Þjóðviljinn - 19.03.1983, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 19.03.1983, Blaðsíða 21
Helgin 19.-20. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 Stjörnufœðing? Það er langt síðan ég hef farið á tónleika og enn lengra síðan ég hef farið á jafn skemmtilega tónleika og voru á Borginni þann tíunda þessa mánaðar. Þá komu fram hljómsveitirnar Hasl, Iss og Haugur. Ég hafði aldrei heyrt í þessum hljómsveitum áður og því var ég örlítið spenntur þegar ég gekk inn á Borgina þetta fimmtudagskvöld. Hasl byrjaði tónleikana, þeir eru ættaðir héðan úr Reykjavík og þungarokkskeimur af þeim. Þeir voru með stutt og vel æft prógram og kom það á óvart. Því það virðist vera regla hjá vel- flestum íslenskum hljómsveitum að láta aldrei líða minna en fimm mínútur milli laga. Þetta voru frískir strákar og eiga vonandi eftir að láta heyra í sér fljótlega. Iss, ný hljómsveit Einars Arn- ar fyrrum söngvara Purrks Pill- nikks, tróð næst upp. Þeir komu viðstöddum svo sannarlega á óvart með léttri og áheyrilegri tónlist sem flestir kunna vel að meta. Hinn sérkennilegi „söng- stíll“ Einsrs setur nokkuð mark sitt á hljómsveitina en hann hefur fengið til liðs við sig seiga kappa. Skal þar fremstan telja Helga trommara en hann var fyrsti trommari Q4U. Þetta var nokk- uð gott hjá strákunum og ég bíð spenntur eftir næstu tónleikum. Haugurinn var samt sú hljóm- sveit sem mest kom á óvart og ég held að ég geri ekki neinum rangt til með því að segja að þeir séu einhver athyglisverðasta hljóm- sveit sem fram hefur komið hér á landi í háa herrans tíð. Haugurinn var reistur á rústum Jonee Jonee. Fengu þeir Berg- steinn og Héimir til liðs við sig Einar, þann er var í fyrstu útgáfu af Jonee Jonee og síðar í Spilafífl- um. Þar lék hann á hljómborð en í Haugnum leikur hann á gítar. Sá fjórði í hljómsveitinni er að fróðra manna sögn Húsvíkingur og er það eina sem ég veit um hann. Mikill kraftur var í hljóm- sveitinni og tónlistin borin uppi af kröftugum trommuleik og þétt- um bassaleik. Ég var yfir mig hrifinn og spái þessari hljómsveit mikilli framtíð og er sannfærður um að þeir nái langt endist hljómsveitinni aldur. Aðalfundur Aöalfundur Verzlunarmannafélags Reykja- víkur veröur haldinn 22. mars 1983 kl. 20.30 aö Hótel Esju 2. hæð. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur AUKIN ÞJÓNUSTA NÝTT ÚTIBÚ Höfum opnað nýtt útibú að Engihjalla 8 Til að geta þjónað betur hagsmunum Kópavogsbúa höf- um við opnað útibú í rúmgóðu húsnæði með næg bíla- stæði í austurhluta Kópavogs. Þetta ætti að tryggja viðskiptavinum Sparisjóðsins aukna og betri þjónustu. SPARISJÓÐUR KÓPAVOGS Digranesvagi 10 Simi 41000 Englhjalla 8 „HRESSINGARDVÖL" Á Grand hótel Varna er hægt að tvinna saman orlof og „hressingardvöl". . . Þar eru heitar laugar frá náttúrunnar hendi, en auk þess fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta, með nýtisku tækjum og ágætis læknum. Alls konar nudd — nálastungumeðferð — Gerauital meðferð - o. fí. Nánari upplýsingar i skrifstofu okkar. OpiO frá kl. 8—5 alla virka daga og 8—12 alla laugar- daga. Símsvari alla aðra tima. Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar Gnoðarvogur 44 Reykjavik Simi86255. | Aðalfundur félagsins verður haldinn í Átthagasal Hótel Sögu mánudaginn 28. mars kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Tekin ákvörðun um byrjunarframkvæmdir að félagsmiðstöð á Víðivöll- um. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins dagana 21 .-25. mars kl. 13-18. Félagar eru minntir á að greiða árgjaldið fyrir aðalfundinn. Árshátíð félagsins verður haldin föstudaginn 25. mars að Hótel Sögu. Hestamannafélagið Fákur Fulltrúastaða í utanríkisþjónustunni. Staöa háskólamenntaös fulltrúa í utanríkis- þjónustunni er laus til umsóknar. Laun samkv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist utanríkisráöuneytinu, Hverfisgötu 115, 105 Reykjavík, fyrir 30. mars 1983. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 8. mars 1983 , r-7 Félag ^ y járniðnaðarmanna ^ Félagsfundur veröur haldinn fimmtudaginn 24. mars 1983 kl. 8.30 e.h. aö Suðurlandsbraut 30. 4. hæö. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Önnur mál 3. Erindi: Málefni heyrnarskertra, flytjandi Vilhjálmur Vilhjálmsson, fram.kv.stjóri. Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.