Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Blaðsíða 10
10 lauGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 JLJP V Tangódella grípur landann: Höfuð sperrast og fætur flækjast, andardrátturinn verður ör og ein- beitnin skín úr andlitunum. Hátt í tvö hundruð manns hafa á undanförnum misserum dregið fram dansskóna og liðið um gólf Kramhússins í blóðheitum tangó. Bryndís Halldórsdóttir tangókenn- ari segir að della hafi gripið land- ann. „Þetta gengur í bylgjum. Við fundum fyrir vaxandi áhuga í fyrra og núna er áhuginn virkilega mik- ill,“ segir Bryndís. Tangóuppsveifla í Evr- ópu Tangó er í mikilli uppsveiflu í allri Evrópu. Hægt er að dansa tangó á hverju einasta kvöldi á sér- stökum tangóklúbbum í helstu borg- um Evrópu um þessar mundir og fólk flykkist á tangónámskeið. Það eru bæði byrjendur og lengra komnir sem dansa í Kramhúsinu undir handleiðslu Bryndísar xig eig- inmanns hennar, Hany Hadaya. Hany er austurískur, lærður ballett- dansari sem kom fyrst til íslands til að starfa með íslenska dansflokkn- um. „Við fórum upphaflega saman á tangónámskeið og síðan hefur þetta þróast og bæði orðið okkar áhuga- mál og ástríða. Við höfum mikið þróað okkar eigin stíl með æfingum og áhuga og svo hlustum við mikið á þessa tónlist. Það má alveg segja að við séum með þessa tangódellu sem hefur gripið marga sem hafa farið út í þetta,“ segir Bryndís. Bryndisi og Hany dreymir um að fara til Argentínu á sérstakan tangóháskóla þar. Þau fóru til Sviss síðasta sumar þar sem þau lærðu tangó hjá nokkrum af færustu. argentínsku kennurunum sem starfa í Evrópu og sóttu meðal ann- ars tíma hjá kennara frá tangóhá- skólanum. „Þetta var mjög öflugt vikunám- skeið og það var dansað allan sólar- hringinn. Það fór alveg sólarhring- ur í að sofa úr sér á eftir." Kemur innan frá Bryndís segir að tangó sé dans fyrir alla. „Það hefur verið mjög breiður aldurshópur á námskeiðunum hjá okkur þó að persónulega finnist mér tangó ekki vera mikið fyrir unglinga. Mér finnst þetta meira vera fyrir fullorðið, þroskað fólk því tangóinn hefur svo mikla dýpt og dansinn kemur svo mikið innan frá. Unga fólkið er oft mjög, mjög fært tæknilega en það vantar dýptina. Þetta er tilfinningalegur dans og það er oft þannig að fullorðna fólkið á auðveldara með að tjá sig að þessu leyti. Mér finnst óskaplega gaman að sjá fullorðið fólk dansa og finnst mjög gaman að dansa við herra sem eru komnir af yngsta skeiði. Það verður að vera mikil tilfinning í tangónum. Ef hún er ekki þá vantar eitthvað upp á,“ segir Bryndís. Það eru um tíu ár síðan byrjað var að kenna íslendingum tangó í Kramhúsinu. Þá greip um sig tangóæði og stofnaður var tangóklúbbur sem starfaði á Hótel Borg. Síðan kom lægð í starfsemina en núna hefur tangóklúbburinn ver- ið endurvakinn og Reynir Jónasson og Szymon Kuran leika mánaðar- lega fyrir dansi á efri hæðinni á Sól- on íslandus þar sem tangódansarar landsins geta fengið útrás fyrir dansgleðina. Dans gleðikvenna Tangóinn á rætur sínar að rekja til Argentínu en í dansinum bland- ast áhrif frá mörgum löndum, með- al annars frá Afriku. Byrjað var að dansa tangó um miðja 19. öld í und- irheimúm og næturklúbbum Buen- os Aires, höfuðborgar Argentínu. Dansinn þótti í upphafi frekar vera Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya kenna íslendingum að dansa tangó. fyrir fólk af lægri stéttum og sér- staklega var litið niður til þeirra kvenna sem hann dönsuðu. Það þótti ekki sæma nema gleðikonum af verstu sort að dansa tangó. Náin snerting Tangóinn olli byltingu á sínum tíma vegna þess hversu nálægðin er mikil á milli dansaranna sem verð- ur til þess að fólk snertist mjög náið. Vegna alls þessa þótti tangóinn mjög djarfur. Um 1910 berst tangóinn til Evr- ópu og þar grípur um sig algjört tangóæði. í nokkur ár var ekki tal- að um annað, skrifað um annað eða sungið um annað og tangó var dans- aður á hverju horni. Þetta tangóæði hófst í París. Sag- an segir að eitt sinn hafi ungur, myndarlegur, ríkur og glæsilegur argentínskur rithöfundur, Ricardo Gúiraldes, verið staddur á nætur- klúbbi þar sem beðið var um að gestirnir sýndu eitthvað sem væri einkennandi fyrir þeirra þjóð, ann- aðhvort söng eða dans. Gúiraldes, sem lýst er sem djörf- um glaumgosa frá Buenos Aires, stóð upp, valdi sér unga konu úr áhorfendahópnum og byrjaði að dansa við hana. Hann fann að hún fylgdi honum vel eftir og gekk þá lengra og lengra. Áhorfendur féllu í stafi og ekki var aftur snúið. Bannaður af páfa Tangóinn breiddist síðan hratt út um Evrópu, til London, Rómar og víðar. Þar kom að páfanum ofbauð þessi djarfi dansi og hann bannaði tangóinn árið 1914. í Evrópu dönsuðu allir tangó, ekki bara lágstéttin. Tangóæðið barst svo aftur til Argentínu þar í villtri tangósveiflu. sem það varð smám saman viður- kennt að hástéttin mætti dansa tangó líka og þar náðu vinsældir dansins hámarki um 1930. Eftir það kom mikil lægð og á eftirstríðsárun- um voru uppi vangaveltur um hvort dansinn væri endanlega dauður. Það er síðan ekki fyrr en eftir 1960 að tangóinn rís upp frá dauðum með nýjum hljómsveitum sem fara að spila tango nuevo eða hinn nýja tango. Þar er einna fremstur í flokki, Astor Piazzolla frá Argent- ínu, sem kom með meiri dramatík og tilfinningar inn í tónlistina og samdi stór konsertverk. Bryndís segir að oft hafi þótt mjög erfitt að dansa við þessa mús- ík sem var frekar eins og klassísk músík en dansmúsík. En á þessum tíma spruttu líka upp danshljóm- sveitir eins og Sexteto Mayor sem sló svo rækilega í gegn að hún var bókuð mörg ár fram í tímann. Rifist um hvað er rátt Að sögn Bryndísar er nú aftur farið að dansa tangóinn eins og gert var í upphafi. Kennarar frá Argent- ínu eru smám saman að færa dans- inn nær upprunanum en nýju áherslurnar leyni sér þó ekki. „Gamli tangóinn var meira bara gönguspor. í hinum nýja varð mikil dramatík og kannski erótík. Bland- an af þessu núna er að grunnurinn er notaður en með alls konar fóta- flækjum. Síðan eru auðvitað mjög skiptar skoðanir um þetta allt sam- an og menn rífast um það alveg fram í rauðan dauðann hvað sé hinn eini sanni tangó," segir Bryn- dís. -ból Tangó þótti á sínum tíma mjög djarfur vegna þess hve dansararnir snertast náið og var dansinn bannaður af páfa. DV-myndir Teitur Blóðheitur og diarfur dans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.