Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Qupperneq 52
64 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 trimm Bætið þolið með léttari æfingum Margir skokkarar kannast viö þá tilfinningu í maraþonhlaupi að finna fyrir mikilli þreytu á síöari stigum þess, eftir að hafa lagt aö baki um þaö bil 30-35 km. Á þessum kafla hafa margir gefist upp eöa algerlega tapað niður með- alhraðanum. Val á skóbúnaði skiptir verulegu máli Nú eru aðeins þrjár vikur þang- að til marsmaraþon fer fram og margir eru eflaust farnir að æfa með það í huga. Einhverjir eru ef- laust meðal þeirra sem fara þessa vegalengd í fyrsta sinn en þeir eru örugglega fleiri sem láta sér nægja að dreyma um hlaupið og komast aldrei lengra en það. Þeim fjölgar þó sífellt, íslendingunum, sem hlaupið hafa heilt maraþon. Reyndar er fylgst nákvæmlega með því innan Félags íslenskra maraþonhlaupara hve margir Is- lendingar komast í þann fríða hóp og samkvæmt nýjustu tölum eru þeir 347 talsins (þar af 50 konur). Margir þeirra telja að loknu hlaupi að þeir hafi miklað það fyr- ir sér í allt of langan tíma, það sé í raun og veru á færi flestra við sæmilega heOsu. Mörgum hrýs hugur eingöngu við að hugsa um æfingaálagið og telja sig þurfa að hlaupa a.m.k. 150 km á viku til þess að vera undir það búnir að hlaupa heilt mara- þon. Hins vegar halda margir sér- fræðingar því fram að engin nauð- syn sé að leggja á sig erfiðar æfing- ar til að takast á við maraþon. Ef ekki er beinlínis verið að keppa að góöum tíma heldur fyrst og fremst að því að ljúka hlaupinu með sómasamlegum hætti ætti að vera nægjanlegt að æfa í um hálftíma tvisvar í viku að jafnaði en megin- áherslan er lögð á eina lengri æf- ingu. En þó að sá tími gæti verið nægilegur má samt sem áður ekki gleyma því að nokkurra mánaða undirbúningur er nauðsynlegur fyrir maraþonhlaup ef gengið er út frá því að menn séu byrjendur í upphafi. Kerfisbundin lenging Galdurinn við að byggja upp aukið þol er að auka vegalengd- ina i lengri æfingunni á kerfis- bundinn hátt. Markmiðið í upp- hafi er að lengja hlaupin um 1,5 kílómetra á hverri viku þar til 15 km marki er náð. Þá skal lengja æfingarnar um 3 km aðra hverja Val á skóbúnaði fyrir skokk skiptir verulegu máli og rangt val getur kostað miklar þrautir eða jafnvel meiðsli í verstu tilfellum. Hver hlaupari er einstakur að gerð og þarf að velja skóbúnað með til- liti til sinnar líkamsbyggingar. Hægt er að ganga út frá ákveðnum grunnatriðum fyrir allar gerðir skóbúnaðar. Áður en fjárfest er. í nýrri gerð af hlaupaskóm ættu viku upp að 30 km og síðan að lengja um 5 km þriðju hverja viku þar til æfingamar eru orðnar yflr þeirri lengd sem farin er í heilu maraþoni. Því marki þarf að ná um 3 vikum fyrir hlaupið sjálft en á síðustu vikunum ættu æfingar að vera fáar og léttar til að safna kröftum fyrir átökin í hlaupinu sjálfu. Þreyta sækir oft illilega á þegar æfingar fara að lengjast en þá er allt í lagi að taka upp röska göngu til að safna kröftum. Það er í lagi breyta taktinum yfir í rösklega göngu í 1-2 mínútur í senn til þess að ná andanum en stefna samt markvisst að því að fækka göngum eftir því sem á líður æf- ingarnar. Að breyta hlaupi yfir í göngu getur einnig hjálpað líkam- anum að taka við vökva sem reynst hefur mörgum erfitt á hlaupum. Margir skokkarar kannast við þá tilfinningu í maraþonhlaupi að finna fyrir mikilli þreytu á síðari stigum þess, eftir að hafa lagt að baki um það bil 30-35 km. Á þess- um kafla hafa margir gefist upp eða algerlega tapað niður meðal- hraðanum. Skiptir þá engu þó mikil rækt hafi verið lögð við æf- ingar þar sem hlaupið hafi verið allt aö 200 km í hverri viku. Mörg- um hefur tekist að uppræta þessa þreytutilfinningu með því að hafa eina langa æfingu á viku þar sem að minnsta kosti 42 km eru lagðir að baki. Lögð er fyrst og fremst áhersla á að klára æfinguna en tíminn skiptir minna máli. Aðrar æfingar vikunnar mega vera verulega styttri og engin ástæða er til þess að einblína á þá kílómetra sem lagðir eru að baki í hverri viku. Þessar ráðleggingar gefur Bandaríkjamaðurinn Jeff Galloway, þekktur maraþon- hlaupari sem var i Ólympíuliði Bandaríkjanna árið 1972. Hann segist sjálfur ekki hafa náð að bæta tíma sinn í maraþoni að ráði fyrr en hann fór að æfa eftir áður- nefndri áætlun. -ÍS skokkarar að gera sér grein fyrir því hvar mestur þungi fótarins hvílir á sólanum. Síðan er ráðlegt að athuga sveigju sólans á þvi svæði og ef hún er ekki í góðu lagi má telja líklegt að skórnir henti ekki. Lítil sveigja í sólanum á álagspunktum þýðir einfaldlega að fóturinn þarf að leggja á sig þá vinnu sem sólinn hefði að öðru leyti sinnt. Þeir sem æfa fyrir keppni í lengri vegalengdum, hálfu m., heilu m. eða ofurmaraþoni, reyna yfirleitt að taka a.m.k. eina góða æfingu með ámóta vegalengd (eilítið styttri) og í keppn- inni sjálfri. Mikilvægt er að þessi æf- ing sé tekin með góðum fyrirvara fyr- ir átökin sjálf, helst að minnsta kosti tveimur vikum fyrir hlaupið sjálft. Líkaminn þarf að vera búinn að jafna sig vel fyrir átökin. Síðasta hálfa mán- uðinn fyrir keppnina er hvíldin mikil- vægust og æfingar á þeim tíma ættu alltaf að vera léttar og átakalitlar. Gerið áætlun Skokkarar sem taka þátt í víða- vangshlaupum geta oft bætt tíma sinn verulega með því að kanna vel þá leið sem hlaupin er og ekki skað- ar ef hægt er að æfa á sömu braut- um. Skokkarar fá þá tilfinningu fyrir því hvaða hlutar hlaupsins eru erfiðastir og geta gert viðeig- andi ráðstafanir. Forðist ofþornun I lengri hlaupum er mikilvægt að gefa sér tíma tO að innbyrða nauðsyn- legan vökva. Sérfræðingar mæla með því að drukkið sé á 15-20 minútna fresti í maraþonhlaupum, á bilinu 150-400 ml í hvert sinn. Það getur ver- ið erfitt fyrir líkamann að innbyrða svo mikið á hlaupum en öllu er hægt að venjast. Aðalatriðið er að líkaminn lendi ekki í vökvaþurrð í keppninni sjáifri því hún dregur óhjákvæmilega úr árangrinum. Skokkarar ættu að reyna að drekka um 250-300 ml af vatni 2 klst. fyrir hlaup. Tveir tímar nægja til þess að vatnið renni vel í gegnum þau líffæri líkamans sem við- kvæm eru á hlaupunum. Borðið vel fyrir hlaup Á sama hátt og vökvinn er líkam- anum mikilvægur þá gildir það sama um fæðuna. Fyrir maraþon- hlaup er nauðsynlegt að innbyrða fæðu með a.m.k. 300 kaloría inni- haldi. Það skiptir ekki meginmáli í hvernig formi sú fæðuinntaka er. Flestir skokkarar kjósa pasta eða aðra létta rétti en það er betra að borða þunga fæðu eins og beikon og. egg en að sleppa næringunni. Næringarríkur morgunverður hindrar að magn sykurs í blóði detti niður fyrir hættumörk i hlaupinu. Hlaupið í æfingaskónum Margir óvanir skokkarar detta í þá gryfju að kaupa sér nýja skó sem þeir nota í fyrsta sinn sem þeir taka þátt í almenningshlaupi. Það getur verið alger dauðadómur á ár- angurinn. Mikilvægt er að vera bú- inn að hlaupa vel til þá skó sem notaðir eru þegar á hólminn er komið. Þetta gildir einnig um ann- an klæðnað. Það kann ekki góðri lukku að stýra að keppa til árang- urs í nýjum æfingagalla, nýjum sokkum eða nýjum stuttbuxum. Fram undan Mars: 25. Marsmaraþon Hefst kl. 09.30 við Ægisíðu, Reykjavík (forgjafarhlaup, Iskráning þarf að berast viku fyrir hlaup). Vegalengd: mara- þon með tímatöku. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapen- ing. Upplýsingar Pétur I. Frantzson í síma 551 4096, sím- boða 846 1756 og hlaupasíðu Fé- lags maraþonhlaupara. Apríl: 08. Flóahlaup UMF Samhygðar Hefst kl. 14.00 við Félagslund, Gaulverjarbæjarhreppi. Vega- : lengdir: 3 km, 5 km og 10 km með tímatöku. Flokkaskipting, ; bæði kyn: 14 ára og yngri (3 Ikm), konur, 39 ára og yngri, 40 ára og eldri (5 km), opinn flokk- ur kvenna (10 km), karlar, 39 | ára og yngri, 40-49 ára, 50 ára og eldri (10 km), opinn flokkur karla (5 km). Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki. Upplýsingar: Markús ívarsson í síma 486 3318. 20. Víðavangshlaup ÍR og Elkó Hefst kl. 13.00 við Ráðhús Reykjavíkur. Vegalengd: 5 km með tímatöku. Flokkaskipting, bæði kyn: 12 ára og yngri, 13-15 ára, 16-18 ára, 19-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Keppnisflokkar í sveitakeppni eru íþróttafélög, skokkklúbbar og opinn flokkur. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapen- ing. Verðlaun fyrir 1. sæti i hverjum aldursflokki. Boðið verður upp á kaffihlaðborð eftir hlaup. Skráning í Ráðhúsinu frá kl. 11.00. Upplýsingar: Gunnar Páll Jóakimsson i síma 565 6228, Kjartan Árnason í síma 560 5536 og ÍR-heimilið við Skógarsel í síma 587 7080. 20. Víðavangshlaup Hafnarfjarðar ÍHefst kl. 13.00 á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Vegalengdir: 1 km, 1,4 km og 2 km með tíma- töku og flokkaskiptingu. bæði kyn: 5 ára og yngri (200 m), 6-7 |8ára (300 m), 8-9 ára (400 m), 10-12 ára (1 km), 13-14 ára (1,4 km), 15-18 ára, 19-29 ára, kon- ur, 30 ára og eldri, karlar, 30-39 ára, 40 ára og eldri (2 km). Sig- urvegari i hverjum flokki fær farandbikar. Upplýsingar: Sig- urður Haraldsson í síma 565 1114. 20. Víðavangshlaup Vöku Upplýsingar: Fanney Ólafs- dóttir í síma 486 3317. 20. Víðavangshlaup Skeiðamanna Upplýsingar: Valgerður Auð- unsdóttir í síma 486 5530. Maí: 01.1. maíhaup UFA Hefst kl. 13.00 við Sportver. Vegalengdir: 4 km og 10 km með tímatöku og flokkaskipt- ingu, bæði kyn: 6 ára og yngri (1 km), 7-9 ára, 10-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára (2 km), 17-39 ára, 40 ára og eldri (4 km eða 10 km). Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í öll- um flokkurn og allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Út- dráttarverðlaun. Skólakeppni. Upplýsingar: Sigurður Magnús- son í síma 898 0468 og 461 1150. 01.1. maíhlaup Fjölnis og Olís Hefst kl. 14.00 við íþróttamið- stöðina Dalhúsum. Skráning frá kl. 12.00-13.45. Vegalengdir: 1,6 km og 10 km með tímatöku. Flokkaskipting, bæði kyn: 10 ára og yngri, 11-12 ára, 13-14 ára, 15-18 ára, 19 ára og eldri (1,6 km), 18 ára og yngri, 19-39 ára, 40 ára og eldri (10 km). Upplýsingar: Jónína Ómars- Ídóttir i síma 899 2726 og Hreinn Ólafsson í síma 587 8152. m VINTERSPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • sími 5 10 8020 • www.intersport.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.