Þjóðviljinn - 11.11.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.11.1987, Blaðsíða 8
MENNING Malan Simonsen. Fyrirlestrar um færeyskar bókmenntir Malan Simonsen, lektor í fær- eyskum bókmenntum við Fróð- skaparsetur Færeyja, flytur tvo opinbera fyrirlestra í boði heimspekideildar Háskóla ís- lands, annan í dag, hinn á morg- unn, fimmtudag. Sá fyrri fjallar um færeyskan skáldskap samtímans og er flutt- ur á færeysku (kl 17.15 í stofu 422 í Árnagarði í dag, miðvikudag). Hinn síðari fjallar um kvenna- bókmenntir í Færeyjum og er fluttur á dönsku á morgun kl. 17.15 í stofu 422 í Árnagarði. Malan Simonsen lauk cand. mag prófi frá Kaupmannahafn- arháskóla og framhaldsnámi frá háskóianum í Odense. Hún hefur starfað sem lektor í dönsku og færeysku í Frankfurt. Hún er nú einn helsti bókmenntafræðingur Færeyinga og hefur m.a. gefið út bókina Kvinnuröddir, sem fjallar um hlut kvenna í færeyskri blaða- útgáfu og félagslífi nálægt alda- mótum. Heimsókn Malan Simonsen er liður í þeirri viðleitni heimspeki- deildar að halda uppi virkum og reglubundnum samskiptum við færeyska fræðimenn. Tónlistarfélag Kristskirkju Tónleikar í vetur Tónlistarfélag Kristskirkju mun gangast fyrir fjölbreyttum tónleikum í vetur. Hlíf Sigurjóns- dóttir mun leika með David Tutt, fiðlupíanómusík, eftir Bach, Bartók og Richard Strauss, á tón- leikum, þ. 15. nóvember. Hljóm- eyki mun syngja verk eftir Hjálmar Ragnarsson, um nýárið og Björn Sólbergsson organ- Ieikari, flytur tónlist eftir Olivier Messiaen í byrjun mars 1988. Þá er einnig áformað að halda a.m.k. tvenna „portretttónleika" með verkum íslenskra tónskálda næsta vor. Félagið safnar nú áskrifendum að þessum tón- leikum og áskriftarskírteini að sex tónleikum kosta 2000 krónur eða um 400 á tónleika. Væntan- legir áskrifendur geta fengið upp- lýsingar í síma 26335. - ekj. Vetrarmynd úr kirkjunni nýtt verk eftir Atla Heimi Einn af tónlistardögum Dóm- kirkjunnar er í dag. Þá verður frumflutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Vetrarmynd úr kirkj- unni, við ljóð eftir Knud Öde- gárd. Einnig eru kórlög eftir C. Franck og Saint Saéns. Dómkór- inn og einsöngvaramir Anna Sig- ríður Helgadóttir og Elín Sigur- vinsdóttir, syngja. Organleikari er Marteinn H. Friðriksson. Kom þú Ijúfa dauðastund Það er fróðlegt að reyna að gera sér grein fyrir viðhorfum Bachs til dauðans. Hann var að sjálfsögðu mikill trúmaður og kunni vel sín kristnu fræði. í hans huga var lífið þjáning sem dauðinn umbreytti í frelsun. Hvað hafði þá sannkristin sál að óttast? Beið hennar ekki himna- ríki? Bach hlakkaði líka til að deyja en óttaðist jafnframt dauðann stundum. Þessi tvíbenta afstaða kemur af og til fram í tónlist hans. Ekki síst í kantötunni nr. 8 Lie- bster Gott, wann werd ich ster- ben; mildi guð nær mun ég deyja? Þar efast hinn mikli trúmaður. Strax í upphafi gefur þverflautan til kynna kvíðatitrandi ótta sem þó er blandinn mikilli óþreyju og eftirvæntingu. En tenórarían, með pizzicatóbassanum og stakk- atónótum í söngröddinni á orð- inu schlágt og ákafa ókyrrð óbós- ins, birtir efa og jafnvel einhverja nagandi angist. Arían fyrir bass- aröddina vitnar heldur ekki um mann sem öðlast hefur fullkomna trúarvissu, heldur miklu fremur sál sem er að telja kjark og trú á sjálfan sig á stund óvissunnar. Háu flaututónarnir eru eins og spurning út í tómið. I þessu tón- verki er enginn sigur unninn. Gátan er ekki leyst. Þessi spenna og átök Ijá músikinni einstæðan dramatískan kraft. Og kantatan er meistaraverk. Hver nóta er mögnuð óskeikul snilld er varpar ljósi á lífið og dauðann, manns- sálina og trúarlífið á marga vegu. Annars efast Bach yfirleitt ekki. Þvert á móti ríkir oftast í kantötum hans óbifandi trúar- traust og jafnvægi. Þannig er kantatan nr. 161 Komm, du sússe Todesstundie; kom þú ljúfa dauðastund. Einskær sæla og friður. Og leyndardómur. „Ich habe Lust von dieser Welt zu scheiden". Við þessi orð, þegar SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON sellóið fer að hvfsla, gerist eitthvað óumræðilegt. Sá sem syngur er ekki að þrá eitthvað heldur hefur hann þegar öðlast. Hann hefur fundið friðinn. Hann lifir í Kristi. Þetta er víst hugljómun eða eitthvað. Hún kemur yfir fólk, jafnvel líka þá sem afneita sjálfri reynslunni og vilja ekkert af henni vita. Svona staðir eru óteljandi í kantötum Bachs. Þar gerast opinberanir og dularfullar ummyndanir. Og kraftaverk. Oft er sem sólin brjótist skyndilega fram úr myrku sortaskýi. Allir bachistar þekkja þetta. En hvað er það sem gerist? Djúp; - mjög djúp trúar- leg leiðsla eða reynsla. Sumir kalla það mystíska upphafningu. Ástand sem er bara en óþarfi er að reyna að lýsa eða skilja. En því verður ekki á móti mælt að það kemur yfir fólk, hvað sem hver segir og hvort sem þarna er nú um að ræða guð eða geggjun. En í listasögunni hefur aðeins örfáum einstaklingum verið gefin sú náð- argáfa að geta miðlað öðrum þessari reynslu með list sinni. Og snilligáfa í listum og þessi reynsla eða ástand er auðvitað ekki það sama. En hjá Bach fer þetta oft saman. Það kemur einna fallega í ljós í kantötunni Kom þú ljúfa dauðastund. Og hún er meistara- verk úr hæstu hæðum. Þegar altin hefur lokið við að syngja orðin so schlage doch, du letzer Stund- enschlag: heyrist hið óheyran- Að þúsundfalda sinnið og minnið Jóhann árelíuz: Söngleikur fyrlr fiska. Reykjavík 1987. Þegar í fyrsta ljóði þessarar bókar lýsir Jóhann árelíuz því yfir að honum sé mikið niðri fyrir, hann þráir að „brenna Ijóð á tungu þjóðarinnar“, hann vill um leið „slá samhljóm tíðarandans." Þessa þrá ítrekar hann hvað eftir annað, stundum með sótttheitri og eilítið þvældri ákefð („blóð mitt brjálað og heitt“), stundum með heilnæmum votti af sjálfs- háði eins og þegar hann kallar sönginn í sálinni, bæn skálds til sjálfrar sólarinnar hvítt einmana spangól af svartri bœjarhellunni.. En fyrst og síðast vill hann gala galdur sér til sterkara lífs, ná í orði tökum á því „ofurnæma, óútskýranlega" sem “þúsund- faldar sinnið minnið og grasgró- andann“ - en því miður, þetta er hægara sagt en gjört því tóninn hreina er erfitt að greina. Má vera að þetta ljóð hér, sem nefnist „Af fingrum fram“ gefi einna besta mynd af viðleitni og aðferð skáldsins: Skynja ásláttinn, skynja blœ- brigðin, skynja snertinguna. Rœkta með sér drauminn (hlúa að oggeyma) um betra lífog betri tíð gegnum þunga og drunga þriðju- dagsins, Gormánuð og Yli. Drepa fingri á hversdagsleikann, gjörvalla mœðu mánudagsins, þreyja Þorrann og Góuna. Safna lyngi berjum steinefnum í sarpinn Ijúfa Ijósa sumardaga. Fljúga síð- an grœnn tónn undan fingrum sólar. Harpa. Með öðrum orðum: við reynum að sækja okkur afl og gleði opnum huga, með skilmála- lausu sambandi við náttúruna, með skáldskapnum. Gamalt og gott ráð í lífsvanda og skáldið hef- Söngleikur fyrir fiska • .:■ mM ur bæði nógu sterk úrræði og sterka trú á því til þess að við tökum það gott og gilt. Og má þetta heita höfuðkostur bókar- innar, meðan gallar hennar væru helst fólgnir í vissri einhæfni, klifun, og listrænni óvissu eða spennufalli sem öðru hvoru spilla dugandi hugmyndum og mynd- röðum. Ádrepum bregður fyrir eins og í „ki né“ , nokkuð brokkgengum texta um fjölmiðlaheiminn. Og er ekki nema sjálfsagt að skrifa upp á viðhorf sem þar eru viðruð: Naglasúpan pipruð með ys og söltuð með þys og útkoman moðsuða af engu. En þegar á heildina er litið þarf beittari vopn í þennan slag um sálirnar en til dæmis þetta nöldur hér: .... íslenska alþjóðin suðar andstutt og andvarpandi ísjón- og útvörpunum en tími innrispeki að því virðist endanlega úr liði. Betur gengur sambúð höfund- ar og lesandans reyndar þegar vikið er blátt áfram að elsku- legum töfrum hins smáa eins og þegar: þessar fáu línur leka oní te- könnuna og liggja þar innan um önnur lauf í volgu vatni... ÁB ÁRNI BERGMANN lega. Þetta er eitthvert furðuleg- asta og sannheilagasta augnablik í allri tónlist. En það verður að heyrast. Sumir heyra aldrei neitt. Heyrandi heyra þeir ekki. Það er harmleikur heimsins. Þessar kantötur, nr. 8 og nr. 161 ásamt þeirri nr. 106 Actus tragicus, flutti Kór Langholts- kirkju, kammersveit og ein- söngvararnir Signý Sæmunds- dóttir, Hrönn Hafliðadóttir, Gunnar Guðbjörnsson og Krist- inn Sigmundson undir stjórn Jóns Stefánssonar í Langholtskirkju sunnudaginn 1. nóvember. Óg flutningurinn var prýðilegur. Kórinn var frábær og einsöngvar- arnir góðir. Ekki var ég þó sam- mála öllu eins og gengur. En í stað þess að tíunda það vil ég þakka þessa dýrðlegu tónleika. Hvar værum við stödd ef ekki væri Bach? Og meira af slíku! Endilega allar 220 kantötur þessa ótrúlegasta snillings tónlistarinn- ar. Sigurður Þór Guðjónsson Stefán Júlíusson Ný skáldsaga eftlr Stefán Júlíusson: Jólafrí í New York er allsér- stætt skáldverk. Þótt segja megi að bókin skiptist í fimm sjálfstæð- ar sögur tengjast þær samt svo að ásamt innganginum getur bókin í heild talist skáldsaga. Fimm ungmenni við nám [ há- skóla halda til New Yorkborgar til að eyða þar jólafríi. Þetta eru fjór- ir karlmenn og ein stúlka. Öll eru þau í framhaldsnámi og sum þeirra reynslunni ríkari. Þau eru af ólíku þjóðerni og uppruna. Þau fá það verkefni að lýsa dvöl sinni í stórborginni. Þannig verða fimm ólíkar frásagnir til. Ævintýri, óvænt atvik, átök og til- viljanir verða á vegi þeirra og hvert þeirra segir söguna á sinn hátt. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Kammersveit Reykjavíkur Dagskrain í vetur Kammersveit Reykjavíkur hefur hafiðfjórtándastarfsársitt. Tón- leikarundirheitinu „Kvöldstund með Mozart" voru fyrstu tón- leikarstarfsársins, en síðan verða jólatónleikar í Áskirkju 20. desember. Þar verða leiknir ein- leikskonsertarfyrirýmis hljóðfæri og tónleikunum mun Ijúka með flutningijólakonsertsins, eftirF. Marfredini. Á þriðju tónleikunum í byrjun febrúar verður haldið upp á 150 ára afmæli Max Bruch. Hér á landi er hann einkum þekktur fyrir fiðlukonserta sína en nú er ætlunin að kynna kammerverk hans. Þá mun á þessum tón- leikum verða flutt söngverkið „Abraham og ísak“ eftir Benj- amin Britten. Lokatónleikarnir verða í mars. Þar mun Blásarakvintett Reykja- víkur flytja tvö verk af tónleikum sínum í Bretlandi og Svíþjóð á næsta ári. Þá verður einnig leikinn hinn bráðskemmtilegi kvintett op. 39 eftir S. Prokofief. Áskrift að fernum tónleikum Kammersveitarinnar er kr. 1600. En aðgangur að einstökum tón- leikum, 500 kr. Skólafólk fær á- skríft á 1200 og staka miða á 350.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.