Þjóðviljinn - 11.11.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.11.1987, Blaðsíða 9
MENNING Bréf skáldanna til Guðmundar Finnbogasonar Út er komin hjá Erni og Örlygi bókin BréfskáldannatilGuð- mundarFinnbogasonar. í bók- inni eru bréf 22 íslenskra skálda til Guðmundar á árunum 1897- 1943. Umsjónarmaður verksins, dr. Finnbogi Guðmundsson lands- bókavörður, skrifar formála fyrir bréfum hvers skálds og birtir þar oftast einhver ummæli Guð- mundar um skáldið, ritdóm, ræðu eða ritgerðarkafla. Skáldin eru: Matthías Jochumsson, Einar Hjörleifsson Kvaran, Guðmund- ur Friðjónsson, Einar Benedikts- son, Benedikt Gröndal, Gunnar Gunnarsson, Hannes Hafstein, Guðmundur Magnússon, Indriði Einarsson, Sigurður Sigurðsson, Ólöf Sigurðardóttir, Stephan G. Stephansson, Káinn (Kristján N. Júlíus), Guttormur J. Guttorms- son, Jóhann M. Bjarnason, Kristmann Guðmundsson, Magnús Ásgeirsson, Stefán Vagnsson, Hulda, Guðfinna Jónsdóttir, Magnús Stefánsson og Kolbeinn Högnason. Bindið er alls 269 blaðsíður auk 7 myndasíðna, en birtar eru myndir af öllum skáldunum og rithandarsýnishorn hvers þeirra. Uglur UGLAN-íslenski kiljuklúbburinn er orðinn ríf lega ársgamall og fé- lagsmönnum fjölgar stöðugt. Sjöundi bókapakki Uglunnarer þessa dagana að berast meðlim- um hennar. Far ber fyrst að nefna fyrra bindi meistaraverks Dostojev- skís, Glæpur og refsing. Sagan gerist í Pétursborg á árunum eftir 1860. Glæpur og refsing I er sjötta bókin í heimsbók- menntaröð Uglunnar. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi. Svefninn langi eftir Raymond Chandler er náttuglan að þessu sinni. Þetta er einn frægasti reyfari allra tíma og hefur notið stöðugra vinsælda frá því hann kom fyrst út árið 1939. Guðberg- ur Bergsson íslenskaði bókina. Þá eru í pakkanum annað bindi Kvikmyndahandbókar Leslie Halliwell. Par er fjallað um meira en 1000 kvikmyndir sem falla undir D-H í stafróíinu. Þýðandi er Álfheiður Kjartansdóttir. Fjórða Uglu-bókin er svo ís- lenskar útilegumannasögur. 1 henni eru 29 útilegumannasögur sem Guðrún Bjartmarsdóttir hef- ur valið. Undir steinsteypunni lan McEwan: Steinsteypugarðurinn Einar Már Guðmundsson þýddi. AB. 1987. Þetta er saga um lokaðan heim. Fjögur systkini búa ein í afskekktu húsi og foreyðing allt um kring. Faðir þeirra hafði gert óhrjálegan garð í kringum húsið og dó frá því verki að steypa yfir hann. Móðir barnanna veslast upp og deyr nokkru síðar. Þau vilja komast hjá því að aðrir fari að skipta sér af lífi þeirra og begða því á það ráð að láta lík móðurunnar hverfa undir steinsteypu í kjallaranum. En eins og annað fólk í sögum, sem lumar á „beinagrind í skápnum", mega þau reyna það að sekt þeirra, sem kannski var ekki nein sekt heldur eins og hver önnur óráðsía, er uppvís. Og þá fellur tjaldið. Sem fyrr var getið er hinn sýni- legi heimur sögunnar heldur bet- ur ókræsilegur. Illgresi, þurrkur, sprungur, rústir, rotnun, fnykur- þetta eru þær sjáanlegu og þefj- anlegu staðreyndir sem raða sér í kringum hið auma líf systkinanna fjögurra. Og þeirra innri heimur, þeirra samskipti og viðbrögð eru sem spegilmynd af því sem um- hverfis er. Móðirin dauð og grafin í steypu - ætli við verðum ekki að gera þá hremmingu að táknmynd þess og staðfestingu á því að bældar eru og faldar allar þær tilfinningar sem tengjast við ást og umhyggju og fleira gott? Annars eru atburðir ekki margir í sögunni, eldri systkinunum finnst reyndar að tíminn líði án þess eftir verði tekið og út úr því at- burðaleysi snúa þau sér áður en lýkur að forboðnum leikjum: sifj- aspell. Ian McEwan er kunnáttumað- ur góður. Hann kann vel þá list að takmarka sig við þann efnivið sem hann hefur kosið sér, skapa seiðsterkt andrúmsloft með spar- sömum og kaldranalegum að- ferðum. Hann er laus við þær freistingar að hlífa persónum sín- um og lesendum. Kannski er hrollvekjan mesta í bókinni frá- sögnin af dauða móðurinnnar og viðbrögðum barnanna við henni, þegar hin „eðlilegu" viðbrögð, þau sem við búumst við, eru síf- ellt trufluð af því að manneskjan er alltaf eitthvað annað, líka á þeim stóru stundum sem virðast gera tilkall til hreinnar sorgar, eða þá hreinnar gleði. Drengur- inn sem söguna segir og systkini hans eru fyrr en varði komin í skrýtna valdstreitu (hver á að vera í forsvari?) um leið og móðir þeirra er öll, eða þá þau grípur ósæmilegur galsi („þetta er svo asnalegt"). Og gráturinn getur ekki brotist fram nema með til- færingum sem fleyta hinum sorg- bitna yfir firringuna frægu: „Það var ekki fyrr en ég sá sjálfan mig í sporum einhvers sem er nýbúinn að missa mömmu sína að tárin streymdu og ég gat grátið.“ Einar Már Guðmundsson hef- ur þýtt bókina og fer það vel úr hendi - lesandinn þarf ekki að hafa áhyggjur af málfari sem ekki hæfir sögumanni á hverri stundu. ÁB. Sinfóníuhljómsveitin Tónleikar á fimmtudag Stjórnandi verður Frank Shipway og einleikari Guðni Franzson, klarinettleikari Guðni Franzson kom fyrst fram á Listahátíð og Norrænum tónlistardögum 1986. Síðan hefur hann haldið fjölda tónleika bæði hér heima og erlendis. Hann lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík 1984 og stund- aði framhaldsnám í Amsterdam. Hann hefur einnig samið nokkur verk og í byrjun næsta árs er , væntanleg fyrsta platan með leik hans ásamt Þorsteini Gauta Sig- urðssyni, píanóleikara. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 á fimmtudaginn og miðasala verð- ur samdægurs í skrifstofu hljóm- sveitarinnar í Gimli við Lækjar- götu og í Háskólabíói við upphaf tónleikanna. - mhg Jakob Hallgrímsson Þrjár hljómplötur Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því eini upptökusalur landsins var í gamla landsímahús- inu við Austurvöll og plötu- skurður fór fram beint við upp- töku, og mistök því ekki leiðrétt nema með því að henda öllu og byrja upp á nýtt. Nú er hins vegar tæknin orðin slík að hægt er að flytja meðfærilegan upptökubún- að í þá tónleikasali eða kirkjur sem henta best hverju verkefni fyrir sig, þannig verður útgáfa á alvarlegri tónlist aðgengilegri, enda hefur mikil gróska hlaupið í hljómplötuútgáfu nú síðustu ár og fjölbreytni töluverð í flutningi alvarlegrar tónlistar - kórar, ein- söngvarar og hljóðfæraflokkar ýmsir. Nýlega bárust mér í hendur þrjár nýútkomnar hljómplötur, tvær einsöngs og ein kórplata, all- ar teknar upp af Halldóri Vík- ingssyni með stafrænni tækni (digital): Elín Ósk Óskarsdóttir, Páll Jóhannesson („Ég syng um þig“) og Skagfirska söngsveitin („Söngurinn göfgar og glæðir“). Bráðung söngkona, Elín Ósk, með sína dramatísku sópran rödd, vel skólaða, flytur íslensk og ítölsk einsöngs- og óperulög af mikilli reisn og prýði. Páll Jó- hannesson tenór, einnig með ís- lensk og ítölsk lög utan tveggja rússneskra þjóðlaga, hefur ekki ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 alveg eins mikið vald á rödd sinni, en gerir margt fallega, og Skagfirska söngsveitin, sem starf- að hefur frá stofnun 1970, sannar enn að hún er verðugur fulltrúi í hópi íslenskra kóra. Með söng- sveitinni syngja einsöngvararnir Kristinn Sigmundsson, Guð- björn Guðbjörnsson, Óskar Pét- ursson og kórstúlkurnar Halla S. Jónsdóttir og Soffía Halldórs- dóttir. Eftirtektarverður er söng- ur Óskars Péturssonar í lögunum „Erla“ eftir Petur Sigurðsson og „Hrauntöfrar" eftir Kaldalóns þar sem eðlileg rödd hans nýtur sín vel. Kórraddsetning Björg- vins Þ. Valdimarssonar söng- stjóra á perlu Eyþórs Stefáns- sonar „Lindinni" fellur ekki að mínum smekk enda upprunaleg gerð eitt af okkar bestu einsöngs- lögum. Skemmtileg „tilviljun" er að einn reyndasti meðleikari okkar, Ólafur Vignir Albertsson, leikur þar fágaður og vandaður með- leikur. Hljómplöturnar eru allar unn- ar hjá Teldec í V-Þýskalandi, sem er í allra fremstu röð í plötupress- un, og eru plöturnar skornar með DMM-aðferð (Direct Metal Mastering). Allt eru þetta frambærilegar plötur, vandaðar að allri gerð og hinar eigulegustu. Jakob Hallgrímsson Bækur Saga skólastarfs á Skóli í 100 ár nefnist bók, sem Hörpuútgáfan á Akranesi hefur gefið út, í samvinnu við bæjar- stjórn Akraneskaupstaðar. Nær hún yfir tímabilið frá 1880-1980. Höfundur bókarinnar er Stef- án Hjálmarsson, sagnfræðingur og kennari á Akranesi. Hefur hann unnið að ritun bókarinnar nokkuð undanfarin ár, jafnframt kennslustörfum. Ás.l. áriskipaði svo bæjarstjórn Akraness útgáfu- nefnd og hefur hún unnið með höfundi að lokafrágangi bókar- innar m.a. myndasöfnun. Útgáf- Skóli í 100 ár frá 1880-1980 unefndina skipa: Bragi Þórðar- son, Gýgja Gunnlaugsdóítir og Ólína Jónsdóttir. Hér er á ferð bók, sem snertir flesta Akurnesinga, eldri sem yngri. Sagt er frá brautryðjend- um í skólamálum á Akranesi og frumherjum alþýðumenntunar þar. Greint er frá skólabygging- um, margháttuðu skólastarfi og hefðbundinni uppfræðslu. Ekki færri en eitt hundrað og þrjátíu ljósmyndir frá starfsemi skólans prýða bókina, þar á meðal öll þau skólaspjöld af nemendum Gagnf- ræðaskólans og Iðnskólans sem til náðist. Margar myndanna hafa ekki áður birst á prenti. Þá er og í bókinni kennaratal. Skóli á Akranesi í 100 ár er vönduð bók og stórmerk, sem all- ir Akurnesingar, heima og heiman, munu fagna. En hún er einnig mikill fengur öllum þeim, sem kynna vilja sér sögu skóla- mála á íslandi. Bókin er 170 bls. í stóru broti, prentuð á vandaðan myndpapp- ír. Vatnslitamynd á forsíðu mál- aði Bjarni Þór Bjarnason. Prent- verk Akraness annaðist prentun. -mhg Fjórðu áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands verða í Háskólabíói n.k. fimmtudag. Guðni Franzson, klarinettleikari leikur þá í fyrsta skipti einleik með hljómsveitinni í klarinettkonsert nr. 2 eftir Weber. Á dagskránni verða og Vesp- urnar eftir Vaughan-Williams og Sinfónia nr. 5 eftirTschaikovsky. Stjórnandi á tónleikunum verður Frank Shipway. Hann stjórnaði fyrstu áskriftartónleikum hljóm- sveitarinnar í haust og mun einn- ig stjórna þeim fimmtu og sjöttu. Guðni Franzson, klarinettleikari. Frank Shipway, hljómsveitarstjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.