Stills og ótal fleiri. Það var á Yardbirds-árunum (1965) sem Clapton fór að fá á sig Guðs-nafnið og lengst mun sú dýrkun hafa gengið á Cream-tímabilinu. Sjálfur hefur Clapton alltaf verið lítt gefinn fyrir að stela senunni frá meðspilurum sínum og reynt að fela sig í hinum og þessum Hljómsveitum, telur sig enda músíkant fyrst og fremst. Persónuleg vandamál hafa einnig háð honum, og rúmum hálfum 8. áratugnum eyddi hann í að venja sig af heróínfíkn og tókst með hjálp nálarstunguaðferðar og góðra vina. Tveir textanna á þessari nýju plötu hans eru gegn alkóhól- og dópisma: Aint Going Down og The Shape Yo- u’re In (Astandið sem þú ert í)... og það er á hreinu að Money And Ciga- rettes er einfær um að koma mér í stuð... A. SATT - Ýmislegt happdrœtti.. Satt hefur staðið í ströngu sl.-ár undir forystu Jóhanns G. Jóhanns- sonar til eflingar lifandi tónlistar. T.d. var í samvinnu við veitingahúsa- eigendur efnt til lifandi tónlistarhelg- ar fyrir skömmu, og komu þá fram hljómveitir, ein eða fleiri, á öllum veitingahúsum borgarinnar. Mjög vel tókst til með þetta framtak, veitinga-, hljómlistar- og útiaðskemmtasér- menn allir hinir ánægðustu, og ekki dró það úr Satt-mönnum að fjármál- aráðherra, Ragnar Arnalds, gaf Satt eftir skatt af hluta hvers aðgöngu- miða (þ.e. því sem var fyrir ofan rúllugjaldið), sem nam tæplega 70 þúsund krónum. Sjónvarpið er hins vegar ekki eins hlynnt lifandi músík og ráðherra AI- þýðubandalagsins, en það hefur ekki enn gert sig líklegt til að kaupa Mús- íktilraunaþáttinn sem Satt lét taka í Tónabæ, né heldur sallafínan þátt með Bubba og Egóinu. Það má segja að nýjasta innheimtuauglýsing sjón- varpsins túlki vel þann hug sem rokk- áhugafólk ber til sjónvarpsins: að það sé að fleygja peningum með því að borga afnotagjöld til stofnunar sem gerir lítið sem ekkert í þágu íslenskrar rokktónlistar... en snúum okkur að gleðitíðindum, þ.e.a.s. fyrir suma, vinningsnúmerum í Byggingarhapp- drætti Satt (við byrjum á 1. vinningi o.s.frv.): 10309, 24549, 48847, 9125, 1559, 44357, 37984, 8494, 9359, 6739, 493, 4893, 4565, 2352, 6545, 4913, 27790, 22704,- 22990, 17839, 21492, 19312, 7180, 43985, 24501, 8958, 3349. Birt án ábyrgðar.. A Pretenders: Pete Farnaon, Martln Chambers, Crissie og James Honeyman-Scott. Gamli Kinksarinn Ray Davis (t.v.) f. 21. 6. 1944, og Crissie Hynde í Pretenders eignuöust eitt stykki döttur í janúar. Á innfelldu myndinni sjáum við (a. m. k. m/stækkunargleri) hina upprunalegu Pretenders hugsa sér til hreyfings Ýmislegt hefur drifið á daga hljóm- sveitarinnar Pretenders, allt frá dauðsfalli til fæðingar: í fyrra lést gít- arleikari þeirra, James Honeyman- Scott, úr hjartaslagi - afrakstur sam- neytis hans við Bakkus; þann 22. jan- úar sl. eignaðist Crissie Hynde, söngvari, gítarleikari og lagasmiður Pretenders, 14 marka dóttur, afrakst- ur samneytis þeirra Crissiear og Rays Davis í Kinks. Fjölskyldan kvað búa í lukkunnar velstandi í London. Kynni þeirra hófust eftir að Pretenders höfðu gefið út á plötum tvö lög eftir Ray Stop Your Sobbing og I Go Sleep. Pretenders hugsa sér til hreyfings í apríl og stefna á nýja plötu (sína 3.), vídeóupptökur og hljóm- leikaferð. Um þessar mundir er ofar- lega á amrískum vinsældarlistum lag þeirra Back On The Chain Gang sem gefið var út á lítilli plötu sl. haust, en lagið er í kvikmyndinni The King Of Comedy (Jerry Lewis o.fl., var sýnd í Bíóhöllinni) og líka að finna á plöt- unni með músíkinni úr þeirri kvik- mynd. Crissie Hynde og trommarinn Martin Chambers eru ein eftir af hin- um upprunalega Pretenders en til liðs við þau koma nú bassaleikarinn Malcolm Foster (úr Foster Brothers) og vinur hans gítarleikarinn Robbie Mclntosh (úr Knights, og fyrrum vin- ur James Honeyman-Scott). A. Jón Viðar Andrea

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.