Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Blaðsíða 53
•; LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 Bubbi Morthens flytur gömul og ný lög. Bubbi á Tveimur vinum Það verður hátíð í bæ á Tveimur vinum í kvöld en þá mun stíga á stokk einn dáðasti tónlistarmaður okkar, Bubbi Morthens, og hefja upp raust sína. Munu tónleikar hans hefj- ast kl. 23.00. Tónleikar Bubbi Morthens er einn þeirra. sem óþarft er að kynna. Sjálfsagt hefur enginn íslenskur tónlistar- maður selt jafn margar plötur á heimaslóðum og hann og er skemmst að minnast plötu hans sem kom út fyrir jól þar sem hann söng lög sem frændi hans, Haukur Morthens, hafði sungið inn á plötu. í kvöld mun Bubbi flytja gömul og ný lög og rabbar örugglega við gesti inn á milli laga, eins og honum er einum lagið. Skipta laun kennara einhverju máli? Málþing undir yfirskriftinni: Skipta laun kennara einhverju máli? verður haldið í dag kl. 13 til 17 að Lóni við Hrísalund á Akureyri. Aðalfundur HÍN Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræðifélags verður hald- inn í dag kl. 14 í stofu 101 í Odda. Söngprófstónleikar Birna Ragnarsdóttir sópran lýkur síðasta hluta prófs úr átt- unda stigi söngdeildar með tón- leikum í sal Nýja tónlistarskól- ans á morgun kl. 17. Tónleikarn- ir eru öllum opnir og eru án Samkomur gjalds. Birna hefur verið nem- andi hjá Sigurði Demetz fyrst og síðan hjá Alinu Dubik. Bollukaffi og aðalfundur Átthagafélag Vestmannaey- inga á Reykjavíkursvæðinu verður með bollukaffi og aðal- fund í Akoges- salnum, Sigtúni 3, á morgun kl. 14.30. Opið hús hjá Bahá'íum Bahá’íar eru með opið hús að Áifabakka 12 í Mjódd í kvöld kl. 20.30. Félag eldri borgara í Reykjavík Sveitakeppni í brids í Risinu kl. 13 á morgun og félagsvist kl. 14. Dansað í Goðheimum kl. 20 annað kvöld. Gengið AÍmennt gengi LÍ nr. 35 16. febrúar 1996 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 66,160 66,500 67,300þþ Pund 101,890 102,410 I01,150þþ Kan. dollar 47,890 48,190 48,820þþ Dönsk kr. 11,6480 11,7100 11.6830Þ Norsk kr. 10,3110 10,3670 10,3150þ Sænsk kr. 9,5550 9,6070 9,5980þ Fi. mark 14,4150 14,5000 14,7830þ Fra. franki 13,0810 13,1560 13,l390þ Belg. franki 2,1897 2,2029 2,1985þ Sviss. franki 55,1800 55,4800 55,5000þ Holl. gyllini 40,1900 40,4300 40,3500þ Þýskt mark 45,0500 45,2800 45,1900þ It. líra 0,04174 0,04200 0,04194 Aust. sch. 6,4020 6,4410 6,4290þ Port. escudo 0,4331 0,4357 0,4343þ Spá. peseti 0,5344 0,5378 0,5328þ Jap. yen 0,62450 0,62820 0,63150 Irskt pund 104,810 105,460 104,990þþ SDR 96,82000 97,40000 97,83000 ECU 82,6400 83,1400 82,6300þ Simsvari vegna gengisskráningar 5623270 Urkomulítið sunnan til í dag verður norðan- og norðaust- anátt á landinu, hvöss á Vestfjörð- um fram yfir hádegi en annars stinningskaldi eða allhvasst. Um landið norðanvert verður éljagang- Veðrið í dag ur eða snjókoma en skýjað með köfl- um og úrkomulítið sunnan til. í kvöld lægir. í nótt verður suðaust- angola eða kaldi og dálítil él um landið sunnan og vestanvert en skýjað með köflum norðaustan til. í dag verður hiti nálægt frostmarki um landið sunnanvert en frost á bil- inu 0 til 5 stig norðan til. í nótt kóln- ar heldur. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðan og norðvestan stinn- ingskaldi eða allhvasst og él fram að hádegi en síðan skýjað með köflum. Minnkandi norðanátt í kvöld. Aust- an gola eða kaldi í nótt. í dag verð- ur hiti nálægt frostmarki en frost á bilinu 1 til 4 stig í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 18.03. Sólarupprás á morgun: 9.18. Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.34. Árdegisflóð á morgun: 05.04 Heimild: Almanak Háskólans. Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri snjóél 0 Akurnes skýjaö 1 Bergsstaðir rigning 1 Bolungarvík snjóél -3 Egilsstaðir snjókoma -0 Keflavíkurflugv. léttskýjaö 1 Kirkjubkl. léttskýjaó 1 Raufarhöfn slydda 1 Reykjavik léttskýjaó 1 Stórhöfði skýjaó 3 Helsinki alskýjað -2 Kaupmannah. Ósló snjókoma -4 Stokkhólmur skýjað 1 Þórshöfn slydda 3 Amsterdam rign. á síö.klst. 6 Barcelona mistur 9 Chicago alskýjaó 9 Frankfurt rigning 2 Gldsgow skúr á síó.klst. 6 Hamborg rigning og súld 5 London skýjað 10 Los Angeles þokumóóa 15 Lúxemborg súld 1 París skýjað 7 Róm léttskýjáö 2 Mallorca skýjað 12 New York alskýjaö -4 Nice léttskýjaó 13 Nuuk skýjaó -4 Orlando rigning 17 Vín snjóél á síð.kls. 3 Washington snjókoma -1 Winnipeg heiðskirt -22 Næturgalinn, Kópavogi: Greip á Galanum Kópavogur getur ekki státað af miklu skemmtanalífl á kvöldin bg er skemmtistaðurinn Næturgalinn likast til eini staðurinn í Kópa- vogi, sem býður upp á dans og lif- andi tónlist um helgar, en Nætur- galinn er staðsettur að Smiðjuvegi 14. í gærkvöldi lék hljómsveitin Greip fyrir gesti staðarins og hún mun einnig leika í kvöld. Um er að ræða funm manna hljómsveit, sem leikur fjölbreytta tónlist, sem inni- heldur létt og þekkt lög sem flestir kannast við. Skemmtanir „Stundvísum“ gestum, eða þeim sem mæta á bilinu 22.00 til 24.00, býður staðurinn upp á óvæntan glaðning. Það má gera sér fleira tO dundurs á Næturgalanum en að skemmta sér yfir lifandi tónlist. Staðurinn er með breiðtjald, þar sem allir helstu íþróttaviðburðir eru sýndir, og er oft sýnt beint frá íþróttaviðburðum um allan heim. Greip er fimm manna hljómsveit sem skemmtir á Næturgalanum í kvöld. mmmmmmmmmmmammsi Myndgátan Lausn á gátu nr. 1446: Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi dagsðnn « Janet Leigh og John Gavin leika elskendur í Psycho. Tvær Hitchcock- myndir Hreyfímyndafélagið sýnir tvær , kvikmyndir eftir meistara Hit- | chcock um helgina í Háskólabíói, j en Alfred Hitchcock er einn | þekktasti og virtasti kvikmynda- I leikstjóri þessarar aidar og ferill hans spannaði fimmtíu ár. Foreign Correnspondent (1940) er ekki ein af þekktustu myndum meistarans, þótt gagn- j rýnendur hafi ekki haídið vatni | yfir henni í gegnum tíðina. Mynd- in gerist 1939 og er njósnamynd um bandarískan blaðamann, sem 0 staddur er í Evrópu til að athuga ; hvort heimsstyrjöld vofi yfir. Hann kemst á snoöir um ráða- gerð nasista um að ræna hol- I lenskum ræðismanni sem er að reyna stuöla að friði. Mörg eftir- minnileg atriði eru í myndinni, 0 t.d. flugslysið og vindmylluatrið- 1 ið. Kvikmyndir Psycho gerði hvorki meira né | minna en að breyta kvikmynda- sögunni og er hún af mörgum tal- in mesta spennumynd sem gerð 0 hefur verið. Hitchcock braut öll þau boð og bönn sem lögð höföu | verið fyrir framleiðendur spennu- | mynda og lét áhorfendur heldur [ betur finna fyrir því hvernig það j er að bregða. Psycho verður á 0 miðnætursýningu í kvöld og For- eign Correspondent kl. 11 sunnu- | dags- og mánudagskvöld. Nýjar myndir Háskólabíó: Farinelli Laugarásbíó: Skólaferðalagið Saga-btó: Dumbo-aðgerðin Bíóhöllin: Eitthvað til að tala um Bíóborgin: Heat Regnboginn: Fjögur herbergi Stjörnubíó: Körfuboltadagbæk- urnar Bikarmót og meistaramót í fimleikum Það verður að venju mikið um að vera í íþróttum um helgina og er keppt í mörgum íþróttagrein- um. Það verður strembin helgi hjá okkar besta fimleikafólki en tvö mót verða bæði í dag og á morgun en bæði mótin fara fram í íþróttahúsinu í Digranesi og er það Gerpla sem sér um fram- kvæmdina. í dag fer fram bikarmót kl. 11.30 með keppni í fjórða þrepi og kl. 14.00 hefst svo keppni í 3. þrepi. Fimm félög senda lið í keppnina en þau eru frá Ár- manni, Gerplu, Gróttu, Keflavík Iþróttir og Stjörnunni. Á morgun fer síð- an fram meistaramót og þar keppa einungis þeir keppendur sem hafa ná ákveðnum stiga- fjölda. Hefst það mót kl. 14.10. Það verður mikið um að vera í handboltanum um helgina og verður í dag og á morgun keppt í 1. deild karla og kvenna og eru margir leikir á dagskrá sem fyr- ir fram má búast við að verði spennandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.