Þjóðviljinn - 11.11.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.11.1987, Blaðsíða 10
_________________ MINNING_____ Sveinsína Ágústsdóttir frá Kjós Fædd 7.6. 1901 - Dáin 3.11. 1987 í dag verður kvödd frá Foss- vogskirkju Sveinsína Ágústsdótt- ir frá Kjós í Árneshreppi. Hún var fædd 7. júní 1901 og var því 86 ára þegar hún lést á Hrafnistu þann 3. nóvember eftir erfiða sjúkdómslegu síðustu mánuðina. Foreldrar hennar voru Petrína Guðmundsdóttir og Ágúst Guð- mundsson í Kjós í Árneshreppi. Sveinsína var af þeirri kynslóð sem mátti muna tímana tvenna, allt frá torfbæ til nútíma þæginda og er þar mikii breidd í. Sveinsína var stálminnug og mundi eftir sér frá barnsaldri og mundi reyndar minningar afa síns og ömmu. Afi hennar var fyrir heimili móður hennar eftir að faðir hennar lést í blóma lífsins úr lungnabólgu, hún var þá 17 ára og elst af sínum systkinum. Hún fór eins og börn þeirra tíma að vinna strax og hún gat létt undir með móður sinni. Kjósar- heimilið var menningarheimili og börnin hlutu góða uppfræðslu, miðað við þeirra tíma mæli- kvarða enda var Sveinsína vel að sér og hafði sérstaklega fagra rit- hönd sem hún hélt fram á gamals aldur. Hún mun hafa haft áhuga á að læra meira en heimilið gat boðið upp á, því ekki vantaði hana gáfurnar. En konur þeirra tíma fóru ekki í langskólanám, en hún bætti sér það upp með lestri góðra bóka. Sveinsína var ákaf- lega ljóðelsk og kunni feiknin öll af Ijóðum og átti gott ljóðabóka- safn. Hún var um skeið á nám- skeiði í heimilisfræðum í Hólma- vík og var mjög ánægð með það. Hún giftist Alexander Árna- syni þann 30. júlí 1921 og eignuð- ust þau fjögur börn. Þau eru Sig- urbjörg, gift Eyjólfi Valgeirssyni, þau eiga 5 börn og búa á Þegar ég frétti lát Helga J. Halldórssonar, vorum við hjónin stödd erlendis og gátum því ekki verið viðstödd útför þessa vinar okkar og samstarfsmanns. Ég get þó ekki látið hjá líða að minnast Helga með nokkrum línum þó seint sé, þar sem við vorum sam- starfsmenn við Stýrimanna- skólann í Reykjavík í nær 40 ár. Ég mun þó ekki rekja uppruna og æviferil hans, þar til hann hóf kennslu í Stýrimannaskólanum, né önnur störf sem hann vann jafnhliða kennslu. Það hefur ver- ið ítarlega gert af öðrum sem skrifuðu minningargreinar um hann. Andlátsfregnin kom mér þó ekki á óvart. Ég átti tal við hann skömmu áður en við fórum og fannst mér þá mjög af honum dregið. Hann hafði verið á sjúkrahúsi vegna uppskurðar sem ég því miður frétti allt of seint af. Við samtal okkar varð ég var við að mikil breyting hafði átt sér stað. Helgi, sem jafnan var hressilegur í tali, virtist mjög miður sín og ég fann að hann var þungt haldinn. Hinsvegar hefði mér ekki dottið í hug í vor og fram eftir sumri að svo skjótt skipti um. Hann var alltaf hress og kát- ur og virtist ekki kenna sér neins meins. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Annars eiga þessar línur að vera til þess að þakka Helga samstarfið í tæpa fjóra ára- tugi, samstarf sem aldrei féll Krossnesi í Árneshreppi. Ágúst, hann var kvæntur Kristínu Guð- mundsdóttur, en hann lést langt um aldur fram. Þau áttu 5 dætur en ein er látin, þau bjuggu í Kópavogi. Skúli, kvæntur Hrefnu Magnúsdóttur og eiga þau 3 börn, þau búa á Hellissandi Alda, gift Stefáni Kristjánssyni og eiga þau 4 dætur, þau búa í Tungunesi í Fnjóskadal. Barna- börnin eru 30. Bærinn í Kjós stóð undir Tré- kyllisheiði norðanverðri og var fyrsti bær sem komið var að af heiðinni og það var því sjálfgefið að þar var ákaflega gestkvæmt. Flestir sem um heiðina fóru komu við í Kjós og marga söguna hefur Sveinsína sagt okkur af fólki sem kom hrakið og illa tíl reika á öllum tímum sólarhrings- ins af heiðinni. Þá var fólkið drifið samstundis úr blautum fö- tum og því lánuð föt af heimilis- fólkinu meðan föt þess voru þur- rkuð. Hún minntist líka með mikilli ánægju margra gesta sem komu og sögðu frá ýmsu fróðlegu og skemmtilegu, því hún var á- kaflega fróðleiksfús. Þau Alex- ander byrjuðu búskap í Kjós en fluttu svo í Reykjarfjörð og síðan aftur í Kjós og bjuggu þar til árs- ins 1946, en þá byggðu þau sér hús í Djúpuvík en nytjuðu áfram jörðina Kjós, en Djúpavík er í landi þeirrar jarðar. Sveinsína var alveg einstök húsmóðir. Þrifnaður og snyrti- mennska sátu svo sannarlega í fyrirrúmi á hennar heimili, allt í nálægð hennar var hreint og fág- að. Ég kom fyrst til Djúpuvíkur til Sveinsínu og Alexanders 1957 með manni mínum og barni á öðru ári. Við flugum til Gjögurs í smá flugvél og þar beið okkar cand. skuggi á. Kynni okkar hófust er Helgi kom sem stundakennari að Stýri- mannaskólanum snemma árs 1945. Skólinn var þá til húsa í gamla Stýrimannaskólahúsinu við Öldugötu, en var fluttur um haustið í nýbyggingu á Vatns- geymishæð. Þá var aðeins einn fastráðinn málakennari við skólann, Einar heitinn Jónsson, magister. Einar skrifaði sögu Stýrimannaskólans sem gefin var út á 50 ára afmæli skólans 1941. Mjög vandað rit, þar sem lýst er aðdraganda að stofnun hans og starfi í 50 ár. Þegar Einar lést 1948, var Helgi fastráðinn sem málakennari. Það var ekki vandalaust að taka við íslensku- kennslu af Einari. Hann var frá- bær kennari og tala ég þar af eigin reynslu, því hann var kennari minn, þegar ég var nemandi við skólann. Friðrik heitinn Ólafsson skólastjóri mun þó hafa séð að Helgi væri verðugur arftaki Ein- ars, því mér er kunnugt um að hann átti sinn þátt í að Helgi var fastráðinn sem málakennari. íslenska hefur ætíð skipað háan sess við Stýrimanna- skólann. Hún hefur t.d. verið fallgrein frá upphafi og þar með hefur kunnátta í henni verið metin til jafns við kunnáttu í aðal sérgrein skólans, siglingafræð- inni. Til að ná prófi þurfti meðal- einkunn í báðum þessum grein- um að vera 4 meðan hæsta ein- Magnús Hannibalsson og flutti okkur á trillu til Djúpuvíkur. Við fórum svo flest sumur norður, börnin byrjuðu að hlakka til næstu norðurferðar fljótlega eftir að við komum heim aftur. Þetta voru oft ævintýralegar ferðir til og frá. Það var flogið, farið með Skjaldbreið eða rútu til Hólma- víkur og flóabátnum þaðan og ferðast svo innansveitar á bátum, vörubílum, dráttarvélum eða á hestum. En seinna komu vegir og breyttir tímar. Það var einstaklega gaman að heimsækja afa og ömmu á Djúpuvík, þar var svo margt öru- vísi en börnin áttu að venjast heima og móttökurnar voru stór- kostlegar. Við vorum í heyskap inni á Kjósartúni og heyið var bundið í bagga og Alexander reiddi þá á klakk út í Djúpuvík. Ég hafði ekki séð það fyrr. Krakkarnir fengu að sitja á he- stinum aðra leiðina og það þótti þeim ævintýralegt. Svo voru lögð silunganet við Kjósarasandinn og veiddur koli við bryggjurnar og ýmislegt gert sér til gamans sem þekktist ekki heima hjá okkur. Djúpavík var krökkunum heimur út af fyrir sig og svo var farið að Krossnesi, en það er önnur saga. Mörg börn dvöldu hjá þeim Sveinsínu og Alexander, sum komu aftur og aftur, því hjónin voru alveg einstakar mannes- kjur. Öllum leið vel í þeirra ná- vist, þau reyndu alltaf að gera þessar heimsóknir ættingja og vina sem voru margir eftirminni- legar og maður gleymir þeim svo sannarlega ekki. Þau fluttu til Reykjavíkur haustið 1969 og keyptu íbúð að Skipasundi 39 og komu sér þar vel fyrir. En Alexander Iést í feb- mag. kunn var 8, en 5 eftir að einkunn- astiganum var breytt í 10 sem hæsta einkunn. Friðrik heitinn Ólafsson var mikill mannþekkjari og hann hefði ekki mælt með Helga sem íslenskukennara, ef hann hefði ekki álitið að þar væri mikið kennaraefni. Enda kom á daginn að hann hafði rétt fyrir sér í því sem öðru. Helgi var fæddur kennari. Hann var og prýðilega menntaður, sem að vísu er ekki einhlítt til að verða góður kenn- ari. En hann hreif nemendur með sér og átti auðvelt með að um- gangast þá. Helgi fór nokkur sumur til sjós, bæði á togara og síldveiðiskipi. Grunar mig að það hafi ekki eingöngu verið vegna þénustunnar, heldur líka til að kynnast andrúmslofti um borð í skipum, kynnast af eigin raun sálarlífi sjómanna. Þau kynni held ég að hafi átt sinn þátt í að hann var mjög vin- sæll meðal nemenda sinna. Við, sem kennt höfum við sérskóla eins og Stýrimannaskólann, þekkjum að mörgum nemendum þykir tímaeyðsla að læra aðrar greinar en þær sem koma beint við starfi þeirra. Þeir gera sér í fyrstu ekki grein fyrir að sér- menntun og almenn menntun þurfa að fara saman. Málakunn- átta er t.d. sérhverjum skip- stjórnarmanni nauðsynleg, ekki hvað síst íslenskukunnátta. Oft þarf að skrifa mikilvægar skýrslur rúar þann vetur, 1970. Ágúst sonur hennar lést í júní það sama ár langt um aldur fram og var þá skarð fyrir skildi í lífi hennar. Én Sveinsína var stillt kona og bar sig vel. Hún var ein þann vetur til næsta hausts, en þá fór sonur okkar suður í nám og fór til ömmu sinnar og það passaði ágætlega. Krakkarnir okkar tóku við hvert af öðru að vera hjá henni og síðust Fríða frá Krossnesi. Krökkunum þótti gott að vera hjá ömmu sinni á veturna og ég held að henni hafi þótt gam- an að hugsa um þau og fylgjast með þeirra námi. Á sumrin fór hún svo gjarnan norður til dætra sinna eða vestur til okkar á með- an hún treysti sér til þess. Eftir að hún kom suður gafst meiri tími til lesturs og þá náði hún sambandi við Þjóðháttadeild Þjóðminja- safnsins og hefur skrifað niður mikinn fróðleik frá fyrri tímum og samið ritgerðir um þjóðhætti. Einnig höfðu orðabókarmenn háskólans oft samband við hana ef þá vantaði gömul orð, því hún hafði mikinn áhuga á íslensku máli. Sveinsína skrifaði töluvert í Strandapóstinn. Hún hafði ákaf- lega mikla ánægju af þessum skrifum og hefði löngu átt að vera byrjuð á þeim, því hún var ágæt- lega ritfær og þar kom vandvirkn- in og snyrtimennskan sér vel. Allt sem frá henni kom var sérstak- lega vel frá gengið. Sveinsína dvaldist á Hrafnistu síðustu árin, þar leið henni vel. Hún undi sér við skriftir á meðan hún gat skrifað, en síðan við upp- rifjun á ljóðum og vísum og ýmsu frá því í gamla daga og alltaf þeg- ar við komum til hennar fór hún með eitthvað af þessu fyrir okkur og margt fróðlegt. Sagði hún um atvik sem koma fyrir og kem- ur sér þá vel góð íslenskukunn- átta. Nemendur gera sér líka yfir- leitt fljótlega ljóst að almenn menntun bætir upp sérmennt- unina og er ekki síður gagnleg, þegar út í lífið er komið. Helgi glæddi áhuga nemenda á íslenskum bókmenntum fornum og nýjum og benti þeim á gildi þeirra. Aldrei varð ég var við að nemendur kvörtuðu undan kennslu hans, og veit ég að sér- staklega síðar meir voru þeir hon- um þakklátir fyrir handleiðslu hans í heimi sígildra bókmennta, og leiðsögn við samningu rit- gerða er gjarna fjölluðu um sér- svið þeirra, sjómennskuna. Auk íslenskunnar kenndi Helgi einnig ensku og samdi 1954 enska lestrarbók handa sjó- mönnum, ætlaða til kennslu á 2. og 3. stigi. Aukin og endurbætt útgáfa var prentuð 1981. Þetta er mjög vönduð kennslubók, sem auk þess að vera kennslubók er gagnleg sjómönnum almennt sem handbók í ensku sjómanna- máli. Nú við leiðarlok viljum við hjónin þakka Helga samstarfið og honum og hans ágætu konu, Guðbjörgu, margar ánægjulegar samverustundir. Guðbjörgu, dætrum þeirra, barnabörnum og öðrum aðstandendum vottum við innilega samúð okkar. Guð blessi ykkur og styrki. Jónas Sigurðsson okkur frá mannlífinu í Djúpuvík þegar mest var um að vera þar og allt var í uppbyggingu, rifj aði upp gamlar gamanvísur, sagði frá leikritum sem voru færð upp. Hún mundi þetta allt svo vel og hafði yndi af að segja okkur frá því. Alltaf var hugurinn þar ny- rðra þótt hún kynni ágætlega við sig syðra. Barnabörnin voru dug- leg að heimsækja hana og margir aðrir ættingjar og vinir, því hún sagði svo skemmtilega frá og gaman var að spjalla við hana. Hún var vel heima í ótrúlega mörgu. Hún gat lítið lesið undir lokin þar sem sjónin var farin að bila og þreyttist því fljótt. Með Sveinsínu er gengin ein af þeim manneskjum sem hugsuðu vel um sitt og höfðu allt á hreinu. Fjölskylda mín þakkar henni af alhug allt sem hún var okkur og allt sem hún gaf okkur af sínum velvilja og gæsku og megi minn- ing hennar og Alexanders lifa hjá fjölskyldu þeirra um ókomna daga. Ættingjum hennar votta ég samúð. Hvíli hún í friði. Hrefna Magnúsdóttir Amma mín, Sveinsína Ágústs- dóttir, er látin eftir erfiða sjúk- dómslegu í sumar og haust. Hún bjó norður á Ströndum nær allt sitt líf. Um 1970 fluttu þau amma og afi til Reykjavíkur þar sem afi dó skömmu seinna. Um það leyti byrjaði ég í menntaskóla í Reykjavík og bjó þá hjá ömmu á veturna. Ég átti því þess kost að kynnast henni mjög vel. Þótt hún væri flutt suður var hugur hennar þó áfram fyrir norðan. Hún talaði alltaf mikið um Strandirnar og gömlu tímana þar. Hún hafði ein- staka frásagnarhæfileika, og tókst að gæða persónur og að- stæður úr fortíðinni svo miklu lífi að ógleymanlegt er. Sveinsína var mjög greind kona og mikill persónuleiki. Hún fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu og hafði ákveðnar skoðanir á flestum mál- um. Hún var mjög víðlesin, þótt hún hafi ekki haft langa skóla- göngu að baki. í raun má segja að hún hafi verið góður fulltrúi ís- lenskrar alþýðu- eða sveitamenn- ingar. Hún var vel heima í bók- menntum, ekki síst ljóðum og ýmiss konar kveðskap og hafði gaman af því að ræða um slík mál- efni. Hún hafði ótrúlega gott minni og kunni heilu ljóðabálk- ana og rímurnar utan að. Hún var líka mjög fróð um menningu og þjóðhætti fyrri tíma og reyndi hún að miðla þeim fróðleik eins lengi og hún gat til þess að forða honum frá gleymsku. Mörgum stundum eyddi hún síðustu árin við að svara ýmiss konar spurningum frá Þjóðminjasafninu um ís- lenska þjóðhætti. Og mikið var hún glöð þegar hún fékk jóla- kveðjur frá þessum aðilum með þökk fyrir veitta aðstoð. Ég minnist þess að eitt árið var jóla- kortið með mynd af meistara Þórbergi með úrið. Það þótti henni mikill dýrgripur. Afkomendur Sveinsínu eru orðnir margir og missir okkar er mikill. En minning hennar lifir áfram. Ari Skúlason og fjölskylda, Danmörku Helgi Jósep Halldórsson 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlövikudagur 11. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.