Þjóðviljinn - 11.11.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.11.1987, Blaðsíða 6
íbúð óskast 2ja - 3ja herbergja íbúö óskast á leigu í Hafnar- firöi eða nágrenni. Upplýsingar í síma 53444 hjá Kolbrúnu. Laus staða Staða bókavarðar í Landsbókasafni er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur hafi próf í bókasafnsfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 2. desember næstkomandi. 5. nóvember 1987 Menntamálaráöuneytið Frá fjárveitinga- nefnd Alþingis Fjárveitinganefnd vill árétta aö skrifleg erindi þurfa aö hafa borist nefndinni í síöasta lagi 20. nóvember n.k. Ekki verður tekiö viö erindum eftir þann tíma. Barnaheimili í Vogahverfi Dagheimilið Sunnuborg, Sólheimum 19, óskar eftir fóstrum, uppeldismenntuöu fólki og aðstoð- arfólki til starfa í 100% og 50% stööur. Upplýsingar í síma 36385. NÚ líður mér vel! o leggja drög að því að samræma það fjölbreytta virðisaukakerfi sem þeir búa að. Eru þeir að stefna að einni og sömu prósent- unni yfir alla línuna? Svarið er ösköp einfaldlega nei. I þeim samræmingarhugmyndum sem þar eru uppi er beinlínis við það miðað að það verði ekki sama prósentan yfir alla línuna. Það er beinlínis við það miðað að það verði ein prósenta fyrir nauðsynj- ar og önnur og hærri fyrir aðrar vörur og þjónustu. í þessu efni er þess vegna greinilegt að ríkis- stjórnin er kaþólskari en páfinn. Hún tekur trúarbrögðin alvar- legar en þeir sem trúarbrögðin boða. Fjórðungs hækkun tekjuskatts Mig langar aðeins að víkja að þeim orðum hæstvirts fjármála- ráðherra hér fyrr í dag að það sé illt í efni að sveitarfélögin hækki útsvar sitt svo nemi 20% á milli ára, 20% að raunvirði. Ég er satt að segja alveg sammála fjármála- ráðherra í því efni. Ég held að það skipti miklu þegar stað- greiðslukerfi verður tekið upp eins og hann réttilega minnti á, að það verði gætt ítrasta aðhalds þannig að kerfið nái fram að ganga á sem mildilegastan hátt. En það er eðlilegt þá um leið að spyrja: Hver er fyrirætlan fjár- málaráðherra sjálfs með það sem lýtur að tekjuskatti? Og þá vil ég með leyfi forseta fá að lesa hér örstutta tilvitnun í ræðu fjármála- ráðherra á bls. 34, en þar segir svo: „í fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að skattbyrði af tekju- skatti verði áþekk því sem áform- að var að hún yrði á árinu 1987 við afgreiðslu fjárlaga fyrir það ár og þegar ákveðnar voru breyting- ar á tekjuskattslögum." Þetta eru ákaflega falleg orð og þeim er snyrtilega raðað saman, en mér sýnist af því sem ég hef heyrt af umræðunni hér í dag, að mönnum sé satt að segja ekki fullljóst hvað orðin þýða. Ég brá mér því í dag hér út í horn og ráðfærði mig við þá tæknimenn sem þar sátu til að reyna að kom- ast að því hver merking orðanna væri. Ég mundi í rauninni bara það tvennt að tekjur höfðu orðið minni í ár heldur en upphaflega var búist við og ég mundi einnig að tekjurnar hjá einstaklingun- um, tekjur ríkissjóðs hefðu sem sagt orðið minni, tekjur einstakl- inganna hins vegar hefðu orðið allmiklu meiri. Og hver er niðurstaðan? Nið- urstaðan var ósköp einfaldlega sú að það sem að væri stefnt í fjár- lögum væri um það bil fjórðungs- hækkun á tekjuskatti, sem sagt, að tekjuskattur á næsta ári yrði um fjórðungi hærri en hann er í ár, það var reiknað sem hlutfall af tekjum. Hvað er það þá raunverulega sem verið er að bjóða? Það er verið að bjóðast til þess að ein- hverju leyti að hætta við að hækka skv. fyrstu áformum. Það standa eftir áformin um að hækka söluskattinn. Það er hugsanlegt að þar komi aðgerðir á móti að hluta. Það standa eftir áform um að hækka ekki bara útsvarið eins og fjármálaráðherra minnti á, heldur einnig tekjuskattinn og það er hugsanlegt skv. því sem fylgir að það megi nota hluta af söluskattshækkuninni til þess að milda afleiðingarnar þar af. Hér þarf að mínu viti að tala öðruvísi og það þarf líka að sjá til þess að vinnubrögðin og aðgerðirnar verði með öðrum hætti. Húsnæðiskerfið Herra forseti. Ég ætia ekki að fjalla hérítarlega um útgjaldahlið frumvarpsins en mig langar til að nefna tvö atriði. í fyrsta lagi segir í frumvarpi eða er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að framlagið til Atvinnuleysistryggingasjóðs verði skert. Ég held að það þurfi ekki að rekja þá áherslu sem lögð hefur verið á það af hálfu verka- lýðssamtakanna á liðnum árum að tryggja að það sé staðið að með traustum hætti. Áform af þessu tagi hafa verið uppi áður, voru uppi við undirbúning síð- ustu fjárlaga, en þau áform voru þá lögð til hliðar og ég treysti því að svo verði einnig að þessu sinni. í öðru lagi vil ég nefna fram- lagið til almenna húsnæðiskerfis- ins. Ég vil byrja á því að nefna að framlagið úr ríkissjóði til félags- lega kerfisins er á þessum fjár- lögum aukið verulega og sú aukning skiptir auðvitað mjög miklu máli því að þar er ástandið erfitt og þar þarf að gera mikið. En almenna kerfið blasir hins vegar við að skera á fjárveitingu enn frekar niður. Það er áætluð til almenna kerfisins 1150 millj. kr. Af því er áformað að 150 millj. kr. gangi til fólks í greiðslu- erfiðum, sem sagt ekki til hinna almennu útlána sem kerfinu er ætlað að sinna þannig að til þeirra standa þá í rauninni aðeins eftir 1000 millj. Það er athyglisvert að þessi tala, 1000 millj., er sama tala og hæstvirtur forsætisráð- herra notaði þegar hann var fjár- málaráðherra. Þá var ekki tekið tillit til verðbólgu frá því sem miðað hafði verið við við undir- búning fjárlagafrumvarpsins, því að forsætisráðherra sem þá var fjármálaráðherra, greip tölu úr skjölum þeirra sem undirbjuggu frumvarpið um húsnæðismál. Þeir höfðu áætlað að a.m.k. þyrfti 1000 millj. í ríkisframlag á ári hverju til að kerfið gengið miðað þá við aprílverðlag 1986, og reyndar ekki miðað við þá fjölgun eða þann mikla fjölda umsókna sem síðan kom í ljós að bárust kerfinu. Þáv. fjármálaráð- herra tók ekki tillit til verðbólg- unnar og hann tók ekki tillit til þess að umsóknir voru fleiri en ráð hafði verið fyrir gert. Núv. fjármálaráðherra hegðar sér með sama hætti. Hann tekur mið af sömu krónutölunni greinilega og heldur henni til streitu hvað sem verðbólgu líður, hvað sem sókn- inni á kerfið líður. Ég vil bæta því við að 1000 millj. kr. á verðlagi apríl 1986 eru væntanlega eitthvað yfir hálfur annar milljarður, eitthvað yfir 1500 millj. kr. á komandi ári. Nirðurskurðurinn sem við stönd- um þarna frammi fyrir er þess vegna í grófum dráttum Vi. f reynd er niðurskurðurinn í þessu efni þó stærri því það kemur líka fram í fjáriagafrumvarpinu, að það er ætlun þeirra sem ráða að taka helminginn af því ríkisfram- lagi sem ég þarna nefndi, því sem eftir stæði, 500 millj. að láni frá lífeyrissjóðunum, að láni af því fé sem lífeyrissjóðirnir kaupa af Húsnæðisstofnun til þess að efla það kerfi. Það er sem sagt í stuttu máli ætlunin að tryggja að það fjármagn verði ekki nýtt í hús- næðiskerfinu, því að raunveru- legt framlag ríkissjóðs til húsnæð- iskerfisins, þess almenna, er þar með orðið 500 millj. Ég held að það þurfi ekki að rökræða að hér er rangt að stað- ið. Ég vil taka það fram, kannske að gefnu tilefni að ég er ekki í deilu við félagsmálaráðherra um það að það sé rétt að takmarka sókn í lán frá Húsnæðisstofnun, þó við deilum þar nokkuð um að- ferðir. Þær umræður eiga heima undir öðrum lið. En ég vil leggja áherslu á það og ég held að öllum sé það ljóst að húsnæðiskerfið þarf sitt ríkisframlag og ég vil kannske sérstaklega minna á að félagslega kerfið getur þá auðveldlega tekið við. Þar eru verkefnin stór og þar er þörfin brýn. Röng leið Herra forseti. Ég skal stytta mál mitt. Ég ætla ekki að fara hér í umræðu um kjarasamninga á næsta ári, en ég vil þó leyfa mér að minna á tvennt: í fyrsta lagi er öllum ljóst, væntanlega líka þeim sem semja fjárlagafrumvarp, að þær forsendur, sem þar eru settar um hækkanir kaups á næsta ári munu tæpast standast. Ég ætla ekki að fara frekar í rökræður um það efni, en ég held að öllum sé íjóst að það sem í fjárlagafrum- varpinu stendur hvað þetta snert- ir er einföld reiknitala og það þarf auðvitað að taka tillit til þess þeg- ar frumvarpið er metið. í öðru lagi vil ég minna á að þau skattheimtuáform sem nú eru uppi eru ekki í samræmi við yfir- lýsingar þær sem stjórnvöld gáfu við gerð kjarasamninga á síðasta ári. Þau áform hljóta að auka traustið á ríkisstjórninni og þeim áformum þarf að breyta þannig að þau komi ekki til fram- kvæmda. Þeim þarf að breyta ekki aðeins til þess að auðvelda kjarasamninga heldur og fyrst og fremst til að vernda hagsmuni þeirra sem minnst hafa. Ríkisstjórnin viðurkennir að fjárlagagatið þarf að fylla, en hún velur ranga leið til að leysa málið. Ég mælist til þess að úr því verði bætt, herra forseti. Ég hef lokið máli mínu. Allar fyrirsagnir eru Þjóðviljans. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 11. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.