Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 1899 - 2000 7 Á íslandi fró 1925 UTSALA Fiat Marea 2.0 20V 6/98, "147 hesta fjölskyldusportbíll með öllu", ek. 25 þús., 5 d., 5 g., ABS.Ioftpúðar, þokulj, þjófavörn, álfelgur, viðarklæðning, spoiler. Verð kr. 1.600 þús. Fiat Marea Weekend 5/97 "Snyrtilegur ferða- og fjölskyldubíll", ek. 50 þús., 5 d., 5 g., ABSJoftpúðar, rafdr. rúður, samlæsingar o.fl. Útsöluverð kr. 1.090 þús. Toyota Touring 4x4. '94 "Tilbúinn til átaka í vetrarfærðinni", ek. 140 þús., 5 d., 5 g., sumar- og vetrardekk. Útsöluverð kr. 690 þús. Fiat Punto 75SX '95 Daihatsu Charade 1,3 SR "Gangviss sparibaukur á frábæru verði", 6/93, ek. 92 þús., 5 g., útvarp og segulband. Útsöluverð kr. 350 þús. "Einn mest seldi bíll Evrópu ár eftir ár", ek. 60 þús., 5 d., 5 g., 14" álfelgur, samlæsingar.. Útsöluverð kr. 640 þús. Opel Astra st. 1,6 GL 5/97 "Skutbiil með kúlu", ek. 49 þús., 5 d., 5 g., dráttarkrókur, vökvast. Útsöluverð kr. 890 þús. /**• Istrakfor Smiðsbúð 2 Garðabæ Sími 5 400 800 www.istraktor.is Opið laugardaga 13-17 Frá vinstri: Hallgrímur Egilsson, liðsstjóri og keppnismaður, Steingrímur Thorarensen, formaður ÍPF, og Sonja Viktorsdóttir keppniskona. iföf:, %& i X 1 “ -i. 1 ■ m H * ■ . Undirbúningur fyrir Norðurlandamót í fullum gangi: Drekkum, köstum og verum glaðir - á æfingu hjá landsliðshópi íslendinga í pílukasti Pílukast er ein af þessum íþróttagreinum sem allir þekkja en fæstir stunda. Margir hafa eflaust haft einhver kynni af sportinu í bamæsku en það hefur lengi þótt ómissandi í hverju barnaherbergi að hafa píluspjald og pílur, eins þótt fæstir hafi nokkurn tímann leitt hugann að því að þessi sömu börn myndu síðar á ævinni demba sér út í pílukast af fullri alvöru og jafnvel keppa fyrir íslands hönd á erlendri grundu. Það er nú samt svo I þessu eins og öðru að harður kjarni keppnismanna kemur reglu- lega saman og spilar og fram und- an er Norðurlandamót í pílukasti sem fram fer í Helsinki. Þar munu keppa auk þeirra fulltrúar frá Pól- landi, Rússlandi og Eystrasaltsríkj- unum. Islendingar hafa staðið sig vel Hallgrímur Egilsson, liðsstjóri og keppnismaður, og Steingrímur Thorarensen, formaður ÍPF, sem er skammstöfun fyrir íslenska pílu- kastfélagið, eru samankomnir á ósköp venjulegu mánudagskvöldi á Grandrokk við Smiðjustíg ásamt liðsmönnum karla- og kvennalands- liðsins til að æfa undir komandi átök við Finnska flóa. Það er mikið um að vera á efri hæð staðarins og menn þegar farnir að hita sig upp og skjóta á spjaldið á meðan fastakúnnarnir láta lítið fyrir sér fara á neðri hæð hússins. Bjórdæl- urnar ganga og menn kneyfa mjöð- inn á milli þess sem þeir skjóta á spjaldið, ásamt hinum auðvitað sem fara sér hægar og fylla glösin af ein- hverju meinlausara. Þegar spurt er um gengi íslenska landsliðsins undanfarin ár kemur á óvart að þrátt fyrir litla umfjöllun hér heima hefur Islendingum tekist ágætlega upp miðað við nágranna- þjóðirnar. Fyrir tveimur árum lenti Óli Á. Sigurðsson í 5.-8. sæti á Norðurlandamótinu og á stóru Evr- ópubikarmóti þá um haustið sigraði Óli þáverandi heimsmeistara og árið 1994 báru íslendingar sigur úr býtum í tvímenningskeppni á Norð- urlandamóti. „Við höfum staöið okkur vel og förum að sjálfsögðu á þetta mót með því hugarfari að vinna,“ segir Hallgrímur en hann segir töluverða endurnýjun hafa átt sér stað í landsliðinu og bendir á að af átta körlum og fjórum konum sem keppa fyrir íslands hönd séu 3 nýir að keppa í fyrsta sinn í karla- flokki og 3 i kvennaflokki. Ekki fyllirí á pílukastkvöldum En hverjar skyldu svo leikregl- urnar í pílukasti vera og út á hvað gengur leikurinn - fyrir þann sem ekki veit það? „Það eru ótal afbrigði en sá leik- ur sem venjulega er leikinn í keppni fer þannig fram að keppendur byrja með 501 stig og síðan eiga þeir að komast niður í 0 með því að skjóta pílunum á reiti á spjaldinu sem gefa mismunandi mörg stig,“ segir Stein- grímur og bætir við að síðasta skot- ið, sk. útkast, sé jafnframt það erfið- asta því þá ríði á að fara ekki niður fyrir núllið. Þegar blaðamaður spyr um ástæð- ur þess að bjórdrykkja sé svo samof- in íþróttinni og hvort það sé ekki rangt og beinlínis hættulegt að hafa áfengi um hönd þegar keppt er með oddhvassar pílur, aukin heldur sem íþróttir og áfengi fara ekki saman, er greinOegt að komið er við viðkvæm- an og klisjukenndan punkt. „Það er algengur misskilningur að halda því fram að menn séu á einhverju fylliríi á pílukastkvöldum. Hér eru menn fyrst og fremst samankomnir í þeim tilgangi að kasta pílum. Hitt er svo annað mál að það er algengara en hitt að menn fái sér nokkra bjóra, þó svo að það séu líka alltaf þeir sem láti slíkt vera. Á mótum á vegum iPF er það nú samt svo að öll áfengs- neysla er hönnuð og auk þess eru tó- baksreykingar ekki leyfðar í keppnis- sal,“ segir Hallgrímur. Bandarískir pílukastarar slappir „Hvernig kom það til að menn fóru að skjóta pílum af einhverri alvöru á Islandi?“ „Þetta byrjaði allt saman úti á Keflavíkurflugvelli fyrir um tutt- ugu árum,“ segir Steingrímur sem er Suðumesjamaður og búsettur í Grindavík. „Kaninn fór að bjóða íslendingum að koma og keppa úti á Velli og í framhaldi af því skap- aðist áhugi fyrir íþróttinni og lið fóru að myndast," segir hann og bætir við hálflúmskur að þetta hafi verið á þeim árum sem bjórinn var ekki leyfður og því hafi það þótt mikið sport að komast út á völl því þar hafi jafnan verið boðið upp á bjór. Þeir félagar, Steingrimur og Hallgrímur, segja ástandið í dag allt öðruvísi en það var í árdaga því þá hafi keppnin að mestu farið fram á Vellinum en nú sé hins veg- ar keppt á fleiri stöðum og liðin jafnframt mun fleiri, eða tíu tals- ins, auk þess sem bandarískir pílu- kastarar af Vellinum séu mun slappari í dag en þeir voru fyrir nokkrum árum á meðan íslensku spilurunum fleygir fram. Sæmundur Sigurösson mundar hér píluna en hann er einn af þremur sem komust í fyrsta sinn í landsiiðshópinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.