Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Page 29
JJV LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 29 mik Leiktu þér á Krakkavc VísisJs visir.is Notaðu vísifingurinn! Stórþjóðin á íslandi - ef við værum fleiri Margir armæðast hátt og i hljóði yfir öllu því sem ekki er hægt að gera á íslandi vegna þess að við erum svo fá. Aðrir sjá fámennið sem stærsta kost lands og þjóðar. Lítum aðeins á nokkra fylgifiska og ávinninga þess ef íslendingar væru ekki 280 þúsund heldur 28,5 milljónir. Lestir og hraðbrautir Ef við værum fleiri þá lægi full- komið lestakerfl hingaö og þangað um landið. Það væru neðanjarðar- lestir og sporvagnar í Reykjavík og SVR væri fjarlæg óþægileg minn- ing. Það væru án efa hraðbrautir með fjórum akreinum í hvora átt án hámarkshraða um allt land og sveitavegir eins og Miklabraut væri ótrúlegt grín. Fleiri kúnnar, fleiri kaup- menn Ef við værum fleiri þá væru fleiri og stærri Kringlur og Smára- lindir á íslandi, sérstaklega auðvit- að í Reykjavík. Það er mjög líklegt að Laugavegssamtökin væru búin aö lengja Laugaveginn, breikka hann og byggja yfir hann. Þá yrði gaman því þá yrðu fleiri kortafyr- irtæki. Flugleiðir hvað? Ef við værum fleiri þá væri ein- okun Flugleiða á flugsamgöngum til og frá landinu úr sögunni eins og berklar og við gætum skroppið yfir pollinn í báðar áttir að vild því erlend stór flugfélög sæju sér hag í að fljúga hingað á þetta þéttbýla sker. Stórborgin Reykjavík Ef við værum fleiri þá væru betl- arar og vasaþjófar vandamál í stór- borginni Reykjavík. Þá væri Kína- hverfi í Reykjavík fyrir utan „Little Saigon" og Litlu-Ítalíu og fleiri skemmtilega menningar- kima. Þá væri miðborgin samfellt klámbúllu- og melluhverfi með til- heyrandi sprautusjúklingum, smá- þjófum og dópsölum. Það væru Sígaunar í Kolaportinu. Þá væri stórt torg í miðbænum þar sem hjarta borgarinnar slægi í skandinavískum/miðevrópskum takti í staðinn fyrir þennan eina torgbleðil sem brettaliðiö einokar. Þá væru fleiri gosbrunnar i Reykjavík, hærri byggingar og betri höfn með stærri skipum og subbulegri hafnarrónum. Rolling Stones og Fílnarmónían Ef við værum fleiri þá þyrftum við ekki margra ára starf Ragn- heiðar Hanson til að betla afsleppt loforð um íslandsferð út úr Rolling Stones. Þeir væru löngu komnir, aftur og aftur. Það sama á við um flesta stórpoppara heimsins eins og David Bowie, Herbert von Kara- jan og Prince. Þá ætti Arnold Schwarzenegger Kaffibarinn en ekki Damon Albarn. Skemmtileori kokkteilboð Ef við værum fleiri þá væru öll heimsins ríki með sendiráð á ís- landi og kokkteilboðin yrðu fleiri, litríkari og skemmtilegri. Þá væru fleiri slúðurtímarit, fleira frægt fólk sem væri miklu frægara en fræga fólkið í dag. Þá væru mörg Borgarleikhús og Þjóðleikhús með fleiri leikurum og enn magnaðri óheilindum en við þekkjum í dag. Hvar er víðernið mitt? Ef við værum fleiri þá væri landið nær samfellt þéttbýli og all- ar deilur um ósnortin víðemi úr sögunni. Þá væri búið að virkja hverja einustu sprænu tvisvar og það væru 700 þúsund sumarbústað- ir í landinu og sjö milljónir hesta en engar kindur. -PÁÁ Britax Bama- Mstólar Fyrir alla aldurshópa í miklu úrvali HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is VINNUSKOLI REYKJAVÍKUR LAUSAR STODUR SVMHRID 2000 Vinnuskóli Reykjavíkur auglýsir eftir starfsmönnum í eftirtaldar stööur sumarið 2000: 1. Leiöbeinendur til aö vinna meö og stjórna vinnuflokkum unglinga. 2. Leiöbeinendur til aö starfa meö hópi fatlaðra ungmenna sem þurfa stuöning í starfi. 3. Liösmenn til aö aðstoða fatlaöa einstaklinga og veita liö ööru starfi. 4. Starfsmenn til aö vinna við fræðslu- og tómstundastarf Vinnuskólans. 5. Yfirleiðbeinendur sem hafa umsjón með ákveðnum verkefnum og vinnusvæöum. Leiöbeinendur skulu vera 22 ára á árinu eöa eldri og liösmenn 20 ára eöa eldri. Æskileg er uppeldis- eöa verkmenntun og/eöa reynsla af störfum meö unglingum. Vinnuskólinn er tóbakslaus vinnustaöur. Ráöning leiðbeinenda er frá 1. júní og stendur í 9 -11 vikur. Vinnuskólinn býöur sumarstörf unglingum sem verið hafa í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla í Reykjavík (veröa 14,15 eða 16 ára á árinu). Helstu verkefni eru: • Snyrting og viöhald á skólalóöum og íþróttasvæðum í borginni. • Garðaumhirða fyrir eldri borgara. • Gróðursetning og stígagerö á svæöum utan borgarmarkanna, s.s. í Heiðmörk, á Hólmsheiði og á Nesjavöllum. • Létt viðhald á stofnanalóöum í borginni í samvinnu viö garðyrkju- og gatnadeild borgarverkfræöings. Umsóknareyöublöö fást í afgreiðslu Vinnuskóla Reykjavíkur. Þar eru einnig veittar frekari upplýsingar um störfin. Umsækjendur geta sótt um á heimasíðu Vinnuskólans, veffang www.vinnuskoli.is og fengiö þar frekari upplýsingar um störfin. Umsóknarfrestur er til 24. mars. n.k. Snorrabraut 60 • 105 Reykjavík Sími 511 2590 • Fax 511 2599 Netfang: vinnuskoli@vinnuskoli.is Veffang: www.vinnuskoli.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.