Þjóðviljinn - 11.11.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.11.1987, Blaðsíða 7
Ilmurinn Jean-Baptiste Grenouille fædd- ist undir blóðugu fisksöluboröi í París. Nöturleg koma hans í heiminn er þó aðeins upphafið á furðulegu lífshlaupi þessa grim- ma og einstæða snillings. A ann- an bóginn er hann gæddur yfir- skilvitlegu lyktarskyni en á hinn bóginn ber hann enga líkamslykt sjálfur. Eftir ömurlega og einstæða æsku, útskúfaður úr mannlegu samfélagi, kemst hann í kynni við ilmvatnsgerðarmeistara og nær brátt undraverðum árangri í þeirri list. Einkum er hann hug- fanginn af þeirri lykt sem vinna má úr mannslíkamanum. Hann einsetur sér að endurskapa ilm- inn sem ungar meyjar bera tii að vinna sjálfur ást og hylli. Til þess þarf hann að myrða þær. f>á vaknar ein af mörgum áleitnum spurningum þessa skáldverks: Hvernig samrýmist slíkur glæpur drauminum um ástina. Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér skáldsöguna Ilmurinn - saga af morðingja, eftir þýska skáldið Patrick Susk- ind. Kristján Árnason þýðir verkið. Sagan vakti heimsathygli þegar hún kom út á þýsku fyrir tveimur árum og hefur verið þýdd á meira en 30 tungumál. í frétt frá forlaginu segir m.a. „Ilmurinn hefur farið meiri frægðarför en dæmi eru um fag- urbókmenntir á seinni tímum. Hún hefur náð metsölu um allan heim og það er mál gagnrýnenda að sjaldan hafi múrinn milli fag- urbókmennta og spennusagna verið rofinn jafn eftirminnilega og í þessari bók. Umsjón: Elísabet Kristín Jökulsdóttir Margrét Ákadóttir, María Sigurðardóttir og Þröstur Guðbjartsson í Einskonar Alaska. GRIMMDIN og svefninn langi Alþýðuleikhúsið: Elnskonar Alska og Kveðjuskál eftir Harold Pinter leikstjori: Inga Bjarnason. leikmynd: Guðrún Svava Svavarsdóttir Ijós: Sveinn Benediktsson þýðandi: Sverrir Hólmarsson. Enn hugsar Alþýðuleikhúsið sér til hreyfings í Hlaðvarpanum. Og þótt þar sé nátturlegra þrengra miklu en hófi gegnir hef- ur Inga Bjarnason leikstjóri brugðið á þá dirfsku að skipta ekki um svið heldur færa áhorf- endur milli tveggja sviða. Og tekst það allt vel og gefur strax tilefni til að bera lof á einfaldar og hreinlegar sviðsmyndir Guðrún- ar Svövu, hinn hvíta annarleika í Alaska, hina drungalegu nálægð grimmdar í Kveðjuskál. Kveðjuskál fjallar um þau tíð- indi sem einna verst verða: pólit- ískur fangi andspænis lögreglu- foringja, sem pyntar hann og hæðir og hefur að auki á valdi sínu konu hans og son og færir sér það í nyt af helvískri fólsku. Arn- ar Jónsson fer með þetta hlut- verk. Arnar getur allt eins og við vitum, og enn sannast það að hann er fær um að leika á strengi marga. Og þó tók þessi áhorfandi hér við leik hans með nokkrum efasemdum, það var sem hin ytri tækni og stöku sinnum fyrir- gangur skyggði á það sem nauðsynlegt var: að gera áleitinn við okkur þann ótta sem býr í svona lögreglufóli sjálfu, hve hátt sem hann æpir, hve ákaft sem hann samsamar sig æðri máttar- völdum og trúnni á Leiðtoga ríkisins. Þór Tulinius lék fangann, Mar- grét Ákadóttir konu hans og Ólöf Arnarsdóttir son hans og varð öllum mikið úr texta sem höfund- ur sparar mjög við þessar per- sónur og þá ekki síður úr þeirri tjáningu sem ekki er bundin í orð. Margrét Ákadóttir fór og prýðilega með hlutverk Pálínu, systur Debóru sem svaf í 29 ár og ÁRNI BERGMANN vaknar í einþáttungnum „Eins- konar Alaska". Þröstur Guð- bjartsson er læknirinn sem hefur annast þessa lifandi-dauðu konu allan þennan tíma og er fram- ganga hans hófstillt, skynsamleg, en kannski full einhæf. En það er María Sigurðardóttir í hlutverki Debóru sem vann blátt áfram leiksigur þar í Hlað- varpanum á laugardaginn var. Með leik hennar og leikstjórn Ingu Bjarnason tókust sigursælar sættir. Par var hvergi að finna asa óþarfan eða oftúlkun, með hóf- stilltum blæbrigðum raddar og sannfærandi virðingu fyrir tíman- um sem það tekur að vakna upp frá dauðum komst það til skila sem þurfti: undrunin, ráðleysið, táningurinn í líkama fullorðinnar konu, yfirþyrmandi sannleikur- inn sem var kominn eins langt inn í vitund Debóru og hægt var að ætlast til í sjálfum hreimi loka- orðanna. Harold Pinter er útsmoginn höfundur og næmur vel á mátt tilsvaranna og er kostum hans vel til skila haldið í þýðingu Sverris Hólmarssonar. Þessi vandaða sýning Alþýðuleikhússins minnir okkur á að við erum því skuld- bundin - og þá skuld ætti að vera ljúft að gjalda með allri þeirri at- hygli sem góðri list ber. ÁB. Er þetta bara kjaftæði? (KJAFTÆÐI (88 bls.) Utgáfufélag framhaldsskolanna R. 1987) Það er uppi sjónarmið sem segir að varlega skuli farið í að kynna og meta nýjar bók- menntir, ekki megi grípa fram í fyrir hendurnar á síu sögunnar. Hún muni hvort sem er leiða í ljós hvað á skilið að standa upp úr. Þetta sjónarmið er skiljanlegt þeim sem eru víðlesnir og hafa safnað sjóði í poka reynslunnar. En þeir ungu og óþreyjufullu hafa önnur sjónarmið. Þeir þykj- ast hafa litlu að tapa en flest að vinna. Þess vegna er bók eins og Kjaftæði gefin út. Titill bókarinnar er hrár og allt að því fráhrindandi. Efnið er fjöl- breytilegt, innan þeirra marka sem stærðin setur bókinni, og þess vegna ómögulegt að segja að titillinn sé bókinni trúr. Vissulega skrifa framhaldsskólanemar mikið og ekki allt gott en þessi bók er staðfesting á því að ritlistin lifir af allar þrengingar. Það er erfitt að lýsa bók sem þessari í heild. Hún er afar sund- urlaus eins og vænta má en útge- fendur hafa þó reynt að skipta efni hennar í tvennt: ljóð og sögur. Þessi skipting orkar samt tvímælis því benda má á fantasíur með sundurslitinn eða fjarver- andi söguþráð sem álitamál er hvert flokka skuli til ljóða eða sagna. Viðfangsefni bókarinnar er einkar fjölbreytilegt. Ein sagan er t.d. skrifuð í anda sagna gamla testamentisins, önnur er í anda hrollvekjuságna og endar á því að söguhetjan steypist á höfuðið í eins konar hakkavél („Aðeins dró niður í vélinni, örlítið ískur heyrðist líkt og pískur í ungri stúlku en svo náði hún upp fullum snúningi á ný og malaði síðan galtóm.“), sú þriðja segir frá sál- fræðilegum átökum elskenda. Áfram mætti telja en þetta skal látið nægja. Margt af efninu verður að líta á sem stflþrautir frekar en full- sköpuð verk, stílþrautir sem engu að síður er forvitnilegt að sjá og standa sem vitnisburður um líf- lega bókmentnasköpun fram- haldsskólanna. Án þess að gefa neinum góð- látlegt viðurkenningarklapp á öxlina, verður að segjast að í þessari litlu bók eru höfundar sem síðar munu trúlega kveða sér hljóðs með eftirminnilegum hætti. Verðlaunaljóð bókarinn- ar, sem er eftir Steinar Guð- mundsson, er t.d. ekkert tilvilj- anakennt hnoð, það hefur ein- mitt til að bera það sem gerir ljóð að góðu ljóði. Þar kemur fram tilhlýðileg virðing fyrir orðum og þau fá hvert fyrir sig nægilegt rými til að vísa í margar áttir. Skáldinu hefur tekist að teikna tilfinningaríka mynd í fáum drátt- um, mynd sem lýsir ótrúlegum fjarlægðum milli óskyldra fyrir- bæra. Stjörnur Skínandi stjarna á kolsvörtum himni. Skýjakljúfar, leigubílar. Pað eru milljónir allt í kring Ijósár í burtu ln9‘ B°9' Miðvlkudagur 11. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - S(ÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.