Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Blaðsíða 33
enning LAUGARDAGUR 17. FEBRUAR 1996 Kaffileikhúsið: kraftmikil starfsemi og fjörlegt innlegg í leik- listarflóruna. Menningarverðlaun DV 1996: Kristbjörg Kjeld: ógleymanleg túlkun í hlutverki Möllu, móð- urinnar í leikriti Jims Cartwright, Taktu lagið Lóa. Sex tilnefningar í Óperan Rodymenia Palmata hjá leikhúsinu Frú Emelía: sterk og hrífandi sýning sem fékk andann til að skoppa í hæðir. Sigurður Sigurjónsson: sterk persónusköpun og heilsteypt túlkun í hlutverki Filips Gellburg í Glerbrotum Arthurs Miller. Leikmynd og búningar í Stakkaskiptum: sterk heildaráhrif hjá Þórunni S. Þorgrímsdóttur. Dómnefnd um leiklist hefur kom- ist að niðurstöðu um sex tilnefning- ar til Menningarverðlauna DV sem afhent verða yfir málsverði í Þing- holti, Hótel Holti, fimmtudaginn 22. febrúar nk. Tilnefningar í leiklist eru eftirfarandi: Starfsemi Kaffileik- hússins, Kristbjörg Kjeld leikari, Ólafia Hrönn Jónsdóttir leikari, óperan Rhodymenia Palmata hjá Frú Emelíu, Sigurður Sigurjónsson leikari og búningar og leikmynd Þórunnar S. Þorgrímsdóttur í Stakkaskiptum. Menningarverðlaun DV eru veitt fyrir markverða atburði og sérstakt framtak í sjö listgreinum á árinu 1995: myndlist, bókmenntum, list- hönnun, kvikmyndum, byggingar- list, tónlist og leiklist. Tilnefningar í leiklist eru síðastar til að birtast í blaðinu. Fyrst voru tilnefningar í myndlist kynntar 8. febrúar, í bók- menntum 12. febrúar, í listhönnun 14. febrúar, í kvikmyndum 15. febrúar og í tónlist og byggingarlist í DV í gær, 16. febrúar. í dómnefnd um leiklist eiga sæti Auður Eydal, leiklistargagnrýnandi DV, Sigurður A. Magnússon rithöf- undur og Jórunn Th. Sigurðardótt- ir, leikari og dagskrárgerðarmaður. Hér á eftir gerir nefndin grein fyrir tilnefningum sínum: Kaffileikhúsið er tilnefnt til verðlauna fyrir kraftmikla starf- semi og fjörlegt innlegg í leiklistar- flóruna. Leikhúsið, þó ungt sé, hef- ur skipað sér sess og staðið fyrir nýju landnámi í listalifi höfuðborg- arinnar. Starfsemin er ekki hefð- bundin, andrúmsloftið afslappað, og kannski einmitt þess vegna hefur tekist að ná til margra, sem annars eiga ekki oft leið í leikhús. Verkefn- in hafa verið fjölbreytt, gaman og al- vara í bland og öll birtingarform lif- _andi tiáningar hafa fengið þarna inni, tónlist og bókmenntir ekkert síður en leiklistin. Af eftirminnlegum uppfærslum má minna á Kennslustundina eftir Ionesco, þar sem Gísli Rúnar Jóns- son fór á kostum í hlutverki prófess- orsins. Kristbjörg Kjeld, leikari, er til- nefnd fyrir ógleymanlega túlkun í hlutverki Möllu, móðurinnar í leik- riti Jims Cartwright, Taktu lagið Lóa. Kristbjörg hefur sýnt það og sannað á undanfornum árum, að hún er óhrædd við að takast á við ögrandi verkefni, sem gera nýjar og stórar kröfur tU listamannsins. Með því að ganga sjálf heil og óskipt inn í heim Möllu tókst henni að leiða áhorfandann með sér inn að innstu kviku persónunnar og láta hann skynja sársaukann, sem allan tím- ann gekk hönd í hönd við gaman- semina í verkinu. Þess má geta að Kristbjörg var einnig tUnefnd tU Menningarverðlauna DV í leiklist í fyrra. Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leik- ari, er eins og Kristbjörg tilnefnd fyrir leik sinn í uppsetningu Þjóð- leikhússins á Taktu lagið Lóa. í tit- ilhlutverkinu snerti hún við hverj- um einasta áhorfanda með persónu- lýsingu, sem var ákaflega faUega og næmlega unnin. Lóa er hæglát stúlka, sem býr við nánast óbærileg- ar aðstæður og til að halda út, býr hún sér til draumaveröld. Ólafia sýndi í þessu hlutverki framúrskar- andi leikhæfileika, þar sem svip- brigði og fas sögðu meira en mörg orð og söngurinn varð enn eitt af tjáningarformum listamannsins, Rodymenia Palmata, sýning leikhúss Frú Emilíu á óperu Hjálm- ars H. Ragnarssonar, Rodymenia palmata er tilnefnd til leiklistar- verðlauna. Þetta var svanasöngur frúarinnar í Héðinshúsinu. Guðjón Pedersen var leikstjóri, Hafliði Arn- grimsson dramatúrg og Gretar Reynisson höfundur leikmyndar. Texti óperunnar er samnefndur kvæðabálkur Halldórs Laxness og Hjálmar leysir úr læðingi áður óþekkt element í ljóðunum með yndislegum tónskáldskap. Sýningin var hrein og tær í einfaldleik sín- um. Hún skapaði eina af þessum fá- gætu stundum í leikhúsinu, sem fær andann til að skoppa í hæðir, sterk og hrifandi. Uppsetningin einkenndist af þeirri hind, sem löngum hefur fylgt starfi þeirra félaga hjá Frú Emilíu. Hún var persónuleg, sterk og áhrifa- mikil, en þó fyrst og fremst trú við- fangsefninu. Sigurður Sigurjónsson, leikari, er tilnefndur fyrir hlutverk sitt í leikriti Arthurs Miller, Glerbrot. í hugum margra er hann einn af uppáhaldsgamanleikurum þjóðar- innar. En hann lumar á fleiru eins og sést best þegar hann tekur ham- skiptum og leikur hádramatískt hlutverk Filips Gellburg í leikrit- inu. Hann er tilnefndur fyrir sterka persónusköpun og heilsteypta túlk- un í hlutverki manns, sem stendur frammi fyrir uppgjöri, þegar hann þarf að horfast í augu við óvæntar aðstæður og átök í lífi sínu. Mann- lýsingin kemur innan frá, gegnum- heil, og samleikur þeirra Guðrúnar S. Gísladóttur er feikn vel unninn og áhrifamikill. Ekki sakar að minna á annað leikafrek Sigurðar í lok árs, þar sem hann rær á öllu kunnuglegri mið í hlutverki Sganarelle í uppfærslu Þjóðleikhússins á Don Juan og ferst það einnig listavel. Þórunn S. Þorgrímsdóttir er til- nefnd til verðlauna fyrir leikmynd og búninga í sýningu Þjóðleikhúss- ins á Stakkaskiptum eftir Guðmund Steinsson. Þórunn vakti í upphafi ferils síns mikla athygli fyrir leik- ' myndina í Stundarfriði eftir sama höfund og í Stakkaskiptum er þráð- urinn spunninn áfram. Leikmyndin ásamt búningum býr yfir sterkum heildaráhrifum, glæsileg í mynd- rænni byggingu og útfærslu. Bæði verkin fjalla um firringu manneskjunnar í heimi tæknifram- fara og ofurfjölmiðlunar. í samræmi við það var tækni áhrifamesta fjöl- miðils nútímans, sjónvarpsins, beitt í formi skyggna og myndbanda við myndræna útfærslu Stakkaskipta. Þessi viðbótarþáttur leikmyndar- innar ásamt frumlegum búningum styrkti áhrif sýningarinnar í sam- ræmi við innihald verksins. Einn þessara aðila mun síðan hljóta Menningarverðlaun DV í leiklist. -bjb „Mér Ifður allri mikið betur“ „Ég var alltaf með bjúg á fótunum en eftir að égfór að taka fjallagrasahylkin reglulega hefur hann nánast horfið. Meltingin er betri, brjóstsviði heyrir sögunni til og mér finnst mér líða allri mikið betur. “ Edda er meðal þeirra fjölmörgu sem hefur uppgötvað hvað Fjallagrasahylki hafa góð áhrif á meltingu, asma, bjúg, brjóstsviða og almennt heilsufar. Fjallagrasahylkin og aðrar heilsuvörur frá íslenskum fjallagrösum hf. byggja á áralöngum rannsóknum og eru framleiddar undir ströngu gæðaeftirliti. Fjallagrasahylkin innihalda a.m.k. 5% fléttusýrur. Fæst í heilsubúðum, apótekum og heilsuhillum stórmarkaða. ÍSLENSK FjALLAGRÖS H F. t' ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.