Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Blaðsíða 16
16 %eygarðshornið LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 Komdu út að leika Þaö er sama hvað gerist hér á landi - á endanum fer fréttin alltaf að snúast um bíla. Það er með hreinum ólíkindum hvernig svo fáu fólki i svo stóru landi tekst æ ofan í æ að búa til umferðaröngþveiti. Á því sviði stöndum við stóru þjóðunum fylli- lega á sporði og erum fullkomlega samkeppnisfær og sambærileg við milljónaþjóðir. Við sækjum í Þrengslin. Eru Þrengslin ófær? Við þangað! Komdu út að leika! Hekla gýs, haldin er hátíð, Þor- láksmessa gengur í garð - eitthvað gerist skemmtilegt og eins og hendi sé veifað er ástandið hér fyr- irvaralaust orðið eins og þegar Parisarbúar flykkjast allir í sum- arfríin sín í einu. Hvaðan kemur allt þetta fólk? Þetta styrkir mann enn í grunsemdum sem lengi hafa leitað á hugann: að þetta sé bara plat, við séum ekkert tvöhundruð og eitthvað þúsund - við séum tvö- hundruð og eitthvað milljónir. Daglega keyri ég Hafnarfjarðar- veg með ugg í brjósti. Ævinlega liður mér eins og ég ferðist gegn- um dimman kynjaskóg. Hætta leynist við hvert fótmál. Óargadýr liggja í leyni og stökkva á mann þegar minnst varir. Hvarvetna liggja fómarlömbin eins og hráviði um jörðina. Nánast daglega sé ég bláu ljósin lögreglunnar loga einhvers staðar á þessari leið. Nánast daglega ek ég framhjá bílveltum, árekstrum, bíl úti í skafli, uppi á eyju, upp við staur, klesstir bílar, rjúkandi rúst- ir - á þetta að vera svona? Er þetta eitthvert náttúrulögmál? Með æ meiri kvíða leggur maður í þenn- an rússibana þar sem allir aka of hratt í hálkunni - og allir aka þétt upp við næsta bíl eins og til að tryggja það að árekstur verði við minnsta óhapp - og vitskertir ung- lingar eru í svigi milli akreina vegna þess að þeir eru ekki stadd- ir hér í huganum heldur í For- múlu eitt. í Bandaríkjunum er vopnaburður barna þjóðarböl, en við setjum fólk upp í bíla og undir stýri sem virðist hafa þroska tólf ára manna. Með ámóta geigvæn- legum afleiðingum. Fólk örkuml- ast og deyr. Því að bíllinn er drápstól. í ís- lensku hugmyndalífí er hann hins vegar flest annað. Auðvitað. Hann er í auglýsingum iðulega sýndur sem einn úr fjölskyldunni, nokk- urs konar kátur hundur sem öllum finnst svo vænt um, ellegar tam- inn pardus hlaðinn kynorku. Hann er leiðin til að eignast sumarbú- stað, aðferðin til að efla fjölskyldu- eindrægnina, hann stuðlar að jafn- rétti kynjanna, hann ýtir undir sjálfstæði einstaklingsins. Hann er leikfang. Honum eru allir vegir færir. Komdu út að leika: hann er vettvangur til aö veita testosteróni útrás, tO að djöflast’í, hann er box- hringur, lyftingalóð, skvassvöllur. Hann er verndargripur. Hann er eini vinur þinn. Hann er dýrleg- asta viðfang fetishisma okkar daga og honum tengjast allar þrár og allir órar. Hann er í stuttu máli allt nema það sem hann er: tæki til að komast á milli tveggja staða. í rauninni gegnir hann þessu sínu eina raunverulega hlutverki heldur illa og ber framförum tutt- ugustu aldarinnar ófagurt vitni. Bíllinn er satt að segja ótrúlega frumstætt samgöngutæki, sé mið- að til dæmis við framfarirnar sem orðið hafa í hvers kyns samskipt- um og fjarskiptum síðustu áratug- ina. Sem tæki við að komast á milli tveggja staða er billinn frámunalega dýr, hann mengar meira en góðu hófl gegnir, hann er óþægilega hávær og hann er stór- hættulegur, eins og dæmin sanna. Hann hefur ekkert breyst alla öld- ina, nema hann fer hraðar en hann gerði í fyrstu - ------------------ sem kemur eng- um að gagni en veldur stórkost- legri hættu. Ef bíllinn er það heimilisdýr sem auglýsing- arnar reyna að telja okkur trú um að hann sé - þá er það dýr að minnsta kosti alveg ótamið enn. í Bandaríkjunum er vopnaburöur barna þjóðarböl, en viö setjum fólk upp í bíla og undir stýri sem viröist hafa þroska tólf ára manna. Sennilega var það mesta ógæfa íslands að Valtýr Guðmundsson skyldi ekki komast hér til valda upp úr síðustu aldamótum. Valtýr var ekki einungis áhugasamur um að veita erlendu fjármagni inn í landið, eins og aðrir vinstri Guðmundur Andri Thorsson menn á þeim tíma, heldur vildi hann óður og uppvægur koma hér -------------- upp járnbraut- um. Það gekk ekki eftir, og al- menningssam- göngur - það er að segja þegar fleiri en tveir koma sér saman með einhverjum hætti um að eiga samleið tiltekna leið gegn vægu gjaldi - hafa hér á landi verið álitnar jafngilda nokkurs konar strætisvagnar eru félagslegt kommúnisma, hér handa bágstöddum, úrræði. Og fyrir vikið bíður mín dag- lega að hætta mér inn í frumskóg- inn á Hafnarfjarðarveginum. Þó mig langi ekkert að koma út að leika. díagur í lífi Mest selt af einnota kveikjaradóti - Pátur Guðmundsson kveikjaraviðgerðarmaður lýsir degi á verkstæðinu Það er vinnudagur fram undan. Útvarpsklukkan vekur okkur kl. 6. Konan fer á fætur en ég má lúra örlítið lengur, þarf ekki að fara í vinnuna fyrr en kl. 8. En ég er hræddur um að ég fái ekki frið til að lúra lengi því hrafninn mætir á hverjum morgni; konan mín gefur smáfuglunum á morgnana áður en hún fer i vinnuna og krummi hef- ur blandað sér i þann hóp. Þessi morgunn er engin undantekning, krummi er mættur og sest á bil- skúrinn og krunkar hátt. Ég dríf mig fram úr, baða mig, raka og bursta tennur, klæði mig og fer síðan fram í eldhús og fæ mér staðgóðan morgunverð. Að honum loknum reyki ég eina pípu og hlusta á útvarpið. Klukkan er nú orðin 7.45. Ég fer út og set bensín- miðstööina í bílnum í gang til að hita hann upp áður en ég fer út í umferðina. Á leiðinni inn aftur elta þrestirnir mig og einn er svo frakkur að hoppa alla leið inn fyr- ir útidyraþröskuldinn. Ég gef hon- um örlítinn brauðmola og þar með er hann farinn. Krummi er búinn með sinn mat og kveður með krunki. Seldum 12.000 kveikjara á einu ári Nú er klukkan oröin átta og mál að koma sér til vinnu, ég á að vera mættur kl. 8.30. Það er stuttur akstur í vinnuna og ég vil hafa tímann fyrir mér því ég þoli ekki að mæta of seint. Það eru fáir mættir er ég kem kl. 8.20. Mitt starf er mjög fjölbreytt, sala, við- gerðir, pantanir varahluta, sam- band viö hina ýmsu sem selja okk- ar vöru, kenna viðskiptavinum á hin ýmsu tæki sem við seljum, t.d. brauðbökunarvélar, leirbrennslu- ofna o.s.frv. Vinnufélagamir eru nú óðum að koma en fyrsti við- skiptavinurinn er mættur til min og fer ég með honum inn í þjón- ustudeildina þar sem umráða- svæði mitt er. Viðskiptavinurinn réttir mér nú gamlan Ronson- kveikjara og segir að hann sé bú- inn að eiga kveikjarann í um 30 ár, hann sé reyndar hættur að reykja fyrir nokkrum árum en konan hans hafi gefið honum hann í afmælisgjöf. Þetta er silfur- kveikjari með ágröfnu nafni eig- andans. Einnig réttir eigandinn mér nú annan kveikjara og biður mig að líta á hann, segist þó vita að ég geri aðeins við vöru sem við seljum en hann segist bara ekki vita um neinn annan sem geri við kveikjara. Ég lofa að athuga hvað ég geti gert. Mér verðu hugsað til fyrri tíma er seldir voru upp í 12.000 Ronson-kveikjarar og 360 dúsin af gasbrúsum á einu ári; tvennt var í fullu starfi við þjón- ustu á kveikjurum. En nú eru breyttir tímar. Mest er selt af einnota kveikjaradóti sem engin virðing er borin fyrir og ósjaldan hent á götum úti í ruslahaug nú- tímans með þeirri hugsun, þetta er einskisvirði og því sama hvar það liggur. Þar er ekki hugsun um mengun. En nú sný ég mér að við- gerðum á innkomnum tækjum og síminn hringir, mann úti á landi vantar varahluti í vél og upplýs- ingar um hvernig eigi að gera við hana. Heima er best Matartimi minn er milli kl. 12 og 13. Þá borða ég oftast nesti sem konan mín hefur útbúið vel útilát- ið og lystugt að vanda. Frá hádegi til kl. 17 fer tíminn í að gera við ýmis tæki, sel eina kafílvél og einn viðskiptavinur ákveður kaup á leirbrennsluofni. Ég þarf oft aö ræða við samstarfsfólkið um lausn ýmissa mála og er það auðvelt því með mér vinnur úrvalsstarfsfólk. Oft fer ég I viðgerðarútkall eftir kl. 17 en nú get ég það ekki því ég þarf að fara til föður míns sem liggur alvarlega veikur á sjúkra- húsi. Ég gef mér þó tíma tU að koma við heima og borða, fer síð- an upp á sjúkrahús og dvel hjá foö- ur mínum þar tU hann loks fæst til að sofna kl. 23. Þá fer ég heim eft- ir erilsaman dag og hvað er betra en að koma heim til konunnar sem ég elska og þurfa ekki að sjá eftir neinu sem ég hef gert í dag og þurfa ekki að kvíða morgundegin- um. Góða nótt. Pétur Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.