Þjóðviljinn - 11.11.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.11.1987, Blaðsíða 2
FRETTIP "SPURKINGIIf"" Verslunarfólk í Kringlunni spurt: Er vinnutíminn of lang- ur? Anna Steinsdóttir: Að sjálfsögðu, allt of langur. Eflaust gæti maður unnið skemur, en fyrst maður á kost á vinnu þá getur maður ekki neitað. Jón Ragnarsson: Vinnutíminn er aldrei of langur fyrir mig. Þegar menn standa í því að byggja þá þurfa þeir að vinna sem mest. Thelma Sigurðardóttir: Já hann er of langur og ekki batnar það ef það á að fara að lengja hann enn frekar. Ég held að ég myndi samt vinna alla þá vinnu sem ég gæti fengið vegna peninganna. Eygló Jónsdóttir: Vinnutíminn er allt of langur og kaupið er allt of lágt. Sjálf vinn ég ekki á laugardögum og ég er al- farið á móti því að opnunartíminn um helgar verði lengdur. Guðmundur Norðdahl: Svarið er eitt stórt já. Sem verslunarstjóri verð ég að vinna mjög langan vinnudag og mér finnst ótækt að fara að lengja opnunartímann um helgar nema komið verði á vaktafyrirkomulagi. Verslunarfólk verður að átta sig á því að aukin yfirvinna gerir lítið annað en að halda dagvinnu- laununum niðri. Fjárlagafarumvarpið Hnífur í bakið Niðurskurður áfjárlögum til rannsókna íþágu atvinnuveganna nemur allt að 25%. Uppsagnir starfsfólks sem starfar við rannsóknir framundan. Margra ára vinna talin fara forgörðum Sú afmælisgjöf sem fjármála- ráðherra gefur á 50 ára af- mæli rannsókna í þágu atvinnu- veganna er í hæsta máta óvið- eigandi svo ekki sé sterkara að orði kveðið, sagði Unnur Steingrímsdóttir formaður Fé- lags íslenskra náttúrufræðinga á blaðamannafundi í gær, en fé- lagið hefur harðlega gagnrýnt stórtækan niðurskurð fjármála- ráðherra á fjárveitingum til rannsókna, ráðgjafarþjónustu og faglegs eftirlits í þágu undirstöðu- atvinnugreinanna. A sumum sviðum nemur niðurskurðurinn allt að 25%. Mest er skerðing útgjaldaliða fjárlagafrumvarpsins til Búnað- arfélags fslands, Orkustofnunar og Rannsóknastofnunar land- búnaðarins, en skerðingin til þessara stofnana er á bilinu 20- 25%. Að sögn talsmanna þessara stofnana verður reynt að mæta þessum niðurskurði með upp- sögnum starfsmanna. Afleiðing- arnar verði þær að verulegur samdráttur komi til með að verða í rannsóknum og þá bæði í grund- vallarrannsóknum og hagnýtum rannsóknum. Það sé ljóst að hætta verði við ýmis rannsókna- verkefni sem langt eru á veg kom- in og í mörgum tilfellum fari þar margra ára vinna forgörðum. Þá er reiknað með því að starfsemi tilraunastöðva leggist niður vegna niðurskurðarins. „Þessi gífurlega aðför ríkisvaldsins að rannsóknum, hefur ekki aðeins í för með sér samdrátt í viðkom- andi rannsóknum heldur mun hún leiða til samdráttar á öllum sviðum þjóðfélagsins á fáeinum árum,“ sagði Ólafur Karvel Páls- son á fundinum og vísaði í niður- stöður Nóbelsverðlaunahafans í hagfræði, Roberts Solow, sem hefur m.a. sýnt fram á að 60-70% hagvaxtar megi rekja til rannsókna- og þróunarstarfsemi. Að sögn talsmanna Orkustofn- unar, Búnaðarfélagsins og Rannsóknastofnunar landbúnað- arins var ekki leitað eftir faglegu áliti áður en niðurskurðurinn var metinn. Þá var heldur ekki óskað eftir því hjá forráðamönnum þeirra stofnana sem um ræðir að leitað yrði leiða til hagræðinga áður en niðurskurður kæmi til framkvæmda. „Þetta hefur því komið eins og hnífur í bakið á okkur,“ sagði Unnur Steingríms- dóttir. - K.Ol. Myndin er tekin á blaðamannafundi Félags íslenskra náttúrufræðinga. Fv. Guðmundur Guðmundsson, Unnur Steingrímsdóttir, Ólafur Dýrmundsson, Sigurbjörg Gísladóttir og Freysteinn Sigurðsson. Á myndina vantar Olaf Karvel Pálsson og Sigurgeir Ólafsson. Mynd. E.ÓI. Verðlaunasamkeppni Manmrist í þéttbýli Hugmyndasamkeppni í tilefni 75 ára afmœlis Lœknablaðsins r Itilefni afmælis Læknablaðsins og til heiðurs fyrsta ritstjóra þess, Guðmundi Hannessyni pró- fessor, hefur ritstjórn blaðsins ákveðið að efna til hugmyndas- amkeppni sem er ætluð til að hvetja fólk til umhugsunar um þau mál sem geta stuðlað að betra mannlífí. Samkeppninni er ætlað að leiða fram nýjar hugmyndir um- umbætur í húsnæðis-, skipulags- og umhverfismálum en keppend- um er einnig heimilt að taka fyrir aðra málaflokka, s.s. uppeldis- mál, skólamál, fþrótta- og útivist- armál, félagslega þjónustu, heilbrigðismál, tómstunda- og menningarmál svo eitthvað sé nefnt. Kynningarbæklingur um sam- keppnina liggur frammi á skrif- stofu læknafélaganna og er hægt að fá hann sendan. Ritari dóm- nefndar er Zóphanías Pálsson og skal beina fyrirspurnum til hans en úrlausnum skal skila eigi síðar en 29. febrúar n.k. til útgáfu- stjórnar læknafélaganna, Domus Medica. í dómnefnd eiga sæti þau: Þórður Harðarson, Guðrún Agnarsdóttir og Sveinn Einars- son. Landsfundur AB Frakki í óskilum Á landsfundi AB s.l. helgi var frakki tekinn í misgripum í fata- henginu i Rúgbrauðsgerðinni. Frakkinn er Ijósbrúnn með belti og auðþekktur á því að hanki á hálsmáli er keðja slitin öðru megin. Sá sem tók frakkann er beðinn að hafa samband við húsvörðinn í Borgartúni 6, en þar er hans frakki. /upingi Breyttir starfshættir Fundartíma á Alþingi hefur verið breytt og var breytingin tilkynntá fundi sameinaðs þings í gœr Helstu breytingar eru þær að sameinað þing verður á mán- udögum og lengist fundartíminn til 17. Deildarfundir verða svo á þriðjudögum og miðvikudögum. Sameinað þing verður aftur á fimmtudögum og verða fyrir- spurnarfundir fyrir hádegi og hefjast þeir kl. 10. í framhaldi af þeim verða svo venjulegir þing- fundir sameinaðs þings. Sú nýbreytni er tekin upp að þriðja hvern fimmtudag heils starfsmánaðar falla þingfundir niður, en á föstudegi næstu viku verða fundir í sameinuðu þingi sem hefjast kl. 14. Fundur í sam- einuðu þingi fellur því niður fimmtudaginn 19. nóvember en í stað þess verður þingfundur föstudaginn 27. nóvember. Þessu verður hinsvegar ekki til að dreifa í desember og janúar þar sem Alþingi situr ekki að störfum þá mánuði alla. Þá hefur verið ákveðið að taka upp ný vinnubrögð við dagskrár- gerð. Verður leitast við að hafa á dagskrá einungis þau þingmál sem ætla má að hægt sé að taka til umræðu. Einnig hefst nú notkun svokallaðs dagskrárskjals, en í því er prentuð dagskrá hvers þingfundar og það efni þingskjala sem er til afgreiðslu á fundinum. - sáf 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlövikudagur 11. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.