Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Qupperneq 8
Fréttir Seðlabankinn hefur vaxtalækkunarferli í kjölfar verðbólguspár: 80 punkta lækkun - raunstýrivextir áfram háir eða 6,5% en spáð er 8,5% verðbólgu á árinu Viska með vexti Stjórnendur Seölabankans tilkynna um vaxtalækkun á fundi í bankanum í gær. Svo virðist sem 0,8% eða 80 punkta lœkkun stýrivaxta hjá Seðlabankanum í gær mæti blendnum viðbrögðum ýmissa hagsmunaaðila úti í samfélag- inu. Stýrivextir Seðlabankans eftir þessa breytingu eru 10,1%. Þykir sumum sem tek- in séu stutt skref en aðrir benda á að ákveðið vaxtalækk- unarferli sé hafið. Már Guð- mundsson svarar því til þegar hann er spurður um hvers vegna bankinn gangi ekki lengra í lækkun vaxta að ekki hefðu skapast forsendur fyrir meiri lækkun nú og auk þess sé lækkun stýrivaxta Seðlabank- ans ferli þar sem ekki ekki séu tekin risavaxin stökk. Hann bendir á að áfram verði fylgst með framvindunni og þegar efnahagsþróunin gefi tilefni til muni bankinn að sjálfsögðu bregðast við því. Ljóst er að ýmsir aðilar, bœði á markaði og í verkalýðshreyfingunni, áttu von á mun meiri lækkun en raunin varð, og í umræð- unni hefur sú skoðun verið uppi að með vaxtastefnu sinni sé Seðlabankinn að kœfa allt frumkvœði og orku í atvinnu- lífinu og ýta fjölmörgum fyrir- tœkjum í þrot. Már tekur ekki undir þetta en segir peninga- málastefnuna vissulega að- haldssama, enda eigi hún að slá á þá ofþenslu sem verið hef- ur. Hann telur af og frá að erf- iðleikar og samdráttur sá sem nú hefur orðið vart sé allur vöxtum að kenna heldur komi margt fleira til, s.s. miklar fjár- festingar og aukin skuldsetning fyrirtækja og heimila og óhag- stæð alþjóðleg efnahagsþróun. Már segir að sér virðist að gagnrýni á peningamálastefnu bankans byggi ekki alltaf á ít- arlegri greiningu sambærilegri þeirri sem Seðlábankinn hefur gert. Framleiðsluslaki En hver er þá þessi greining sem Már vísar til? Vaxtalækkunin er til- kynnt samhliða nýrri verðbólguspá þar sem grunntónninn er sá að auknar líkur séu til að verðbólgu- markmiðum bankans árið 2003 verði náð. Munar þar mest um þá hjöðnun sem orðið hefur í efnahags- kerfmu og að útlit er fyrir að það sem bankinn kallar „fram- leiðsluslaka" muni leysa spennu af hómi þegar líður á næsta ár. Á það er bent að verðbólguspá bankans fyrir þriðja ársfjórðung hafi gengið I meginatriðum eftir, en engu að síður spáir bankinn nú nokkru meiri verðbólgu á þessu og næsta ári vegna meira launaskriðs og lægra gengis en miðað var við í síð- ustu spá. Nú er spáð 8,5% verðbólgu frá upphafi til loka þessa árs en 4% á því næsta samanborið við tæplega 3% í spá bankans í ágúst. Hugsanleg endurskoðun kjarasamninga á næsta ári veldur þó óvissu um fram- vindu verðlags að bati bankans. 6,5% raunvextir Eins og greint hefur verið frá í DV er vaxtamunurinn milli íslands og útlanda mikill og sérstaklega hef- ur skammtímavaxtamunur gagn- vart útlöndum vaxið verulega. Að- haldsstig peningastefnunnar hefur því aukist og voru raunstýrivextir Seðlabankans, þ.e.a.s. vextimir eftir að tekið hafði verið tillit til verö- bólgu, undir lok október orðnir nokkru hærri en i kjölfar vaxta- lækkunar bankans í lok mars á þessu ári. Niðurstaða bankans er því þessi eins og hún er orðuð í greinargerð bankans: „Hærri raun- vextir Seðlabankans, lægri verö- bólguvæntingar, skýr merki um hjöðnun ofþenslu, mun minni út- lánavöxtur, versnandi efnahags- horfur og vaxtalækkanir í við- skiptalöndum, horfur á slaka í hag- kerfinu og síðast en ekki síst aukn- ar líkur á að verðbólgumarkmið bankans náist á árinu 2003 veldur því að bankastjórn telur nú tíma- bært að lækka vexti á ný. Aðhald peningastefnunnar verður þó áfram mikið enda raunvextir bankans um 6,5% eftir breytinguna." Gengiö of lágt Seðlabankinn vill í skýrslu sinni lítið spá um þróun gengis til skamms tima en bendir á að það hafi verið undir nokkrum þrýstingi á undanförnum vikum. í lok októ- ber var það orðið rúmum 5% lægra en i lok júlí, þrátt fyrir að Seðla- bankinn hafi selt gjaldeyri á tíma- bilinu sem nemur samtals nærri 10 milljörðum króna til stuðnings krónunni. „Til skemmri tíma litið gætu markaðsaðstæður orðið óhag- stæðar krónunni, sérstaklega ef inn- streymi fjár sem nauðsynlegt er til að fjármagna viðskiptahallann dregst hraðar saman en viðskipta- hallinn. Því er engin leið að spá fyr- ir um þróun gengisins til skamms tíma, fremur en gengi annarra gjaldmiðla," segir í greinargerð bankans. Þar er einnig ítrekað að bankinn hefur áður sagt að raun- gengi krónunnar sé orðið mun lægra en eðlilegt getur talist, að það sé lægra en það jafnvægisgengi sem reikna má með til lengdar. „Raun- gengi krónunnar mun því hækka á næstu misserum. Hins vegar er óvíst hvenær þessi þróun muni eiga sér stað og í hvaða mæli hún verð- ur fyrir atbeina hærra nafngengis krónunnar eða meiri verðbólgu en í viðskiptalöndum," segir bankinn. Neysluhvetjandi skattalækkun Athygli vekur að Seðlabankinn hefur mjög ákveðnar skoðanir á rík- isfjármálum og virðist ekki nema í meðallagi trúaður á að sá afgangur sem boðaður er í fjárlagafrumvarp- inu muni nást. Bankinn telur raun- ar að afkoman muni versna í ár um- fram það sem samdráttur í hagvext- inum gefur tilefni til og munar þar mest um aukin útgjöld vegna sér- stakra ákvarðana og mikilla launa- hækkana opinberra starfsmanna, auk þess að veltuskatttekjur muni minnka. Því telur bankinn nauðsyn- legt til að draga frekar úr þjóðarút- gjöldum að Alþingi grípi til aðgerða sem tryggi að sá tekjuafgangur sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarp- inu muni í raun verða til. Bankinn er sáttur við skattabreytingar ríkis- stjómarinnar þar sem skattur er lækkaður á fyrirtæki, enda sé slíkt í samræmi við þá ráðgjöf bankans frá því í ágúst að styrkja þurfi fram- boðshlið hagkerfisins. Sérstaka at- hygli vekur hins vegar að Seðla- bankinn mælir með því að ríkis- stjórnin hækki aðra skatta eða skeri niður útgjöld til að mæta tekjutap- inu vegna skattbreytinganna á dög- unum. Már Guðmundsson segir að vandamálið í íslenska hagkerfmu felist í of mikilli neyslu en ekki of litilli neyslu og því sé ekki ástæða til að örva hana með skattaaðgerð- um. Hins vegar verði ekki fram hjá Evrópski seðlabankinn lækkaði í gær stýrivexti um 50 punkta. Breski seðlabankinn tilkynnti einnig um vaxtalækkun í gær upp á 50 punkta. Stýrivextir í Evrópu eru því komn- ir niður í 3,25% en í Bretlandi eru þeir 4%. Fastlega hafði verið búist því horft að fyrirhugaðri lækkun tekjuskatts á einstaklinga var lofað í tengslum við endurskoðun kjara- samninga fyrr á árinu. í greinar- gerðinni segir: „Það er hins vegar mat bankans að æskilegt sé miðað við ríkjandi aðstæður að hækka aðra skatta meira til mótvægis eða skera niður ríkisútgjöld, sérstak- lega vegna ársins 2002. Tekjutap rík- issjóðs kemur hins vegar ekki að fullu fram fyrr en 2003 en sam- kvæmt fyrirliggjandi spám ætti þá að hafa myndast nokkur slaki í þjóðarbúskapnum. Bankinn telur því ekki að ofangreind áform raski þjóöhagslegu jafnvægi eða stefni verðbólgumarkmiði bankans í hættu.“ Efnahagsframvindan ræður vöxtum Það ræðst síðan af þróun og sam- spili þessara þátta allra, verðbólg- unnar, gengis, og ríkisfjármála, hver verða næstu skref Seðlabank- ans í vaxtaákvörðunum. Tímasetn- ing og umfang frekari lækkunar vaxta ráðast nú sem endranær af framvindu efnahagsmála og líkum á að verðbólgumarkmið bankans ná- ist 2003. -BG við þessum vaxtalækkunum, sér- staklega eftir að vextir voru lækkað- ir í Bandaríkjunum fyrir tveimur dögum. Flestir höfðu þó spáð minni vaxtalækkunum, eða 25 punkta lækkun vaxta. FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 DV Verðbréfageirinn: Viðunandi fyrsta skref Margeir Pétursson hjá MP verð- bréfum fagnar vaxtalækkun Seðla- bankans. „Ég tel þetta vera mjög viðunandi fyrsta skref og menn verða að gæta þess að þessi lækkun komi ekki í allt of stórum stökk- um. Þegar svona lækkun er ákvörðuð hljóta menn að horfa mjög til þróun- arinnar á gjaldeyrismörkuðum og stöðu krónunnar og ég held að væntingarnar um þessa vaxta- lækkun hafi valdið þvi að krónan styrktist í gær, þannig að ef þetta heldur áfram held ég að vextir geti lækkað enn frekar," segir Margeir. Hann segir ljóst að frekari lækkun sé í spilunum og minnir á að hann hafi verið talsmaður lækkunar frá því í febrúar." Auðvitað hefði þessi lækkun átt að koma fyrr, en úr því sem komið var tel ég að það skref sem nú er stigið sé hæfilegt. Vonir standa augljóslega til þess að gjaldeyrismarkaðir taki þessu vel og þetta styrkir stöðu fyrir- tækjanna þótt það sé lítið í byrjun. Og miðað við þetta má búast við að Seðlabankinn haldi áfram á þessari braut,“ segir Margeir. -BG Samtök atvinnulífsins: Hefði viljað meiri lækkun „Ég tel að þetta sé mjög jákvætt skref, en hins vegar hefði ekki veitt af meiri lækkun og sem kunnugt er hef ég verið að von- ast eftir þessari lækkun í tals- vert langan tíma líka,“ segir Ari Edwald, fram- kvæmdasjóri Samtaka at- vinnulífsins, um vaxtalækkun Seðlabankans. Ari segir vexti vera griðarlega háa hér á landi bæði ef miðað er við stöðuna i efnahagsmálum og eins í samanburði viö útlönd þannig að hann kveðst vonast til að þetta sé einungis upphafið að lengra lækk- unarferli hjá Seðlabankanum. Ari segir erfitt að átta sig á því hvort þessi lækkun hafi verið nægjanleg til að standa undir væntingum markaðarins, en þá styrkingu krónunnar sem varð í gær segir hann tvímælalaust mega rekja til væntinga um vaxtalækkun. „En þrátt fyrir að maður hefði viljað sjá stærra skref stigið I þessu þá hafi e.t.v. ekki verið við mikið stærri stökkum en þessu að búast hjá Seðlabankanum í einu,“ segir Ari. -BG Forseti ASÍ um vextina: Fagnar lækkun „Við hljótum að fagna þeirri ákvörðun Seðla- bankans að lækka vexti og treystum þvi að þetta sé einungis fyrsta vaxtalækk- unin af nokkrum. Við hefðum auð- vitað viljað sjá þetta gerast fyrr eða þá meiri lækkun en 0,8 pró- sentustig úr því þetta dróst svo lengi, en þetta er eigi að síður spor í rétta átt.“ Þetta sagði Grétar Þor- steinsson, forseti ASÍ, þegar Seðla- bankinn skýrði frá ákvörðun sinni í gær. -BG Seðlabankar erlendis: Vextir lækka í Evrópu Margeir Pétursson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.