Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Blaðsíða 30
30 viðtal LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 ^ Hlín Baldvinsdóttir: y Arið mitt í Irak - hætti í hótelrekstri eftir 30 ár og fór til íraks fyrir Rauða krossinn Hlín Baldvinsdóttír, starfsmaöur Rauða krossins. Hlín segir aö ársstarf henn- ar í írak sé erfiöasta verkefniö sem hún hafi lent í á ævinni. Par stýröi hún uppbyggingu 12 heilsugæslustöðva. Hlín Baldvinsdóttir er vön að stjórna. Hún fór ung að árum til Sviss og lærði hótelrekstur á þar til gerðum skóla en svissneskir hótel- skólar njóta að minnsta kosti eins mikillar virðingar og osturinn. Hún starfaði við uppbyggingu hótelrekst- urs á íslandi og á stofuveggnum hennar hangir málverk eftir Kjar- val af Esjunni sem móðir hennar gaf henni vegna þess að hún var hótelstjóri á Hótel Esju þegar hún tók til starfa. Síðan lá leið Hlínar úr landi og hún flutti búferlum til Danmerkur árið 1975 ásamt þáverandi eigin- manni sínum. í Danmörku bjó hún og starfaði næstu 25 árin, alltaf í hótelrekstri, alltaf sem hótelstjóri. Fyrirtækið sem hún vann hjá gerði mikið að því að gera upp gömul hót- el og koma þeim í blómlegan rekst- ur á ný eða breyta eldra húsnæði í hótel. Hlín vandist því að stjórna og halda um marga þræði í einu. Hún starfaði lengi við Hótel Phoenix í Kaupmannahöfn og er mjög líklegt að einhverjir íslendingar muni eftir henni þaðan. Vildi fá hærri fjöll að klífa En í september 1998 ílutti Hlín heim til íslands á ný og það tengdist ákvörðun hennar um að skipta um starfsvettvang eftir 30 ár í hótel- rekstrinum. Hvernig stóð á því? „Mig hafði lengi langað til að vinna að einhvers konar hjálpar- starfl. Mér finnst að ef við höfum það mjög gott og allt gengur vel hjá okkur þá sé það skylda okkar að láta gott af okkur leiða og hjálpa öðrum sem eru ekki eins heppnir. Ég var búin að starfa í 30 ár í hót- elrekstri og hafði engan sérstakan metnað til meiri frama á þeim vett- vangi, enda allt gengið mér í hag. En mér fannst að það hlytu að vera stærri fjöll að klífa og vildi láta á það reyna áður en ég yrði of göm- ul. “ Það sem Hlín gerði var að hún setti sig í samband við Rauða kross- inn og bauð fram krafta sína. Hún segir að þar hafi menn verið fullir efasemda í fyrstu gagnvart því að ráða til starfa 56 ára gamla mann- eskju sem að auki hafði enga reynslu af hjálparstörfum. „Rauði krossinn á íslandi hefur reynst mér afar vel. Ég komst þar á námskeið sem er forsenda fyrir því að fá að sinna slíku starfi. Þar var ég einnig studd með ráðum og dáð.“ Rauði krossinn og Rauði krossinn Nú er rétt að útskýra fyrir lesend- um að Rauði krossinn skiptist eigin- lega í tvennt. Annars vegar er Rauði krossinn sem Henry Dunant stofn- aði upp úr miðri síðustu öld í kjöl- far stríðs á Ítalíu og starfar enn að líknarstörfum í stríðshrjáðum lönd- um. Hins vegar eru alþjóðasamtök Rauða kross-félaga sem voru stofn- uð eftir heimsstyrjöldina 1914-1918 og var einkum ætlað að sinna upp- byggingarstarfi í kjölfar stríðsátaka. Þessi síðarnefndu samtök, sem Hlin starfaði fyrir, voru stofnuð í trausti þess að eftir hildarleik fyrri heims- styrjaldarinnar yrðu engin stríðsá- tök framar. Það var á vegum þessara alþjóða- samtaka sem Hlín fór til íraks í lok febrúar 1999 og dvaldi þar fram til loka janúar á þessu ári, eða í ellefu mánuði samfleytt, með örstuttum frium. Hún fór frá Genf til Amman í Jórdaniu og þaðan var ekið 1000 kílómetra leið til Bagdad í írak. í fyrstu snerist verkefnið sem Hlín og félagar hennar sinntu um matardreiflngu til ungbarna í írak ásamt úthlutun lyíja til sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva. Fljótlega sneri hún sér að því að skipuleggja endurbyggingu 12 heilsugæslu- stöðva af rúmlega 900 sem eru í landinu. Valin var ein heilsugæslu- stöð í hverri sýslu eða héraði en írak skiptist í 18 sýslur alls. Nyrsta stöðin var skammt frá landamærum Tyrklands, Sýrlands og íraks í norðri en syðsta stöðin við Basra syðst í írak. Stiórnandi eftir sex vÍKur Hlín vann ásamt 2 öðrum sendi- fulltrúum með starfsmönnum Rauða hálfmánans í Bagdad og víð- ar. Hún ferðaðist um og skoðaði nið- urníddar heilsugæslustöðvar í ýms- um héruðum, valdi þá sem skyldi endurbyggja, aflaði tilboða i nauð- synlega endurbyggingu, fylgdist með útboðum og framkvæmd verks- ins, sem var ávallt unnið af innlend- um verktökum, og sá loks um út- tekt. Hún bjó allan tímann i Bagdad en ferðaðist út um landið í styttri og lengri ferðir í tengslum við verkið. Fyrst í stað vann Hlín við skrif- stofustjórn en sex vikum eftir kom- una varð hún yfirmaður sendi- nefndarinnar og verksins í heild. „Þegar Persaflóastriðið skall á 1991 höfðu írakar nýlega lokið átta ára stríði við nágranna sína i íran. Flestar heilsugæslustöðvarnar voru frá þvi fyrir íranstriðið og hafði ekkert verið haldið við frá bygg- ingu. Dæmigerð bygging var með ónýtu þaki, brotnum rúðum, ónýt- um skolpræsum, ónýtum vatnslögn- um og lélegu rafmagni. Samt störf- uðu læknar þama við erfiðar að- stæður, t.d. án rennandi vatns á læknastofum." Hlín kynntist því irösku þjóðfé- lagi frá fyrstu hendi en frá lokum Persaflóastríðsins árið 1991 hefur verið í gildi viðskiptabann á írak og flugbann er á ákveðnum svæðum yfir landinu og því að miklu leyti haldið einöngruðu frá umheimin- um. Sérstakar flóknar reglur hafa gert írökum kleift að selja ákveðið magn af olíu í skiptum fyrir mat og lyf og smátt og smátt er verið að rýmka þau skilyrði. En það sem Hlín sá var þjóðfélag sem komið er að fótum fram vegna skorts á flest- um sviðum. 5000 ungbörn deyja á mánuði „Það deyja 5000 ungbörn í írak í hverjum mánuði og fjórðungur allra ungbarna líður af næringar- skorti samkvæmt skýrslum UN- ICEF. Það er óskaplegur skortur á bókstaflega öllu því sem við teljum til nauðsynja. Vatn er mjög af skornum skammti og hræðilega mengað það litla sem til er. Sam- göngur eru í miklum ólestri, síma- samband einnig og margra ára varahlutaskortur gerir að verkum að bílafloti landsmanna er að hruni kominn. Rafmagn er skammtað 2-3 tíma á dag. Hús landsmanna eru ekki með loftkælingu og flest algerlega óupp- hituð. Yfir heitasta tímann frá maí til október er hitinn 40-50 stig en á veturna fer hann niður fyrir frost- mark. Mikið af atvinnulífinu er lamað vegna skorts á varahlutum. Þar af leiðandi er mikið atvinnuleysi. Þetta leiðir af sér hungur og skort. Fólk fær úthlutað matarkörfu í hverjum mánuði sem dugar í 21 dag. Hún inniheldur aðallega baun- ir, hrísgrjón, sykur og te. Við þetta bætist að nú gengur yfir í írak versti þurrkur í 30 ár sem hefur drepið mikið af bústofni lands- manna og eyðilagt uppskeru sem aftur eykur enn á matarskortinn." Hlin er ekki i neinun vafa um að viðskiptabannið á engan rétt á sér og hún telur að það sjái allir sem kynna sér málið. „Ég get verið sammála því að ef menn brjóta af sér er rétt að refsa þeim. Ef þessar aðgerðir ná ekki þeim tilgangi heldur bitna fyrst og fremst á saklausum borgurum verða menn að hafa kjark til að við- urkenna það og breyta því áður en skaðinn verður rneiri." Ein í myrkri en aldrei hrædd Það er freistandi að halda að við þessar aðstæður aukist afbrot og þjófnaðir og útlendingum sé varla vært í landinu. Hver var þín reynsla af því? „Mín reynsla var sú að írakar eru ákaflega gestrisið, örlátt, stolt og elskulegt fólk sem vill allt fyrir mann gera. Afbrot hafa alls ekki aukist þrátt fyrir skortinn, kannski vegna þess að það er engu að stela. Þegar ég var búin að vinna á kvöld- in fannst mér gott og slakandi að fara í gönguferð og þótt ég væri ein á ferð og rafmagnið vantaði svo það var alveg myrkur var ég aldrei óör- ugg. Eitt af merkjunum um aukna fá- tækt er vaxandi betl á götum borg- arinnar sem mér skilst að hafi ver- ið óþekkt fyrir stríðið." Sá Saddam Hussein aldrei í írak ræður ríkjum einn ill- ræmdasti harðstjóri seinni tíma, Saddam Hussein. Sýndist hann vera vel liðinn í landinu? „Það eru mjög viða uppi myndir og þess háttar af leiðtoganum sem minnir á návist hans. Það fólk sem ég hitti talaði nánast aldrei um hann, hvorki til góðs eða ills. Ég sá hann aldrei sjálf nema í sjónvarp- inu. Mér sýndist hann hegða sér eins og dæmigerður þjóðhöfðingi sem ávarpar þjóð sina í sjónvarpi, heimsækir skóla á afmælisdaginn sinn og veitir orður og heiðurs- merki um áramót." Varðst þú vör við eitthvað sem kalla mætti stjórnarandstöðu í land- inu? „Nei, alls ekki. Þama eru gefin út blöð og starfrækt sjónvarp en engar Þarna er Hlín stödd í Erbil viö endurbyggingu og stillir sér upp fyrir framan LandCruiserinn ásamt heimamönnum. F.v. bílstjórinn, Ómar, þá yfirmaöur Rauða hálfmánans í Erbil, Hlín, verkfræöingurinn Rashíd og Kusai, túlkur og starfsmaöur Rauöa krossins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.