Þjóðviljinn - 11.11.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.11.1987, Blaðsíða 5
 Umsión SigurðurÁ. Friðþjófsson Kosningalög Sameiginlegt forval Frumvarp Ragnars Arnalds um sameiginlegtforval stjórnmálaflokkanna Heilbrigðisfrœðsla Miðstöð þekkingar Guðrún Agnarsdóttir og Dan- fríður Skarphéðinsdóttir hafa lagt fram frumvarp um heilbrigð- isfræðsluráð, sem starfrækt skal af ríkinu. Heilbrigðisfræðsluráði er ætl- að að annast heilbrigðisfræðslu sem miðar að því að koma í veg fyrir sjúkdóma og slys. Pað á að vera miðstöð þekkingaröflunar, miðlunar og sérkunnáttu á öllum sviðum heilbrigðisfræðslu. Þann- ig að ráðgjöf sé alltaf tiltæk. Ragnar Arnalds hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um kosningar til Alþingis, sem gefur stjórnmálasamtökum, sem hyggjast bjóða fram til Al- þingis, kost á að taka þátt í sam- eiginlcgu forvali til að undirbúa skipan framboðslista. Sameiginlega forvalið fer að- einsfram efa.m.k. þrjúframboð, sem fengu samanlagt meira en helming atkvæða í kjördæminu í seinustu kosningum, taka þátt í því. Slíkt forval fer samtímis fram um allt land og eigi síðar en viku áður en framboðsfrestur rennur út. Kjósandinn má aðeins velja milli manna á einum framboðs- lista og merkir við nöfn fram- bjóðenda með tölustöfum í þeirri röð, sem hann vill að þeir skipi framboðslistann. Stjórnmála- samtökin ákveða svo sjálf hvort1 forvalið er bindandi en kjörst- jórnir og yfirkjörstjórnir annast framkvæmd forvalsins með sama hætti og í alþingiskosningum. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að stjórnmálasamtök geti sett fram óraðaða lista við alþingis- kosningar og að kjósendur ákveði röð nafna á kjörstað með því að merkja tölustafi fyrir framan nöfnin. í greinargerð með frumvarp- inu er bent á að þegar flokks- menn einir taka þátt í forvali er það þröngur hópur sem tekur ákvörðun um röðunina og kann sú ákvörðun að vera í miklu ó- samræmi við vilja kjósenda flokksins. Þegar hinsvegar kjós- endur almennt eða meintir stuðn- ingsmenn taka þátt í prófkjöri er veruleg hætta á að meðal þátttak- enda sé fjöldi manna sem ekki ætlar að kjósa flokkinn í sjálfum alþingiskosningunum. Með þessu frumvarpi er stjórnmála- flokkunum gefinn kostur á nýjum leiðum til að bjóða kjósendum sínum að velja frambjóðendur. - Sáf -Sáf Forsendur iaunahækkana standast ekki Jómfrúrœða Ásmundar Stefánssonar, forseta ASÍ, flutt við fjárlagaumræðuna Herra forseti. Það hefur um nokkurn tíma verið lýðnum ljóst að það fjárlagagat sem blasir við gat ekki staðið til langframa. Og nú blasir við í fjárlagafrumvarpi að sú staðreynd er líka orðin ráðamönnum ljós. Það kann kannske sumum að þykja að það sé óþarrft að draga þetta fram með þessum hætti, en ég held, að það sé ákveðin ástæða til vegna þess að fyrir kosningar var ekki að heyra að menn gerðu sér grein fyrir því að þeir ættu við vanda að etja. Eg minnist þess að fyrir kosn- ingar hélt ég því fram að eftir kosningar yrði gripið til nýrrar skattheimtu. Sú fullyrðing líkaði ekki á öllum bæjum. M.a. fékk eg nokkrar kveðjur í Staksteinum Morgunblaðsins. Ég vil hér með leyfi forseta leyfa mér að lesa kafla úr stuttri svargrein sem ég af því tilefni skrifaði í Morgun- blaðið: „Núverandi stjórnarflokkar hafa farið með völd í 4 ár. Ætlar Morgunblaðið að halda því fram að þeir séu nú skyndilega líklegir til að jafna hallann með niður- skurði? Sé svo tel ég réttmætt að kjósendur fái að vita fyrir kosn- ingar hvað verður skorið niður. Reynslan kennir að opinber út- gjöld verða ekki skorin niður um marga milljarða. Fjárlagahallinn stefnir öllum efnahagslegum markmiðum í hættu og honum verður að eyða, allavega minnka hann verulega. Skattahækkun eftir kosningar blasir því við. Þetta veit Morgunblaðið og þar með talinn höfundur Staksteina. Þetta veit fjármálaráðherra líka. Hvað þeir viðurkenna fyrir kosn- ingar er önnur saga. Spurningin er því ekki hvort heldur hvernig staðið verður að skattahækkunum. Viljum við þá leið Alþýðubandalagsins að láta ganga til baka þá skattaiækkun fyrirtækja sem sitjandi ríkisstjórn hefur knúið fram með auknum heimildum til að koma gróða undan skattlagningu með því að raða fé í ýmsa sjóði. Þær breytingar eru taldar spara fyrir- tækjum um 2 milljarða á þessu ári. Viljum við þá leið Alþýðu- bandalagsins að ganga rösklega fram gagnvart skattsvikum sem ekki bara valda tekjutapi fyrir ríkissjóð heldur er eitt alvarleg- asta misréttismál í þjóðfélaginu. Þar sem flestum svíður þegar þeir borga skattinn sinn er ekki hvað þeir þurfa að borga, heldur hitt að horfa á alla þá sem geta allt en greiða ekkert til sameiginlegra þarfa. Skattahækkanir stjórnvalda Hin skatthækkunaraðferðin sem stjórnarflokkarnir hafa lagt fram tillögur um í tvígang á kjör- tímabilinu er að láta söluskattinn ganga í formi virðisaukaskatts yfir allar vörur og þjónustu. Þannig mundu matvörur sem nú eru undanþegnar hækka um a.m.k. 20%, sömuleiðis margvís- leg menningarstarfsemi og íbúða- byggingar sem nú eru undan- þegnar að hálfu mundu hækka um 10%. Alþýðuflokkurinn hef- urstutt þessar tillögur. Tillögurn- ar gera að vísu ráð fyrir ýmiss konar uppbótargreiðslum til að vega á móti, svo sem stórkostleg hækkun niðurgreiðslna á land- búnaðarvörum. En hver trúir því að hringlið í tóma ríkiskassanum verði lengi að víkja slíkum til- lögum frá? Ég bendi kjósendum á að kosningar standa m.a. um það hvor skattahækkunarleiðin verð- ur valin eftir kosningar. Ég veit að stjórnarflokkarnir munu ekki játa þessar staðrendir fyrir kosn- ingar en þeir komu ekki heldur til kjósenda fyrir kosningarnar síð- ustu og sögðu: Kjósið þið Sjálf- stæðisflokkinn, Framsóknar- flokkinn og við skulum sjá til þess að þið missið fjórðu hverja krónu af kaupinu okkar. Þeir bara gengu þannig til verka eftir kosn- íngar." Herra forseti. Ég hef lokið þessari tilvitnun en vil gjarnan halda hér áfram. Mér sýnist á öllu að fjárlaga- frumvarpið sé að sanna mitt mál. Það hefur verið valin röng leið. Ég er ekki í þeirri sömu aðstöðu og Guðrún Helgadóttir hér áðan að finna ekki stefnu í þessu frum- varpi. Mér finnst stefnan blasa við. Mér finnst ég sjá ranga stefnu. Engan matarskatt í haust var tekin ákvörðun sem náði fram að ganga að leggja hálf- an söluskatt á stóran hluta mat- vara. 1. nóvember var ætlunin að stíga annað skref og láta sölu- skattinn ganga yfir þann hlutann sem eftir hafði verið skilinn. Rík- isstjórnin tók þó það mark á mót- mælum verkalýðshreyfingarinn- ar að hún ákvað að fresta fram- kvæmd þeirra áforma. Hún ák- vað að gera það sem ráðherrar hafa kallað „gefa svigrúm fyrir viðræður". Ég hef sagt fyrir hönd Alþýðusambandsins: Við viljum ekki matarskattinn. Ég vil endur- taka þá afstöðu hér. Ég tel að rétta næsta skref af hálfu ríkis- stjórnarinnar sé að hætta alfarið við þau áform. Sú ákvörðun að leggja sölu- skatt á matvörur kann að vera til nokkurrar einföldunar, en hún verður ekki að réttlæti, svo mikiö er víst. Það er auðvitað ljóst að margar fjölbreytilegar, margvís- legar undanþágur valda vanda- málum. Ég held satt að segja að þeir sem að málinu standa af hálfu ráðherra sé það jafnljóst og mér að vandamálið liggur ekki í matvörunum. Það liggur á öðrum sviðum. Það liggur fyrst og fremst í margvíslegri þjónustustarfsemi hvar sem þeir aðilar sem í hlut eiga hafa kannske aðstöðu til að skammta sér meira en hvað þeir skila miklu af söluskattinum snýr að skattayfirvöldum í öllum þeirra samskiptum. Ég vil aðeins minna á það að þau áform sem uppi voru varð- andi 1. nóvember voru áætluð að mundu leiða til 1,3% hækkunar á framfærsluvísitölu og jafnframt þá til um það bil 2% hækkunar á framfærslukostnaði lágtekju- heimila. Áramótaáformin voru á sama tíma áætluð á sama hátt um 2,3% að meðaltali og um 3% út- gjaldauki fyrir heimili lágtekju- fólks. Samanlagt erum við þess vegna að tala hér um rúmlega 3'/2 að meðaltali eða um 5% fyrir heimili lágtekjufólks. Það er að vísu af hálfu ríkis- stjórnarinnar allrar talað um það að aðgerðir geti komið til til að vega hér upp á móti. Þar er fyrst dregið fram niðurgreiðslur. Nið- urgreiðslur eiga að draga brodd- inn úr þeirri hækkun á matvöru sem yfir á að ganga. Ég held að ráðamönnum hljóti að vera það jafnljóst og mér að niður- greiðslur munu ekki standa til langframa. Við höfum reynsluna af því í gegnum tíðina að til þeirra hefur verið gripið tímabundið. Þær hafa hins vegar aldrei verið varanleg lausn. Það er líka nefnt að það megi hækka barnabætur og persónu- afslátt. Ég kem að því frekar síð- ar. En ég vil minna á að slíkar aðgerðir hafa t.d. ekki áhrif á lánskjaravísitöluna þannig að lánin munu eftir sem áður hækka af þeim sökum. Kaþólskari sn páfinn Það er eðlilegt að það sé spurt: Eru forsendur fyrir samninga á grundvelli sem þessum? Ég held að það blasi við að það er ærið vafasamt að þeir geti gerst á þeim forsendum sem þarna eru dregn- ar upp. Fjármálaráðherra tók mjög skýrt fram, forsætisráð- herra sömuleiðis, þegar ákvörð- un var tekin um það að fresta við- bótarmatarskattinum um síðustu mánaðamót að sú frestun væri gerð án skilyrða. Ég tel þá yfirlýs- ingu mjög miklu skipta og ég vil leyfa mér að vona að næsta skref- ið verði að hætta við. Þessi skatt- lagning á matvörum er valin með því að þar sé á ferðinni skref að því að taka upp virðisaukaskatt og virðisaukaskattur kalli á að það sé ein og sama prósentan á öllum vörum og allri þjónustu. Hugmyndir um virðisauka- skatt er innflutt frá Efnahags- bandalaginu, að mér skilst upp- runnin í Frakklandi. Það er þess vegna athyglisvert að spyrja, um hvað snýst sú samræming sem þar er á leiðinni í dag í Efnahags- bandalaginu, þar sem þeir eru að Miðvikudagur 11. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.