Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Blaðsíða 48
56 leikhús menning LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 STÓRA SVI6 KL. 20.00: ÍSLENSKA MAFÍAN eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Lau. 17/2, fáein sæti laus, lau. 24/2, fáein sæti laus, lau. 2/3. LÍNA LANGSOKICUR eftir Astrid Lindgren Sun. 18/2, uppselt, sun. 25/2, fáein sæti laus., sud. 10/3. STÓRA SVIö KL. 20: VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Fös. 23/2, fáein sæti laus, föd. 1/3 aukasýnlngar. Pú kaupir einn miða, færð tvol Saimtarfsverkefni við Leikfélag Reykjavikur: Alheimsleikhúsið sýnir á Litla svlði kl. 20.00: KONUR SKELFA toilet-drama eftir Hlín . Agnarsdóttur. Laud. 17/2, uppselt, fid. 22/2, uppselt, föst. 23/2, uppselt, lau. 24/2, uppseltt, aukasýnlng sund. 25/2, fid. 29/2, örfá sæti laus, föd. 1/3, uppselt, laud. 2/3, uppselt, sud. 3/3, örfá sæti laus. Barflugurnar sýna á Leynibarnum kl. 20.30: BAR PAR eftir Jim Cartwright Lau 17/2 kl. 23.00, uppselt, fös. 23/2, uppselt, lau. 24/2 kl. 23.00, örfá sæti laus, sund. 25/2, uppselt, föd. 1/3, uppselt, laud. 2/3 kl. 23.00. Tónleikaröð L.R. Á STÓRA SVIAI KL. 20.30. LJóðatónleikar Gerðubergs: Kristinn Sigmundsson, Jónas Ingimundarson og Arnar Jónsson. Miðaverð kr. 1.400,- HÖFUNDASMIAJA L.R. LAUGARDAGINN 17. FEBR. KL. 16.00. Einþáttungurinn „Hvernig dó mamma þ(n?“ eftir Ingibjörgu Hjartardóttur, ásamt Tjarnarkvartettinum. Miðaverð kr. 500.- Fyrir börnin: Línu-ópal, Línu-bollr og' Linu-púsluspil. Miðasalan er opín alla daga frá kl. 13-20, nema mánudaga frá kl. 13-17, auk þess er tekið á móti miðapöntunum í síma 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. Fundir Barðstrendingafélagið og Djúp- mannafélagið eru með félagsvist í Koti Barðstrendingafélagsins að Hverfisgötu 105, 2. hæð, laugard. 17. febrúar kl. 14.00. Allir velkomnir. ÞJÓDLEIKHÚSID STÓRA SVIAIA KL. 20.00: ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Fid. 22/2, uppselt, 40. sýning Id. 24/2, uppselt, fid. 29/2, uppselt., 2/3, nokkur sæti laus. GLERBROT eftir Arthur Miller I kvöld næstsíðasta sýning, sud. 25/2, síöasta sýning. DONJUAN eftir Moliére Á morgun, næstsíðasta sýning, föd. 23/2, síðasta sýning. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner í dag, uppselt, á morgun uppselt, Id. 24/2, uppselt, sud. 25/2, uppselt, Id. 2/3, örfá sæti laus, sud. 3/3, örfá sæti laus, Id. 9/3, örfá sæti laus. LITLA SVIAIA KL. 20.30: KIRKJUGARÐSKLÚBBURNN í kvöld, uppselt, sud. 18/2, uppselt, mvd. 21/2, uppselt, föd. 23/2, uppseit, sud. 25/2, örfá sæti laus. Athugið að ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. SMÍAAVERKSTÆAIð KL. 20.00: Leigjandinn eftir Simon Burke f kvöld, örfá sæti laus, sud. 18/2, föd. 23/2, sud. 25/2. Sýnlngin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýnlng hefst. ÁSTARBRÉF með sunnudagskaffinu. kl. 15.00 í Leikhúskjallaranum. Leikendur: Herdís Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. Sud. 18/2 og sud. 25/2. Aðeins þesar tvær sýningar. Cjafakort í leikhús - sígila og skernmtileg gjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Sími miðasölu 551 1200 - Sími skrifstofu 551 1204. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MIAASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! Tilkynningar Breiðfirðingafélagið. Félagsvist verður spiluð sunnudaginn 18. febr. kl. 14.00 i Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14. Kaffiveitingar. Allir vel- komnir. EGILSSTAÐABÆR AUGLÝSIR TIL SÖLU JCB 3D traktorsgröfu, árg. ’90, notaða 6700 vst. Opnanleg framskófla, gafflar, skotbóma, servokerfi. Tvær afturskóflur, ársgömul dekk. Lítur vel út, í góðu lagi. Vel við haldið. Upplýsinggr gefur Björn í síma 471-1490. Bach og Bach Hér á dögunum var gerður að umtalsefni í pistlum þessum gamall og nýr ágreiningur um flutning Guðs orðs í við trúarlegar athafnir og-tekinn upp hanskinn fyrir hinn sungna texta. Nú hefur borist upp í hend- ur okkar á geisladiski enn eitt dæmi um áhrifamikla upphafningu Guðs orðs i tónum. Hér er um að ræða Magnificat eftir J. S. Bach og svo vel vill til að á sama diski er að finna verk um sama efni eftir son hins mikla meistara, Carl Philipp Emanuel Bach. Saman- burður þessara tvegggja verka er fróðlegur, ekki að- eins til að gera mun á fóður og syni heldur einnig vegna þess að þeir tilheyra hvor sínu stíltímabilinu. Johann Sebastian var eins og menn vita æðsti prest- ur barrokksins og einlægur trúmaður. Carl Philipp var hins vegar fylgjandi upplýsingastefnunnar og ekki síður áhugamaður um manninn sjálfan en Guð. Texti Magnificatsins er úr Lúkasarguðspjalli og byggist á ljóðlínum þeim sem María mælir við Elísa- betu frændkonu sína eftir að hafa fengiö boð engilsins um þungunina. Bæði verkin eru fyrir einsöngvara kór og hljómsveit. Þá fer ekki fram hjá neinum hve mikil áhrif frá föðurnum er að finna í tónlist sonar- ins. Að öðra leyti eru verkin ólík. Texti Maríu höfðar til margvíslegra kennda og tilfinninga. Johann Sebastian notar það til hins ýtrasta og atriðin í verki hans ólga af lagrænni gleði þar sem innihald textans er hafið í æðra veldi. Magnificat hans er svo skemmti- lega fjölbreytt og markvisst að segja má að þar sé hvert atriði smellur, svo notað sé orðalag tónlistar- kaupmanna nútímans. Verk Carls Philipps er töluvert einfaldara að gerð. Munar þar mestu að miklu minna fer fyrir kontra- punkti en hjá föður hans. Tónlistin er að mestu í hómófónískum stíl, þar sem athyglin heinist fyrst og fremst að laglínunni og undirleikurinn er tiltölulega einfaldur. Þá verður ekki eins vart hinnar glaðværu trúarlegu einlægni sem tónlist Jóhanns Sebastians einkennist af í ríkum mæli. Þrátt fyrir þetta er verk Carls Philipps prýðilega vel gert og markvisst að flestu leyti. Umsjón Rnnur Tnrfi Stefánsson Diskur sá sem hér er um rætt er gefinn út af Ðeutsche harmonia mundi undir heitinu Baroque Esprit. Ffytjendur era Tölzer drengjakórinn og Colleg- ium Aureum ásamt hópi einsöngvara þar sem meðal annarra er að finna sjálfa Elly Ameling. Stjórnendur eru Gerhard Schmid-Gaden og Kurt Thomas. í magni- ficati Johanns Sebastians syngja drengir sópran- og altsólóin Og gefur það verkinu sérstakan lit þótt óneit- anlega virðist manni það á mörkunum að þeir ráði við þessa erfiðu tónlist. Leikið er á hljóðfæri frá dög- um höfundanna og kemur það sums staðar niður á spilamennskunni. Einkum era það tréblásarar sem eru oft óhreinir. Flutningurinn á diskinum er þannig nokkuð misjafn en margt er þar samt vel gert og verk- in svíkja engan. 1 p - : > "■ * , 1 4 \ Krakkar úr tómstundaklúbbi Vogaskóla fóru að skoða Reykjavíkurhöfn á dögunum og skemmtu sér konunglega. Snjóruðningarnir vöktu þó ekki síð- ur áhuga en athafnalífið við sjóinn. DV-mynd S Einsetinn skóli í Hafnarfirði: Eðlilegt að ræða allar leiðir - segir Björn Bjarnason menntamálaráðherra Bæjarleikhúsið Mosfellsbæ LEIKFÉLAC MOSFELLSSVEITAR sýnir gamanleikinn Deleríum Búbónis eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni í Bæjarleikhúsinu. Sýningar hefjast kl. 20.30. Sunnudaginn 18. febr. Föstudaglnn 23. febr. Sunnudaglnn 25. febrúar. Miðaverð kr. 1200. Miðapantanir í síma 566 7788 allan sólarhringinn. Miðasala í leikhúsi frá kl. 17 sýningardaga. „Ég hef lýst því yfir að ef þetta eru of þröngar skorður fyrir sveitar- félögin árið 2001 megi breyta þessu lagaákvæði. Þetta er bara eitt af þeim málum sem menn þurfa að ræða núna. Nú er að hefjast loka- sennan í þessu máli, það er umræð- an um kostnaðarmálin og þá er eðli- legt að menn ræði allar leiðir í þessu efni,“ segir Bjöm Bjamason menntamálaráðherra. DV hefur greint frá því að nær útilokað sé að bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði takist að einsetja alla grunnskólana í bænum fyrir árið 2001 eins og lög gera ráð fyrir. For- stöðumaður skólaskrifstofunnar í Hafnarfirði, Magnús Baldursson, sagði í samtali við DV að fyrirsjáan- legt væri að einsetningin tæki að minnsta kosti sjö og hálft ár nema ríkið veitti fé í einsetninguna. -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.