Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 25
29 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 DV Tilvera Nýtt á myndbandi: 1S íkM Blóðugur Shakespeare Uppáhalds myndin Einhver mesti spútnikinn í leik- stjórastéttinni vestanhafs er Julie Taymor sem skaust upp á stjörnu- himininn þegar hún setti á svið Lion King. Þótti uppsetning henn- ar slík snilld að gagnrýnendur áttu varla til nógu sterk lýsingarorð. Gengur sýningin enn á Broadway. í sinni fyrstu kvikmynd ræðst hún ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur tekur fyrir eitt erf- iðasta leikrit Williams Shake- speares, Titus Andronicus, sem telst ekki meðal þekktustu leikrita skáldsins en er mikið verk sem gerist á blóðugu tímabili í Róma- veldi. Orðspor Taymor gerði það að verkum að hún gat valið úr góðum leikurum og tók hún þann kostinn að fá Anthony Hopkins til að leika titilhlutverkið og Jessicu Lange til að vera helsti mótleikari hans. Sannarlega voldugt leikarapar. Það kom í ljós sem margir höfðu óttast að Taymor ætti í erfiðleikum með að gera leikritið að meðfærilegu kvik- myndaverki. Yf- irleitt hefur mynd hennar fengið góða gagnrýni en áhorfendur hefur vantað. Hér á landi fór hún beint á myndband. Sagan á bak við leikritið er tekin úr sögu rómversku keisar- anna. Titus er róm- Titus Andronicus Anthony Hopk- ins leikur tit- ilhlutverkiö. Tamara og Saturnius Jessica Lange ög Alan Cuming í hlutverkum sínum. verskur hershöfð- ingi sem leiðir menn sína til sig- urs í blóðugri styrjöld við Gota. Sigurinn er dýr- keyptur og Titus er í vafa um hvort rétt sé staðið að málum í stríðs- rekstrinum. Hefð- in er að háttsett- um óvini er fórn- að úr liði óvin- anna og velur hann drottning- una Tamöru. Þetta gengur þó ekki eftir því hin slæga Tamara ger- ist áður ástkona hins unga keisara Saturniusar og hefnir hún sin á Titusi meö því að láta myrða dóttur hans. Hefst nú valdabarátta upp á líf og dauða milli Titusar og sona hans og Tamöru sem hefur fullt vald á keisar- anum. -HK Leikstjórinn og leikarinn Anthony Hopkins ræðir við Jane Taymor milli takna á Titus. Búningadrama í miklu uppáhaldi - segir Guöbjörg Hildur Kolbeins lektor Horfi á þættina aftur og aftur Guðbjörg Hildur Kolbeins lektor segir að uppáhaldsmyndin sín sé sjónvarps- þátturinn Hroki og hleypidómar eftir Jane Austin. „Ég hef mest gaman af búninga- drama og rómantískum gaman- myndum," segir Guðbjörg Hildur Kolbeins, lektor í hagnýtri fjölmiðl- un i Háskóla Islands. „Mér finnst mjög gaman að horfa á kvikmyndir bæði í bíó og í sjónvarpi. Myndir sem gerðar eru eftir sögum Henry James, Edithe Wharton og E. M. Forster. Sögumar eru mjög góðar og yfirleitt er lagt mikið í búning- ana.“ Hroki og hleypidómar Guðbjörg segir að þessar myndir gerist oft í kringum aldamótin nítján hundruð, það er mikið lagt í þær og í mörgum tilfellum hefur tekist mjög vel i að koma anda tímabilsins til skila á hvíta tjaldinu. „Þetta eru oft- ar en ekki breskar myndir og ég held mikið upp á sumar þeirra. Uppá- haldsmyndin mín er reyndar sjón- varpsþáttur frá BBC sem heitir Hroki og hleypidómar eftir Jane Austin. Ég keypti þættina á spólum og get horft á þá aftur og aftur.“ Heiðarlega fylgdarkonan „Ég er líka mjög hrifin af mynd sem heitir A Destiny of Her Own og er byggð á sögu fylgdarkonu sem hét Veronica Franco og var uppi á sextándu öld. Myndin gengur að visu undir þremur nöfnum og það kann að rugla fólk sem vill sjá hana. Sums staðar heitir hún A Destiny of Her Own, i Bandaríkjunum kallast hún Dangerous Beauty og í Ástralíu The Honest Cortisan." Guðbjörg segist ekki hafa hugmynd um af hverju myndin heitir öllum þessum nöfnum en það sem hún kunni best við sé The Honest Cortisan. „Sagan fjallar um fylgdarkonu í Feneyjum og mér finnst það nafn mest viðeig- andi.“ Vel myndir eftir efni „Ég vel m>mdir eftir efni og það skiptir mig litlu máli hverjir leika í þeim eða leikstýra. Síðasta mynd sem ég sá í bíó var Briget Jones’s Diary. Ég var búin að lesa bækurn- ar áður en ég sá myndina og mér fannst Reneé Zellweger skila sínu hlutverki mjög vel. Aftur á móti voru síðustu myndirnar sem ég sá á video What Women Want og Qiulls. Ég hefði betur sleppt þeirri síðar- nefndu, hún er mjög góð en of ógeðs- leg fyrir minn smekk.“ -Kip All the Pretty Horses ★★★ ----------- **”?ÉjÍÉ6^ Horft til fortíðar Billy Bob Thornton skaust fram á sjónarsvið- ið þegar hann sendi frá sér Sling Blade, sem hann leikstýrði, lék aðal- hlutverkið í og skrifaði handritið. Má segja að hann hafi slegið í gegn á öllum þessum vigstöðvum. í kjöl- farið hefur hann leikið í nokkrum kvikmyndum. AU the Pretty Horses er fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir eftir Sling Blade og þaö kemur í ljós að Sling Blade var eng- in tilviljun. Thornton ræður vel yfir þeim miðli sem hann fæst við og hefur gert dramatíska og áhrifa- mikla kvikmynd um unga menn sem vilja frekar lifa í fortíðinni en nútimanum. Myndin gerist um miðbik siðustu aldar. Tveir félagar sem hafa alið aldur sinn á búgörðum í Texas halda á vit ævintýranna í Mexíkó, þar sem enn er smalað á hestum og búið á búgörðum. Á leið sinni taka þeir með sér ungan dreng sem greinilega á vafasama fortíð að baki og i gegnum samskipti þeirra við hann komast þeir að því að það er fleira en rómantíkin í sambandi við kúareksturinn og hestamennskuna sem lifir góðu lífi. Lögmál byssunn- ar samkvæmt vestraformúlunni er einnig við lýði og fara þeir félagar ekki varhluta af þeirri stöðnun í þjóðfélaginu. Um leið og myndin er óður til vestrans þá er hún um leið róman- tísk kvikmynd þar sem á dramatísk- an hátt er gert út um samband manns og konu sem lenda í miðju átaka milli stétta. Matt Damon og Penelope Cruz gera elskendunum góð skil en bestur er leikurinn hjá Henry Thomas í hlutverki félaga Damons. -HK Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Billy Bob Thornton. Bandarikin, 2001. Lengd: 117 min. Leikarar: Matt Damon, Penelope Cruz, Henry Thomas og Lucas Black. Bönnuö börnum innan 16 ára Cuba Feliz ★★ Farand- söngvar- inn Það þarf ekki að leiða hugann lengi að því til að fá svör við hvers vegna Cuba Feliz, sem er kvikmynd um kúbverska tónlistarmenn, hefur verið gerð. Hér hefur átt að fylgja eftir vel- gengni Buena Vista Social Club. Cuba Feliz flallar eins og Buena Vista um gamla kúbverska tónlistarmenn. Mun- urinn er hins vegar sá að gömlu jaxl- amir í Buena Vista vissu hvemig stjömur eiga að haga sér og höfðu mikla persónutöfra á meðan í Cuba Feliz erum við með söngvara og tón- listarmenn sem hafa aldrei náð inn fyrir þröskuld frægðarinnai-. Þetta em ekki ómerkilegri menn, sjálfsagt hefðu sumir þeirra átt skilið frægð. Það er bara þeirra hlutskipti að vera á göt- unni með tónlist sína sem vissulega er stundum sérlega skemmtileg. Aðalpersónan í Cuba Feliz er hinn 76 ára gamli farandsöngvari Miguel Del Morales, eða E1 Gallo eins og hann kallar sig. Hann ferðast um með gítar- inn og hittir fyrir söngglaða og takt- fasta Kúbverja (sem nóg er af) og tek- ur lagið með þeim. Það geislar ekki af E1 Gallo og stundum þótti mér hann frekar fúH. Það var aftur á móti félagi hans, gamall trompetleikari sem greini- lega var hættur að geta blásið, sem heill- aði mest og er eftirminnilegasti karakt- erinn í mynd sem býður upp á ágæta tónlist, sérkennilegar persónur en vakn- ar aldrei almennilega til lífsins. -HK Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Karin Dri- di. Frakkland, 2000. Lengd: 93 min. Leyfö öllum aldurhópum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.