Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 Fréttir I>V Utanríkisráöherra um vaxtalækkun Seðlabankans: „Betra seint en aldrei" - gagnrýnir Seölabanka fyrir aö beita sér ekki gegn útlánaþenslu DV-MYND E.ðL. Seðlabankamenn gagnrýndir Formaöur Framsóknarflokksins gagnrýnir hávaxtastefnu Seölabankans og segir aö þaö sem hafi fariö úrskeiöis í ríkisfjármálum sé ekki síst útlánastarfsemin í þjóöfélaginu. „Ég fagna þessari vaxtalækkun en tel að hún sé aðeins eitt skref á lengri leið. Ég geri mér grein fyrir því að það gerist ekki allt í einu og ég tel að Seðlabankinn sé að hefja ferli sem hann hefði átt að vera bú- inn aö hefja fyrir löngu. En betra er seint en aldrei," segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um 0,8% lækkun stýrivaxta Seðla- bankans í gær. Halldór hefur verið í hópi gagnrýnenda Seðlabankans fyrir hávaxta- stefnuna. í grein- argerð Seðla- bankans með verðbólguspá hans er fjallað um nauðsyn á að- haldi í ríkisfjármálum og gefið í skyn aö ráðlegt kunni að vera að láta þær skattalækkanir sem boð- aðar hafa verið á einstaklinga ekki koma til framkvæmda til þess að firra ríkissjóð tekjutapi, enda sé vandinn frekar sá að neysla sé enn of mikil í þjóðfélaginu en ekki of lítil. Halldór telur að slíkar aðgerð- ir komi ekki tO greina, enda sé skattalækkunin mál sem löngu hafi verið samið um við launþega- hreyfinguna. Hann bendir á að launþegahreyfingin hafi rætt um að hætta sé á að samningum verði sagt upp vegna brostinna forsendna og eitthvað af þessu tagi myndi setja alla samninga í uppnám sem væri það versta sem gæti gerst. Seðla- bankinn sé í raun að segja að ríkis- stjómin hafi gengið of langt til móts við verkalýðshreyfinguna í skatta- málum, en bankinn hafi eflaust ekki tekið hinar pólitísku breytur inn í sínar ráðleggingar, enda ekki hans hlutverk. Hitt segir Halldór vera annað mál að aðhald í ríkisfjármál- um skipti auðvitað miklu máli. Rík- issjóður hafi verið rekinn með af- gangi en ljóst sé nú að samdráttur í efnahagskerfinu þýði tekjusamdrátt hjá ríkissjóði. „Ég tel nú að það sem hafl frek- ar farið úrskeiðis en rikisfjármálin sé útlánastarfsemin í þjóðfélaginu sem hefði þurft að hemja með meira afgerandi hætti og ég tel mikilvægt að Seðlabankinn reyni að beita áhrifum sínum í þá átt,“ segir Halldór. Utanríkisráðherra segir eðlilegt að Seðlabankinn stýri ekki aðeins vöxtum heldur hafi bein samskipti við útlána- stofnanir um þessi mál. „Það er enginn vaft að útlán til einka- neyslu hafa farið fram úr hófi á undanfomum árum,“ segir utan- ríkisráðherra. Sjá ítarlega umfjöllun um vaxta- lækkunina á blaðsíðu 8 Halldór Ásgrímsson. Greinargerð Lúðvíks Ólafssonar vegna kæru á hendur geðlækni: Kemur mér undarlega fýrir sjónir - segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður „Ég hef ekki lesiö greinargerð- ina en það sem ég hef séð í fréttum kemur mér undarlega fyrir sjón- Hafnar dylgjum forseta FFSÍ Björgólfúr Jóhannsson, forstjóri Síld- arvinnslunnar í Neskaupstað, skrifar grein á heimasíðu félagsins þar sem hann víkur að ummælum Grétars Mars Jónssonar, forseta Farmanna- og Fiskimannasam- bands íslands, í þættinum Auðlind á RÚV en þar sagði Grétar að íslenskar fiskimjölsverk- smiðjur stælu afla skipa með því að gefa upp ranga vigt. Björgólfur segir að engar verksmiðjur hafi verið undan- skildar í þessum málflutningi forsetans. Hann segir skip Sildarvinnslunnar í Neskaupstað hafa landað afla í Færeyj- um, Noregi og á Hjaltlandseyjum og því hafi fyrirtækið nokkuð góðan saman- burð í þessum efnum. Það sé mat stjóm- enda SVN að ekki sé greinanlegur mun- ur á löndunum á nefndum stöðum og í Neskaupstað og því hljóti fyrirtækið að vísa þessum ummælum á bug. „Það er með ólíkindum hvað forseti FFSÍ endist við að hamast á viðsemjend- um sínum með dylgjum. Það getur ekki verið honum til framdráttar í viðræðum milli aðila í framtiðinni. Þegar einhver stelur einhverju þá er leið þess, sem stolið er af, að sækja rétt sinn. Séu full- yrðingar forsetans eins borðleggjandi og hann lætur að liggja er málið mjög al- varlegt. Ekki aðeins er um að ræða stuld af skipum heldur er ljóst að kvóta- mál tengjast þessu einnig." -gk ir,“ segir Jón Steinar Gunnlaugs- son hæstaréttarlögmaður um greinargerð sem Lúðvík Ólafsson, settur landlæknir, hefur sent frá sér um framgöngu Högna Óskars- sonar geðlæknis í svokölluðu pró- fessorsmáli. Lúðvík gagnrýnir álitsgerð sem Högni gaf fyrir Hæstarétti og varðaði meint kyn- ferðisbrot föður gagnvart dóttur. Hæstiréttur sýknaöi foðurinn áriö 1999 en í kjölfarið var Högni kærður til siðanefndar Læknafé- lags íslands. Siðanefndin taldi að Högni hefði ekki brotið siðareglur og ákvað stjóm félagsins þá aö skjóta málinu til landlæknis. Sig- urður Guðmundsson landlæknir vék sæti og í hans stað var settur Lúðvík Ólafsson, héraðslæknir og staðgengill landlæknis. Meðal þess sem Lúðvík gagnrýn- ir í málinu er að Högni hafi ekki Hæstiréttur mun ekki fjalla um manndrápsmál Atla Helgasonar lög- fræðings sem banaði Einari Erni Birgissyni í Öskjuhlíð í nóvember á síðasta ári. Ástæðan er sú að Atli ákvað að una niðurstöðu héraðs- dóms, 16 ára fangelsi, og ríkissak- sóknari taldi ekki efni til að áfrýja af hans hálfu. Lög kveða ekki leng- ur á um að alvarlegustu dómunum sem ganga í héraði skuli áfrýjað sjálfkrafa til Hæstaréttar. Hins veg- ar heyrir til undantekninga að manndrápsmálum sé ekki áfrýjað Jón Steinar . Lúðvík Gunnlaugsson. Olafsson. getið tengsla sinna við ákærða. Þetta segir Jón Steinar fráleita staðhæfingu. „Það lá ljóst fyrir viö meðferð málsins fyrir Hæstarétti að Högni hafði verið læknir ákærða. Um þetta var rætt í mál- flutningi og dómarar höfðu að sjálfsögðu vitneskju um þetta. Þaö er engu líkara en sá sem þetta skrifar hafi ekki kynnt sér hvemig til æðsta dóms- valdsins þar sem refsingarnar eru þær hæstu sem dæmdar eru. Niðurstaða hér- aðsdóms var á þá leið að árás Atla hefði verið ofsa- fengin er hann sló Einar Örn fjórum sinnum í höfuðið með hamri í Öskju- hlíð. Auk fangelsisvistar var Atli dæmdur til að greiða sambýliskonu máiflutningi fyrir Hæstarétti var háttað," segir Jón Steinar. í greinargerðinni er Högna borið á brýn að hafa brotiö 11. grein læknalaga er varða varfærni og nákvæmni við útgáfu vottoröa. Jón Steinar hafnar þessu og segir Högna hafa gefið læknisfræðilega umsögn um atriði sem snerta geð- læknisfræði. „Menn getur greint á um einstök læknisfræðileg atriði, auk þess sem framþróun getur orð- ið í greininni. Það er hins vegar alveg út í blá- inn að embætti landlæknis hafi eitthvert áminningar- eða eftirlits- vald vegna umsagna sem læknar gefa eftir bestu vitund um sína sér- fræðigrein. Ef landlæknisembættið hyggst taka að sér slíkt hlutverk þá er eins gott að leggja það niður þegar í stað,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson. -aþ og foreldrum Einars Arnar miska- og skaðabætur, samtals rúmar fimm milljónir. Hann var einnig sviptur málflutningsleyfi. Atli var sýknaður af ákæru um fjárdrátt í opinberu starfi - máli sem sneri að þvi að hann hafði til meöferðar þrota- og dánarbú. Skaða- bótakröfum fyrir hönd Unit á ís- landi, áður Gap ehf., og skaðabóta- kröfu sambýliskonu Einars Amar, sem byggðist á því að hún heföi misst framfæranda, var vísað frá dómi. -Ótt Björgólfur Jóhannsson. Hvorki sakborningur né ákæruvald vilja áfrýja Öskjuhlíðarmálinu: Manndrápsmál Atla Helga- sonar ekki fýrir Hæstarétt Atli Helgason. ETOffillffK Gagnrýnir aðgerðir Davið Oddsson forsætisráðherra segir í viðtali við bandaríska dag- blaðið Wall Street Journal að hann sé dyggur stuðnings- maður í baráttunni gegn hryðjuverk- um. Hins vegar gagnrýnir hann að- gerðir í kjölfar árásanna á Banda- ríkin sem eru til þess fallnar að draga úr friðhelgi einkalífsins. Hann varar við hættunni á að ekki verði aftur snúið með hinu aukna eftirliti á borgurum. Gæöaverðlaunin afhent Valgerður Sverrisdóttir,- iðnaðar- og viðskiptaráðherra, afhenti Svæð- isskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi íslensku gæðaverðlaun- in viö hátíðlega athöfn í Ásmundar- safni í gær. Þór G. Þórarinsson framkvæmdastjóri veitti verölaun- um viðtöku. Fangelsi fyrir peningaþvætti Hæstiréttur dæmdi í gær Egil Guðjohnsen tannlækni til 20 mán- aða fangelsisvistar fyrir peninga- þvætti og fikniefnabrot. Héraðsdóm- ur hafði dæmt Egil í 15 mánaöa fangelsi. Egill var ákærður fyrir að hafa tekið við rúmum 6 milljónum úr hendi Sverris Þórs Gunnarsson- ar en hann var sakborningur í stóra fikniefnamálinu. Fimm krónur en ekkl fjórar FÍB hefur sent Samkeppnisstofn- un útreikninga sína vegna bensín- lækkunar um síðustu mánaðamót. FÍB taldi forsendur fyrir 5 króna lækkun en ekki fjögurra. Jarðskjálftar Jarðskjálftar, sem áttu upptök sín í Goðabungu, urðu í gær og fyrra- dag í Mýrdalsjökli. Tveir skjálft- anna mældust rúmlega 3 stig á Richter. Costgomaðurinn í haldi Lögreglan í Reykjavík yfir- heyrði í gærkvöld Goða Jóhann Gunn- arsson, sem aug- lýsti Costgo pöntun- arlistann. Goði verður í haldi lög- reglu á meðan um- svif hans verða rannsökuð og hvort um einhvers konar svikastarfsemi hafi verið að ræða. Þeir sem keyptu áskrift að pöntunarlista Costgo hafa hvorki fengið hann í hendur né vör- ur sem þeir keyptu á sértilboði. -aþ [S3 helgarblað er stríð í Helgarblaði DV á morgun verður viðtal við Grétar Mar Jónsson, for- seta Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands, sem segist standa í stríði við samtök útgerðarmanna sem hann telur hafa sett sér það helsta markmið að koma sér úr embætti. í blaðinu er einnig viðtal við Hlín Agnarsdóttur rithöfund, sem sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu, og einnig Hannes Hólmstein Gissurar- son sem vill gera ísland að ríkasta landi heims. DV heldur áfram að rifja upp íslenska harmleiki, hittir 79 ára gamlan stjórnunargúrú og mótorhjólatöffara, ræðir við Bubba Morthens og birtir kafla úr bók Davids Pelzer, Hann var kallaður þetta. Þetta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.