Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Blaðsíða 38
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 JLÍ"V 46 (þróttir Eydís Konráðsdóttir, sunddrottning úr Keflavík, leggur gífurlega hart að sér til að ná settu marki fyrir stærstu íþróttahátið heims- ins í sumar en þá verða haldnir sumarólymp- íuleikarnir í Atlanta í Bandaríkjunum. Eydís gefur ekkert eftir í baráttunni við að ná lágmarkinu sem krafist er af sundmanni í 100 metra flugsundi. íþróttamaður sem ætlar sér eitthvað í íþrótt sinni þarf á óhemju mikl- um sjálfsaga að halda og þá ekki síst í einstak- lingsíþrótt þar sem íþróttamaðurinn treystir á engan nema sjálfan sig. í gegnum tíðana hafa íslendingar oft átt sterka sundmenn sem þeir hafa verið stoltir af. Frá því að íþróttafréttamenn hófu að velja íþróttamann ársins 1956 hafa þrír sundmenn hreppt þennan titil sem alla íþróttamenn dreymir um. Guðmundur Gíslason hreppti hann fyrstur, síðan var komið að Eðvarði Þór Eðvarðssyni og loks Ragnheiði Runólfsdóttur. Eftir að Ragnheiður hætti æfingum og keppni varð bakslag í sundinu en til að íþrótt verði sem mest í sviðljósinu verður hún að eiga íþróttamenn sem skara fram úr. Ekki leið á löngu þar til sundið var aftur komið í umræðuna. Ungir og efnflegir sund- menn komu smám saman fram í sviðsljósið og eiga eftir að verða fleiri á næstunni. Uppbygg- ingin innan sundsins á síðustu árum er farin að skfla sér þótt ótrúlegt megi virðast. Sundmenn hér búa við aðstæður sem eng- inn sundmaður úti í hinum stóra heimi myndi láta bjóða sér í dag. íslenskir sund- menn stæðu örugglega enn framar ef eðlileg- ar aðstæður væru fyrir hendi. Ekkert bendir til að þær batni á næstu árum miðað við síð- ustu ákvarðanir yfirvalda. Eydís Konráðsdóttir, sem æft hefur sund frá sjö ára aldri og hélt upp á 18 ára afmæli sitt i gær, hefur með ómældri vinnu og sjálfs- aga komið sér á fremsta bekk sundmanna á íslandi. Tár og sviti hafa örugglega fallið til að ná þessum árangri. Eydís hefur ekki á síðustu mánuðum setið með hendur í skauti. Hún æfir gífurlega þessa dagana því hún á ekki langt í land með að ná lágmarkinu í 100 metra sem hún stefnir að að keppa í á ólympíuleik- unum í sumar. Ég ætla að klára dæmið DV lék forvitni á að spyrja Eydísi hvað hún æfði mikið á dag og eins hvort hún væri bjartsýn á að ná lágmarkinu fyrir ólympíuleikana. „Ég er nýkomin heim frá Þýskalandi þar sem ég æfði og keppti. Eftir heimkomuna var þráðurinn tekinn upp að nýju og daglega er ég að synda í kringum 10 kOómetra. Þegar ég er heima í Keflavík byrja ég að æfa klukkan sex á morgnana en annars klukkan átta þegar ég æfi í Reykjavík. Síðan taka við æfingar aftur seinni part dagsins. Auðvitað er þetta mikil vinna en hún er hiklaust þess virði. Úr þessu verður ekki aftur snúið og ég ætla að klára dæmið. Ég ætla hið minnsta ekki að hlaupa frá hálfkláruðu verki. Ég æfi undir hand- leiðslu Þjóðverjans Martins Rademachers og ég er mjög ánægð með að hafa hann. Ég treysti honum fuUkomlega og myndi fylgja honum hvert sem er blindandi,” sagði Eydís í spjallinu við DV, nýkomin af morgunæfingu, í vikunni. Bróðirinn stefnir einnig á ólympíuleikana Magnús, bróðir Eydísar, æfir einnig með systur sinni alla daga. Hann er í hópi bestu sundmanna landsins og stefnir að sama marki og Eydís; að ná lágmarkinu fyrir ólympíuleik- ana í sumar. Magnús er i 1.5 sekúndur frá lág- markinu í 100 metra bringusundi. Eydís var bjartsýn fyrir hönd bróður síns og spáði því að hann myndi ná lágmarkinu í tæka tíð. „Ég hef lengi stefnt að ólympíuleikunum í Atlanta. Á Evrópumeistaramótinu í Vínar- borg í fyrra gerði ég mér fyrir alvöru það ljóst að ég ætti möguleika á að ná lágmark- inu. Islandsmet mitt í 100 metra flugsundi er 1:03,38 mínútur en lágmarkið er 1:03,18 mínút- ur.” Eydís sagði ekki ákveðið enn hvenær hún reyndi við lágmarkið næst. Það er þó fastá- kveðið að hún taki þátt í mótum í Cannes og Mónakó í endaðan maí og byrjun júní. Verið er að finna mót fyrr en það kemur ekki alveg strax í ljós. Eydís er aðeins 20 sekúndubrotum frá lágmarkinu og ef fram heldur sem horfir er aðeins spursmál um vikur hvenær Eydis brýt- ur múrinn. Fá mót eru hérlendis á næstunni og þá ekki nema í 25 metra laugum en lág- markinu verður að ná í 50 metra laug. Meist- aramót íslands verður í Eyjum í apríl og sagði Eydís að hún stefndi að sjálfsögðu að þátttöku þar. - Nú fer gríðarlegur tími 1 æfingar. Þetta hlýtur að bitna á ýsmum hlutum eins og t.d. skólagöngu þinni? „Það er góður skilningur á þessum málum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem ég er við nám. Á þessari vorönn hef ég frjálsa mæt- ingu og eins stunda ég nokkra áfanga utan- skóla. Það er ekki lítið atriði að hafa þennan skilning skólayfirvalda en það er alveg ljóst að ég gæti þetta ekki öðruvísi. Það hjálpar mér einnig í þessu sambandi að ég hef alltaf átt gott með að læra. Fyrst ég þarf alltaf að vakna snemma á morgnana þurfa dagarnir að vera vel skipu- lagðir. Ég segi að ég fer oftast nær snemma að sofa en ekki alltaf. Stundum geri ég undan- tekningu og legg því bara harðar að mér á æf- ingu daginn eftir.” _ Nú eiga margir íþróttamenn sér fyrir- myndir í íþróttinni. Áttu einhverja slíka? Já, ég get ekki leynt því að ég á nokkrar slikar. Þær eru danska stúlkan Nette Jakobsen, sú þýska Fransizka van Almsick og Krisztina Egerszeki frá Ung- verjalandi. Þetta eru allt frábæarar sund- konur. Það hefur komið fyrir að ég hef keppt á sama sundmóti og þær,” sagði Eydís. Vantar yfirbyggða keppnislaug _ Nú er Ijóst að ekkert verður af bygg- ingu yfirbyggðrar 50 metra sundlaugar á næstunni. Eru það ekki vonbrigöi fyrir sundmenn á íslandi að þurfa að búa við sama ástand áfram? Jú, því er ekki að leyna að það urðu sund- mönnum mikil vonbrigði að ekki verði af byggingu hennar. Ég átti satt best að segja ekki von á því að yfirbyggð sundlaug myndi rísa. Þetta var of gott til að vera satt. Það hef- ur í mörg ár öllu fögru verið lofaö í sambandi við þessa byggingu en öll loforð hafa að engu orðið. Fyrst ekki verður af byggingu laugar- innar í tengslum við Smáþjóðaleikana sé ég hana varla rísa í náinni framtíð. Það er slæmt mál en með betri aðstöðu kæmu fleiri til að æfa sundið. Um leið myndum við eignast fleiri góða sundmenn. Þetta aðstöðuleysi teygir anga sína víða,” sagði Eydís Konráðs- dóttir. -JKS II . Þjóöverjinn Martin Redemacher er þjálfari systkinanna, Eydísar og Magnúsar. Hér gefur hann þeim góð ráð á æfingu í Keflavík í vikunni sem leið . Það verður í nógu að snúast hjá þeim á næstunni í baráttunni við lágmörkinni fyrir Ólympíuleikana í Atlanta í sumar. DV-MYND Ægir Már er þess ■ *"FF viroi - segir Eydís Konráðsdóttir sem syndir tíu kílómetra á dag Besti sundmaður landsins stefnir ákveðið á ólympíuleikana í Atlanta: „Þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.