Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 32
36 FÚSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 Tilvera I>V lí f iö E F T I. R V I N N U Kammerkór á tónleikaferð Kammerkór Norðurlands heldur þrenna tónleika á Norðurlandi nú um helgina. Þeir fyrstu verða í Þórshafnarkirkju kl. 15 á morgun og aðrir kl. 20.30 annað kvöld í grxmnskólanum á Kópaskeri. Á sunnudag kl. 16 syngur kórinn í Akureyrarkirkju. Stjómandi kórsins er Guðmundur Óli Gunnarsson. Leikhús ■ BLESSAÐ BARNALAN Leikfélag Akureyrar sýnir Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson ? kvöld, kl. 20. ■ FJANDMAÐUR FÓLKSINS í kvöld frumsýnir Borgarleikhúsið leikritið Fjandmaöur fólksins eftir Henrik Ib- sen á stóra sviðinu kl. 20. ■ ENGLABÖRN Hafnarfjaröarleik- húsið sýnir í kvöld leikritið Engla- börn eftir Hávar Sigurjónsson kl. 20 og tekið skal fram að sýningin er ekki ætluð börnum. ■ HAUST íslenski dansflokkurinn sýnir kl. 20 í kvöld 3 ný íslensk verk á nýja sviði Borgarleikhússins. ■ HVER ER HRÆDDUR VH) VIRG- INIU WOOLF? Leikrit Edwards Al- bee, Hver er hræddur við Virginíu Woolf? veröur sýnt kl. 20 í kvöld á litla sviði Þjóðleikhússlns. ■ LAUFIN í TOSCANA í kvöld kl. 20 hefjast að nýju leiksýningar á verki Lars Norén, Laufin í Toscana, á stóra sviði Þjóðleikhússins kl. 20. ■ MOZART Islenska óperan sýnir Töfraflautuna eftir Wolfgang Ama- deus Mozart kl. 20. ■ PÚÐURTUNNAN í kvöid verður frumsýning Stúdentaleikhússlns á verkinu Púðurtunnan í Vesturporti. Fundir ■ FORLAGSFESTIVAL I K)NO I kvöld heldur bókaútgáfan Forlagið árlegt festival sitt í Iðnó. Höfundar lesa úr væntanlegum og útkomnum jólabókum og almennt stuð verður ríkjandi. ■ SVÖRTU SKÓLAR Á SKRIÐUKLAUSTRI Svörtu skólar - trú og töfrar nefnist erindi sem flutt veröur í kvöld kl. 20.30 að Skriðuklaustri af Matthíasl Viöari Sæmundssyni dósent. Það fjallar um töfraheim íslenskra rúna. ■ MENNTUN Á LANDSBYGGÐINNI Málþing um hlutverk menntunar í búsetuskilyrðum á landsbyggðinni veröur haldiö í íþróttamiöstóöinni á Jaðarsbökkum á Akranesi í dag kl. 14.30. Tónlist ■ GÉÍR ÓLAFS ÖG KÁRLAkORÍNN l,kvöld verða útgáfutónleikar Geirs Ólafssonar á Broadway. Þar mun hann kynna væntanlega breiðskífu sína, ásamt stórsveit og Karlakór Reykjavíkur. Dansleikur með Furstunum á eftir. ■ UNGLINGATÓNLEIKAR Á vegum Listahátíðar Hafnarfjarðar veröa tónleikar í Bæjarbíói í kvöld kl. 20. Fram koma hafnfirskar unglinga- hljómsveitir. ■ FÖSTUDAGSBRÆÐINGUR Föstudagsbræðingur Hins hússins. Þrumandi metaltónleikar verða f Kakóbar Hins hússins í kvöld. Þar spila Myrk, Shanger og Sólstafir. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Sjá nánar: Lífiö eftlr vinnu á Vísi.is Steinunn Siguröardóttir á ritþingi í Gerðubergi: Ég er ekki vélmenni - segir skáldið Bíógagnrýni Sambíóin - Skólaiíf: Skölaslit ★ ★ „Ég þekki þessi ritþing, meðal annars af þvi að ég var spyrill hjá Þórarni Eldjárn og mér finnst þetta alveg svaka- lega góð hugmynd og vel út- færð,“ segir Steinunn Sigurð- ardóttir rithöfundur sem sit- ur fyrir svörum á ritþingi Gerðubergs á morgun kl. 13.30. Spyrlar verða þau Kristján B. Jónasson, útgáfu- stjóri Forlagsins, skáldíð Sjón og Vigdís Finnbogadótt- ir, fyrrverandi forseti. Þetta er stór dagur hjá Steinunni því nýja bókin hennar, Jökla- leikhúsið, er líka að koma út og listsýning sett upp sem henni þykir vænt um. Henni lýsir hún svo: „Árið 1987 kom út ljóðabók eftir mig og i henni var bálkur sem heitir Á suðurleið. Hann fjallaði um ferðalag milli Reykjavíkur og Kirkjubæjarklausturs sem ég fór sem blaðamaður með ljós- myndaranum Páli Stefáns- syni og dóttur minni, þá 4-5 ára. Páll tók margar myndir á leiðinni sem verða til sýnis í Gerðubergi, ásamt ljóðun- um.“ ísland er mitt sumar- land Steinunn hefur verið bú- sett í Paris í nokkur ár og kveðst halda mikið upp á Frakka. „Ég dáist að því hvernig þeir gera alla hluti,“ segir hún og heldur áfram: „Svo er Frakkland gósenland með öllum sínum fallegu hér- uðum.“ Hún er samt ekkert að yfirgefa ísland alveg. „ís- land er mitt sumarland,“ seg- ir hún. „Mér finnst stórkost- legt að geta verið hér á sumr- in, þó ekki sé nema til að tala móðurmálið og hitta mitt fólk. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir það. En ég bý með tónskáldi og við getum unnið hvar sem er. Mér finnst ég vera lukkunnar pamfill að geta haft þetta fyrirkomulag þótt því fylgi talsverður herkostnaður. Við leigjum þriggja herbergja íbúð úti og búum miklu þrengra þar en hér heima.“ DV-MYND HILMAR ÞÓR Situr fyrir svörum Steinunn Siguröardóttir rithöfundur kveöst stundum skrifa næstsíöasta kafiann á undan þeim næstfyrsta. Skáldsögurnar sín meö hverju móti Steinunn hefur skrifað skáldsögur, ljóð, smásögur og leikrit. Skyldi eitt formið vera henni öðru kærara? „Eins og með búsetuna er mér það dýrmætt að geta flakkað á milli,“ svarar hún. „Ég byrjaði sem ljóðskáld og hef aldrei hætt að yrkja. Ef einhver segði við mig: „Héðan í frá mátt þú um hana, að byrja bara skrifa skáldsögur og ekki ljóð“ þá yrði ég mjög óhamingjusöm. Kannski er það vegna þessa flakks milli forma sem skáldsögurnar mínar eru sín með hverju móti. Það er allt annað lag á Jöklaleikhúsinu en á Hjarta- stað eða Timaþjófnum. Ég er enn að læra og stundum finnst mér eins og ég sé alltaf að byrja upp á nýtt. Ég var í mörg ár með Jöklaleik- húsið, þótt hún virðist kannski ekki flókin." Enn svolítið feimin - En ljóðin, koma þau skyndilega? „Ljóðin kvikna af tilefn- um - kannski bara ljósbroti í læk eða öðru smálegu. Þau koma þegar ég er í stuði en ég verð að geta unnið við skáldsögurnar eins og skrif- stofumaður. Á hinn bóginn skrifa ég aldrei skáldsögur frá blaðsíðu 1-2-3 og svo framvegis heldur skrifa ég kannski næstsíðasta kaflann á undan þeim næstfyrsta. Það er auðvitað miklu meiri fyrirhöfn að vinna svona - en ég verð. Ég er ekki vél- menni. Svo púsla'ég þessu saman á endanum en verð að passa vel upp á að rugla ekki tíma og nöfnum." Steinunn kveðst trúa því að þetta vinnulag geri bók- ina betri. Ef hún hins vegar skrifaði bók í blaðsíðuröð þá gæti hún hæglega skrifað eina skáldsögu á ári. „Ég held því að bæði þjóðin og útgefendur séu sælir og heppnir að ég geri þetta á minn hátt,“ segir hún og hlær dátt. Að lokum er hún spurð hvort hún sé þegar byrjuð á næstu bók og því neitar hún ekki. „En Jökla- leikhúsið er svo ný að ég er enn svolítið feimin að tala hvað þá þessa sem ég er rétt á.“ -Gun. Lengi lifi sumarfríin! -== Handritshöfundar teiknimyndar- innar Skólalíf - skólaslit hafa aldrei komið til íslands. Þetta kemur ber- lega í ljós þegar barnaníðingurinn Benedikt segir við andstæðinga slna: „Vitið þið hvar böm fá bestu einkunnimar? Það er í Kanada, Nor- egi og Islandi. Og vitið þið hvers- vegna? Það er vegna þess að þar er alltaf kalt og þess vegna eru bömin ekki að eyða tímanum í sumarfrí og boltaleiki. Þau eru bara alltaf inni að læra!“ Þeir vita sem sagt ekkert um heimsins lengstu sumarfrí, og heldur ekki að það þarf ekki að vera sól og hiti í marga mánuði til að hægt sé að halda sumarfrí - en það vitum við! Óþokkinn Benedikt er svo hrifinn af námsþorsta þessara vetrarbama að hann er með hræði- legar áætlanir um að breyta sjálfum Bandaríkjunum í eilífan vetrargarð til að amerískir krakkar standi sig betur í skóla. Engar fríminútur. Engin sumarfrí. Þetta láta Teitur og félagar ekki yfir sig ganga heldur ganga vasklega fram til orastu gegn Benedikt og hans kónum og til liðs við óþekktarangana ganga Pálmi Proppé skólastjóri og fröken Fjóla ritari hans, krökkunum til mikillar undrunar. Það er einhver Enid Blyton blær yfir þessari sögu enda fjallar hún um klára krakka sem eiga í baráttu bæði við skilningssljóa (löggan) og beinlinis grimma (Benedikt) full- orðna. Hópurinn er þó orðinn mun „pólitískt réttari" en fyrir þeim u.þ.b. 60 áram þegar Blyton var upp á sitt besta. Hér eru stelpur sem ekki eru hræddar við dýr, hafa munninn fyrir neðan nefið og eru jafnklárar og strákamir - jafnvel klárari. Þær eru meira að segja lið- tækar í slagsmálum og hernaðar- tækni. Hér eru líka krakkar af öðr- um kynþáttum en hvítum, bæði feit- ir og mjóir. Fyrirliðinn er strákur- inn Teitur sem er svo hugmyndarík- ur að skólastjóranum hans, Pálma Proppé, finnst hann skelfilega þreyt- andi en vinir hans elska hann fyrir djörf uppátækin. Teitur er ágætlega „teiknuð" persóna og vinir hans eru dregnir mjög skýrum og einföldum dráttum - týpur frekar en persónur. Skólastjórinn Pálmi Proppé - fyrr- um blómabam frá sjöunda áratugn- um - man í átökunum að hann varð ekki kennari eingöngu vegna starfs- frama heldur vegna þess að honum var í alvörunni hjartans annt um böm, og ritari hans, fröken Fjóla, er ekki eins óttaleg og á horfðist í fyrstu. Persónumar úr Skólalíf - skóla- slit áttu heima í sjónvarpi áður en þau renndu sér upp á hvíta tjaldið, enda er myndin einföld í teikningu (flöt og engin smáatriði) eins og sjónvarpsteiknimyndir. En sagan er ágæt og leikstjórinn Chuck Sheetz sem hefur t.d. unnið við Simpson sjónvarpsþættina stýrir henni hratt og af húmor. íslenska talsetningin hefur tekist vel, Ólafur Hrafn Stein- arsson er skýrmæltur og ákveðinn i aðalhlutverkinu og það er gaman að illmenni Amar Ámasonar. Boðskapur myndarinnar er ein- faldur - það má ekki vanmeta frí- mínútur og sumarfrí, því þá eru börnin frjáls til að skapa og hugsa sjálfstætt. Leikstjóri: Chuck Sheetz. Handrit: Jon- athan Greenberg ofl. Raddir: Ólafur Hrafn Steinarsson, Árni Egill Örnólfsson, Kol- brún Erna Pétursdóttir, Gísli Baldur Gísla- son, Salka Guömundsdóttir, Ari Gunnar Þorsteinsson, Örn Árnason, Jakob Þór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.