Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 DV Fréttir Nær áttræö kona býr meö fertugri fatlaöri dóttur sinni: Tíu ára bið eftir sambýli - engin lausn í sjónmáli - fatlaðir neðarlega á forgangslista stjórnvalda Beðiö eftir sambýli Halldóra Eyjólfsdóttur ásamt dóttur sinni, Helgu. Nær áttræð kona, Halldóra Eyjólfs- dóttir, býr ein ásamt fatlaðri dóttur sinni, Helgu, í Reykjavík. Helga er fertug og hefur verið í um tíu ár á biðlista eftir að komast á sambýli. Hún er mongólíti, en á nú orðið einnig við geðræn vandamál að stríða. Móðir hennar hefur verið ein með hana í 37 ár. DV hitti mæðgurnar á heimili þeirra í gær. Þar greindi Halldóra frá ferli dóttur sinnar, sem nú er orðinn ein samfelld þrautarganga. Helga var fjögurra ára þegar móðir hennar og faðir skildu. Halldóra varð þá einstæð með þrjár dætur í heimili. „Það var oft erfitt þegar Helga var úti,“ segir Halldóra. „Það þurfti að líta mjög vel eftir henni. En hún lék sér alltaf með krökkunum og var jafn- lynd og jákvæð." Þá var engum leikskólum til að dreifa þannig að Halldóra fór mikið með Helgu á róluvöll. Hún reyndi að fá þar vinnu til að geta aflað peninga og litið til með dóttur sinni í senn en það gekk ekki. Síðan vann hún í tvö sumur á Sólheimum og var þá með Helgu og yngri systur hennar, Mar- gréti, með sér. Tíl verri vegar Þegar Helga var fimm ára fór hún í dagvist á Lyngási. Þar gekk allt vel og henni fór fram. Þar vann hún m.a. ýmsa fallega muni í handavinnu sem nú skreyta heimili mæðgnanna. Þar kynntist hún hóp stelpna sem voru á sama reki og hún. Þær áttu heilmargt sameiginlegt og voru mikið saman. Þegar Helga var komin á unglingsár var hún flutt yfir á hæfingarstöðina Bjarkarás, ásamt nokkrum vinkvenn- anna. Þar var ætlast til að fólkið ynni meira heldur en verið hafði á Lyngási. Það reyndist Helgu um megn svo hún var fLutt á aðra hæfmgarstöð, Lækjar- ás. Þá fór fyrst að syrta í álinn. Þar var mjög fatlað fólk og hún missti fljótlega öll þau félagslegu tengsl sem hún hafði haft. Henni fór aftur og smátt og smátt hætti hún aö miklu leyti að tala. Nú getur hún lítið sem ekkert tjáð sig. Þar kom að hún hætti að vilja fara í Lækjarás. Móðir hennar reyndi þó að halda þvi til streitu en varð að láta undan þegar Helga neitaði að borða þar. Erflð velkindi Á þessu tímabili herjuðu mikil veikindi á Helgu. Hún fékk tvisvar sinnum einkirningssótt og lenti þá í erfiðum veikindum. í kjölfarið fékk hún innvortis bólgur og fleiri mein. Hún var lengi veik og hefur raunar aldrei náð sér likamlega né andlega eftir þau veikindi. Á tímabili hélt móðir hennar að hún myndi deyja. Á þessum erfiða tíma lærbrotnaði móðir hennar svo að leita varð hjálpar þar sem hana var að fá. Halldóra hefur farið meö Helgu milli lækna til aö reyna að fmna út hvað stafi af hverju og hvað leiði til hvers. Ljóst þykir að vandinn sé ekki lengur bundinn við líkamann heldur einnig geðræn vandamál. „Helga hefur alltaf staðið á sinni meiningu,“ segir móðir hennar. „Með árunum hefur það ágerst og nú er það orðið óeðlilega mikið. Nú er svo komiö að hún harðneitar að fara til lækna af því að hún er orð- in svo hrædd við þá. Ég óttast að hún sé með gikt eða einhvern við- líka sjúkdóm." Enginn stuðningsmaöur Halldóra hefur beðið í tíu ár eftir að dóttir hennar fái inni á sambýli. Hún hefur þurft að rita undir tvær beiðnir um vistun, þar sem skipt hefur verið um starfsfólk á þessum langa tíma og þar með þurft að endumýja beiðnir. Tvisvar hefur Helgu boðist húsnæði, í annað sinn í kjallaraherbergi, en hitt sinnið í íbúðarígildi, sem móðir henn- ar segir að hafi alls ekki hentað. „Helga þarf að komast á sambýli þar sem hún hefur gott einkarými og sam- eiginlega setustofu með öðru heimilis- fólki,“ segir hún. „Það eru til nógir peningar i landinu til að byggja svona heimili. Það eru ráðamennimir sem setja upp forgangslista og fatlaðir virð- ast ekki vera ofarlega á honum." Halldóra kemst lítið sem ekkert frá heimilinu því hún er algjörlega bund- in yfir dóttur sinni. Hún fær engan til að líta eftir henni. Hún fær ekki einu sinni félagslega þjónustu þótt hún hafi beðið um hana. Að vísu fékk Helga svokallaðan liðsmann í einn mánuð í fyrra. Þá komst hún i sund með hon- um og hlakkaði alltaf til þeirra ferða. „Hún beið þá lengi tilbúin með tösk- una sína eftir að liðsmaðurinn kæmi til að fara með hana í sundið," segir móðir hennar. En þessi störf era illa launuð og fáir fást í þau. Þess vegna hefur Halldóra ekki tekist að fá aðstoð nema í þennan eina mánuð. Nú bíður hún eftir því að kraftaverkið gerist og Helga fái inni á viðunandi sambýli, þar sem hún getur búið henni framtíðarheimili við góðar aðstæður og félagsskap, sem er kannski mikilvægastur af öllu þegar upp er staðið. Að minnsta kosti vonast hún til að fá liðsmann handa dóttur sinni meðan á biðinni löngu stendur. -JSS Héraösdómur NA: Ungar stúlkur dæmdar fyrir líkamsárás Tvær 16 og 17 ára stúlkur, frá Akur- eyi og Húsavík, hafa í héraðsdómi ver- ið dæmdar í skilorðsbundið fangelsi vegna likamsárásar. Þær vom ákærð- ar fyrir að hafa veist að þriðju stúlkunni og slegið hana með þeim af- leiðingum að hún hlaut glóðarauga á báðum augum, eymsli og bólgu á hægra eyra, sprungu á neðri vör, mar neðan vinstri holhandar og tognun í baki. Þetta gerðist snemma á árinu, og stúlkumar tvær játuðu greiðlega það sem þær vom ákærðar fyrir. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að þær stóðu saman að árásinni, upplýst var að hún var tilefnislaus og stúlk- umar vom undir áhrifum áfengis. Önnur þeirra hefur ekki sætt refs- ingu áður og þótti refsing hennar hæfi- lega ákveðin 30 daga fangelsi. Með hliðsjón af mjög ungum aldri stúlkunnar þegar verknaðurinn var framinn, hreinum sakarferli og ský- lausri játningu þótti rétt að fresta fullnustu dómsins í tvö ár. Hin stúlkan hefur verið dæmd i 90 daga skilorðsbundið fangelsi vegna lík- amsárásar á síðasta ári. Sá dómur var nú tekinn upp og ákveðin refsing í einu lagi, fjögurra mánaða fangelsi. Með tilliti til ungs aldurs stúlkunnar og skýlausrar játningar var refsingu frestað í 3 ár haldi hún almennt skil- orð. Báðar stúlkumar eiga að sæta sér- stakri umsjón á skilorðstimanum af hendi fangelsisyfirvalda. Þá vom þær dæmdar til að greiða fómarlambi sínu 85 þúsund króna skaðabætur með vöxtum, og állan sakarkostnað. -gk Fangelsisdómur vegna umferðar- lagabrots Akureyringur um tvítugt hefur verið dæmdur vegna áreksturs sem hann olli í hringtorgi á mótum Borgarbrautar og Hlíðarbrautar á Akureyri. Maðurinn ók án öryggisbeltis og allt of hratt miðað við aðstæður. Hann ók beint inn í hringtorgið, yfir graseyju og á bifreið sem var á leið um torgið. Ökumaður þeirrar bifreiðar mjaðmagrindarbrotnaði. Maðurinn var dæmdur í 45 daga fangelsi og til greiðslu 50 þúsund króna sektar til ríkissjóðs. Með til- liti til ungs aldurs hans var fulln- ustu fangelsisdómsins frestað um 2 ár haldi maðurinn almennt skilorð. Þá var hann sviptur ökuleyfi í 8 mánuði og til að greiða málskostn- að. -gk Vedriið. ii )kv/oðld! k w _ ^ V- Soiiat'gam^uir’ og REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 16.46 16.20 Sólarupprás á morgun 09.40 09.39 Síödegisflóó 12.57 17.30 Árdegisflób á morgun 01.49 16.22 Skýringar á veðurtákmnn 10°4_HITI »VINDÁTT •VINDSTYRKUR 1 nMtrum & sekówlu -io; Vrost hbðskíbt C> O O LETTSKYJAD HALF- SKÝJAÐ SKYJAD ALSKYJAÐ Hvasst vestan til Sunnan 13-18 og rigning eöa súld meö köflum en suðvestlægari og léttir til austanlands. Suðvestan 18-23 og skúrir vestanlands í kvöld og nótt, en heldur hægari og skýjað með köflum austan til. Hliti 8 til 13 stig. w RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA EUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- VEÐUR RENNINGUR Ve&fiiö á iwwigHíiti Víöa má búast viö hálku Allir helstu vegir eru færir en víða m< búast við hálku og frést hefur að húi sé mjög mikil á Baröaströndinni. Ver var að moka Rafnseyrarheiðí í morgunsárið. Hellisheiði eystri, Þorskafjarðarheiði og Lágheiöi eru lokaðar vegna snjóa. Kólnar aftur Vestan 15-20 en 10-15 undir kvöld. Skúrir eða slydduél og kólnandi veður. Hiti 0 til 5 stig, Surnwui Wi.wiui EB ; jg$HM 5SSB Vindur: O 5-8m/, ’ Hiti 0° til -Æ° Vindur; 6-9 m/s 1 Hiti 7° til 40” Hæg breytlleg átt. Dálítll él vlö noröausturströndlna, en annars skýjaö meö köflum. Frost 0 tll 8 stlg mlldast vlö vestur- og suöurströndina. Suöaustlæg átt og rlgning eða slydda, en síöan vestanátt og slyddu- eöa snjöél. Hlýnandi veöur. Suöaustlæg eöa breytileg átt. Rlgnlng sunnan til á landlnu en slydda eöa snjókoma noröanlands. Hitl breytlst litlö. msmm £ AKUREYRI rigning 6 BERGSSTAÐIR alskýjað 5 BOLUNGARVÍK skúr 10 EGILSSTAÐIR skýjaö 3 KIRKJUBÆJARKL. súld 1 KEFLAVÍK rigning 7 RAUFARHÖFN alskýjað 2 REYKJAVÍK rigning 7 STÓRHÖFÐI rigning 7 BERGEN léttskýjaö -1 HELSINKI snjókoma -2 KAUPMANNAHÖFN snjóél 2 ÓSLÓ heiðskírt -2 STOKKHÓLMUR 1 ÞÓRSHÖFN rigning 4 ÞRÁNDHEIMUR snjóéi -5 ALGARVE heiðskírt 15 AMSTERDAM slydduél 2 BARCELONA léttskýjað 10 BERLÍN skýjaö 1 CHICAGO heiðskfrt 1 DUBLIN léttskýjaö 0 HALIFAX skýjað 7 FRANKFURT hálfskýjaö 1 HAMBORG skýjað 1 JAN MAYEN snjókoma -7 LONDON snjóél 3 LÚXEMBORG snjókoma 0 MALLORCA hálfskýjaö 15 MONTREAL 5 NARSSARSSUAQ rigning 4 NEWYORK skýjaö 13 ORLANDO heiöskírt 16 PARÍS rigning 3 VÍN alskýjað 6 WASHINGTON hálfskýjaö 17 WINNIPEG heiöskírt 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.