Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Page 50
62 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 TT^U'' ferðir ILundúnaleikhúsin á vefnum * Leikhúsunnendum til mik- illa þæginda hafa Lundúnaleik- húsin nú sameinast um nýja heimasíðu. Á slóðinni www.ofFici- allondontheatre.co.uk er að finna ítarlegar upplýsingar um sýningar leikhúsanna frá degi til dags. Auk þess er hægt að sjá aðgöngumiðaverð á einstak- ar sýningar og lesa ráðlegging- ar um hvar er hægt að gera bestu miðakaupin hverju sinni. Enn sem komið er ekki hægt að bóka leikhúsmiða á síðunni en það mun verða mögulegt innan tíðar. Snjóbrettakeppni og stíft næturlíf Það eru engin inn- tökuskil- yrði í bresku meistara- keppninni á snjó- brettum sem fer fram í Mayrhofen í Austurríki dagana 1. til 8. apríl næstkom- andi. Á heimasíðunni www.bo- ard-X.com getur fólk leitað nánari upplýsinga um keppnis- haldið. Næturlíf verður stund- að stíft þá daga sem keppnin stendur yfir og í þeim tilgangi verða fluttir inn nokkrir skífu- þeytarar frá Bretlandi. Þá gefst keppendum og öðrum gestum kostur á að prófa það allra nýjasta í snjóbrettum; búnað sem ekki kemur á markað fyrr en í haust. I Fyrstir til að WAP- væðast Flugleiðir hafa opnað WAP- þjónustu sem gerir viðskipta- vinum félagsins kleift að bóka flugferðir með farsimum með því að tengj- ast Netinu í gegn- um WAP- miðl- ara. Flugleiðir eru fyrsta flug- félagið í heiminum til þess að bjóða þessa þjónustu og íslend- ingar verða fyrstir allra til að fá aðgang að þjónustunni. Það er afar einfalt fyrir eigendur farsíma, sem styðja WAP, að bóka ferðir með Flugleiðum. Nauðsynlegt er fyrir farsíma- eigendur að hafa skráð sig sem notendur að bókunarkerfi Flugleiða á vef félagsins - www.icelandair.is áður en kemur að því að bóka ferðina með farsímanum. Þegar Austurríki er mjög tignarlegt og fallegt land heim að sækja og mikill Qöldi íslendinga hefur heimsótt Áusturíki að vetrarlagi á liðnum árum. Þar er sannkölluð skíðaparadís með endalausum möguleikum fyrir skíðaunnendur. Óáran í veðurfari og gríðarleg snjóþyngsli á síðasta ári hafa þó án efa orðið til þess að fólk hefur í auknum mæli farið á skíði til Ítalíu á þessum vetri. Þó Austurríki sé mikilfenglegt, snævi þakið að vetrarlagi, þá er mik- ilfengleikinn engu síðri yfir sumar- tímann. Snarbrött fjöll og djúpir dalir skarta grænum barrskógum sem teygja sig hátt upp eftir fjöllum aust- urrísku Alpanna. Menningarbragur Austiuríkis hef- ur yfir sér mjög þýskt yflrbragð. Hreinleiki og snyrtimennska ræður þar ríkjum. Ágætt dæmi um það er fjöldi smábæja í norðvesturhéruðum Austurrikis (Tíról) sem liggja aö landamærum Þýskalands. Allt skal vera fínt og fágað. Walchsee er eitt þessara þorpa sem tilheyrir Tírólahéraði landsins. Það stendur við lítið djúpt stöðuvatn í dal á milli hárra fjalla. Þarna er flest miðað við þarflr ferðamanna sem að stærstum hluta eru Þjóðverjar á miðj- um aldri. Þar eru snyrtileg hótel með allri aðstöðu og einnig eru íbúðahótel þar sem eigendur búa gjaman á jarð- hæðinni og hafa atvinnu af að sinna ferðamönnum. í húsum í miðju þorp- inu mátti jafnvel finna kýr á bás á jarðhæðinni en þegar gengið var fram hjá húsinu var ekkert sem gaf slikt til kynna. Maður freistaðist til að halda að beljurnar færu daglega í bað. Jóðl og staup af rommi Ef stemning er fyrir því þá virðist lítið mál að hóa saman nokkrum inn- fæddum til að kyrja hina sérkenni- legu og fjörugu Tírólasöngva með öllu sínu jóðli. Áð sjálfsögðu eru þeir i stuttbuxum úr leðri. með Tírólahatt og skrautleg axlabönd. Söngvarnir endurspegla reyndar mjög þá lífsgleði og fjör sem einkennir íbúa svæðisins, þrátt fyrir annars rólegt andrúmsloft þorpanna. Vínmenning er líka mjög í föstum skorðum og nánast í hverjum dal er framleitt romm staðarins. Ef maður heimsækir Tirólabúa er eitt það fyrsta sem boðið er upp á eitt staup af rommi. Skal það drukkið í einum teyg og að afþakka slíkt boð þykir jaðra við dónaskap. Þó löng hefð sé fyrir vín- og bjórdrykkju í menningu Tíróla sér maður samt varla nokkum tíma það sem á ís- lensku má kalla ærlegt fyllirí. Það er helst ef íslendingar eru í nágrenninu að líkur aukast á slíku. Klósettmenningarferð Landlæga snyrtimennsku þessa fólks skynjar ferðamaðurinn þó ekki til fullnustu fyrr en hann fær áþreif- anlegan samanburð. Fyrir nokkru tók blaðamaður, ásamt hópi íslend- inga sem þama dvaldi, sig til og pant- aði far með þýskum ferðahópi í rútu til Feneyja. Ekið var af stað kl. fjögur að nóttu og tók ferðalagið fram og til baka nákvæmlega sólarhring. Þrátt fyrir loforð þýsku ferðaskrifstofunnar -y % Síðasta útsöluvika Úrval fermingargjafa Handofin rúmteppi, tveir púðar fylgja. Ekta síðir pelsar frá kr. 95.000 Síðir leðurfrakkar Handunnin húsgögn, 20% afsl. Arshátíðar- og fermingardress Handunnar gjafavörur Sigurstjarnan Opiö ö virka daga 11-18, í bláu húsi við Fákafen. laugard. 11-15 Símj 588 4545. manni er mikið mál... - í rútuferð frá Tíról til Feneyja Ef stemning er fyrir því þá viröist lítiö mál aö hóa saman nokkrum innfædd- um til aö kyrja hina sérkennilegu og fjörugu Tírólasöngva meö öllu sínu jóöli. um klósett og önnur þægindi í rút- unni kom annað á daginn sem átti eft- ir að hafa umtalsverð áhrif á ferðalag- ið. Ekið var sem leið liggur frá Walch- see í gegnum nágrannabæinn Kúfstein og um borgina Innsbruck í átt að Brennerskarði. í fyrstu var ekkert sem skyggiði á snyrtimennsk- una. Á leiðinni var margt athyglis- vert að sjá, m.a. hina gríðarháu Evr- ópubrú. Brennerskarðið er fræg flutningsleið á milli Norður- og Suð- ur-Evrópu, en í gegnum það liggur leiðin til Ítalíu. Fjöldi jarðganga er á þessari leið og ef ekið er suður til Feneyja og til baka þarf að fara 32 sinnum í gegnum jarðgöng. Pissað á grindur Landamæri Austurríkis og Ítalíu eru rétt við jarðgöng þegar komið er í gegnum Brennerskarðið ítaliumeg- in. Um leið og rennt var yfir landa- mærin skynjuðu ferðalangamir ann- an heim og önnur lifsviðhorf. Þegar hér var komið sögu voru flesti farþeg- amir komnir í spreng og klósettleysi rútunnar var verulega farið að segja til sín. Löðursveittur bílstjórinn hafði nefnilega hvergi talið sig mega nema staðar við hraðbrautina til að hleypa farþegum út að pissa. Þess í stað tróð hann pinnann í botn og ók eins hratt og dmslan leyfði. Loks var numið staðar hjá veit- ingahúsi sem jafnframt er verslun rétt við ítölsku landamærin. Var tækifærði gripið feginshendi til losa úr skinnsokknum en megn ammon- íaksilmurinn gaf staðsetningu kló- settsins rækilega til kynna. Þegar inn var komið blasti við undur og stór- merki. í stað snyrtilegra klósetta á austurríska og reyndar íslenska vísu voru þama aðeins stálgrindur í gólf- um, rétt eins og í fjárhúsum heima á íslandi. Á þeim var einnig stærra gat ef menn þurftu að sinna alvarlegri er- indum og lítið verið að bruðla með vatn til að skola herlegheitunum nið- ur. í 25 stiga hitanum var fnykurinn þarna inni ægilegur. Þessi upplifun átti eftir að endurtaka sig nokkrum sinnum á leiðinni með fram hrað- brautinni suður til Feneyja og alltaf kom sami undrunarsvipurinn á ís- lendingana. Fyrir framan kvennaklósettin sátu gjaman gamlar skorpnar kerlingar á stól og seldu hverri konu sem inn fór eitt blað sem þær rifu af klósettrúllu. Hið fagra Gardavatn Annar þáttur í þessari merkilegu klósettupplifun var svo ferðamanna- bær við hið fagra Gardavatn. Þar var snyrtimennska í hávegum höfð líkt og hjá grönnunum í norðri og ferða- langar hugðu því gott til glóðarinn- ar. italskir veit- ingamenn urðu þó til þess að auka enn á undrun ferðalanganna. Litu hinir ítölsku veitingamenn rútufarþegana hornauga og reyndu eftir megni að koma i veg fyrir að þeir brúkuðu salernin flnu. Hvort það var vegna ætlaðrar frekju Þjóðverj- anna í hópnum eða einhvers annars var okkur íslend- ingunum hulin ráðgáta. Á einum stað tókst þó einhverjum íslendinganna að lauma sér inn á kló- sett eftir að hafa keypt bjór á bamum. Fleiri úr hópnum hugðust notfæra sér salemisaðstöðuna lfka. Þeir höfðu hins vegar engan bjór keypt og rétt sluppu út um dyrnar aftur með bux- urnar á hælunum áður en öskuillur A ieiðinni var margt athyglisvert að sjá, m.a. hina gríðarháu Evrópubrú. veitingamaðurinn skellti voldugu stálrimlahliði veitingastaðarins í lás. Á eftir hópnum var steytt hnefa og þvi fylgdi ítalskur orðaflaumur sem hljómaði ekki beint eins og notaleg kveðja um góða ferð. Þetta atvik lit- aði auðvitað afstöðu manna til ítala sem þó reyndust yflrleitt hinir kurt- eisustu það sem eftir var ferðar. Mútur og blá regnhlíf í Feneyjum tók enn við mikil upp- lifun. Þýski fararstjórinn efndi tfl samskota i rútunni sem hann sagði mútur til að fá greiðan aðgang að gondólum. Miðað við upphæðirnar sem hann innheimti og miðað við lágt verðlag á Ítalíu þótti okkur einsýnt að drjúgur hluti færi í eigin mútu- vasa fararstjórans. Þá útlistaði hann hann á ítarlegan hátt hvað mikilvægt væri að fylgja honum fast eftir og passa sérstaklega upp á börnin í hópnum. Sagði hann örtröð ferða- manna í Feneyjum vísustu leið til að týna sér og sínum og missa tengslin við ferðahópinn. Glæpamenn væru líka á hverju strái. Ráð hans til að vísa veginn í gegnum mannhafið var að hafa á lofti útþanda bláa regnhlíf í 30 stiga hita og brennandi sólskini. Víst er að um mannhaflð laug far- arstjórinn engu og snjöll var uppá- finning hans með regnhlífina. Sumir renndu þó grun í að hann væri ekki höfundur þessarar . hug- myndar þvi í mannhafinu gat að líta aragrúa af regnhlifum. Þær voru í mismun- andi litum og sigldu í gegnum fólksmergðina i átt að Markúsar- torgi, með mis- munandi mikla strauma fólks i kjölfarinu. Of langt er að telja upp allt það sem Feneyjar hafa að bjóða. Skondið þótti samt að sjá upp á vegg glerblásturs- verkstæðis inn- rammaða gamla síðu úr DV með frásögn af heimsókn blaðamanns á staðinn. Óþarft er að rifja upp ferðina til baka en sérkennilegt að hugsa tfl allra vegatoflana á leiðinni er ekið var sífellt í gegnum landareignir í einkaeigu. Þessari merkilegu klósett- menningarferð lauk svo á upphafsreit um miðja nótt í Walchsee. í Feneyjum tók enn viö mikil upp- lifun. Þýski fararstjórinn efndi til samskota i rútunni sem hann sagði mútur til aö fá greiöan að- gang að gondólum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.