Þjóðviljinn - 19.03.1983, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 19.03.1983, Blaðsíða 31
Helgin 19.-20. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 31 Frambjóðendur G-LISTANS í Reykjavík koma saman Siya Aðalsteinsdóttir, Ragna Ólafsdóttir, Guðrún Helgadóttir og Álfheiður Ingadóttir. Ljósm. - eik. . Þráinn Bertelsson, Huida S. Ólafsdóttir, Esther Jónsdóttir, Þorsteinn Blöndal og Ólafur R. Grímsson. Ljósm. - eik. Miðstjórn afgreiðir kosninga- stefnuskrá Nú um helgina mun miðstjórn Alþýðubandalagsins ganga frá kosningastefnuskrá G-listans, sem hefur fengið umfjöllun í öðrum flokksstofnunum að undanförnu. Kosningaslagurinn er hafinn, - og á fimmtudag hittust flestir þeir sem skipa G-listann í Reykjavík í Lækj- arbrekku til að bera saman bækur sínar. Voru myndirnar sem hér fylgja teknar við það tækifæri. G-listinn í Reykjavík Á félagsfundi ABR s.l. miðviku- dag var framboðslistinn í Reykja- vík samþykktur einróma. Hann er svo skipaður: 1. Svavar Gestsson, alþingis- maður og formaður Alþýðubanda- lagsins 2. Guðmundur J. Guð- mundsson, alþingismaður og for- maður Verkamannasambands ís- lands 3. Guðrún Helgadóttir, al- þingismaður og rithöfundur 4. Ólafur Ragnar Grímsson, alþingis- maður og stjórnmálafræðingur 5. Grétar Þorsteinsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur 6. Guðrún Hallgrímsdóttir, matvæla- verkfræðingur 7. Margrét S. Björnsdóttir, kennari 8. Alfheiður Ingadóttir, blaðamaður 9. Arnór Pétursson, fulltrúi, formaður í- þróttafélags fatlaðra 10. Ragna Ól- afsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur 11. Hallgrímur G. Magnússon, formaður Sveinafé- Flokksmiðstöðin sýnd í dag og á morgun: Allir velkomnir Nú um helgina verður hin nýja flokksmiðstöð Alþýðubandalagsins til sýnis, laugardag og sunnudag milli kl. 14 og 16. Mun Sigurjón Pétursson og fleiri sem vinna að framkvæmdum og fjársöfnun vegna flokksmiðstöðvarinnar sýna húsið og boðið verður upp á kaffi. Allir eru velkomnir og eru menn hvattir til að nota sér þetta tæki- færi. lags húsgagnasmiða 12. Margrét Pála Ólafsdóttir, varaformaður Fóstrufélags íslands 13. Sigrún Valbergsdóttir, leikari 14. Þráinn Bertelsson, kvikmyndagerðar- maður 15. Jón Reykdal myndlistar- maður 15. Hulda Sigríður Einars- dóttir, sjúkraliði 17. Ragnar A. Þórsson, verkamaður 18. Esther Jónsdóttir, varaformaður Starfs- mannafélagsins Sóknar 19. Þor- steinn Blöndal, læknir 20. Þor- leifur Einarsson, jarðfræðingur, formaður Landverndar 21. Silja Aðalsteinsdóttir, bókmennta- fræðingur 22. Hallgrímur Guð- mundsson, stjórnmálafræðingur 23. Steinn Halldórsson, verslun- armaður og 24. Einar Olgeirsson, fyrrverandi alþingismaður. G-listinn í Reykjavík samþykktur einróma: __ Urslit kosninganna ráðast í Reykjavík Ætlum okkur að ná fjórum mönnum inn, sagði Svavar Gestsson, fyrsti maður á G-listanum „Með samþykkt þessa lista hefur Alþýðubandalagið í Reykjavík hafíð kosningabaráttuna. Reykjavík er auðvitað aðeins eitt af kjördæmunum átta, en þó ráða úrslitin hér niðurstöðum kosninganna að langstærstum hluta“, sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins og efsti maður á lista þess á félagsfundi ABR, þar sem G-listinn var samþykktur einróma og með dynjandi lófaklappi. „Þessi framboðslisti Alþýðu- bandalagsins er til marks um það að flokkurinn e'r í sókn og stöðugri endurnýjun“, sagði Svavar enn- fremur. „Á listanum er hópur for- ystumanna samtaka launafólks og annarra almannasamtaka sem sýn- ir að flokkurinn skírskotar víða. List- inn ber vitni um þá áherslu sem við leggjum á einingu í þessari kosningabaráttu og er gott dæmi um þann hljómgrunn sem sá mál- flutningur hefur þegar haft.“ Síðar í ræðu sinni sagði Svavar: „f kosningunum 1978 unnum við 4rða þingmanninn í Reykjavík og héldum þeirri stöðu 1979 þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Ég heiti á alla stuðningsmenn Alþýðubandalags- ins að tryggja nú með starfi sínu fram á kjördag að við höldum þessu 4rða sæti. Ég er sannfærður um að ef við göngum vígreif og bjartsýn til kosningabaráttunnar þá getum við tryggt 4rða sætið og það ætlum við að gera. Þegar er hafið víðtækt kosningastarf á veg- um Alþýðubandalagsins, - lotan verður stutt og snörp, en vonandi árangursrík." - ÁI Borginni, - nýju blaði um borgarmál var dreift til Reykvíkinga á Hlemmi í gær. Útgefandi er borgarmálaráð ABRog hér sjást þær Kristín Olafsdóttir og Adda Bára Sigfúsdóttir við dreifínguna. Blaðinu verður dreift í borgarhverfín nú um helgina. Ljósm. -eik. Þetta verður stutt lota og snörp en vonandi árangursrík, sagði Svavar Gestsson um kosningabaráttuna. Ljósm. - eik. Febrúarblaö Æskunnar er komið! - Frískt og skemmtilegt efni. M.a.: ★ Viötöl viö Ragnhildi Gísla og Bubba. ★ Áskrifendagetraun '83 kynnt - glæsilegir vinningar: reiðhjól, húsgagna- og hljómtækjasamstæður. ★ Úrslit vinsældavals Æskunnar. ★ Bráðsmellnar sögur eftir Astrid Lindgren og Mark Twain. ★ Og fjölmargt annað, girnilegt og spennandi. ÆSKAN eitthvað fyrir alia. Áskrifendasími 17336

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.