Þjóðviljinn - 19.03.1983, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 19.03.1983, Blaðsíða 19
Helgin 19.-20. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 undirstrikun þess vægis sem hver upphafsstafur Njálssögu hefur fyrir menningu okkar. Rittáknið er orðið áþreifanlegt og þrátt fyrir ryð virðist það jafn óforgengilegt og gamalt handrit. Nær tveggj ametralöng stöng, fyllt með bleki, innsiglar þessa sterku vísun til ritlistarinnar. Með þessum rismiklu verkum stígur Kristján að fullu skrefið til höggmyndarinnar og lokar á eftir sér kapítula bókverkanna. Þrátt fyrir þessa þróun frá hinu óefniskennda til hins hlutgerða, er Kristján eftir sem áður meistari hugmyndrænnar listar. Verksemsnúast um málverk Ólafur Lárusson er málari af guðs náð. List hans snýst um eðli málverksins. Það er ekki útlit þess né formrænt innihald sem heillar hann, heldur tilurð verksins, sköpunarferlið sjálft. Hvað gerist þegar menn mála og hvernig er tj áþörfin færð yfir 1 í verkið? Þar sem Ólafur er expressionisti í orðsins fyllstu merkingu, hefur hann framar öllu áhuga á að kanna sjálfsprottið ferli málarans. Hann vinnur verkið með miklum sprengikrafti án þess að spyrja að leikslokum. Áherslan færist frá sköpuninni yfir á skaparann. Ólafur er því skilgetið afsprengi Jacksons Pollocks, þess málara sem fyrstur gerði sköpunina að athöfn óháða útkomunni. Gjörningatáknum sem töframenn frumbyggja Norður-Ameríku máluðu á sjálfa jörðina með mislitum sandkornum, var ekki ætlað að standa um aldurogævi. Sjálfurgjörningurinn (rituale) varð því aðalatriðið, verkið sjálft skipti minnamáli. Það er engin furða þótt Ólafur Lárusson hafi gengið braut gjörninga (performance), til áréttingarútrásarkenndum verkum sínum. Sumt af því sem eftir hann liggur má j afnvel flokka undir líkamslist (body art). Það er þó ekki í anda innyflafræðinga á borð við Herman N itsch, heldur sem framhald af Yves Klein sem notaði „lifandi pensla", fyrirsætur sem hann baðaði í málningu og lét prenta sig sjálfar á dúkinn. í verkum Ólafs hafa listamaðurinn, pensillinn og málningin oft runnið saman í eitt og orðið listaverkið sjálft. Ég held að verk hans nú, verði vart skilin án hliðsjónar af fyrri verkum. Hér notar hann framköllunartækni í bland við stríða liti, blek, gulllaufogtrjágreinar. Framvindan er hröð, myndirnar eru unnar um leið og þær koma úr framköllunarleginum. í hringiðu pensilskriftarinnar má greina ýmis hlutstæð tákn, skriðdýr og fugla sem blandast saman við torkennilegar ljósmyndir grunnflatarins. Að viðbættum gulíþynnunum og trjágreinunum, má skynja tilhneigingu listamannsins til að vinna verk sín á mörgum sviðum, með því að bæta einu lagi ofan á annað (Superposition). Ævintýrakennt barokk Þessi vinnubrögð eru í fullu samræmi við fyrri tilraunir Ólafs, þegar speglar og gler sem gjarnan voru brotin skópu margfalda og óræða dýpt í verkum hans. Spurningin er ávallt, hvað undir yfirborðinu leynist. Nú kemur til barokk-kennd tilfinning fyrir pensilskrift, þandri og rúmfrekri, en fínni og lífrænni um leið. Prinsarnir í álögum og minningarverkin um Sölva Helgason og H.C.Andersen eru skýrdæmi. Froskarnir og salamöndrurnar virðast fremur fæðast sem afleiðing pensildráttanna og engu er líkara en umbreytingin úr litasveiflum í skriðdýrin sé enn í deiglu. Ólafur er því samur við sig. Honum tekst að sýna ljóslifandi þær flækjur sem fólgnar eru í glímu málarans við verkið. En nú er listamaðurinn víðs fjarri og gjörningurinn hefur færst yfir í sj álft verkið. Andstæöurí anda Nietzsches Þeir Kristján og Ólafur eru gjörólíkir listamenn. Sá fyrrnefndi vinnur hugmyndir sínar út frá rökrænum forsendum og býr þeim hlutlægan og ljósan búning appollónfskrar sköpunar. Hjá hinum síðarnefnda ræður díonýsísk eðlisávísun, huglæg og hvatræn. Annar leiðir til lykta visst hugmyndaferli meðan hinn kafar inn í óræðan heim huglægrar listtjáningar. Þrátt fyrir þessar andstæður standa verk þeirra í ágætu sambandi, þar sem þau talast við í þessum skínandi salarkynnum. Merking a mynd- böndum ófull- nægjandi Stjórn Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis samþykkti nýverið eftir- farandi ályktun á fundi sínum. Stjórn Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis vill vekja athygli þeirra sem starfa við sölu, útleigu eða aðra dreifingu á mynd- böndum á eftirfarandi atr- iðum: Eins og fram hefur kom- ið í fjölmiðlum undanfarið eru mikil brögð að því, að myndbönd, sem leigð eru út á almennum markaði, séu vanmerkt. Oft er erfitt fyrir neytandann að átta sig á því hvaða myndefni er á boðstólum. Sérstak- lega hefur verið bent á það hvernig skeytingarleysi af þessu tagi bitnar á börn- um, því oft vill brenna við að myndir, sem ekki eru við hæfi barna, séu ekki auðkenndar eða við þeim varað. Slíkt er í senn van- ræksla gagnvart neytend- um og brot gegn lögum um vernd barna og unglinga. Stjórn Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis skorar á þá aðila, sem ann- ast þessa þjónustu, að bæta úr þessu hið bráðasta. Jafnframt vill stjórnin benda á það að merking á myndböndum almennt er ófullnægjandi. Þannig verður val neytenda á myndefni meira og minna tilviljun- um háð og oft „leigja þeir köttinn í sekknum”. Stjórn NFRON lítur á það sem sjálfsagða kröfu að vörumerkingu sé þann- ig háttað að neytandinn geti áttað sig sem best á því sem honum stendur til boða að kaupa eða leigja. Greinargóðar upplýsingar á íslensku ættu að fylgja hverri mynd, þar sem fram kæmu allar helstu upplýs- ingar, sem að haldi mættu koma fyrir neytendur. Sem dæmi mætti nefna: efniságrip, höfundar, leik- stjórar, flytjendur og allt annað er máli skiptir. Góugleði í Neskaupstað Norðfirðingar fagna gó- unni með sérstakri dagskrá í Egilsbúð um helgina. í dag opnar þar málverka- sýning nokkurra meistara íslenskrar málaralistar, Ásgríms Jónssonar, Jó- hannesar S. Kjarvals, Gunnlaugs Schevings, Jóns Stefánssonar og Þorvaldar Skúlasonar. A sunnudaginn hefst svo hin eiginlega dagskrá sem ber yfirskriftina ,,Sambúðin við sjóinn". A dagskrá verður upplestur og söng- ur sem Leikfélag Nes- kaupstaðar sér um, harm- onikkuleikur, kaffi- og blómasala á vegum Sjálfs- bjargar, en ámorgun sunnu dag, er alþjóðadagur fatl- aðra. Málverkasýning opnar kl. 14 í dag og dagskráin á morgun hefst einnig kl. 14. - hól. Verslunarsvæði ísafjarðar Þriðji fyrirlesturinn, sem Heimspekideild Háskóla íslands gengst fyrir á þessu misseri heitir Verslunarsvæði ísafjarðar á síðari hluta 19. aldar. Það er Gísli Kristjánsson sem flytur fyrirlesturinn, en hann vinn- ur um þessar mundir að cand. mag. ritgerð í sögu. Fyrirlesturinn er byggður á athugunum hans í sam- bandi við ritgerðarsmíðina. Gísli Kristjánsson flytur fyrir- lestursinn laugardaginn 19. mars, í stofu 201 í Árnagarði og hefst hann klukkan tvö stundvíslega. Konur í Reykjavík og Reykjanesanga, munið félagsfundinn sunnudaginn 20. mars, kl. 14 að Hverfisgötu 50 3. hæð. Fjölmennum, Samtök um kvennalista sími 13725. Aðalfundur Kínversk-Íslenska menningarfélagsins verður haldinn að Hótel Esju mánudaginn 21. mars n.k. kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa, verður greint frá för kórs Öldutúnsskóla til Kína síð- astliðið ár og sýnd verður kínversk kvikmynd. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. fjn w»«.í . rrncthöltiJ11 T?.. verði, se& ^n^naaur !(4ar buxur, H kjóm og sasasar- triepy* - SSSSSBT i og lopi- mnrat íorvit B&e&' ma margt i j() jflenuntorgr- ^ ★1 m 'CSW 'um S LA L* SAMBANDSVERKSMWJANNA A AKUREYRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.