Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Blaðsíða 15
►V LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 15 Beðið eftir sumrinu Ég dáist að því fólki sem gallar ig upp og bíður við ferðaskrif- tofudyr eftir opnunartilboðum. annig kemst það ódýrt til útlanda g tekur um leið þátt í því að aug- /sa viðkomandi skrifstofu. Þarna r að sjá alls konar fólk í kulda- ölium og með teppi. Það situr, tendur eða liggur á gangstéttum aldar febrúamætur og lætur sig reyma um heita sumardaga í út- indum. Gott ef ég sá ekki viðtal ið sama manninn í sjónvarpi nú g í fyrra. Hann kann á þetta. Ittaðist hópslys Raunar sagði ferðaskrifstofu- íaður mér að þetta háttalag kæmi tarfsfólki ferðaskrifstofanna jafn- el á óvart. Til þess að næla sér í íiða kemur fólk sífelit fyrr. Fyrst ugði að sitja á fortóinu nætur- mgt. Það lengdist smám saman g varð að sólarhring. Nú í vik- nni var svo komið að þeir fyrstu iku vaktina tvær nætur í röð. 'kkar maður var alls ekki viðbú- m þessu. Þegar hann mætti til :arfa í daufri morgunskímunni sá ann fólk liggjandi á víð og dreif, afið í teppi. Honum brá illilega og ddi vist að þarna hefði orðið stór- lys'. Hann sá fyrir sér myndir af hóp- ysaæfingum og að nú hefði dug- 3 vel æfingakerfí Petersens hjá imannavörnum. Allt gekk fum- mst fyrir sig og hinir slösuðu imtu hvorki né skræmtu. Starfs- laðurinn ætlaði þó til vonar og ara að kaila á næn-vonn-vonn og ;gja tíðindin. Þá reis upp sá er æstur lá inngöngudyrum ferða- írifstofunnar og spurði: „Hvort yijið þið að selja klukkan átta 5a níu í fyrramálið?" Babúliðið kk því frið þann morguninn. Þessi góði ferðaskrifstofumaður igði mér líka að þegar betur væri íoðað sæist stæll á þeim sem iða nótt eða nætur eftir ódýru liðunum. Undir úlpunum væru GSM-farsímar og menn því í stöð- ugu sambandi við stjórnstöð, sem gjaman væri vel búinn fjahajeppi bak viö næsta hom. Þangað fæm menn og legðu sig og annar tæki vaktina. íslendingar eru seigir að bjarga sér. Varnarbarátta Ég játa það að hafa ekki þrek eða tíma til þess að standa í þess- um skemmtilegheitum nætur- langt. Merkilegt nokk hefur kon- unni minni heldur ekki dottið þetta í hug. Af því fólki sem ég umgengst er hún þó sú manneskja sem spenntust er fyrir skreppitúr- um úr landi. Febrúar reynist mér yfirleitt nokkuð örðugur og mán- uður mikillar varnarbaráttu. Það er þá sem hugmyndaflug konunn- ar kemst á hástig, hafandi skoðað ferðaskrifstofubæklingana. Ég var óviðbúinn þetta árið. Ég taldi mig nefnilega hafa gert samn- ing við frúna um ferðalög hér heima í sumar. Þar klikkaði ég illilega. Það halda henni engin bönd þegar litskreyttir bækling- arnir berast. Ég rak augun í stafl- ann á eldhúsborðinu og sá um leið hvað verða vildi. Hún brosti fal- legá til mín og stakk upp á ferð í maí. Ég sagðist vera upptekinn. Skotheld rök „Það var flnt hjá okkur í sum- arhúsinu í Hollandi f fýrra,“ sagði hún og fletti hollensku síðunum. „Manstu þegar við hjóluðum með stelpunum í næsta þorp? Og sund- laugin, maður. Þar var allt til alls. Stelpumar vildu hvergi annars staðar vera.“ Ég viðurkenndi að þetta hefðu verið sælutímar hjá okkur. Konan hikaði hvergi og var komin yflr Atlantshafið áður en ég vissi. „Næst þegar ég fer til Flór- ída ætla ég að vera hérna,“ sagði hún með blik í auga og benti á brúnt fólk á mynd. Það var statt á grösugum lendum vestanhafs og virtist ekki skorta neitt. Konan lét landfræðilegar hindr- anir ekki á sig fá og þeysti milli heimsálfa. Ég reyndi að malda í móinn og sagði henni jafnharðan að við hefðum verið á þessum og hinum staðnum sem hún benti á. „Skiptir ekki máli. Það er gaman Laugardagspistill Jónas Haraldsson að koma aftur á staði sem maður þekkir sig á.“ Hún sló öll vopn úr höndum mér. Hún benti mér góð- fúslega á það að gaman væri að heimsækja staði sem við hefðum komið á og ekki síður að koma á ókunnar slóðir. í huganum fann ég að þessi rök hennar voru skot- held. Þau náðu til hvers króks og kima á jarðarkúlunni. Vestur á firði „Manstu ekki að ég ætla vestur í sveitina mína?“ sagði ég og benti henni á sælureiti Barðastrandar- sýslu. í þeirri góðu sveit, Múla- sveit, sem nú hefur veriö innlimuð i umtalaðra sveitarfélag, Reyk- hólahrepp, þekkti ég fyrrum hverja þúfu. Þar var ég smali og kúarektor milli þess sem ég orðtók öll bindi Dalalífs Guðrúnar frá Lundi í frístundum. Ég liki því ekki saman hve berjabrekkur Múlasveitar, fjöll og firðir eru merkilegri í mínum augum en suðrænar sólarstrendur. Konunni finnst þetta verðmæta- mat bónda síns sérkennilegt. Hún sér ekki að kjarr eða lyng vestur þar sé umtalsvert merkilegra en annars staðar. Fólk er allt flúið úr sveitinni og því lítið við að vera. Ég lýsi því fyrir henni að það sé angan úr moldinni og útkikk af gömlum bæjarhól sem gefi lífínu gildi. í sumar væri til dæmis til- hlýðilegt að ganga fyrir Svínanes- ið. Það sé ekki meira en dagsganga fyrir fríska menn í gönguskóm. Frúin les bónda sinn prýðilega og veit að hundaþúfur þessar eru honum kærar. Hún segir því að það sé ekkert mál að skreppa vest- ur yfir hásumarið. Það gæti jafn- vel komið sér ágætlega því hún eigi erindi vestur á firði. Þar hafi hún lengi ætlað að kíkja á lista- verk Samúels í Selárdal. Grænlenskir hreindýrstarfar Þessar vangaveltur bóndans um Múlasveit og Svínanes tefja konuna þó ekki lengur. Hún er fljót í huganum vestan af fjörðum og er áður en varir komin tU þeirrar fallegu borgar, Prag í Tékklandi. Hún segir mér að þang- að eigi hún erindi í sumar. Þannig standi á að vinur okkar eigi stóraf- mæli og tilvalið sé að halda upp á það þar. Ég þóttist vita að sá góði maður vildi heldur eyða afmælisdeginum við að drepa hreindýrstarfa á Grænlandi og nefndi það við kon- una. Ég spurði I sakleysi mínu hvort ekki væri skemmtUegra að afmælisbamið væri á staðnum. „Hafðu ekki áhyggjur af því,“ sagði frúin. „Við sjáum um það.“ Þegar hún sagði „við“ þá átti hún við sjálfa sig og eiginkonu afmæl- isbarnsins. Ég segi ekki að örlög félaga míns séu ráðin. Fátt er þó tU varn- ar hjá honum. Hann hefur sagt mér það aö ekkert sé fýsUegra á þessum tímamótum en ganga á grænlensk fjöll með byssu og skjóta hreindýr. Hann hefur kann- að flug og flutninga á Grænlandi. Hann veit upp á hár hvað veiði- leyfið kostar og hve mörg dýr má feUa. Veiðieðlið ólgar í honum og hann er jafnvel byrjaður að skipu- leggja meðhöndlun á kjötinu og þær veislur sem fylgja í kjölfarið. Á Moldárbökkum En það er sitt hvað draumur og veruleiki. Líklegt þykir mér að góðvinur okkar verði ekki til þess að grænlenskir tarfar týni lífinu þetta árið. Konur sem að honum standa hafa annað í huga. Þær sjá hann fyrir sér á Moldárbökkum í penu selskapi. Það er líkt með grænlensku fjalllendi og Múlasveitinni að lendur þær eiga ekki upp á paU- borðið hjá vinkonunum og eigin- konum okkar drengjanna. Þeim finnst Skálmardalsá í Múlasveit aUs ekki eins seiðandi og Moldá, Dóná eða Rín. Þessari tilfinningu kvennanna verður tæpast breytt. Hún magn- ast heldur með litbæklingaskoðun þar sem getur að líta hvítar strendur, bláan sæ og brúna kroppa. Þótt fjölrituð síða með ferðum Baldurs yfir Breiðafiörð sé lögð fram nær hún engri athygli. Konan siglir á Moldá i huganum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.