Þjóðviljinn - 19.03.1983, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 19.03.1983, Blaðsíða 24
24 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. mars 1983 Ég tel mig stundum vera menn- ingarmann þó að líklega sé það of djúpt í árinni tekið. Þegar ég fer á málverkasýningar horfi ég með spekingssvip þess sem vitið hef- ur, þegar ég fer á tónleika hlusta ég með andakt hins upphafna og þegar ég hlýði á ljóð set ég upp pókersvipinn. í erlendum stórborgum þeysist ég á milli safna, sýningarsala og samkomuhúsa og segi svo óspart frá þegar ég kem heim. Já, ég sá nú þetta leikrit í New York, fór á þessa tónleika í París og leit inn á þessa málverkasýningu í Amster- dam. Svona er ég nú mikill menn- ingarkarl, fullgildur í kúltúrklík- unum og þykir jafnvel upphefð í því að vera kailaður mennta- snobb. Samt er það nú svo að um flest- ar helgar ligg ég í leti, flatmaga fyrir framan sjónvarpið eða drekk brennivín. Þegar állt kem- ur til alls er ég líklega jafn mikill plebbi og mig grunar undir niðri. Um síðustu helgi hefði ég t.d. getað séð Fröken Júlíu hjá Grán- ufjelaginu, Forsetaheimsóknina í Iðnó, Oresteiu í Þjóðleikhúsinu, Sjúka æsku í Nemendaleikhús- inu, Galdra-Loft í MS, Bubba kóng í Hafnarfirði og Mikadó í óperunni. Ég hefði getað horft á myndir Jóhönnu Bogadóttur í Norræna húsinu, Erlu B. Axels- dóttur í Ásmundarsal, Sigrid Valtengojer í Gallerí Langbrók, Margrétar Guðmundsdóttur í Listmunahúsinu, Erlu Ólafsdótt- ur í Gallerí Lækjartorgi, Felix Rozen í Nýlistasafninu og þeirra Kristjáns og Ólafs í Listasafni ASÍ. Ég hefði líka getað farið á djass í Stúdentakjallaranum eða Lúðrasveit verkalýðsiris í Há- skólabíói. Ég hefði getað farið á uppbyggilega kvikmynd og margt annað. En ég fór hvergi. Þess í stað fór ég á árshátíð í félagsheimili Hestamannafélags- ins Fáks, dansaði þar og djöfl- aðist og man aðeins óljóst eftir heimferðinni. Á sunnudag svaf ég til hálf-fjögur og húkti svo til kvölds. Ég hafði varla kraft í mér til að flatmaga fyrir framan sjón- varpið og er þá Bleik brugðið. Já, ayona er ég. Annars er það nú einhvern veginn svo, að oft leita menn langt yfir skammt. Ég ólst t.d. upp í Skólavörðuholtinu, í næsta húsi við Listasafn Einars Jónssonar, en ekki kom ég inn fyrir dyr í því húsi fyrr en ég var orðinn fullorðinn. Ef þetta safn hefði hins vegar verið í Osló hefði ég vafalaust látið verða mitt fyrsta verk að fara skoða það í vikuheimsókn í þá borg. í nokkur ár átti ég heima úti á landi. Þá gerði ég mér sérstaka ferð til Reykjavíkur þegar lista- hátíð stóð yfir og sá bókstaflega allt sem þar fór fram. Einu sinni fór ég m.a.s. tvö kvöld í röð til að hlýða á Lundúnasinfóníuna. En nú eftir að ég er sestur um kyrrt á ný f höfuðborginni rétt dregst ég kannski á eina tónleika og eina sýningu á listahátíð. Ég er þó líklega ekki sérfyrir- bæri, heldur sannkallað alheims- fyrirbæri. Ég hef nefnilega oft tekið eftir því, að þegar ég er e.t.v. búinn að kemba öll söfnin í einhverri erlendri borginni og hitti svo heimamann, hefur hann aldrei stigið fæti sínum inn fyrir þröskulda þessara safna. „Það er skömm að þessu“, segir hann kannski, „en ég hef þó tímann fyrir mér. Ég fer einhvern ttma við tækifæri". Já, svona hugsar maður. En um þessa helgi dríf ég mig eitthvað. -Guðjón Oger pá Bleik brugðið sunnudagskrossgátan Nr. 363 1 Z 3 5j iP 7~~ 9 3 /o 1/ 12. 7 9 JS )¥■ lso !(p /7 12 !Z T~ 02 2 12 /9 2d 3 U? 17- t/ 'b 8 9 (~Y~ V ¥ T~ 22 23 >9 ' y Sz ZJ V isr 5? 21 12 22 12 l(p 11* V 9 /4 H 22 18 J2 22 V )(> zU- /9 JS 2T 2( *. > y1 V n )sr £ 2/ 2(t> 21 21 20 5? 22 7 2Ú ¥ 20 Up // 12 7 12 2 Z V 9 2k> 7 12 rt 02 Xl 3 /9 V 9 2 3 7 52 U ZO ) (p 21 20 V ?9 sr V W~ V (? )(? /(f 8 V H !& 3o 12 Zo £ 30 V 7- T~ 7ö~ 9 & 21 8 V Nr V zo zs ■ 52 + 12 7 8 21 Zo v Z! 1Z 2 3V /o 8 22 jZ 2o 'V 12 19 Td~ 52 17 /2 22 é 3 9 io 52 9 2S 9 52 22 6“ 3 52 + 9 3/ AÁBDOEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á fuglategund sem eipkum heldur sig í sunnanverðri Évrópu. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 363“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 28 22 Z? 11 Z 2/ 2 7 Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnr er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, því með því eru gefnir stafir í allmörgur orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur-aldrei a komið í stað á og öfugt. Verðlaunin Verðlaunin fyrir krossgátu nr. 359 hlaut Sjöfn Gunnars- dóttir, Sogavegi 38, 108 Rvík. Þau eru bókin Freud fyrir byrjendur. . Verðiaunin að þessu sinni er bókin íslandsráðherrann í tugthúsið eftir Jón Sigurðs- son. ÍSIANDS- RÁÐHERRANN 1TUGTHÚSH) jóN sscimyssoN Sa&ím af Alberli ogævmtyrum hans

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.