Þjóðviljinn - 11.11.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.11.1987, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTTIR Reaganstjórnin Viðræður við Sandinista Reagan og Shultz gangast inn á viðrœður við stjórn Sandinista aðþví tilskildu að vopnahlésviðræður við Kontra eigi sér stað. Ariasfagnar stefnubreytingunni Bandaríkjastjórn er að linast í andstöðu sinni gegn við- ræðum við stjórnvöld í Nicarag- ua, en skilyrði slíkra viðræðna af hennar háifu er að Sandinistar og Kontrar taki upp viðræður um vopnahlé. Síðastliðinn mánudag gerðu Reagan og Shultz grein fyrir skil- yrðum þeim sem verður að upp- fylla til að þeir heimili viðræður bandarískra embættismanna við stjórnvöld í Nicaragua, en engar slíkar viðræður hafa átt sér stað um tveggja ára skeið. Meðal ann- ars fara þeir félagar fram á að viðræðurnar verði hluti af margh- liða samningaumleitunum í Mið- Ameríku, og bendir það til þess að Bandaríkjastjórn hafi allan vara á sér gagnvart Sandinistum en vilji þó ekki líta út fyrir að vera ljón í friðarveginum í þessum heimshluta. Oscar Arias, forseti Costa Rica og nýlegur friðarverðlaunahafi Nóbels, hefur fagnað sinna- skiptum Reaganstjórnarinnar og telur að friðarhorfur í MiðAmer- íku hafi vænkast til muna fyrir vikið. Daniel Ortega, forseti Nicar- agua, ávarpar Samtök Ameríku- 'ríkja í dag, og er búist við að hann leggi áherslu á beinar viðræður stjórnar sinnar við stjórnvöld í Washington. HS Arabar Viðsjár á leiðtogafundi Stríðsrekstur írana og íraka í brennidepli. Einber heimska að œtla írönum að breyta um stefnu, segir útvarpið í Teheran Toppfundur Arabaleiðtoga hófst í Amman á sunnudaginn, og hafa Sýrlendinjgar og íhaldsöm ríki sem fylgja Irökum að málum deilt hart. Standa hin síðar- nefndu í ströngu við að sannfæra toppfundarmenn um nauðsyn þess að fá írani til að fallast á vopnahlé það sem Sameinuðu þjóðirnar hafa fyrirskipað. Sjálfir hafa íranir ekki verið iðjulausir á meðan. íranskar or- ustuflugvélar hafa haldið uppi á- rásum á skotmörk í frak meðan Arabaleiðtogarnir funda, og jafnfrmat sætir toppfundurinn linnulausri gagnrýni stjórnvalda í Teheran. Samkvæmt tilkynningu ír- anskra hernaðaryfirvalda hefur flugher landsins valdið miklum spjöllum á herbækistöðvum í kúrdanska fylkinu Arbil í írak. Á sunnudaginn var gerðu íranir flugskeytaárásir á Bagdad, höf- uðborg íraks, og kvittuðu þar með fyrir loftárásir fraka að eigin sögn. Stjórnvöld í Bagdad segja að eitt flugskeytið hafi hæft höfu- ðborgina, drepið 11 manns og sært 123 til viðbótar. - Sú var tíðin að leiðtogafundir Araba skutu Síonistum skelk í bringu og styrktu að sama skapi baráttu Palestínumanna og Lí- banonsbúa, sagði útvarpið í Te- heran í tilefni leiðtogafundarins, en nú er öldin önnur; hinir aftur- haldssömu Arabaleiðtogar sem lafa við völd eru í siagtogi með þeim heimsvaldasinnum sem vilja ráðskast með Mið- Austurlönd. Ritari Arababandalagsins, Chadli Klibi, sagði á sunnudag- inn að Arabar ættu að knýja á um refsiaðgerðir gegn írönum ef þeir neituðu að verða við tilmælum Öryggisráðsins um vopnahlé í Persaflóastríðinu. HS Kína Skipulagt kaos Umferðarstjórnunin tölvuvœdd IPeking hafa videóupptökuvél- ar, tölvur og fullkomin uinferð- arljós verið sett upp til að koma betri skikk á umferðarmenning- una. Hestvagnar, vaxandi bfla- fjöldi og sex milljónir reiðhjóla flæða þar um götur. Fyrir fimm árum mátti reiðhjólið heita einrátt á götum borgarinnar, enda einkabíllinn varla til. Núna er um 400 þúsund bílar í borginni, og hefur sitt að segja á annatímanum. I krafti hinnar nýju tækni er hægt að fylgjast með umferðar- þunganum á ákveðnu svæði, og skammta hverjum umferð- arljósum passlegan tíma í sam- ræmi við það. En hvað stoðar að setja upp fullkomnasta umferðarstjórn- unarkerfi í heimi í borg þar sem hjólreiðamenn brjóta allar um- ferðarreglur með bros á vör? - Við verðum að taka okkur tak við umferðarfræðsluna og fá vegfarendur til að hlýða reglun- um, segir einn gamalreyndur lög- reglumaður. Tæknibúnaðurinn sem hér um ræðir er breskur að uppruna, en fleiri þjóðir renna hýru auga til kínverska umferðarmarkaðarins, þar á meðal Júgóslavar og Ástra- líumenn. Ibúafjöldinn í landinu er um þúsund milljónir, og reiðhjól eru að minnsta kosti 220 milljón talsins. HS Suður-Afríka Konur gegn stjóminni Suður-afrískar konur efna til mótmœla við þinghúsið í Höfðaborg gegn fangelsunum án dóms og laga Tugir suður-afrískra kvenna af öllum kynþáttum efndu í gær til mótmælagöngu að þinghúsinu í Höfðaborg, og vildu með því mót- mæla því að börnum þeirra, eiginmönnum og öðrum ættingj- um er haldið í fangelsum apartheid-stjórnarinnar án þess að dómur gengi í málum þeirra. Aðgerðir af þessu tagi eru ó- löglegar í Suður-Afríku, en hlé er nú á þingstörfum og greip lög- reglan ekki til aðgerða gegn kon- unum, en lét við sitja að skipa þeim að hafa sig á brott að sögn sjónarvotta. Allar eiga konurnar ættingja sem stjórnin hefur fangelsað í krafti þjóðaröryggislaga, en sam- kvæmt þeim má halda föngum í haldi ótakmarkaðan tíma í yfir- heyrsluskyni. HS Havana Skóli Palme Kúbanir skíra gagn- frœðaskóla í höfuðið á Palme í virðingarskyni Á mánudaginn vígðu Fidel Ca- stro og sænski utanrikisráðherr- ann, Sven Andersson, gagn- fræðaskóla einn í Havana, en sá er nefndur eftir sænska forsætis- ráðherranum Olof Palme sem ráðinn var af dögum á síðasta ári. Við vígsluathöfnina sagði Andersson að skólinn yrði nýtt tákn um vináttu Kúbana og Svía, og bætti við að Palme hefði ætíð dáðst að grettistökum þeim sem Kúbanir hefðu lyft í menntamálum. Castro sagði fyrir sitt leyti að Palme hefði verið meðal helstu talsmanna friðarins á sinni tíð. Þá færði hann Svíum þakkir fyrir að- stoð þá sem þeir hefðu veitt landsmönnum á sviði mennta- og heilbrigðismála. HS Hvar er í heimi hæli tryggt? Bandaríski flotinn gerist æ minni aufúsugestur í orkuvopn séu um borð. 1 hittifyrra frábáðu Nýsjálendingar sér slíkar heimsóknir heimshöfunum meðan yfirmenn hans þverskallast við að upplýsa hvort kjarn- og núna Filipseyingar. Fer ekki röðin að koma að okkur? Filipseyjar Búið með kjamavopnin Bann við kjarnorkuvopnum á Filipseyjumforsendafyrir áframhaldandi herstöðvasamningum við Bandaríkjamenn Raul Manglapus, utanríkisráð- herra Filipseyja, sagði í gær að ákvæði um bann við kjarnork- uvopnum yrði partur af nýjum herstöðvasamningi við Banda- ríkjamenn. Hann sagði að tvær stórar herstöðvar Bandaríkja- manna á eyjunum yrðu því aðeins starfræktar í framtíðinni að ákvæði um bann við kjarnorku- vopnum { landinu yrði virt, en það er að finna í stjórnarskránni sem tók gildi í febrúar síð- astliðnum. Herstöðvasamningar þessir falla úr gildi árið 1991, en í ráði er að hefja viðræður um framhaldið þegar á næsta ári. í nýrri stjórnar- skrá Filipseyja er klásúla sem bannar kjarnorkuvopn í landinu „í samræmi við þjóðar- hagsmuni", en öllu nánar er ekki farið út í þá sálma. Tvö frumvörp liggja nú fyrir öldungadeild Filipseyjaþings til nánari útfærslu þessara mála. Að inntaki leggja þau skilmerkilegt og strengilegt bann við hverskon- ar kjarnorkuvopnum á eyjunum, og tekur það bann einnig til land- og lofthelgi. Bandaríkjastjórn stendur fast á þeirri stefnu sinni að íþætta því hvorki né neita að flugvélar þeirra og herskip hafi kjarnorku- vopn í farteskinu, en ljóst er að sú afstaða veldur síauknum sam- skiptavandamálum. Til að munda komu Nýsjálendingar á hjá sér svipuðum reglum í hitti- fyrra, en það framtak varð til þess að hernaðarsamvinna þeirra við sína gömlu bandamenn, Banda- ríkin, datt að mestu upp fyrir. Herstöðvarnar á Filipseyjum eru hinar stærstu sem Banda- ríkjamenn halda úti erlendis, og eru jafnan taldar skipta sköpum í hernaðarlegum umsvifum þeirra. Leiðtogar sex ríkja Suðaustur- asíubandalagsins (ASEAN) efna til ráðstefnu í Maníla í næsta mánuði, og er það í þriðja skipti í tuttugu ára sögu bandalagsins sem slíkur toppfundur er hald- inn. Talið er að með yfirlýsingu sinni um kjarnorkuvopnalausar Filipseyjar hafi Manglapus utan- ríkisráðherra viljað kalla á við- brögð þjóðarleiðtoga hinna ríkj- anna fimm. Að sögn hans er það iangtím- amarkmið þjóðanna í þessum heimshluta að losna við allar er- lendar herstöðvar. „Hlutleysi er stefnumark Filipseyja sem og annarra þjóða í Suðausturasíu, en við verðum að komast að samkomulagi um hvað best sé að gera eins og er,“ sagði hann. Miðvlkudagur 11. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.