Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Side 31
4 J3'V LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 isumarmyndir Sumarmyndakeppni DV og Kodak: Festum sumarið á fil - æfing í því að fanga augnablikið Hratt flýgur stund og það sem eitt sinn var verður ekki meir. Öll könnumst við við spakmæli af svip- uðu tagi og þekkjum af eigin reynslu hve erfitt getur reynst að klófesta tímann. Börnin eru vaxin manni yfir höfuð áður en maður veit af, ættingjar og vinir hverfa tU útianda eða hreinlega yfir móðuna miklu og maður hefur ekkert til þess að orna sér við nema minning- arnar. Og ljósmyndirnar. Undratæki er ljósmyndavélin. Að hægt sé að prenta á pappír eigið andlit þrjátíu árum yngra, andlit forfeðranna og barna þeirra eða andlit fólksins sem fór í burtu fyrir löngu. Það er hverjum manni mikil- vægt þegar minnið er hverfult. Frábær verðlaun fyrir fallegar myndir Undanfarin ár hefur þátttaka í sumarmyndakeppni DV og Kodak verið með afbrigðum góð. Okkur hafa borist fjölmargar litskrúðugar myndir sem veita innsýn í leik og störf landsmanna á sumrin og er von okkar sú að í ár verði ekki und- antekning á þessu. Keppt er í tveimur flokkum: 16 ára og yngri og síðan ÖUum aldurs- hópum. Taktu sumarmyndirn- ar þínar á Kodak-filmu og sendu okkur bestu myndina strax. Þú getur lagt myndirnar inn í keppnina hjá Kodak Ex- press eða sent þær beint til DV, Þverholti 11, 105 Reykja- vík, merktar „Sumarmynda- keppni". Vegleg verð- laun verða veitt fyrir bestu myndirnar. í flokki 16 ára og yngri Canon IXUS pakki, sem er marg- verðlaunuð APS myndavél með aðdráttarlinsu. Myndavél að verðmæti 28.900 kr. í almennum flokki eru verð- launin Canon EOS IX-7 með 22-25 USM linsu að verðmæti kr. 54.900. Einnig verða veitt aukaverð- laun fyrir bestu myndir mánað- arins. Þessi mynd frystir andartak þegar augað blekkir. Hvers höfuð er þetta annars? Þetta er góð mynd frá árinu 1986 sem sýnir hvað hægt er að gera ef augnablikið er nýtt. Sá sem tók þessa mynd kaus að kalla sig E.Ó.A. Horfast í augu grámyglur tvær. Myndir af dýrum eru Ifka sígilt viðfangsefni og hafði Jón Snorrason öll skilningarvit í lagi í þessum veiðitúr árið 1997. Það þarf glöggt auga til þess að ná svona andartökum. Alltaf er skemmtilegt að mynda afkvæm- in og hvenær gefst betri tími til þess en í sælu- ríku sumarfrfi? Hjördís Ingvars- dóttir tók þessa vinningsmynd árs- ins 1997. lil að taka góðar myndir getur þú... * gætt þess að hafa myndavél- ina ávallt við höndina. * farið nálægt myndefninu og verið í augnhæð þess sem þú myndar t.d. bama. * komið fólki á óvart eða látið það vera að gera eitthvað. * haft einfaldan bakgmnn. * hugsað um myndbyggingu og reynt að hafa myndina ekki miðjusetta. * haft forgrann í myndinni. * leitað eftir skemmtilegri lýs- ingu, gert tilraunir. * haft myndavélina stöðuga. * notað flass í útimyndatökur. * prófað nýtt sjónarhorn. ■* EVRÓPA BILASALA Munið heimasíðuna: www.evropa.is notaðir uppftökubílar fri BRIMB0RG Alvöru afsláttur/alvöru bílar. Opið alla helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.