Þjóðviljinn - 19.03.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.03.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. mars 1983 sunnudagspistill Hvar er hún eiginlega þessi verkalýðspó- litík? spurði kunningi minn um daginn. - Hvar hún er? - Já, sagði hann. Mér finnst hún hvergi finnanleg. Ekki heldur hjá ykkur Alla- böllum. Því miður vorum við truflaðir við þetta efnilega samtal og það varð ekki lengra. Ég hefði náttúrlega getað reynt að malda í mó- inn, segjandi sem svo, að víst væri það verkalýðspólitík að reyna að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Það væri líka verka- lýðspólitík að beina peningum í verka- mannabústaði, lengja sjúkraorlof og þar fram eftir götum. En líklega hefði kunningi minn ekki gefið mikið út á þetta. Það er nú einusinni svo að það sem er orðinn sjálfsagður hlutur telst ekki lengur til stjórnmála. Þegar búið er að semja um fimm daga vinnuviku fær enginn framar þakklæti eða annan plús fyrir að hún er komin á. Og kannski var það alveg ákveðinn hlutur sem viðmælandi minn átti við þegar hann talaði um skort á verkalýðspólitík. Hann hefur líklega átt-við það, að það er Hve mikinn launamun ert þú reiðubúinn að sætta þig við? alltof sjaldgæft, að flokkar þeir sem kennd- ir eru við verkalýðshreyfingu taki ákveðna afstöðu til þess, hver tekjuskipting sé eðli- leg eða eftirsóknarverð milli hinna ýmsu hópa launafólks. Slíkir flokkar ítreka það öðru hvoru að það skipti miklu að bæta lægstu kjör. En þeir eru venjulega fáorðir um það, hvað séu hálaun og nokkuð svo ráðvilltir um það hvort eigi að sneiða áf þeim - enda þótt svo allir tali almennum orðum um að þeir eigi að bera stærstar byrðar sem bökin hafa breiðust. Að setja reglu Einu sinni voru þessi mál eitthvað ein- faldari. Þá voru menn hlynntir kjarabaráttu án fyrirvara eins þótt að best launaðir hópar ættu í hlut. Allir voru á uppleið og verkfalls- rétturinn að sjálfsögðu heilagur. En menn hliðruðu sér samt hjá því að fjalla um það hvort verkalýðshreyfingin ætti sjálf að setja sér ákveðin markmið í launajafnrétti. Eg man að þegar ég lenti í því að fara yfir greinar Magnúsar Kjartans- sonar frá sjöunda áratugnum með það fyrir augum að velja úr þeim í bók, sá ég aðeins einu sinni á þetta mál minnst. Og Magnús vísaði því frá sér að mæla með því að verka- lýðshreyfingin stæði í slíkri úthlutunarstarf- semi. En það erstundum á hana mínnst. Stefán Jónsson alþingismaður og Gestur Kristins- son semereinn af frambjóðendum Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörðum, hafa meðal annars reifað þá hugmynd, að það væri skynsamlegt markmið að setja í lög að eng- inn hefði meira en tvöföld lægstu laun. Fyrirmyndin er hlutaskipti á fiskiskipum. Gestur minnti á þessa jafnlaunahugmynd ekki alls fyrir löngu í frambjóðandasvari í Dagblaðinu Vísi - og bætti því við, að hon- um þætti Þjóðviljinn alltof daufur í umræðu um þessi máí. Árni Bergmann skrifar Önnur þjóðfélög Það er rétt þótt öðru hvoru sé reyndar fitjað upp á þessum málum hér í blaðinu. Og sú deyfð er ekkert einkamál okkar Þjóðviljamanna. Manni finnst einatt, að það sé víða hægt að fara um lönd í austri og vestri án þess að sjá þessi mál á dagskrá svo um muni. Róttækustu vinstrihópar eru feimnir við hálaunamálin. f byltingaþjóðfé- lögum, þar sem kommúnistaflokkar ráða, hefur aldrei verið gengið svo langt að setja upp launastigann einn á móti tveim sem stefnu. Fyrir nokkrum árum var sovéskur hag- fræðiprófessor sem hingað kom oe flutti erindi fyrir MÍR spurðu að því, hvað hann teldi eðlilegan hámarksmun á launum í þjóðfélagi eins og hinu sovéska. Hann sagði einn á móti tíu - og urðu margir hissa sem á heyrðu. í Kína var jöfnunarviðleitni sett upp sem eitt höfuðmarkmið menningar- byltingarinnar svonefndu - nú er slík við- leitm fordæmd í því sama landi sem ó- raunhæf og fólki tilkynnt að það sé rýr kost- ur þegar allir éta úr sama potti. Það er reyndar ómaksins vert að athuga hvernig á því stóð að jaínaðarviðleitni af þessu tagi var gefin upp á bátinn í þeim byltingaríkjum tveim sem nú voru nefnd. Jöfnuður var eitt af því sem skráð var á byltingarfánana. Og framkvæmdin ætti að því leyti að vera einfaldari en til dæmis hér á landi, að þar er allt á einni hendi, flestir einhverskonar starfsmenn ríkisins. Hér er vinnumarkaðurinn miklu samsettari. Og svo haldið sé áfram með regluna einn á móti tveim sem mestan launamun, þá þyrfti að afnema samningsrétt verkalýðsfélagá í þeirri mynd, sem við nú þekkjum, ef að reglan ætti að gilda í raun. Skerða hann að minnsta kosti stórlega. Viðbúið að það þyrfti líka að taka upp strangt eftirlit með yfirborgunum og fríðindum - ef að reglan ekki ætti að breytast í innihaldslítið form innan tíðar. Verðbóta- kerfið En þótt nú torfærur sé upp taldar á þess- um brautum, þá þýðir það ekki að jafn- launahugmyndir skuli afgreiddar sem ein- hver markleysa. Við vitum að sjálfsögðu, að það eru til stórir hópar launafólks sem hafa þungar áhyggjur af því sem er sund- urvirkt í launakerfinu. Það er talað unt „hagsmunapot sérhópa". En einatt tala menn um þessa hluti eins og þeir hafi mél í munni - þeir hafa kannski mjög hugann við það að á íslandi er umsamið kaup eitt og raunverulegir tekjumöguleikar allt annað - eða þá það, að við okkar aðstæður kann ekkert að reynast róttækara til að jafna af- komu manna en aðgerðir á afmörkuðum sviðum - og þá fyrst og fremst í húsnæðis- málum. Oft verða menn varir við það, að mest er óánægjan með það, að verðbótakerfi á laun skuli ekki vera látið virka til kjarajöfnunar. Menn segja sem vonlegt er, að það sé erfitt að koma auga á réttlæti í þeirri tilhögun, að ef prósentur eru látnar ráða ferðinni, þá fær sá sem hefur segjum 20 þúsundir á mánuði mun meira en sá sem hefur 10 þúsundir til að mæta þeim sömu kostnaðarhækkunum fjölskyldna, af húshitun, kjöti eða mjólk. Þarna eru ónýttir möguleikar til að stunda þá jafnaðarstefnu sem svo til allir bera sér í munn þegar vel liggur á þeim. En svo fara menn að hrista höfuðin: verðbólgan er svo ör á íslandi, öll laun yrðu jöfn orðin á skömmum tíma með slíku kerfi og þá hefst nýtt stríð, ef við þekkjum mann- fólkið rétt og samkeppnina og allt það. ítölsk reynsla Nú var ég minntur á það um daginn, að eitt er að minnsta kosti það land, sem reynt hefur verið að nota verðbótakerfið til aukins kjarajöfnuðar. Það er ítalía. Þar ei tekið mið af vísitölu sem scala mobile heitir, og það er oft tekist hart á um það, hvernig hún mæli verðbólgu, hvort hana skuli skerða, hvort vísitölustig skuli geyrnd vegna efnahagsástand's og þarfram eftirgöt- um. Þetta kannast menn allt mætavel við. En það er sérstætt við verðbótakerfi ítala, að þar fá allir sömu verðbætur, hvar sem þeir eru annars staddir í launastiganum. í þessum skrifuðum orðum liggja ekki fyrir upplýsingar urn það hve lengi þessi tilhögun hefur staðið (en líklega er hún tengd auknu samstarfi ítalskra verka- lýðssambanda upp úr 1970 og einföldun launakerfa). Við höfum heldur enga út- reikninga á því, hvernig svona kerfi nýtist í um það bi! 20% verðbólgu ítalskri, né held- ur, hvernig kerfið hefur virkað á samninga- gerð einstakra félaga. En allt þetta væri meira en þarflegt að draga fram í íslenska umræðu. Hér heima hafa ýmsar hugmyndir verið viðraðar, t.d. um að setja bæði „þak“ og „gólf“ á verðbætur á laun - en slík tilhög- un gæti litið út sem einskonar áfangi í þess- um málum. Eins og fyrr var rakið eru margar freistingar uppi um að ýta frá sér jafnlauna- hugmyndum blátt áfram vegna þess hve erf- iðar þær eru í framkvæmd. En líka þeir sem lýsa slíkar hugmyndir óframkvæmanlegar - með skírskotun til mannlegs eðlis, sundr- ungar í þjóðfélaginu, samkeppninnar og þar fram eftir götum - sleppa ekki við ein- falda spurningu: hve mikinn launamun eru menn reiðubúnir til að sætta sig við? Allra síst sleppa sósíalistar við þá spurningu. ÁB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.