Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 Skoðun Hvenær er tímabært að byrja að huga að jólunum? (Spurt á Akureyri) Auöur Skúladóttir, blómasali: Strax í dag. Maöur veröur aö fara tímantega af staö svo verslanir séu ekki orönar tómar og allir peningar í veskinu búnir. Hanna Lára Asgeirsdóttir, verslunar- maöur: Upp úr miöjun nóvember en sjálf byrja ég ekki undirbúning fyrr en í desember enda róleg í tíöinni. Petra Sigfúsdóttir, nemi: I byrjun desember. Ef maöur byrjar fyrr veröur maöur bara ieiöur á jóla- dótinu. Sigrún Þórisdóttir, sjúkraliöi: í lok nóvember. Þaö er einum of snemmt aö byrja strax í dag. Gunnar Sólnes, lögfræöingur: Fljótiega. Nú er komiö svartasta skammdegiö og gott aö fá jólaljós til aö lýsa upp tilveruna. Viöar Björgvinsson, rafvirki: Aldrei fyrr en í desember. Sjálfur kemst ég aldrei í jólaskap fyrr en á Þorláksmessu. Seölabankinn viö Arnarhól Undir þrýstingi tilbiöjenda um vaxtalækkun Velferðarvíma og væntingar Kristján Gunnarsson skrifar: Er ekki alveg stórkostlegt að hlusta á hvernig reynt er að telja kjark úr fólki þessa dagana? Menn ganga af göflunum þegar Seðlabankinn lækkar ekki vexti í bullandi verðbólgu og þenslu í viðskiptalifinu upp um alla veggi. Hvernig er hægt að ætlast til að vextir verði lækkaðir í þeirri velferð- arvímu sem enn er til staðar hér á landi? Og hverjir myndu njóta vaxta- lækkunar um svo sem 3%? Heimilin, húsbyggjendur eða unga fólkiö sem er að festa sér sína fyrstu íbúð? Sá hóp- ur allur nýtur þegar ágætra vaxta- kjara, þetta 5 og upp í 7 eða 9% (hús- næðislán, lífeyrislán o.s.frv.). Nei, aldeilis ekki. Það eru hins veg- ar „krafsararnir", þeir sem sífellt eru að krækja í sjóði hins opinbera og þeir sem eru að kaupa gjaldeyri dag- inn út og daginn inn, innflytjendur á hinu og þessu skrani, og sem ekki eiga lengur fyrir skuldum vegna þess- ara „umsvifa" - það eru þeir sem eru „Það yrði örlagaríkt að láta undan þeim kröfum meðan á velferðarvímunni stendur. Væntingarnar ættu að snúast um það eitt að senn linni þeim hraðakstri sem svo stjómlaust hefur viðgengist í efnahagslífinu hér á landi. “ með væntingar um að ríkið undirbúi stórkostlegar aðgerðir til að bjarga þeim frá þvi að fara á hausinn. Þeir snúa sér í átt til Seðlabankans í bæn- um sínum og biðja um lækkandi vexti. Það yrði örlagaríkt að láta und- an þeim kröfum meðan á velferðar- vímunni stendur. Væntingarnar ættu að snúast um það eitt að senn linni þeim hraðakstri sem svo stjórnlaust hefur viðgengist í efnahagslífinu hér á landi. Stóri sannleikurinn er sá að menn sem engar leikreglur virða leitast við að þvo illa fengið fé sitt í fjármálakerf- inu, jafnt hér á landi sem annars stað- ar, þar sem þeir komast upp með það. Því til viðbótar vilja þeir stjórna ferli og aðgerðum stjórnvalda eftir því hvemig spilast úr málum þeirra sjálfra. Og svo vill til að það eru marg- ir á sama báti og notfæra sér því að beita sameiginlegum þrýstingi á opin- berar stofnanir og embættismenn - mútur ekki undanskildar þegar þurfa þykir. Hið veika íslenska hagkerfi, sem svo nýlega hefur verið reynt að opna, hefur verið leiksoppur þessara manna. En nú er velferðarvíman að snúast upp í eins konar „væntingarvímu" sem birtist í ramakveini um vaxta- lækkun tU að menn greiði ekki til baka á sannvirði þær fjárfestingar, framkvæmdir og hafsjó yfirdráttar- og millifærslna með ýmsum hætti sem þeir dembdu sér út í þótt þeir sæju hvergi til lands. Sú aðferð er ekki lið- in annars staðar og á heldur ekki að líðast hér. Náttúruverndarráð með öllu óþarft Náttúruvinur í Kópavogi sendi þennan pistil:________________ Þá hefur umhverfisráðherra tekið á sig rögg og ákveðið að leggja niður Náttúruvemdarráð. Ráð þetta hefur lengi verið með öUu óþarft, eða alveg frá því að stofnun sú sem kallast Nátt- úruvernd ríkisins tók við verkefnum ráösins. Ekkert er athugavert við það að ýmsir svokallaðir náttúmverndar- sinnar komi saman og álykti um að vera á móti hinni og þessari virkjun- inni eða vegarspottanum. Að þetta apparat skuli kosta 8 miUjónir króna á ári af skattfé eins og fram hefur „Ekkert er athugavert við það að ýmsir svokallaðir náttúruvemdarsinnar komi saman og álykti um að vera á móti hinni og þessari virkjuninni eða vegarspott- anum. Að þetta apparat skuli kosta 8 milljónir króna á ári af skattfé eins og fram hefur komið finnst mér ekki ekki ganga.“ komið finnst mér ekki ekki ganga. Fram hefur komið í umræðunni að Náttúruverndarráð eigi að vera stjómvöldum til ráðgjafar, en í reynd hefur það farið út á aUt aðrar brautir í starfsemi sinni. Siv umhverflsráð- herra á hvergi að hvika í afstöðu sinni og þaö sjónarmið hennar er vissulega rétt að vænlegra sé að nota þessa peninga til alvöru verkefna í náttúruvernd og styðja um leið við bakið á félögum á sviði umhverfis- og útivistarmála. - Þar er rétt tekið á málum og á ráðherrann skUið lof fyr- ir þessa afstöðu sína. Garri Einn á móti Garri hefur aUtaf haft gaman af stjórnmálamönn- um sem fara eftir eigin sannfæringu þótt skarist á við flokkslínur. Gott ef alþingismenn þurfa ekki að undirrita drengskapareiö (líka meyjamar) þegar þeir taka sæti á hinu háa Alþingi. Samviska sálar- innar á því að vera samvisku flokkssálarinnar æðri. Kannski er það þess vegna sem sumir stjórn- málamenn rekast verr en aðrir í flokkunum. Vest- firðingamir í íhaldinu rekast þannig ekkert sér- staklega vel undir sjávarútvegsstefnu flokksins, enda hefur kvótasetningin leikiö Vestfirðinga grátt. Einar Oddur Kristjánsson hefur öðlast frægð fyrir aö tala gegn frumvarpi sjávarútvegsráðherra en svo skrýtilega viU til að hann styöur það líka. TU þess að kljúfa sig ekki frá flokkssálinni væntanlega en í leiöinni styðst hann við eigin samvisku og getur því sofnað á kvöldin. Þetta er býsna flókið allt að mati Garri en meikar þó kannski einhvern duldan sens. Sleggjan Annar vikingur, Kristinn H. Gunnarsson, hefur sömuleiöis ekki verið feiminn við að fara eftir eigin geðþótta. Þess vegna hefur Kiddi sleggja ekki alltaf átt auðvelt uppdráttar. Hann klauf sig út úr Al- þýðubandalaginu á sínum tíma og gekk tU liðs við öllum Dóra stóra hjá Framsókn. Honum var vel tekið á fyrsta degi en siðan hefur örlað á skýjahnoðmm á annars heiðskíram himni. Enn og aftur eru það sjávarútvegsmálin sem skarast á við stefnu flokks- ins. Kristinn hefur ítrekað valdið forystunni höfuð- verk með ummælum sínum um fiskveiðistjórnunar- kerfið og hefur ekkert breyst þótt forystan rétti honum væna dúsu, þ.e.a.s. formennsku í þing- flokknum. Ekkert bakland Kaflaskil urðu þegar Kiddi sleggja gekk enn lengra en áður f frétt DV i fyrradag með því að Ijóstra upp að sjávarútvegsráðherra hefði ekki beitt sér sem skyldi til að ná þverpólitískri sátt í endur- skoðunamefndinni svoköUuöu. Kiddi hamraði einnig á þvi að menn hefðu stigið skref aftur á bak frá störfum auðlindanefndarinnar og niðurstaða endurskoðunarnefndarinnar væri mjög í ætt við vilja útgerðarinnar. LÍÚ brást náttúrlega ókvæða við en sagði í meg- inatriðum að ummæli Kristins væru ekki svara- verð. Kiddi sleggja væri nefnilega fáránlegur al- þingismaöur sem ekki væri mark á takandi að mati framkvæmdastjóra LÍÚ. Engin ástæða væri til að óttast hann, því sleggjan ætti ekkert baklarid innan Framsóknarflokksins. Sá hlær... Þarna granar Garra að útgerðarmenn séu að vanmeta andstæðing sinn. Garri minnir á að annar tveggja mestu stjómmálaforingja samtímans, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, klauf sig út úr eigin flokki þegar hún studdi aðild íslands að EES á sínum tíma og menn sjá hvar hún er stödd í dag. Engu skal spáð um hvort Kiddi á eftir að verða borgar- stjóri en Garra sýnist óvarlegt af LÍU að afgreiða hann með fyrrgreindum rökum. Tími sleggjunnar gæti runnið upp þótt síðar verði. Hvernig myndi t.d. fara fyrir Frikka Arngríms og co ef Kiddi myndi standa uppi sem sjávarútvegsráðherra einn daginn? Hver ætti bakland þá? Garri Lausbeisluð ríkisfjármál Þórhallur Hajldórsson hringdl: Varla fer hjá þvi að Alþingi verði að grípa til mun harðari aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum en nú er gert. Ég sé ekki annað úrræði en að allt fjárlaga- frumvarpið verði að taka upp að nýju, því raunin er sú að útgjöld ríkisins eru komin úr böndum. Fjárausturinn t.d. í Byggðastofnun er vítaverður og flesta aðra útgjaldaþætti þarf að skoða. - Báknið er að sliga þjóðarskútuna. Varmasækin verkalýðsforysta Sveinn Haukur skrifar: Maður áttar sig ekki á þvi hvers vegna verkalýðs- hreyfingin hreyfir ekki mótmælum gegn nýjum lögum um fæðingarorlof. Samkvæmt þessum nýju lögum fá menn bætur eftir launum. Því hærri laun, þeim mun hærri bætur. Láglauna- fólkið, heimavinnandi og námsmenn fá lægstu bæturnar í fæðingarorlofi. Halda hefði mátt að verkalýðshreyfmg- in væri andsnúin svo grófri misnotkun á velferðarkerfinu. Þetta andvaraleysi skýrist e.t.v. af því að á kontórum hreyfingarinnar eru einmitt hálaunað- ir sérfræðingar sem njóta hins nýja bótakerfis til hins ýtrasta. Þeim sem sitja á nýjum og hlýjum glæsiskrifstof- um, byggðum á kostnað okkar, verka- fólks, veitir ekki af þvi að fá veglega aðstoð frá ríkinu þegar þeir eignast börn. - Skitt með okkur hin. Svifryksmengun ekki vandamál Stefán Einarsson skrifar: Ég fékk færi á að kynna mér svo- nefndar loftmeng- unarmælingar í Reykjavík. Almenn niðurstaða er sú að mengun í borginni er lítil og fer að mestu leyti minnk- andi. Þó hefur svifryk kannski aukist litillega þótt erfitt sé að greina einhverja þróun i þeim efnum. Þessar mengunarmæling- ar eru hins vegar gerðar við stærstu gatnamót helstu umferðaræða Reykja- víkur. Þar er aldrei nokkur maður staddur, nema i bíl. Svifryksmengunin fer aðeins nokkrum sinnum á ári yfir viðmiðunarmörk, og þá á köldustu dögunum þegar alls enginn er á ferð fótgangandi á þessum gatnamótum. Það er því enginn sem verður fyrir þessari mengun, ef mengun skyldi kalla. Mengun verður ekki vandamál fyrr en hún bitnar á fólki, og það gerir þetta margumrædda svifryk ekki. Emmy-verðlaunin H.Þ. hringdl: Samkvæmt fréttum í dag (þriðjudag) fékk þáttur Davids Lett- ermans, „The Late Show“, Emmy-verð- laun sem besti skemmti- og tónlistar- þátturinn. Hvernig væri nú að íslensku sjónvarpsstöðvamar, sem um þessar mund- ir berjast um hylli áhorfenda, tækju þáttinn til sýninga? Sjónvarpsstöðin Sýn var með þáttinn á dagskrá í eitt ár af óskiljanlegum ástæðum. Gaman væri að heyra hvort t.d. hin nýja Stöð 1 sé með þetta á prjónunum. - Sjónvarpsstjórinn þar var nú sá sem upphaflega kynnti okk- ur fyrir þessum þætti. ■021!S* Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasí&a DV, Þverholti 11, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Hólmgeir Baldursson sjónvarps- stjóri Tekur kannski upp þráöinn. Á fjölförnum gatnamótum Ekki margir fót- gangandi. Forystan fundar ... um fæöingar- orlofiö?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.