Þjóðviljinn - 11.11.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.11.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 Miðvikudagur 11. nóvember 1987 252. tölublað 52. órgangur Þjónusta íþínaþágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Afvopnun Friðlýsing tímabær SteingrímurJ. Sigfússon mœlti fyrir frumvarpi umfriðlýsingu íslands. Utanríkisráðherra staðfestir að markmið frumvarpsins sé sér að skapi. Kjartan Jóhannsson og Þorsteinn Pálsson andvígir Eg get með ánægju staðfest að markmið frumvarpsins er að mínu skapi, sagði Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra i umræðum á Alþingi í gær um frumvarp Steingríms J. Sigfús- sonar og Kristínar Einarsdóttur um að Island verði gert að frið- lýstu svæði, bæði hvað varðar kjarnorkuvopn og eiturvopn. Utanríkisráðherra kvaðst mjög hlyntur efni og markmiði frumvarpsins en taldi rétt að at- huga nánar hvort skynsamlegt væri að setja hér einhliða lög þar sem íslendingar væru aðilar að Atlantshafsbandalaginu. Steingrímur J. Sigfússon mælti fyrir frumvarpinu og sagði helstu rökin fyrir frumvarpinu vera þau að með því væri lögfest yfirlýst stefna þjóðarinnar í þessu máli, samanber ýmsar yfirlýsingar ráð- herra og niðurstöður úr skoðana- könnunum sem sýna að um 90% þjóðarinnar vill að ísland verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði. Þá væri umhverfisþátturinn ekki síður mikilsvirði en með frum- varpinu er dregið úr hættu slysa vegna kjarnorkuvopna eða kjarnorkuknúinna farartækja. Guðmundur G. Þórarinsson sagði tímabært að sett væru lög um þetta og sagðist samþykkur meginmarkmiði frumvarpsins, að staðfesta að hér á landi séu hvorki kjanorkuvopn né eitur- efnavopn. Hinsvegar gerði hann nokkrar athugasemdir við ein- staka liði frumvarpsins. „Frum- varpið er góðra gjalda vert og þarft framlag á Alþingi.“ Kristín Einarsdóttir áréttaði stefnu Kvennalistans, að unnið væri að því að ísland yrði lýst kjarnorkuvopnalaust. Albert Guðmundsson var einnig já- kvæður í garð frumvarpsins. Kjartan Jóhannsson sagði hinsvegar að ekki væri skynsam- legt að gefa út einhliða yfirlýsing- ar einsog þessa. Þessi yfiriýsing Kjartans varð til þess að Hjör- leifur heimtaði skýr svör frá utan- ríkisráðherra um hvort Kjartan talaði þarna fyrir hönd allrar stjórnarinnar og lýsti utanríkis- ráðherra þá þeirri skoðun sinni að hann gæti með ánægju staðfest að markmið frumvarpsins væri sér að skapi. Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, sagði Alþingi hafa tekið þá afstöðu að gagnkvæmir samning- ar væru áhrifamestir og einhliða yfirlýsingar einsog hér væri mælt fyrir, varhugaverðar. -Sáf Annað veröur að vfkja, bíll eða hross. Um síðir létu hrossin undan, eftir að bíllinn var stöðvaður og mannfólkið stigið út. Myndin var tekin skammt austan við Laugarvatn en þar er hvítt yfir öllu og hált á vegum. Mynd E.ÓI. Stórmeistaraskák Þetta verður langsterkasta mót sem haldið hefur verið á ís- landi, og mér er sagt að það verði annað sterkasta skákmót í heiminum frá upphafi vega, sagði Páll Magnússon, skákáhugamað- ur og fréttastjóri Stöðvar tvö, en sjónvarpsstöðin hefur ákveðið að standa fyrir einu af sex heimsbik- armótum Alþjóðasambands stór- meistara. Mótið hefst 2. október á næsta ári. Mótsstaðurinn hefur ekki ver- ið ákveðinn, en það er Ijóst að það verða engin blávötn sem mæta til leiks, en keppendurnir verða þessir, í styrkleikaröð: Kasparof, Kortsnoj, Júsúpof, Timman, Beljavskí, Portisch, Spasskí, Tal, Solokof, Anderson, Nunn, Ribli, Sax, Speelman, Jó- hann Hjartarson og Sovétmaður- inn Ehlvest. Helsti hvatamaður þess að stofnað var til Alþjóðasambands stórmeistara er heimsmeistarinn, Garrí Kasparof, en sambandið er stofnað til höfuðs FIDE. Á veg- um þess verða haldin sex skákmót á næstu tveimur árum, og verður mótið hér á landi ann- að í röðinni; hið fyrsta fer fram í Brussel í apríl. 24 sterkustu skákmenn heims eiga þátttökurétt, en mega sleppa tveimur mótum, enda verður hér um að ræða sextán manna mót. Sigurvegarinn í þessari nýju Manndrápsgrunur Dánarorsök enn ógroind Játning um átök liggur fyrir Krufningarskýrsla hefur enn ekki borist rannsóknarlögregl- unni vegna mannsláts í Skipholti í Rcykjavík á laugardag og er dán- arorsök því enn ekki kunn, en 31 árs karlmaður hefur játað að hafa átt í átökum við hinn látna. Sá hefur verið dæmdur í gæslu- varðhald frammí febrúar og úr- skurðaður í geðrannsókn. Jó- hann Halldór Pétursson hét sá sem lést og var vörubílstjóri að atvinnu. Af orðum lögreglu má ráða að sennilegast sé að hinn handtekni hafi orðið Jóhanni að bana í átökunum, en Þórir Odds- son vararannsóknarlögreglu- stjóri vildi þrátt fyrir „ákveðnar vísbendingar“ ekkert segja um með hvaða hætti, hvenær eða hversvegna, fyrren rannsókn væri lengra komin. Nafn þess sem inni situr verður ekki gefið upp að sinni. Lögregla fékk upphringingu um sexleytið síðdegis á laugardag og fann hinn látna með áverka á höfði í íbúð í Skipholti ásamt þeim sem grunaður er og var hann þá undir áfengisáhrifum. Allir sterkustu nema Kaipof Stöð tvö heldur eitt heimsbikarmótið. Allirþeir sterkustu með nema Karpof. Hefst í októberbyrjun að ári Grand Prix keppni skákheimsins verður svo sá sem flesta vinninga hefur hlotið á fjórum mótum. HS Fiskvinnslufólk Konur verr settar Hávaði, kuldi, sleip gólf dragsúgur, óloft Launakjör fiskvinnslufólks hafa verið mjög á dagskrá að undanförnu og ekki að ástæðu- lausu. En það er því miður fleira en launakjörin, sem fiskvinnslu- fólk hefur ástæðu til að vera óá- nægt með. Tíðustu umkvörtunarefni fisk- vinnslufólks eru hávaði, kuldi, hál gólf, dragsúgur, ólykt, hita- sveiflur, léleg loftræsting, og sitthvað fleira mætti nefna sam- kvæmt upplýsingum frá Vinnu- eftirlitinu. Þeir atvinnusjúkdómar sem fólk leitar helst til læknis með eru vöðvabólga, hálsbólga, slæmt kvef, bakverkur, sköddun á baki og hækkun blóðþrýstings. Helstu sjúkdómseinkennin eru vöðva- bólga í herðum, æðahnútar, bak- verkur, fótakuldi, vöðvabólga í hnakka, skert heyrn, verkur eða þreyta í augum. Sjúkdómarnir eða sjúkdóms- einkennin eru mun algengari hjá konum en körlum, sérstaklega vöðvabólga. Þar sem saman fer hávaði, kuldi og sleip gólf er heilsufar fiskvinnslukvenna lak- ast. Heilsufar þeirra kvenna, sem verða að vinna í „blóðspreng“ eða í miklum skorpum er lakara en hjá hinum með jafnari vinnu- hraða. - mhg j Skák H Karpof tapaði biðskákinni eimsmeistarinn Kasparof vann í gær 11. skák heimsmeistaraeinvígisins í Sevilla sem fór í bið, og er staðan þá 6-5 Kasparof í vil. Karpof gafst upp eftir aðeins níu leiki í biðskákinni. Biðstaðan var þessi: Karpof (hvítt); Ke2, Rfl, a2, d5, e4, g2, g5, h4. Kasparof: Kg7, Hd7, Ra5, a7, b5, e5, g6, h4. Biðleikur Kasparofs var Hc7 og skákin hélt svona áfram: 42. Bd6, Hc2+, 43. Kb3, Hxa2, 44. Re3, Kf7, 45. Rg4, Rc4, 46. Rxe5+, Rxe5, 47. Bxe5, b4, 48. e6+, Bf6, b3, 49. e5, Hxg2, 50. Kf8 og hvítur gaf. „Ef d5 þá b2 og unnið á svart“ sagði Helgi Ólafsson í gær og bætti því við að biðstaðan ha(i hvorteðer verið vonlaus fyrir á- skorandann. Tólftu skákina á að tefla í dag. - m/reuter

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.