Þjóðviljinn - 11.11.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 11.11.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Handbolti Víkingar til Moskvu Drógust gegn CSKA Moskva í8-liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða KR-ingurinn Ástþór Ingason horfir skelfingu lostinn á Jóhannes Kristbjörns- son skora fyrir Njarðvík. Mynd:E.ÓI. Körfubolti Það verður ekki auðveit fyrir Vikinga að komast í undanúrslit Evrópukeppni meistaraliða. I gær var dregið í 8-liða úrslit og á eftir Víking kom CSKA Moskva, sterkasta lið Sovétríkjanna. CSKA Moskva er ótrúlega sterkt lið sem hefur m.a. innan- borðs tvo af sterkustu leik- mönnum sovéska landsliðsins. Þeir eru Alexander Rimanov. Hann er einn besti línumaður heims og mjög sterkur varnar- maður. Hann er fyrirliði liðsins. Þá er Mikiael Vasilief einnig leik- maður með sovéska landsliðinu. „Ég hef aldrei komið til Mos- kvu. Það var það fyrsta sem mér datt í hug,“ sagði Árni Indriða- son þjálfari Víkings í samtali við Þjóðviljann í gær. „Þetta var líklega ekki besti kosturinn, en ekkert af þessum liðum sem eftir eru er auðunnið. Þannig að það skipti ekki svo miklu máli. Það þarf eitthvað sem virðist ómögulegt til að kreista eitthvað úr þessu liði.“ Víkingar leika fyrri leikinn heima, en ekki er búið að ákveða leikdaga. „Við gátum varla fengið sterk- ara lið. Þetta er eitt besta félags- lið heims, en við mætum með sama hugarfari í þennan leik og aðra,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson fyrirliði Víkings. „Við förum í þessa leiki til að komast áfram, en róðurinn verð- ur mjög þungur. Ef að ég ætti að setja dæmið upp hlutfallslega þá held ég að við eigum 30% mögu- leika. Það besta hefði verið að fá spænsku meistarana Vidosofa, Margir þýðingarmiklir leikir eru f kvöld í Islandsmótinu í handknattleik. Leikin verður heil umferð. Aðalleikirnir eru Valur- Stjarnan og Víkingur-FH. Valur og Stjarnan leika fyrsta leikinn, í Valsheimilinum kl. 18. UBK og Þór leika í Digranesi en þrátt fyrir þetta er engin upp- gjöf hjá okkur“. Essen, lið Alfreðs Gíslasonar, dróst gegn ungversku meistunum Steua Bukarest. Gdansk frá Pól- landi dróst gegn Vidosofa frá Spáni og júgóslavnesku meistar- arnir Metaloplastica Sabac dróg- ust gegn Dukla Prag frá Tékksló- vakíu. Þess má geta að Urædd, sem sló Stjörnuna út í Evrópukeppni bikarhafa, dróst gegn Dynamo Minsk. -Ibe kl. 20 og á Akureyri hefst á sama tíma leikur KA og ÍR. Tveir leikir eru í Laugardals- höllinni. Fram og KR leika kl. 20.15 og svo Víkingur og FH kl. 21.30. Einn leikur er í 1. deild kvenna. Valur og Þróttur leika í Valsheimilinu kl. 19.15. -Jbe Handbolti Stórleikir í kvökl Naumt hjá Njarðvík! Sigruðu KR í fjörugum leik Njarðvíkingar þurftu að hafa mikið fyrir sigri gegn sprækum KR-ingum í gær. Leikurinn var jafn og spennandi, en Njarðvíking- ar sigruðu 85-89. KR-inga vantaði ekki ekki mikið uppá að ná að jafna. Þegar 24 sek- úndur voru til leiksloka misstu Njarðvíkingar boltann, staðan þá 85-87. Þegar fjórar sekúndur voru til leiksloka reyndi Birgir Mikeals- son skot, en boltinn skoppaði af hringnum og í hendur Njarðvík- inga. Þeir skoruðu svo á síðustu sekúndunni. Leikurinn var mjög hraður og býsna köflóttur. Hittni var góð sem sést best á því að í leiknum voru skoraðar 15 þriggja stiga körfur. KR-ingar skoruðu tvö fyrstu stig- in, en eftir það náðu Njarðvíkingar forystunni og voru yfir það sem eftir var af fyrri hálfleik. KR-ingar voru nálægt því að jafna í upphafi síðari hálfleiks, en Valur Ingimundarson kom í veg fyrir það. Hann skoraði 4 þriggja stiga körfur í röð og munurinn þá tólf stig. KR-ingum tókst þó að vinna það upp, en vantaði herslu- muninn. Njarðvíkingar misstu tvo af sínu sterkustu varnarmönnum útaf með fimm villur. Helga Rafnsson strax í upphafi síðari hálfleiks og Hreiðar Hreiðarsson þegar 7 mínútur voru til leiksloka. Astþór Ingason fór einnig útaf með fimm villur rétt fyrir ieikslok. Þá dæmdu dómar- arnir nokkuð af tæknivillum og stundum var ekki svo auðvelt að sj á ástæðu fyrir þvf. Njarðvíkingar þurftu mikið að hafa fyrir þessum sigri. Liðið lék þokkalega, en virkaði á köflum þungt. Valur Ingimundarson hélt þeim á floti í síðari hálfleik með mjög góðum leik, en þeir Jóhannes Kristbjörnsson og ísak Tómasson léku einnig vel. KR-ingar léku á köflum mjög vel, en duttu niður þess á milli. Sóknarleikurinn var góður, en ekki nógu agaður. Guðni Guðnason átti mjög góðan leik og Birgir Mikaels- son og Símon Ólafsson stóðu sig einnigvel. -lbe Hagaskóli 10. október KR-UMFN 85-89 (43-44) 2-0, 2-9, 11-22, 24-25, 31-37, 43- 44, 49-49, 62-70,69-81,79-83, 81-87, 85-87, 85-89. Stig KR: Birgir Mikaelsson 22, Símon Ólafsson 20, Guöni Guðnason 19, Ástþór Ingason 6, Guömundur Jó- hannsson 6, Matthías Einarsson 6, Þorsteinn Gunnarsson 4 og Árni Blöndal 2. Stig UMFN: Jóhannes Kristbjörns- son 25, Valur Ingimundarson 23, Isak Tómasson 14, Teitur Örlygsson 11, Sturla Örlygsson 10, Helgi Rafnsson 4 og Árni Lárusson 2. Dómarar: Gunnar Valgeirsson og Kristinn Albertsson - þokkalegir. Maður leiksins: Valur Ingimundar- son, UMFN. 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 12. vika > v ,~c 5T5 Q i- D CC CD c/5 « Coventry-Wimbledon...........................................111111111 Everton-West Ham..................................1 1 •) 1 1 1 1 1 1 Newcastle-Derby...................................2 1 1 x 1 1 1 1 x Norwich-Arsenal...................................2 2222x2xx Nott.Forest-Portsmouth............................1 x 1 1 1 1 1 1 1 Sheff.Wed.-Luton..................................1 x 1 1 x x x x 1 Southampton-Oxford................................2 1 1 x 1 1 1 1 1 Tottenham-Q.P.R...................................1111112 12 Watford-Charlton..................................1 x 1 2 1 1 1 1 1 Middlesbro.-Hull..................................2 1 1 1 1 1 1 1 1 Reading-Manch.City..........................................222222222 W.B.A.-lpswich....................................2 12 1x2111 Úrslitin i síðustu viku voru ekki sérlega óvænt, en alls voru 66 meö 12 rétta. Hver fær-í sinn hlut 21.935, en vinningur fyrir 11 rétta fellur niður. DV er efst í fjölmiðlakeppninni með 66 leiki rétta, Stjarnan 63, Bylgjan 62, Morgunblaðið 61, Þjóðviljinn 60, Dagur 59, Stöð 2 og Ríkisútvarpið 57 og Tíminn er með 51 leik réttan. t Landslið íslands í badminton er á leið á Norðurlandamót sem haldið er í Danmörku Fr.v:Guðmundur Bjarnason dómari, Georg Mallant þjálfari, Broddi Kristjánsson, Þórdís Edvald, Elísabet Þórðardóttir og Vildís Guðmundsdóttir fararstjóri. Á myndina vantar Árna Þór Hallgrimsson. MyndiE.ÓI. Sund Fimm unglingamet Fimm unglingamet voru sett á Unglingamestaramóti Islands í sundi sem fram fór í Sundhöilinni í Reykjavík um helgina. Keppni var jöfn og spennandi og sýnir það hve mikil breidd er í sundinu. Verðlaunaskipting er jafnari milli félaga og einstak- linga, þó enn séu nokkrir sem skara framúr. Það voru Hugrún Ólafsdóttir Þór og Hannes Már Sigurðsson sem voru í nokkrum sérflokki. Þau sigruðu bæði í fimm grein- um. Hugrún sigraði í 800 metra skriðsundi stúlkna, 400 metra skriðsundi, 400 metra fjórsundi, 100 metra flugsundi og 100 metra skriðsundi. Hannes sigraði í 1500 metra skriðsundi, 100 metra flugsundi, 100 metra skriðsundi, 400 metra skriðsundi, og 400 metra fjór- sundi. Eyjólfur Jóhannesson og Heba Friðriksdóttir sigruðu í tveimur greinum hvor. Eyjólfur sigraði í 100 og 200 metra baksundi pilta. Heba sigraði í 100 og 200 metra baksundi stúlkna. Þorbergur Viðarsson sigraði í 200 metra bringusundi pilta, Alda Viktorsdóttir í 100 metra bringusundi stúlkna og Ingibjörn Arnardóttir í 200 metra flugsundi stúlkna. Pálína Björnsdóttir sigraði í 200 metra bringusundi stúlkna, Svavar Þór Guðmundsson í 100 metra bringusundi pilta og Grét- ar Árnason í 200 metra flugsundi pilta. Ársæll Bjarnason setti drengjamet í 100 metra skrið- sundi, á 57.58 sekúndum. Það var einnig hörð keppni í boðsundi. Piltasveit ÍA sigraði í 4x50 metra boðsundi á nýju pilta- meti, 2.00.26 og A-sveit SH setti telpnamet í 4x50 metra skið- sundi. A-sveit Ægis sigraði í 4x50 metra skriðsundi stúlkna, A-sveit HSK sigraði í 4x50 metra fjórs- undi og A-sveit ÍA sigraði í 4x50 metra skriðsundi pilta. Eftir mótið var valið unglinga- landslið sem keppir á Norður- landamóti unglinga í Sundhöll- inni eftir tvær vikur. Þar ættu ís- lendingar að eiga ágæta mögu- leika, enda greinilegt að við stöndum nágrannaþjóðum okkar jafnfætis. Breiddin hefur aukist mikið á síðustu árum og ættu íslensku sundmennirnir að geta orðið tíðir gestir á verðlaunapöllum í Norðurlandamótinu. -Ibe Miðvikudagur 11. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.