Þjóðviljinn - 19.03.1983, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 19.03.1983, Blaðsíða 28
28 SÍÐA - ÞJÓSVILJINN Helgin 19.-20. mars 1983 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Almennur fundur á Húsavík Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- ráðherra og Helgi Guðmundsson trésmiður hafa framsögu á al- mennum stjórnmálafundi sem haldinn verður á Hótel Húsavík sunnudaginn 20. mars nk. kl. 16. Meðal annars verður á fundinum fjallað um orku- og iðnaðarmál byggðarlagsins. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið Helgi Hjörleifur Alþýðubandalagið á Dalvík Alþýðubandalagið á Dalvík heldur árshátíð sína laugardag 19. mars í Bergþórshvoli. Húsið opnar kl. 2Ö.30. Skemmtiatriði og snarl á boðstól- um. Veislustjóri verður Svanfríður Jónasdóttir og hátíðargestir þeir Steingrímur Sigfússon og Stefán Jónsson. Félagar og stuðningsmenn fjöl- mennið. -Stjórnin Svavar Steingrímur Svanfríður Gestsson Sigfússon Jónasdóttir Almennur stjórnmálafundur á Akureyrl Eining um íslenska leið Haldinn á Hótel KEA sunnudaginn 20. mars kl. 15. Alþýðubandalagið efnir til almenns stjórnmála- fundar að Hótel KEA á Akureyri kl. 15 sunnudag- inn 20. mars. Ræðumaður Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins. Ávörp frambjóðenda í Norðurlandi eystra: Steingrímur Sigfússon, Svan- fríður Jónasdóttir, Kristín Hjálmarsdóttir. Fundarstjóri: Heimir Ingi- marsson. Kammerblásarasveit Tónlistarskóla Akureyrar leikur undir stjórn Roars Kvam. - Upplestur. Á fundinum verður tími til fyrirspurna og umræðna. - Allir velkomnir. - Alþýðubandalagið. Kristín Hjálmarsdóttir Heimir Ingimarsson Alþýðubandalagið Neshreppi utan Ennis Almennur félagsfundur Alþýðubandalagið í Neshreppi utan Ennis boðar til almenns fé- lagsfundar sunnudaginn 20. mars kl. 16.00 í félagsheimilinu Röst, Hellissandi. Skúli Alexandersson alþm. og Jóhannes Ragnarsson sjómaður mæta á fundinn. - Kaffiveitingar á staðnum. Félagar fjölmennið. - Stjórnin. Skúli Jóhannes Starfsfundur um skipulagsmál Alþýðubandalagið boðar til starfsfundar um skipulagsmál mánudaginn 21. mars. Fundurinn verður haldinn í flokksmiðstöðinni að Hverfisgötu 105 og hefst kl. 20.30. Opinn öllu áhugafólki. Geir F.lsa Alþýðubandalagið Hafnarfirði Guðmundur i Kosningastarf - Kosningahorfur . Fundur verður haldinn fimmtudaginn 24. mars kl. 20.30 að Strandgötu 41 (Skálanum). Fundarefni: Kosningastarf - kosningahorfur. Á fundinn mætir kosningastjórn Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjör- dæmi, en hana skipa 3 efstu menn listans, Geir Gunnarsson alþm., Elsa Kristjánsdóttir bókari og Guðmundur Arnason kennari og einnig Torfi Steinsson verkamaður og Gunnlaugur Ástgeirsson kennari. - Hafn- firðingar fjölmennið. - Kaffi á könnunni. - Stjórnin. Bókasafn Kópavogs: Ingiberg Magnússon sýnir grafík- myndir Ingiberg Magnússon opnar í dag sýningu á grafíkvcrkum í Bóka- safni Kópavogs. Þetta er 7. einka- sýning Ingibergs auk þess sem hann hefur tekið þátt í fjölda samsýn- inga. Á fimmtudaginn kemur verður listamaðurinn með kynningu á grafík og grafískum vinnu- aðferðum í Bókasafninu frá kl. 19.30-21.00. Ingiberg er formaður félagsins íslensk grafík. Sýningin stendur til 16. aprfl n.k. Héraðsvaka Rangæinga sett í dag Héraðsvaka Rangæinga verður sett í dag kl. 16 í Héraðsbókasafn- inu á Hvolsvelli. Þar mun verða opnuð sýning á verkum Árnýjar Filippusdóttur. Stendur sú sýning vökudagana og er opin frá 15-18. Á sunnudag er svo vökunni fram haldið og er þá hátíðarsamkoma að félagsheimili Vestur-Eyfellinga. Mun forseti íslands sitja samkom- una. Hefst samkoman kl. 15 og er opin öllum Rangæingum. Miðvikudag23. mars kl. 21.30 er hátíðarguðsþjónustu í Hábæjar- kirkju, sem allir prestar og kirkju- kórar prófastsdæmisins taka þátt í. Skemmtidagskrá verður flutt að Hvoli fimmtud. 24. mars þar sem ýmis félög annast atriðin. Lokasamkoman verður að Njálsbúð laugard. 26. mars og hefst hún kl. 21.30. Þar mun m.a. verða á dagskránni söngur Rangæ- ingakórsins í Reykjavík ásamt ýmsum atriðum frá félögum í sýsl- unni. Að lokum verður stiginn dans við leik hljómsveitarinnar Glitbrá. f tengslum við Hér- aðsvöku verða svo haldin Rangæ- ingamót í skák og frjálsum íþrótt- um innanhúss. 4. deild ABR Guðrún Arthúr Aðalfundur 1983 Aðalfundur4. deildar ABR verður haldinn þriðjudaginn 22. mars kl. 20.30 í Þjóðviljahúsinu. Dagskrá: 1) Kosning nýrrar stjórnar fyrir 4. deild 2) Ávarp Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns 3) Kosningastarfið. Arthúr Morthens, formaður ABR 4) Önnur mál Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Kosningabaráttan er hafin Fylkjum liði gegn leiftursókn Alúsviss og Verslunarráðs Eining um íslenska leið - Fjölmennum. Stjórn 4. deildar. Verslunarfólk Suðurnesjum Aðalfundur Verzlunarmannafélags Suður- nesja verður haldinn að Hafnargötu 28, Keflavík, mánudaginn 28. mars n.k. kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin. Sænskunámskeið í Framnás lýðháskóla Dagana 1.-12. ágúst n.k. verður haldið námskeið í sænsku fyrir (slendinga í lýðháskólanum í Framnás í Norður-Svíþjóð. Þeir sem hyggja á þátttöku verða að taka þátt í fornámskeiði í Fteykjavík, sem ráðgert er að verði 1.-3. júlí. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um skipu- lag námskeiðsins og þátttökukostnað fást á skrifstofu Norræna félagsins í Norræna húsinu, sími 10165. Umsóknarfrestur er til 20. apríl. Undirbúningsnefnd. Tónlistarhátíð ungra einleikara á Norðurlöndum verður haldin í Osló 13. - 20. október 1984. Hátíðin er haldin á vegum Tónlistarháskólaráðs Norðurlanda íslenskum einleikurum, einsöngvurum og samleiksflokkum gefst kostur á að taka þátt í hátíðinni. Samnorræn nefnd velur endanlega úr um- sóknum, en forval fer áður fram í hverju landi fyrir sig. Þátttakendur mega ekki vera yfir þrítugt. Umsóknarfrestur er til 1. júní 1983. Umsóknareyðublöð verða afhent og allar nánari upplýsingar gefnar í Tónlistarskólan- um í Reykjavík. Gjöf Jóns Sigurðssonar Samkvæmt reglum skal veita fé úr sjóönum Gjöf Jóns Sigurössonar „til verðlauna fyrir vel samin vísindaleg rit og annars kostar til þess að styrkja útgáfur merkilegra heimildar- rita Heimilt er og að „ verja fé til viðurkenn- ingar á viðfangsefnum og störfum höfunda, sem hafa vísindarit í smíðum“. Öll skulu rit þesi „lúta að sögu íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn og framförum“. . Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar auglýsir hér með eftir umsóknum um fjárveit- ingar úr sjóðnum. Skulu þær stílaðar til verð- launanefndarinnar, en sendar forsætisráðu- neytinu, Stjórnarráðshúsinu, 101 Reykjavík fyrir 15. apríl. Umsóknum skulu fylgja rit, ritgerðir eða greinargerðir um rit í smíðum. Reykjavík, 18. mars 1983 Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðs- sonar Magnús Már Lárusson Óskar Halldórsson Þór Viihjálmsson Forsæfisráðuneytið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.