Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Qupperneq 33
enning LAUGARDAGUR 17. FEBRUAR 1996 Kaffileikhúsið: kraftmikil starfsemi og fjörlegt innlegg í leik- listarflóruna. Menningarverðlaun DV 1996: Kristbjörg Kjeld: ógleymanleg túlkun í hlutverki Möllu, móð- urinnar í leikriti Jims Cartwright, Taktu lagið Lóa. Sex tilnefningar í Óperan Rodymenia Palmata hjá leikhúsinu Frú Emelía: sterk og hrífandi sýning sem fékk andann til að skoppa í hæðir. Sigurður Sigurjónsson: sterk persónusköpun og heilsteypt túlkun í hlutverki Filips Gellburg í Glerbrotum Arthurs Miller. Leikmynd og búningar í Stakkaskiptum: sterk heildaráhrif hjá Þórunni S. Þorgrímsdóttur. Dómnefnd um leiklist hefur kom- ist að niðurstöðu um sex tilnefning- ar til Menningarverðlauna DV sem afhent verða yfir málsverði í Þing- holti, Hótel Holti, fimmtudaginn 22. febrúar nk. Tilnefningar í leiklist eru eftirfarandi: Starfsemi Kaffileik- hússins, Kristbjörg Kjeld leikari, Ólafia Hrönn Jónsdóttir leikari, óperan Rhodymenia Palmata hjá Frú Emelíu, Sigurður Sigurjónsson leikari og búningar og leikmynd Þórunnar S. Þorgrímsdóttur í Stakkaskiptum. Menningarverðlaun DV eru veitt fyrir markverða atburði og sérstakt framtak í sjö listgreinum á árinu 1995: myndlist, bókmenntum, list- hönnun, kvikmyndum, byggingar- list, tónlist og leiklist. Tilnefningar í leiklist eru síðastar til að birtast í blaðinu. Fyrst voru tilnefningar í myndlist kynntar 8. febrúar, í bók- menntum 12. febrúar, í listhönnun 14. febrúar, í kvikmyndum 15. febrúar og í tónlist og byggingarlist í DV í gær, 16. febrúar. í dómnefnd um leiklist eiga sæti Auður Eydal, leiklistargagnrýnandi DV, Sigurður A. Magnússon rithöf- undur og Jórunn Th. Sigurðardótt- ir, leikari og dagskrárgerðarmaður. Hér á eftir gerir nefndin grein fyrir tilnefningum sínum: Kaffileikhúsið er tilnefnt til verðlauna fyrir kraftmikla starf- semi og fjörlegt innlegg í leiklistar- flóruna. Leikhúsið, þó ungt sé, hef- ur skipað sér sess og staðið fyrir nýju landnámi í listalifi höfuðborg- arinnar. Starfsemin er ekki hefð- bundin, andrúmsloftið afslappað, og kannski einmitt þess vegna hefur tekist að ná til margra, sem annars eiga ekki oft leið í leikhús. Verkefn- in hafa verið fjölbreytt, gaman og al- vara í bland og öll birtingarform lif- _andi tiáningar hafa fengið þarna inni, tónlist og bókmenntir ekkert síður en leiklistin. Af eftirminnlegum uppfærslum má minna á Kennslustundina eftir Ionesco, þar sem Gísli Rúnar Jóns- son fór á kostum í hlutverki prófess- orsins. Kristbjörg Kjeld, leikari, er til- nefnd fyrir ógleymanlega túlkun í hlutverki Möllu, móðurinnar í leik- riti Jims Cartwright, Taktu lagið Lóa. Kristbjörg hefur sýnt það og sannað á undanfornum árum, að hún er óhrædd við að takast á við ögrandi verkefni, sem gera nýjar og stórar kröfur tU listamannsins. Með því að ganga sjálf heil og óskipt inn í heim Möllu tókst henni að leiða áhorfandann með sér inn að innstu kviku persónunnar og láta hann skynja sársaukann, sem allan tím- ann gekk hönd í hönd við gaman- semina í verkinu. Þess má geta að Kristbjörg var einnig tUnefnd tU Menningarverðlauna DV í leiklist í fyrra. Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leik- ari, er eins og Kristbjörg tilnefnd fyrir leik sinn í uppsetningu Þjóð- leikhússins á Taktu lagið Lóa. í tit- ilhlutverkinu snerti hún við hverj- um einasta áhorfanda með persónu- lýsingu, sem var ákaflega faUega og næmlega unnin. Lóa er hæglát stúlka, sem býr við nánast óbærileg- ar aðstæður og til að halda út, býr hún sér til draumaveröld. Ólafia sýndi í þessu hlutverki framúrskar- andi leikhæfileika, þar sem svip- brigði og fas sögðu meira en mörg orð og söngurinn varð enn eitt af tjáningarformum listamannsins, Rodymenia Palmata, sýning leikhúss Frú Emilíu á óperu Hjálm- ars H. Ragnarssonar, Rodymenia palmata er tilnefnd til leiklistar- verðlauna. Þetta var svanasöngur frúarinnar í Héðinshúsinu. Guðjón Pedersen var leikstjóri, Hafliði Arn- grimsson dramatúrg og Gretar Reynisson höfundur leikmyndar. Texti óperunnar er samnefndur kvæðabálkur Halldórs Laxness og Hjálmar leysir úr læðingi áður óþekkt element í ljóðunum með yndislegum tónskáldskap. Sýningin var hrein og tær í einfaldleik sín- um. Hún skapaði eina af þessum fá- gætu stundum í leikhúsinu, sem fær andann til að skoppa í hæðir, sterk og hrifandi. Uppsetningin einkenndist af þeirri hind, sem löngum hefur fylgt starfi þeirra félaga hjá Frú Emilíu. Hún var persónuleg, sterk og áhrifa- mikil, en þó fyrst og fremst trú við- fangsefninu. Sigurður Sigurjónsson, leikari, er tilnefndur fyrir hlutverk sitt í leikriti Arthurs Miller, Glerbrot. í hugum margra er hann einn af uppáhaldsgamanleikurum þjóðar- innar. En hann lumar á fleiru eins og sést best þegar hann tekur ham- skiptum og leikur hádramatískt hlutverk Filips Gellburg í leikrit- inu. Hann er tilnefndur fyrir sterka persónusköpun og heilsteypta túlk- un í hlutverki manns, sem stendur frammi fyrir uppgjöri, þegar hann þarf að horfast í augu við óvæntar aðstæður og átök í lífi sínu. Mann- lýsingin kemur innan frá, gegnum- heil, og samleikur þeirra Guðrúnar S. Gísladóttur er feikn vel unninn og áhrifamikill. Ekki sakar að minna á annað leikafrek Sigurðar í lok árs, þar sem hann rær á öllu kunnuglegri mið í hlutverki Sganarelle í uppfærslu Þjóðleikhússins á Don Juan og ferst það einnig listavel. Þórunn S. Þorgrímsdóttir er til- nefnd til verðlauna fyrir leikmynd og búninga í sýningu Þjóðleikhúss- ins á Stakkaskiptum eftir Guðmund Steinsson. Þórunn vakti í upphafi ferils síns mikla athygli fyrir leik- ' myndina í Stundarfriði eftir sama höfund og í Stakkaskiptum er þráð- urinn spunninn áfram. Leikmyndin ásamt búningum býr yfir sterkum heildaráhrifum, glæsileg í mynd- rænni byggingu og útfærslu. Bæði verkin fjalla um firringu manneskjunnar í heimi tæknifram- fara og ofurfjölmiðlunar. í samræmi við það var tækni áhrifamesta fjöl- miðils nútímans, sjónvarpsins, beitt í formi skyggna og myndbanda við myndræna útfærslu Stakkaskipta. Þessi viðbótarþáttur leikmyndar- innar ásamt frumlegum búningum styrkti áhrif sýningarinnar í sam- ræmi við innihald verksins. Einn þessara aðila mun síðan hljóta Menningarverðlaun DV í leiklist. -bjb „Mér Ifður allri mikið betur“ „Ég var alltaf með bjúg á fótunum en eftir að égfór að taka fjallagrasahylkin reglulega hefur hann nánast horfið. Meltingin er betri, brjóstsviði heyrir sögunni til og mér finnst mér líða allri mikið betur. “ Edda er meðal þeirra fjölmörgu sem hefur uppgötvað hvað Fjallagrasahylki hafa góð áhrif á meltingu, asma, bjúg, brjóstsviða og almennt heilsufar. Fjallagrasahylkin og aðrar heilsuvörur frá íslenskum fjallagrösum hf. byggja á áralöngum rannsóknum og eru framleiddar undir ströngu gæðaeftirliti. Fjallagrasahylkin innihalda a.m.k. 5% fléttusýrur. Fæst í heilsubúðum, apótekum og heilsuhillum stórmarkaða. ÍSLENSK FjALLAGRÖS H F. t' ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.