Þjóðviljinn - 11.11.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.11.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Mengun frá herstöðinni Olíumengun frá bandaríska hernum ógnar nú vatnsbólum Keflvíkinga og Njarövíkinga. Þetta kemur ekki á óvart því að um margra ára skeið hefur verið varað við þeirri hættu sem vatnsból- um Suðurnesjamanna stafar af olíugeymum og ruslahaugum á Miðnesheiði. Nú hafa 75 þús- und lítrar af olíu sigið ofan í jörðina úr lélegum leiðslum frá tönkum sem standa skammt ofan við byggðina í Njarðvík. Hálft sjötta ár er liðið frá því að alþingi sam- þykkti þingsályktun þar sem hvatt var til að þessir olíugeymar yrðu sem fyrst fluttir á örug- gari stað. Einfaldast hefði verið að reisa nýja og traustari geyma og byggja í kringum þá j steinsteypta öryggisþró til að taka við þeirri olíu sem vegna mistaka hefði getað farið til spillis. Slík mannvirki hafa víða verið reist hér á landi og eru tiltölulega einföld og fljótbyggð. Telja má víst að verkinu hefði verið lokið á einu ári og að vatnsból væru ekki nú í hættu ef þessi leið hefði verið valin. Árið 1983 settist að völdum samstjórn Sjálfs- tæðisflokks og Framsóknarflokks. Þá hafði um hríð, eða á meðan Alþýðubandalagið var í ríkis- stjórn, verið hlé á hernaðarframkvæmdum hér á landi. Hernámsflokkarnir töldu nauðsynlegt að auka framkvæmdir á vegum Bandaríkja- hers. Þessir flokkar hafa löngum verið veikir fyrir þeim peningum sem hafa má út úr herm- angi og hvergi birtast hin illræmdu helminga- skipti þeirra skýrar en í íslenskum aðalverk- tökum, fyrirtæki sem lengstum hefur haft einka- rétt á framkvæmdum fyrir Bandaríkjaher. Mengunarhætta við gömlu olíugeymana ofan við Njarðvík var nú talin röksemd til að byggja nýja olíuhöfn fyrir herinn í Helguvík. Þar er nú verið að gera olíutanka sem taka þrisvar til fjór- um sinnum meira en gömlu tankar hersins. Aldrei hafa fengist á því skýringar hvers vegna Bandaríkjaher þarf að margfalda olíubirgðir sínar hér á landi. Er meiningin að stórauka um- svif hersins eða á ísland að vera birgðastöð fyrir kafbáta á styrjaldartímum? Áætlað var að framkvæmdirnar í Helguvík tækju 6 til 7 ár. Vegna þeirra voru olíutankar hersins ofan við Njarðvík ekki fluttir né gerðar þær ráðstafanir sem dugað hefðu til að koma í veg fyrir að olía mengaði vatnsból. Geir Gunnarsson þingmaður Reyknesinga. hefur lagt fram á alþingi fyrirspurn um olíulek- ann í Keflavík. Það er eftirtektarvert að þing- maðurinn leggur fyrirspurnina ekki fyrir heilbrigðisráðherra eins og gert væri ef um væri að ræða mengunarslys utan herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Mengunarvarnir og meng- unareftirlit í herstöðinni heyra undir utanríkis- ráðuneytið og er væntanlega sinnt af varnarm- áladeild ráðuneytisins. Því miður verður að reikna með að það ráðuneyti hafi litla sem enga möguleika til að fylgjast með slíkum málum. Þeir eru reyndar til sem telja að það bjóði hætt- unni heim að láta varnarmáladeildina um mál af þessu tagi. Erfitt er að sjá rökin fyrir þeirri skipan, að láta öll mál sem snerta herstöðvar Bandaríkja- manna, heyra undir utanríkisráðuneytið, en ekki þau fagráðuneyti sem hafa sérhæft starfs- fólk hvert á sínu sviði. íslenskir ráðamenn hafa fundið að það er ekki eðlilegt að leyfa erlendum her að sitja í landinu. Samskiptin við hann hafa því lengst af einkennst af pukri. Það er ekki talið henta að allt of margir viti hvað er í raun og veru á seyði í herstöðinni. Þess vegna eru öll mál, sem hana snerta, afgreidd í varn- armáladeild utanríkisráðuneytisins, hvort sem um er að ræða skipulagsmál, sem með réttu eiga heima í félagsmálaráðuneytinu, eða mengunarmál sem eiga að fá umfjöllun í heilbrigðisráðuneytinu. Því miður er ekki að vænta sérstaklega upp- lýsandi svara hjá utanríkisráðherra við fyrir- spurn Geirs Gunnarssonar um olíuslysið í Kefl- avík. En skortur á upplýsingum í þessum efnum er áminning um nauðsyn þess að losna við erlendan her af íslandi. ÓP KUPPT OG SKORtÐ ATAKAFUNDUR EN ENGINN KLOFNINGUR I nnHcfnnrliir AIhwAiihanHn. I flnkksins A Rlinmirfa^omr.rn I ' : 'n i Útlistanir á Alþýðu- bandalaginu Formannskjör í Alþýðubanda- laginu var mjög til útleggingar í blöðum gærdagsins eins og vænta mátti. Að sjálfsögðu eru þær vangaveltur lítt vinsamlegar flokknum, enda bjóst enginn við því. Hitt er svo annað mál að maður verður stundum hissa á því hvers konar forsendur menn gefa sér í skrifum sínum og hve rígbundnir menn eru við per- sónur manna þegar þeir myndast við að reyna sig við útlistanir á pólitískum straumum. Því er til dæmis mjög haldið fram, að kosning Ólafs Ragnars þýði að Alþýðubandalagið verði fyrst og fremst menntamanna- flokkur og flokkur opinberra starfsmanna. Vegna þess eink- um, að því er manni sýnist, að hann kemur úr háskólanum. Þetta er mjög yfirborðsleg stað- hæfing: Hvers vegna á þetta að vera að gerast einmitt núna? Er ekki fráfarandi formaður menntamaður úr „gáfumannafé- laginu" - og hvað um fyrsta for- mann Alþýðubandalagsins eftir að það varð formlegur flokkur, Ragnar Arnalds? Það er rétt að fylgi sósíalista- flokka til vinstri við hefðbundna krataflokka er í vaxandi mæli sótt til opinberra starfsmanna. En það gerist ekki vegna þess að maður eins og Ólafur Ragnar sé kosinn formaður í slíkum flokki frekar en Sigríður Stefánsdóttir (sem er reyndar opinber starfs- maður líka). Þetta gerist vegna þess að tæknibyltingin hefur fækkað mjög fólki í hefðbundn- um iðngreinum þar sem verklýðs- hreyfing hefur átt sín óðul, en í nýjum greinum einkareksturs (tölvur, ýmisleg þjónusta) ríkir enn sem komið er sterk einstakl- ingshyggja (þar teljast menn helst ekki launamenn heldur undirverktakar). Aftur á móti hefur opinberum starfsmönnum fjölgað og þó einkum í láglauna- hópum, og staða þessara hópa í uppeldis- og heilbrigðisgeiranum veldur því, að þetta fólk veit miklu betur en gengur og gerist af því hvað er að í samfélaginu. Þess vegna sækja Alþýðubandalagið og Kvennalistinn verulegt fylgi til þessa fólks - og þessvegna er það, að þótt SF, Sósíalíski alþýðu- flokkurinn danski, sé ekki nema hálfdrættingur á við Sósíaldem- ókrata, þá er hann stærstur lands- ins flokka meðal opinberra starfsmanna. Moskvulínan Annað dæmi skrýtið. í leiðara Alþýðublaðsins í gær er talað um það, að „formennska Ólafs Ragnars boðar nýtt tímaskeið þar sem stalínisma og Moskvulínu er endanlega hafnað og gerð tilraun til uppbyggingar sósíalisma með lýðræðismerkjum... Ljóst er að hinn nýi formaður mun freista þess að sigla fleytunni út úr ein- ræði kommúnisma". Og fleira í þeim dúr. Þessi barnalega túlkun virðist gera ráð fyrir því að Alþýðu- bandalagið hafi allt frá Ragnari formanni til Svavars formanns, verið að kafna úr stalínisma og Moskvudekri. Kannski ættu menn t.d. að halda að sá forystu- maður Alþýðubandalagsins sem minnst er hrifinn af Ólafi Ragn- ari, Hjörleifur Guttormsson, sé einhver sérstakur Moskvuþræll. Þetta er náttúrlega eins og hvert annað rugl eins og þeir vita allir sem lagt hafa á sig að fylgjast með málflutningi manna í Alþýðu- bandalaginu. „Stalmismi“ hér og þar En kannski meina menn eitthvað allt annað með „stalín- ismi“? Til dæmis það, að for- ingjadýrkun mikil hafi verið í flokknum, að hópar hafa reynt að halda áhrifum eða komast til á- hrifa með smölunum og hringing- um og tossalistum og fleiru slíku? En þó svo almennur og „afstrakt" skilningur sé lagður í orðið, þá passar einkunnin samt heldur illa við Allaballann. Foringjadýrð hefur t.d. verið næsta lítil í form- annstíð Svavars Gestssonar (of lítil segja sumir, og má vel vera það sé rétt). Það gæti meira að segja viljað svo hlálega til, að mikið fylgi við Ólaf Ragnar nú tákni m.a. einhverja óljósa þrá eftir „sterka manninum" sem skýtur upp kolli í ölium hreyfing- um öðru hvoru. Og þegar öllu er á botninn hvolft þá reynist Fram- sóknarflokkurinn „stalínsi- skastur" íslenskra flokka um þessar mundir: þar stendur allt - og fellur - með Steingrími Herm- annssyni. Að því er varðar hitt einkennið - átök innanflokks með aðferð-. um sem síga niður á lágt plan - þá hefur Alþýðubandalagið ekki farið varhluta af þeim. Hvorki fyrr né síðar. En ef menn nú spyrja : Hver er sá flokkur ís- lenskur sem oftast hefur klofnað vegna þess að flokkseigendafé- lagið vildi losa sig við óþekka for- ystumenn sem vildu reyna nýjar leiðir, þá er það reyndar ekki Al- þýðubandalgið. Heldur Alþýð- uflokkurinn. Flokkurinn sem nú verður fyrir þeirri hremm- ingu, að fram í dagsljós eru dreg- in leyniskjöl sem sanna afar inni- legt samband formanns flokksins og forsætisráðherra, Stefáns Jó- hanns Stefánssonar, við banda- rísku leyniþjónustuna CIA. Stef- án Jóhann var, eins og menn muna, formaður Alþýðuflokks- ins allt til 1952, að óbreyttum liðsmönnum var nóg boðið og þeir kusu Hannibal Valdimars- son í hans stað. Eftir það lagðist flokkseigendafélagið gamla, með CIA-vininn Stefán Jóhann í broddi fylkingar, á eitt um að gera Hannibal ólíft í flokknum og helst ómögulegt að gefa út Al- þýðublaðið. Þær æfingar urðu upphaf að samstarfi Hannibals við sósíalista og síðarmeir að því að Alþýðubandalagið gat orðið til. Gáum að þessu. ÁB. þlÖÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritatjórar:Árni Bergmann, össurSkarphóðinsson. Frétta8tjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, GuðmundurRúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir, KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), MagnúsH. Gíslason, MörðurÁrnason, Ólafur Gíslason, RagnarKarisson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrót Magnúsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglý8ingastjóri: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: UnnurÁgústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Sfmavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrei&8lu-og afgreiðslustjórl: HörðurOddfríðarson. Utbreiðsla: G. MargrótÓskarsdóttir. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgreiösla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Roykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, sfmar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verðílausasölu:55kr. Helgarblöð:65 kr. Aekriftarverð á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.