Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 23 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fróttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorstelnsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblaö 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Ólán myndlistarmarkaðar Trúnaðarsamband listsala og almennings hefur beöið hnekki og látnir listamenn hafa verið vanvirtir. Þá hefur fjöldi manns tapað umtalsverðum fjármunum. Þetta er mat Aðalsteins Ingólfssonar listfræðings vegna þess um- fangsmikla málverkafölsunarmáls sem er til rannsóknar hjá Rikislögreglustjóra og ýmsum rannsóknarstofnunum í Evrópu. Þar er um að ræða verk fjórtán þjóðþekktra ís- lenskra listamanna, Dana og Færeyings. Hannes Sigurðs- son, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, er sama sinnis enda liti fólk á listaverkakaup sem ákveðna fjárfest- ingu. Um leið og i ljós kemur að um fólsun er að ræða dregur úr fjárfestingargildi. Fólk veigri sér því við að fjár- festa í gömlu meisturunum. Málið á sér áralanga sögu. Ólafur Ingi Jónsson forvörð- ur hefur haft forgöngu um rannsókn þess og bent á með rökum að meintar falsanir málverkanna megi rekja til Gallerís Borgar sem rak umfangsmikla málverkasölu fyr- ir nokkrum árum. Ólafur Ingi segir mikinn fjölda falsaðra verka hafa komið í leitirnar eftir að fór að bera á ótrúlegri aukningu á framboði listaverka i nafni gömlu íslensku meistaranna. Forvörðurinn telur það varlega áætlað að um 900 verk geti verið að ræða. Sérstakur kapítuli í þessu máli er dómur yfir tveimur blaðamönnum vikublaðsins Pressunnar. Þeir héldu þvi m.a. fram í blaði sínu, fyrir rúmum áratug, að tvö verk eftir Sigurð Guðmundsson, sem Gallerí Borg seldi, hefðu verið vafasöm. Forsvarsmenn gallerísins höfðuðu meið- yrðamál gegn blaðamönnunum vegna þessa. Þeir voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 1992 og í Hæsta- rétti árið 1995. í málaferlunum var ekki látið á það reyna með vísindalegum rannsóknum hvort umrædd verk væru fölsuð eða ekki. Ólafur Ingi forvörður segist nýlega hafa skoðað þessi verk, sem seld voru á metverði á sínum tíma, og fullyrðir að verkin munu aldrei verða eignuð Sigurði Guðmundssyni. í ljósi þess sem fram hefur komið eftir að dómurinn var kveðinn upp hefur mannorð blaðamannanna í raun verið hreinsað en það hefur þó ekki verið gert með formlegum hætti og eftir stendur að þeim var gert að greiða háar fjár- hæðir vegna skrifa sem ekki verður annað séð en hafi ver- ið réttmæt. Stjórn Blaðamannafélags íslands fjallaði um málið fyrr á árinu og fól lögmanni sínum að kanna hvort forsendur væru fyrir endurupptöku málsins. Tveir dóm- kvaddir matsmenn munu rannsaka verkin fljótlega og eft- ir það verður þess væntanlega óskað að Hæstiréttur taki málið upp að nýju. Rangur dómur má ekki standa. Ólafur Ingi Jónsson hefur réttilega bent á að dómurinn vegna Pressumálsins hafi verið upphaf þess mikla óláns sem ís- lenskur myndlistarmarkaður hefur orðið fyrir. Þegar hefur verið dæmt í máli fyrrum framkvæmda- stjóra Gallerís Borgar vegna þriggja falsaðra málverka. Hann hlaut 6 mánaða fangelsisdóm. Mikilvægt er að lög- reglurannsókninni, sem staðið hefur lengi yfir, verði flýtt svo sem kostur er. Vonir standa til þess að markaðurinn jafni sig að lokinni rannsókn og réttarhöldum í kjölfarið. Hitt er jafnljóst að til þess að svo megi verða þarf að setja uppboðsfyrirtækjum nýjar og hertar reglur. Eigendasaga verka þarf að vera á hreinu og liggja fyrir við sölu. Þá verður ekki hjá því komist að fara yfir eignir helstu lista- safna landsins. Sérfræðingar þurfa að meta hvort um fölsuð verk er að ræða eða ekki og farga því sem sannan- lega er svikið. Jónas Haraldsson DV Skoðun Sker skákin sig ekki úr? Fyrir tveimur árum eða svo var ég beðinn að taka þátt í árshátíð hjá íþróttafé- lagi hér í borginni. Stór hluti gesta voru foreldrar sem taka þátt í félagsstarf- inu, með börnum sínum. Þetta var ánægjulegur fé- lagsskapur. Fólk sem vann heilshugar að málefnum íþróttafélagsins, að hafa húsnæði til æfinga, þjálfara, áhöld og aðstöðu alla til staðar, halda æfmgar og mót og senda börnin út á land til þátttöku og jafnvel til útlanda. Mér fannst gaman að kynnast þessu þrótt- mikla starfl sem þarna var unnið í sjálfboðavinnu með hag æskunnar fyrir augum. Þegar ég fór að segja þeim frá málefnum skákhreyfmgar- innar, að við sendum íslenska ung- linga til þátttöku í alþjóðlegum mót- um og skýrði fyrir þeim árangurinn, urðu þau undrandi. Islendingar höfðu á örfáum árum eignast heimsmeistara innan 12 ára aldurs, tvo heimsmeistara innan 16 ára aldurs, heimsmeistara innan 20 ára og unnum ólympíumót í skák inn- an 16 ára sem var sveitakeppni. Við þetta bætti ég að reglulega er haldið Guðmundur G. Þórarinsson verkfræbingur Norðurlandameistaramót í skólaskák og lengi vel áttu íslendingar jafnmarga Norð- urlandameistara og öll hin Norðurlöndin samanlagt. Þetta fólk sem var að vinna í æskulýðsstarfi skildi þetta i botn. Það gerði sér grein fyrir hvílík feiknaafrek hér er um aö ræða. Áhugi fjölmiðla Okkur skákáhugamönn- um finnst stundum að áherslum sé misskipt hjá fjölmiðlafólki. Fátt er betur til fallið að efla áhuga ungu kynslóöarinnar, hvessa viljann og beina honum til einbeittra athafna í átt frá óreglu en einmitt frábær afrek ungs fólks. Mér rann til rifja á sínum tíma þegar ung- ur maður, Jón Viktor Gunnarsson, var Norðurlandameistari í skólaskák í annað skipti í röð og ekki bara það heldur vann að mig minnir allar skákirnar sem hann tefldi, að þess var hvergi getið í fjölmiðlum. í íþróttaþætti útvarpsins var á sama tíma sagt í nokkuð löngu máli frá ítölskum fótboltamanni sem hafði meitt sig í tá. - Þennan mann þekkti enginn nema innvígðir í heimi fót- „Auðvitað kemur margt til. Skákin hefur að mörgu leyti notið velvilja fjárveitingavaldsins og má í því sambandi nefna stórmeistaralaun og tilurð Skákskól- ans. En auðvitað ætti skákin að njóta hlutdeildar í Lottóinu eins og íþrótta- og ungmennahreyfingamar. “ boltans. Þegar Karpov, fyrrum heimsmeist- ari i skák, afhenti verðlaunin á þessu ólympíumóti innan 16 ára var hann greinilega undrandi. Hann sagði að það væri eyja úti í miðju Atlantshafi með rúmlega 200 þúsund íbúa sem töl- uðu tungumál sem enginn skildi. En Stríð gegn hryðjuverkum Allir samþykkja fyrirvaralaust að þann 11. september sl. voru framin geipileg hryðjuverk í Bandaríkjun- um. Allir skilja þá kröfu að finna verði þá seku og refsa þeim, þótt strax komi upp rammar deilur um það hvernig fara skuli að því án þess að gera illt verra. En þegar dæmi eru sett þannig upp að nú sé hafið alls- herjarstríð til að útrýma hryðjuverk- um þá vandast mál heldur betur. Engin samstaða Sá ásetningur kemur inn í heim þar sem enga samstöðu er í rauninni að finna um það hvað hryðjuverk eru. Okkar öld sem aðrar er full með ofbeldi sem leiðir til þess að sakleys- ingjar týna lífi og limum - og sem fyrr fer það eftir hagsmunum, samúð eða andúð hvers og eins, hvort hann kýs að fordæma ofbeldið með því að kalla það hryðjuverk eða velja því eitthvað jákvæðara heiti: nauðvörn, örþrifaráð kúgaðra, frelsisharáttu. Það sem valdhafar á hverjum stað kalla hryðjuverk eru hetjudáðir í aug- um þeirra sem vilja losna við t.d. er- lend yfirráð. Minn hryðjuverkamað- ur er þín hetja. Og hryðjuverkamað- „Það sem valdhafar á hverjum stað kalla hryðjuverk eru hetjudáðir í augum þeirra sem vilja losna við t.d. erlend yf- irráð. Minn hryðjuverkamaður er þín hetja. Og hryðju- verkamaður í gœr er virðulegur valdsmaður í dag. “ ur í gær er virðulegur valds- maður í dag. De Valera var breskum yf- irvöldum á írlandi skaðræð- ismaður hinn mesti enda í upphafl einn af foringjum IRA, Irska lýðveldishersins. Síðar gerðist sá sami De Val- era ihaldssamur og varkár forseti írska lýðveldisins og reyndi sjáifur hvað hann gat að kveða niður umsvif þeirra IRA-manna sem aldrei vildu sætta sig við skiptingu írlands og héldu áfram bar- áttu sem orðin voru hryðjuverk í hans augum. Flestir þeir sem eitthvað láta að sér kyeða í heimstaflinu hafa flækt sig í þá hentistefnu eða tvöfeldni að skipta hryðjuverkum í góð verk og ill. Og varla við öðru að búast reyndar. Al- þýðuviskan hefur verið reiðubúin til að samþykkja að „með illu skal illt út reka“. - Háleit trúarbrögð boða kær- leika til allra manna, en áhrifaríkir stuðningsmenn þeirra voru alltaf fúsir til að stúta hverjum þeim sem ekki hafði réttan skilning á kærleikanum. Erfið sjálfskoðun Bandaríkjamenn hafa nú dregið upp strfðsfána gegn hryðjuverkum, eins og skiljanlegt er, en vissulega komast þeir ekki hjá því að menn spyrji um þeirra eigin fortíð. Ameríka var öll lögð und- ir kristna og siðmenntaða Evrópu- menn með herfilegustu hryðjuverkum gegn frumbyggjum álfunnar, eins og allir ættu að muna. Auður hennar reis m.a. á hryðjuverkum gegn Afríku- mönnum: mannránum og þrælahaldi. Margir munu telja óþarft að minna á þá liðnu sögu, en það er gert hér vegna Arni Bergmann rithöfundur þess hve ótrúlega stutt er síðan menn fóru í Bandaríkj- unum að takast í alvöru á við þennan grimma arf - vegna þess hve mjög hann skyggir á glæsta sjálfsmynd voldugasta ríkis heims. Og á næstliðnum áratug- um hafa bandarískir vald- hafar ekki dregið dul á það að þeir hafa mjög hagað framgöngu sinni í samskipt- um við önnur ríki og samfé- lög eftir því hvort þar voru við völd þeirra eigin „tíkarsynir" eða fjandsamlegir. Því hafa þeir stutt leynt og ljóst valdarán og morðsveitir harð- stjóra, sem og skæruhernað með til- heyrandi hermdarverkum - þeir hryðjuverkamenn fengu að heita frels- isvinir ef þeir töldust andstæðingar einhvers konar róttækni eða vinstri- villu og þar með bandamenn Banda- ríkjanna. Af þessu fara sögur í Chile og Honduras, Nicaragua og Santo Dom- ingo og mörgum fleiri löndum. Og ef samstarfsmaður í gær, eins og Noriega hershöfðingi, gerist óþægur í dag - þá er her sendur á vettvang til að ná hon- um í Panama og kannski 2000 manns, kannski 4000 drepnar i leiðinni, hver veit? Til að berjast með árangri gegn hryðjuverkum þarf bæði að huga að þeim jarðvegi fátæktar og ofbeldis voldugra og ríkra sem þau nærast á - og taka til i myrkvahólfum pólitískrar hegðunar þeirra sem með vopn og áhrif fara. Einhver merki eru um að fleiri menn en áður séu reiðubúnir til að viðurkenna þetta og það er vissu- lega nokkurt fagnaðarefni á skelfllega dapurlegu hausti. Árni Bergmann þeir vinna hvert heimsmeistaramótið í unglingaskák á fætur öðru og skjóta aftur fyrir sig stórveldum sem hafa skák að þjóðaríþrótt. Hvernig stendur á þessu? Hlutdeiid í Lottóinu Hér heima vakti þetta ekki verð- skuldaða athygli. Auðvitað kemur margt til. Skákin hefur að mörgu leyti notið velvOja fjárveitingavalds- ins og má í þvf sambandi nefna stór- meistaralaun og tilurð Skákskólans. En auðvitað ætti skákin að njóta hlut- deildar í Lottóinu eins og íþrótta- og ungmennahreyfingamar. Um þessar mundir hefur verið haldið glæsilegt alþjóðlegt skákmót í Ráðhúsinu í Reykjavík. Ég hef ekki orðið var við neinar fréttir af því í Ríkissjónvarpinu. Dagblaðið og Morg- unblaðið halda reglulega úti skákþátt- um öllum unnendum skáklistarinnar til mikillar ánægju. Nú um stundir hefur skákin verið í nokkurri lægð hjá okkur vegna þess að nokkrir okk- ar sterkustu stórmeistarar hafa horf- ið að mestu frá kappskákum. En grunnurinn er þama og við verðum að gæta eldsins. Guðmundur G. Þórarinsson Samkeppnisrekstur Sturlu „Ég hef áður gagn- rýnt og spurt um þetta fyrirtæki sem ríkið rekur í bullandi sam- keppni við Fjölvarp Norðurljósa og sjálft Ríkisútvarpið ásamt Skjá einum. Þessi rík- isrekna dreifingarstöð fyrir erlent sjónvarpsefni selur áskriftir í kappi við aðra fjölmiðlun i landinu. Hún fer fram um dreifikerfi sem hefur kostað ótrúlegan fjölda milljarða að koma upp ... Þetta dreifikerfi nefnist Breið- varp og hefur verið lagt í fjölda húsa, en mjög lágt hlutfall heimila mun víst notfæra sér þjónustuna.... Eini hand- hafi hlutabréfs í Breiðvarpinu er Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Gaman væri að fá hann í viðtalsþætti og skýra út hagnaðarvonina i þessu fyrirtæki, stofnkostnað og rekstar- kostnað til viðbótar, og gera grein fyr- ir því hvenær hagnaður komi í hús.“ Stefán Jón Hafstein í pistli á Rás 1 í gær. Raunhæfur valkostur „Ekki boða slík skrif bjarta tíma fyrir þá sem vilja raunhæfan val- kost við eilífðarstjórn Sjálfstæðis- flokksins. Sá valkostur er einn, sam- stjórn Vinstrihreyfingar, Samfylk- ingar og Framsóknarflokks, og það ætti að vera lýðum ljóst að Sjálf- stæðisflokknum verður ekki komið úr stjórnarráðinu nema að þessir flokkar læri að stilla saman strengi betur en þeir hafa gert hingað til. Eflaust er ekki mikil ástæða til bjartsýni í þessum efnum og fáir vonameistar í myrkrinu en þeir eru þó til.“ Sverrir Jakobsson á Múrinn.is Spurt og svaraö Versnar samkeppnisstaða Islands við upptÖku evrumyntar víða í Amar Sigurmundsson, formadur Samtaka fiskvinnslu- stödva: Eykur Evrópu- umrœðuna „Aö sjálfsögðu mun slíkt ger- ast með einhverjum hætti, þar sem vaxtamunur milli Islands og evrulanda getur aukist. Aftur á móti skiptir eins miklu máli hvort Bretar, Svíar og Danir taki upp evrumynt - þótt síðar verði - því það mun hafa víðtæk áhrif á samkeppnisstöðu íslenskra fyrir- tækja vegna mikilla viðskipta íslendinga viö þess- ar þrjár ESB-þjóðir. Upptaka evrunnar verður til þess að umræða um hugsanleg tengsl íslendinga við þennan gjaldmiðil verður meira á dagskrá á næstunni. Fljótt á litið virðist ómögulegt að tengjast evrunni nema með beinni aðild að ESB en hún er ekki á dagskrá um þessar mundir." Edda Rósa Karlsdóttir, Búnaðarbankanum - verðbréf: Samkeppnis- staðan versnar „Með upptöku evrumyntar eru Evrópubúar loks komnir í lokafasa hins innri markaðar. Skilyrði fyrir frjálsu flæði vöru, þjónustu, vinnuafls og fiármagns eru nú orðin svipuð og í Bandaríkjunum. Það segir sig sjálft að samkeppnisstaða Islands mun versna hlut- fallslega. Það er ákveðinn kostnaður sem fylgir viðskiptum í mismunandi myntum, auk þess sem neytendur og framleiðendur fá nú betri upplýsingar en áður um verð. Þá er ekki með talin sú gjaldeyrisáhætta sem íslensk fyrirtæki bera og þær afkomusveiflur sem hljótast af því.“ Síl U'.L Ozvl Sveinn Hannesson, framkvœmdastjóri Samtaka iðnaðarins: Iðnaðurinn vill evruna „Ég er sammála utanríkis- ráðherra um að staða þeirra þjóða sem ekki eru aðilar að evrumynt muni versna, því eins og Halldór bendir réttilega á munum við gjalda þessa með því að þurfa að greiða hærri vaxta- og viðskipta- kostnað, gengi krónunnar er og verður óstöðugt og því munum við eiga erfiðara með að laða að okkur fiárfestingar. Stefna Samtaka iðnaðarins, studd af könnunum meðal félagsmanna, er sú að við viljum taka upp evruna sem gjaldmiðil ís- lendinga og teljum að þá fylgi aðild að ESB með. Þessi afstaða okkar byggist alfarið á efnahags- legum rökum sem mér finnast vera skýr.“ stáÞhater* xí&ýitm vMf cá)%ldt % a Þ\ < . 'Í / Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar: Leitað að hag- | felldum skilyrðum „Það er eðlilegt að fyrirtæki og einstaklingar leiti þangað þar sem aðstæður eru þeim hagfelldastar. Náist sá stöðugleiki í efnahagsmál- um sem að er stefnt á evrusvæðinu með upptöku nýrrar myntar er ljóst að samkeppnisstaða Islands muni versna. Við íslendingar erum að sigla inn í viðsjárverða tíma í efnahagsmálum og á slíkum tim- um verða menn sér mun betur meðvitandi um hvar rétt sé að staðsetja sinn rekstur og sig sjálfa, m.a. vegna minni fiármagnskostnaðar og nálægðar við stóra markaði. Alþjóðavæðingin í viðskiptum hefur brotið upp hefðbundin landamæri viðskipta. Það er því mín skoðun að ef við ætlum áfram að vera utan ESB- og evruaðildar er mikil hætta á því að sam- keppnisstaða þjóðarinnar muni versna." - ■*, f. ' ?> v' Y Sfyf.ru ... U—I 7 ‘ 'l' V0? Ófyndin hryðjuverk Halldór Asgrímsson sagði á Alþingi í fyrradag aö svo kynni aö fara. Hvítt duft í blaðaumbúð- um eða bréfasendingum vekur nú skelfingu víða um heim og hefur faraldurinn borist hingað og breiðir óð- fluga úr sér. Stórum stofn- unum er lokað og einkaað- ilar tilkynna yfirvöldum torkennilegar póstsending- ar. Húsakynni eru innsigl- uð, fólk og duft sent í rann- sókn og bólusetningar eru hafnar á þeim sem hugsan- lega geta komist í tæri við hvíta duftið í póstinum. Þeir sem upphaflega hófu að senda óvinum sínum, eða sárasaklausu fólki gró úr miltisbrandi í pósti vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera. Veiran var send inn á öfluga fiöl- miöla og til stjórnmálamanna. Með þessu móti bárust fréttimar fljótt og vel af því að sýklavopn væru komin í umferð og fréttaflutningurinn af þeim örfáu tilfellum þar sem um banvæna sýkingu var að ræða eru gerð mikil og góð skil og eru gerðar heilar úlfaldahjarðir úr mýflugu. Hugsunarlitlir prakkarar víða um lönd gera sér leik að því að senda bréf og böggla sem í er eitthvað af hvítu dufti, sem til er í ótal samsetn- ingum og eru auðfengnar. Þegar þeir sem handfiatla svona sendingar fá þær í hendur verður uppi fótur og fit, rétt eins og að sjálf plágan sé komin til að granda okkur öllum. Það er einmitt þetta sem vakir fyr- ir hryðjuverkamönnunum sem ráða yfír óþekktu magni af miltis- brandsveiru og senda þeim sem ör- ugglega koma fréttunum á framfæri. Að vekja ótta og ugg er markmiðið, fremur en að myrða ótölulegan fiölda fólks með þessum hætti. Engu nær um upptökin Einna óhugnanlegast við þessa notkun sýklavopna er að enginn sýn- ist vita hvaða hryðjuverkamenn standa að baki, hvar þeir fengu veiruna eða gróin, hve mikið þeir eiga af sýklavopnum og hvað vakir yfirleitt fyrir þeim, annað en að skapa hræðslu og draga úr öryggis- kennd þeirra þjóða sem sýklunum er beint gegn. Þrátt fyrir að þjóðir ráði yfir mik- illi tækniþekkingu og öflugum leyni- þjónustum virðast menn litlu eða engu nær um útbreiðslu miltis- brandsins né hvaða samtök standa að baki svo svívirðilegum árásum á fólk. Þegar fiallað er um sýkla- eða eit- urefnavopn er spjótum oftast nær beint að Sovétríkjunum gömlu, sem framleiddu einhver býsn af þessu og Oddur Olafsson blaöamaður síðan löndum þar sem her- stjórar stjórna. En vopn af þessu tagi eru oft nefnd „kjarnorkuvopn fátæka mannsins". Er átt við að þeir sem ekki hafa tækni- kunnáttu eða fiárhagslegt bolmagn til að verða sér úti um atómbombur geti komið sér upp vopnabúrum sem geyma sýkla og eiturefna- vopn. Vitað er um birgðir slíkra vopna víða um lönd þótt þau séu vel falin. Það eru miklu fleiri en fátækari löndin sem eiga sýkla- og efnavopn. Þau hafa verið framleidd í stórum stíl í Bandaríkjunum og í Vestur-Evrópu og er farið með þá starfsemi alla sem mannsmorð. Ekki er vitað til að vestrænar þjóðir hafi beitt slikum vopnum síð- an í fyrri heimsstyrjöldinni. En vist þykir að í sjö ára stríði íraks og írans á sjöunda og áttunda áratugn- um hafi efnavopnum verið beitt. Eins er uppi sterkur orðrómur um að efnavopnum hafi verið beitt gegn bandarískum hersveitum í írak i Flóabardaga. Horflð öryggi En að dreifa banvænum veirum í pósti er glæpur sem jafnast á við verstu hryðjuverk. Að dreifa hvítu dufti í bréfum er varla skömminni skárra, því þótt það drepi engan eða sýki vekur það ógn og raskar jafn- vægi í daglegu amstri þjóðfélagsins. Til þess er leikurinn gerður. Því verður að sannfæra alla þá sem halda að það sé einhver fyndni að senda hvítt duft í pósti eða eftir öðrum leiðum, að allt slíkt er víta- vert athæfi og hjáipar hryðjuverka- mönnunum sem sendu alvöru- veiruna til að ná tilgangi sinum, að draga úr öryggiskennd þjóða sem héldu sig vel varðar gegn ofstopaöfl- um sem einskis svífast til að ná sín- um markmiðum. Oddur Ólafsson „En að dreifa banvœnum veimm í pósti er glœpur sem jafnast á við verstu hryðjuverk. Að dreifa hvítu dufti í bréfum er varla skömminni skárra, því þótt það drepi engan eða sýki vekur það ógn og raskar jafnvægi í dag- legu amstri þjóðfélagsins. Til þess er leikurinn gerður.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.