Þjóðviljinn - 11.11.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.11.1987, Blaðsíða 3
FRETflR Stefán og CIA ÆUuðum þeim ekki svo illt Einar Olgeirsson: Kommúnistahrœðslayfirvarp hjá Bandaríkjamönnum. Ýmis- legt kemur fram núna sem mann grunaði þá en vildi ekki trúa Stefán og CIA Tortrygginn í minn garð Hannibal Valdimarsson: Var með kommúnista á heilanum Hannibal Valdimarsson var á- hrifamaður í Alþýðuflokknum á valdatíma Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar, og jafnframt helsti and- stæðingur hans innan flokksins. I óútkominni bók Þorleifs Friðriks- sonar sagnfræðings um samskipti Jafnaðarmannaflokkanna á Norðurlöndum kemur fram með- al annars að Stefán Jóhann hafl rægt Hannibal fyrir leiðtogum hinna jafnaðarmannaflokkanna á Norðurlöndunum og talið hann handbendi kommúnista sem ógn- aði öryggi landsins og vestrænu varnarsamstarfi. - Hannibal, hefur þú heyrt fréttirnar af nánu og reglubund- nu samstarfi Stefáns Jóhanns Stefánssonar við bandarísku leyniþjónustuna árið 1948 á með- an hann gegndi embætti forsætis- ráðherra? - Já,ég hefheyrt þessarfréttir, en ég hef enga frekari vitneskju um hvað í þessu sambandi fólst og hvaða upplýsingar fóru þar á milli. - Nú hefur nýlega verið upp- lýst að Stefán Jóhann tortryggði þig mjög í eyru leiðtoga jafnaðar- mannaflokkanna á hinum Norðurlöndunum og taldi þig þjóðhættulegan útsendara heimskommúnismans. Telur þú að samband geti verið á milli þeirrar tortryggni og náinna tengsla Stefáns við bandarísku leyniþjónustuna? - Mér er það ekkert launung- armál að Stefán Jóhann var alltaf tortrygginn í minn garð, og það var líka reynt að koma á mig kommúnistastimpli á þessum tíma, en kommúnisti var ég aldrei. Stefán Jóhann var ákaf- lega tortrygginn út í kommúnista á þessum tíma og okkur fannst stundum að hann væri með þá á heilanum. En ég fæ ekki brúað það bil í ímyndun minni, að sam- band hafi verið á milli þessrar tor- tryggni í minn garð og þessara tengsla hans við leyniþjónustuna. -ólg. Sambönd þessara manna við kanann voru augsýnilega miklu nánari en maður hélt, sagði Einar Olgeirsson einn helsti for- ystumaður sósíalista á fimmta ár- atugnum og þeim sjötta um frétt- irnar af samráði Stefáns Jóhanns Stefánssonar og bandarísku leyniþjónustunnar. - Hætta á uppreisn kommún- ista hér var auðvitað yfirvarp Bandaríkjastjórnar, sem þá var að seilast eftir yfirráðum hvar sem við varð komið. Þetta var auðvitað fráleitt, að minnsta kosti á íslandi þar sem kommún- istarnir voru bæði friðsamir og vopnlausir, og höfðu þá fyrir nokkrum árum verið í samstjórn með íhaldinu í nýsköpuninni. - Okkur datt það ekki í hug þá að Stefán Jóhann og aðrir í her- námsflokkunum væru svo vit- lausir að óttast kommúníska upp- reisn á íslandi, þótt mig gruni að Bjarni Benediktsson hafi verið verulega hræddur 30. mars 1949. En ég þori ekki að segja um það hvort þeir trúðu þessu, hvort þeir létu kanann blekkja sig. Þeir létu voðalega mikið blekkja sig. - Ég veit ekki hvort klofning- urinn í Alþýðuflokknum nokkr- um árum síðar er í tengslum við þetta samráð Stefáns Jóhanns við CIA. Hannibal var á móti hern- um og Nató, Gylfi reyndar líka, en þeir Stefán og Guðmundur í. Guðmundsson voru miklir fanat- íkerar og kommúnistahatarar. Hinsvegar er komið fram að áður var fjárhagsstuðningur til Alþýð- uflokksins frá dönskum sósíal- demókrötum bundinn því skil- yrði að kommúnistar yrðu reknir úr flokknum, sem gerðist frá 1926 og varð til þess að við stofnuðum Kommúnistaflokkinn. - Og það hefur líka komið fram og er athyglisvert að þegar Hannibal varð formaður Alþýð- uflokksins 1952 lét Guðmundur í. taka fyrir þennan danska fjár- stuðning til Alþýðublaðsins. Það varð meðal annars til þess að Hannibal varð að veðsetja hús sitt á ísafirði til að geta borgað laun á blaðinu. - Ýmislegt sem mann grunaði áður um samskipti þessara manna við útlönd en átti bágt með að trúa er núna að koma fram. Raunar ætluðum við and- stæðingunum í pólitík hér aldrei eins illt og þeir sýnast núna hafa verið til í að gera, sagði Einar að lokum. Stefán og CIA Kemur ekki á óvart Porleifur Friðriksson sagnfræðingur: Náin tengsl Stefáns og CIA falla inn íþá mynd sem ég heffundið afsamskiptum íslenskra og norrœnna jafnaðarmanna á þessum árum Þessar fréttir koma mér ekki á óvart, sagði Þorleifur Frið- riksson sagnfræðingur, en á næstu dögum er væntanlegt fyrra bindi af tveim sem hann hefur skrifað um samskipti Alþýðu- flokksins við norræna sósíal- demókrata fram til ársins 1956 og þau áhrif sem erlendir aðilar höfðu á íslcnsk stjórnmál í gegn- um Alþýðuflokkinn á þessum árum. - Sérstaklega koma mér ekki á óvart þær fréttir að Hákon Lie, framkvæmdastjóri norska alþýð- usambandsins, hafi verið í nánum tengslum við bandarísku leyni- þjónustuna. Hákon Lie og Kon- rad Nordal forseti norska alþýðu- sambandsins voru í nánum tengslum við Stefán Jóhann á þessum árum. Þetta tengist allt upphafi kalda stríðsins og macc- arthyismanum í Bandaríkjunum, þar sem allir þeir sem neituðu að játast hinni svarthvítu heims- mynd kaldastríðsins voru taldir vera mögulegir landráðamenn. - Mccarthyisminn breiddist einnig til Norðurlandanna og Hákon Lie varð einn helsti tals- maður þeirrar herferðar í Noregi. Það má segja að átök vinstrifylk- inganna tveggja hafi tekið stakkaskiptum á þessum árum að því leyti að menn skirrtust ekki lengur við að beita þeim meðul- um sem tilgangurinn krafðist. Átök stórveldanna og afstaðan til þeirra varð á þessum árum mið- punktur allra átaka í stjórnmál- um, og þau gerðust um leið af- skiptasamari um innanríkismál annarra ríkja. - Þáttur Stefáns Jóhanns í þessari herferð kemur meðal annars fram í því að hann notaði sér kommúnistahræðsluna í rógs- herferð sinni gegn Hannibal Valdimarssyni meðal norrænna sósíaldemókrata. Þannig hef ég meðal annars séð bréf frá Ulof Carlsson, einum af forystu- mönnum danskra krata, til Haak- on Lie og Konrad Nordal, þar sem Hannibal er lýst sem stór- hættulegum hugsjónamanni sem þurfi að einangra. - Ég hef fundið ótvíræðar heimildir um íhlutun Bandaríkj- anna í íslensk stjórnmál á 6. ára- tugnum, þar sem koma rneðal annars við sögu skýrslur banda- rískra „verkalýðsfulltrúa“ sem fjölluðu um íslensk málefni og ræddar voru af fullri alvöru með- al jafnaðarntanna á hinum Norðurlöndunum. Þær upplýs- ingar munu koma fram í síðara bindi verks rníns. Maccarthyism- inn á Norðurlöndunum kom meðal annars fram í því að það voru ekki bara svokallaðir kommúnistar sem voru undir ströngu eftirliti, heldur líka allir þeir innan annarra stjórnmála- flokka, sem ekki vildu viður- kenna hina svarthvítu heims- mynd kalda stríðsins. Stefán Jó- hann Stefánsson gegndi greini- lega mikilvægu hlutverki í því „eftirlitsstarfi“. -ólg „Veit ekkert Eysteinn Jónsson: Get ekkert upplýst r Eg hef ekki hugmynd um þetta mál og get ekkert upplýst um það, sagði Eysteinn Jónsson fyrr- verandi ráðherra, en hann var fjármálaráðherra fyrir Fram- sóknarflokkinn í ráðuneyti Stef- áns Jóhanns Stefánssonar árið 1948, þegar samskipti hans við ieyniþjónustu Bandaríkjanna áttu sér stað. Eysteinn sagði að ráðherrar hefðu oft haft samband við sendi- herra erlendra ríkja og hann vissi ekkert í hverju samskipti Stefán Jóhanns hefðu verið fólgin eða hvað stæði í þeim skjölum, sem nú hefðu verið dregin fram í dags- ljósið. Því gæti hann ekkert tjáð sig um þetta mál. -ólg KV/KMYN GERÐAR- MENN! SJÓNVARP/Ð /NNLEND DA& SKRÁRGERÐARDE/LD ÓSKAR EFT/R T/LBOÐUM í GERÐ KV/KMYNDA ÆTÍAÐA YNGSTUÁHORFENDUM. MYND/N ER HLUT/ AF SAMNORRÆNUM MYNDAFLOKKÍ PARSEM HVER, KV/KMYND ER SJÁLFSTÆTT VERK OG VERÐUR SYNDA ÓLLUM NORÐURLÖNDUNUM. LENGD MYNDAR/NNAR ÞARF AÐ VERA UM 20 MÍNÚTUR. í ÚTBOÐ/NU FELST ENDANLEGUR KOSTNAÐUR V/Ð GERÐ MYNDAR/NNAR ASAMT HANDR/T/ SEM VERKTAK/ VELUR SJALFUR. T/LBOÐUM PARFAÐSK/ÍA T/L SJÓNVARPS/NS FYR/R 1. JANÚAR 1988. KV/KMYND/N AFHEND/ST FULLBÚ/N E/G/ SÍÐAR EN1. DESEMBER 1988. NÁNAR/ UPPLÝS/NGAR VE/T/R DAG SKRÁRFULLTRÚ/ BARNAEFN/S. SJÓNVARP/NU LAUGAVEG/176 106 REYKJAVÍK_ SÍM/ 38800 Mi&vikudagur 11. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 RIKISUTVARPIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.