Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Blaðsíða 8
r isielkerinn LAUGARDAGUR 17. FEBRUAR 1996 Veitingastaðurinn Grænn kostur: Kryddaður grænmetis- karríréttur frá Pakistan Það er Robeena Abdul Karin, kokkur á veitingastaðnum Grænum kosti, sem ætlar að gefa lesendum DV upp- skrift að góðum og vel sterkum pottrétti frá Pakistan. Rétt- urinn er kar- ríkryddaður og með honum er gott að bera Robeena Abdul metiskarrírétt. fram svokallað agúrkuraita sem er köld agúrkusósa sem kælir Karin, kokkur á Grænum kosti, með sterkan græn- DV-mynd GS bragðlaukana niður á milli munn- bita. Uppskriftin er fyrir fjóra til sex. 3 msk. olía 1 stór laukur í sneiðum 1 tsk. flnt söxuð engiferrót 2 hvítlauksrif, pressuð 1 msk. karrí 1 tsk. kúmenduft 1 tsk. kóríander 1 tsk. kardimommur 1 tsk. chilipipar lYi tsk. salt eða eftir |g&sj|É||s þörfum . N 200 ml jógúrt í ^ * eða AB mjólk $ 3 gulrætur r-:\. í sneiðum : 2 kartöflur í þunnum sneið- tiiír um y2 blómkálshöf- uö í litlum bitum 250 g grænar baunir, frosnar 2 msk. fersk kóríanderlauf, má sleppa Laukurinn er mýktur í olíunni í tvær til þrjár mínútur eða þar til hann verður gullinn. Hvítlauk, engi- fer, karríi, chili og salti bætt út í og látið malla í eina og hálfa mínútu. AB mjólkinni er bætt út í og hrært vel saman við. Lok er sett á pottinn og látið krauma í um það bil flmm mínútur. Hrærið í einu sinni eða tvisvar svo að ekki brenni við. Nú er grænmetinu bætt út í og hrært í um það bil eina mínútu. Lok er sett á og látið malla í 10 mínútur eða þar til grænmetið er orðið meyrt. Stráið fersku kóríander yfir rétt áður en rétturinn er borinn fram. Gott er að bera þetta fram með hrísgrjónum, steiktum eða soðnum. Agúrkuraita -Sws-'.'-gr tgæðingur vikunnar Kjúklingur í portvínssósu Þessi kjúklingaréttur er auðveldur og fljótlegur. Uppskriftin er fyrir sex. 650 g kjúklingabitar (skinn- og beinlausir) V2 tsk. muliö timian salt og pipar eftir smekk 1V2 msk. ólífuolía 100 g villtir sveppir, svo sem cremini, shítakes- veppir eöa ostrusveppir, skornir í þunnar sneiðar V, bolli kjötsoð 3 msk. Marsala portvín 1 msk. rifinn parmesa- nostur 2 msk. söxúð steinselja 1 sítróna, skorin þunnt. Setjið kjúklingabitana á milli plasthimna og fLetjið þá örlítið út með kjöt- hamri. Kryddið með timi- an, salti og pipar og leggið til hliðar. Hitið olíuna í stórri pönnu. Bætið svepp- unum út í og steikiö í eina til tvær mínútur. Takið sveppina upp úr án þess að fjarlægja olíuna og steikið kjúklingabitana í um þaö bil flmm mínútur á hvorri hlið eða þangað til þeir eru orðnir létt- brúnir. Þeim er haldið heitum. Hrærið kjötsoðinu og portvíninu út á pönn- una og gætið þess að blanda því vel saman viö steikarsoðið sem var á pönnunni. Kjúklingurinn er aftur settur á pönnuna og sveppimir yfir. Síðan er parmesanosti dreift yflr og sósan tekin með skeið og látin drjúpa yfir. Lækk- ið hitann, lokið pönnunni og látið malla i fimm til tíu mínútur eða þangað til kjúklingabitarnir eru orönir vel steiktir. Dreifið steinselju yfir og skreytið með sítrónusneiðum ef vill. Japanskt og taílenskt „Austurlenskur matur og þá helst taílenskur og japanskur er núna í al- gjöru uppáhaldi hjá mér,“ segir Ásta Birna Hauksdóttir, flugfreyja hjá Flugleiðum og umsjónarmaður köku- klúbbs Vöku-Helgafells, en hún er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Ásta Bima kynntist þessari matar- gerð á ferðum sín- um erlendis í flug- freyjustarfinu. „Ég reyni yfirleitt að komast út að borða á einhverja asíska staði þegar ég er stödd í New York. Ég kaupi líka mikið af blöðum og hef ofsalega gaman af því að pæla í mat og fer með kokkabæk- ur í rúmið á kvöld- in.“ Ásta Birna segir réttina ekki vera sterka. Allt innihald má fá í sérversl- unum með krydd eða í heilsubúðum. Vert er að benda á að matvöruverslanir og fiskbúðir eru stundum með sér- staka fiskdaga þar sem hægt er að kaupa alls konar kynjafiska sem eru góðir í japanska réttinn, 2 tsk. Wasabi (horseradish duft), blandað saman við 2 tsk. af vatni, hrært saman og látið bíða í 10 mínút- ur. Blandað siðan eftir smekk út í sojasósu. Hver og einn dýfir fiskinum 1 tsk. sykur y2 bolli basillauf Kjúklingurinn er marineraður í skál með 2 msk. af fisksósu i 30 min- útur. Kartöflumjöli er síðan bætt við DV-mynd Japanskt fondue Búri, skötuselur, humar, rækjur og hámeri 1 bolli sojasósa 1 dl saki 114 bolli fisksoð bonitokrydd eftir smekk 75 g sykur 2-3 þarablöð Fiskurinn er skorinn í þunnar sneiðar. Sósa, sake, soð, krydd og þarablöð hrærð saman og hituð upp á eldavél og sett í fonduepott. Fiskin- um dýft í heitan vökvann örstutt. í eftir steikingu. Gulrætur, sellerí og oglátið þekja kjúklinginn. Olía er brokkólí er skorið smátt og snöggs- __ . hítuð á pönnu og karríi bætt út í. teikt á pönnu. " Laukur og kjúklingur sett út i og lá- Borið fram með grænmetinu og tið steikjast þangað til kjötið er til- búið. Papriku, vor- lauk og bamboó shoots bætt út í og 1 msk. af fisksósu. Kókosmjólk og sykri bætt út í og látið sjóða í 2 mín- útur. Tekið af hell- unni og basillauf- um bætt út í. Borið fram með taílensk- um jasminhrís- grjónum. Isterta 1 lítri rjómi, til að þeyta 1 egg 1 msk. sykur 75 g rifið suðusúkkulaði Vr-1 dl Irish mist líkjör 400 g makkarónu- kökur Egg og sykur þeytt saman þar til það verður ljóst og létt. Súkkulaði hrært út í og öllu blandað saman við þeyttan rjómann. Plastfilma er sett í botninn á kringlóttu formi. Makkarónukök- um er raðað á botninn og bleytt með líkjörnum. ísinn settur yfir. Endur- tekið ca þrisvar sinnum, eftir stærð formsins. Sett í frysti yfir nótt. Tekið úr forminu og smurt með þeyttum rjóma. Sett aftur í frysti. Tekið út hálftíma fyrir notkun og skreytt með ferskum jarðarberjum, grænum og bláum vínberjum. Ásta Birna ætlar að skora á Vigni Albertsson, byggingatæknifræðing hjá Reykjavíkurhöfn, að vera næsti matgæðingur. „Hann er alveg frábær kokkur og sérstaklega í fiskréttum.“ -ból Ásta Birna Hauksdóttir flugfreyja hefur dálæti á austurlenskum réttum. Brynjar GautiO hrísgrjónunum og að sjálfsögðu er ómissandi að drekka japanskt saki með. Taílenskur kjúklingur 2 kjúklingabringur 3 msk. fisksósa 1 msk. kartöflumjöl 2 msk. hnetuolía 1 bolli laukur, niðurskorinn 1-2 msk. rautt karrí-pasta (eftir smekk) 1 bolli rauð paprika, niöurskorin 1 stk. vorlaukur 2 stk. hvítlauksrif 1 bolli bamboo shoots, niðurskorið y2 dós kókosmjólk 250 g AB mjólk Vi tsk. salt 1 tsk. kúmenfræ rifin agúrka, magn fer eftir smekk Öllu er blandað saman í skál og látið vera um stund i ísskápnum áður en það er borið fram. Hægt er að rífa tómata, lauk eða radísur og setja út í ef óskað er eftir meira bragði. -ból Langafasta Nú liður ao löngufóstu sem stendur til páska. Sá kristni sið- ur að fasta fyrir páskana er óvíða hafður i heiðri núna en áður fyrr borðaði fólk oft ekki annað en vatn og brauð í sjö vik- m- fyrir páska. Þrír síðustu dag- arnir áður en langafasta hefst hafa orðið að nokkurs konar kjötkveðjuhátíð. Fólk gerir sér dagamun og treður sig út af mat áður en fastan hefst. Hverjum þessara daga, bolludegi, sprengidegi og öskudegi, fylgja sérstakar venjur og siðir. Hallgerður Gísladóttir, sagn- fræðingur á þjóðháttadeild Þjóð- minjasafnsins, segir að bolluát á bolludegi hafi fyrst borist hingað með dönskum bökurum upp úr miðri 19. öld. Fyrst voru bollurn- ar nokkurs konar ástarpungar, úr kleinudeigi með rúsinum og steiktar úr feiti. Það er ekki fyrr en nokkuð er liðið á þessa öld sem bollurnar breytast, rúsín- urnar hverfa og þær eru búnar til úr hveiti og geri og farið er að setja á þær þeyttan rjóma eða krem. Hér koma tvær uppskriftir að bollum úr bókinni Bökun í heimahúsum eftir Helgu Sigurð- ardóttur. Langaföstubollur 500 g hveiti 375 g smjörlíki 2,5 dl mjólk 25 g pressuger 50 g sykur eplamauk, rúsínur eða súkkat Hveitið sáldað og velgt, einnig mjólkin. Gerið brytjað og brætt með sykrinum. Smjörlíkið mulið saman við hveitið. Það sem eftir er af sykrinum hrært saman við. Vætt í með gerinu og mjólkinni og hrært þar til seigt. Deigið fært í hrúgu í fatinu og hveiti stráð yfir. Hulið með bréfi og látið bíða á heitum stað í 45 mínútur. Hnoðað í fatinu. Deigið hlutað í smástykki, heldur stærri en egg, og flatt í lófanum. Eplamauk, súkkat eða rúsínur sett á miðju deigsins og það því næst brotið saman og látið á smurða, hveiti stráða plötu þannig að samskeyt- in snúi að plötunni. Platan látin vera við hita þangað til kökurn- ar hafa lyft s'ér. Þá eru þær smurðar eggjahvítu og bakaðar við mikinn hita i um það bil stundarfjórðung. Rjómabollur 75 g smjörlíki 114 dl vatn 75 g hveiti 3 egg salt og sykur yt 1 rjómi súkkulaði og vatn Smjörlíkið og vatnið látið í pott og soðið. Þegai’ sýður er hveitið hrært út í. Hrært fljótt og vel saman með sleif uns það losn- ar við sleifina og pottinn. Látið í skál og salti og sykri stráð á. Kælt. Deigið hrært og eggin hrærð saman viö eitt og eitt í senn. Því næst hrært í 20 mín. Látið á smurða plötu með teskeið eða sprautið úr poka. Bakað við meðalhita í 20 min. Má eigi opna ofninn fyrstu 2-3 mín. Súkkulað- ið skafið niður mjög smátt og brætt ásamt ögn af vatni í skaft- potti sem settur er ofan í heitt vatn. Hrært í þar til súkkulaðið er bráðið og það þá borið á boll- urnar. Efsti hluti bollanna skor- inn af og þeyttur rjómi látinn á milli. Gott er einnig að láta berjamauk i botn kökunnar. -ból
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.