Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 27
31 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 DV Tilvera Fjandmaður fólksins frumsýndur í Borgarleikhúsinu: Göfugt að leika á sviði - segir Ingvar E. Sigurðsson Ingvar E. Sigurðsson mun standa á sviði Borgarleikhússins í kvöld sem „fjandmaður fólksins". Freistandi er að spyrja hann hvernig hann kunni þeim um- skiptum að vera kominn heim frá kvikmyndaleik í Bandaríkjunum: „Vel. Mér finnst mjög göfugt að leika á sviði. Ég hef ekki tekið þátt í leiksýningu síðan 8. desem- ber í fyrra og það er góð tilfinning að upplifa það aftur,“ svarar hann. Ingvar segir samt dvölina vestra hafa verið ánægjulega. Hann hafi verið mikið á tökustað myndarinnar og fylgst með. „Þetta var náttúrlega heljarmikið batterí alltsaman en samt var margt sem maður kannaðist við héðan að heiman. Eitt af því var vinnusem- in. Það var gríðarlegt vinnuálag á fólkinu sem tók þátt í þessu.“ Þetta er hugrakkur maður En aftur að „fjandmanni fólks- ins“, lækninum Tómasi Stokk- mann sem er aðalpersóna í sam- nefndu leikriti Ibsens. Stokkmann hefur verið frumkvöðull að heilsu- lindum í smábæ einum en gerir þá hræðilegu uppgötvun að vatnið er eitrað. Þeirri uppgötvun kemur hann umsvifalaust áfram til bróður síns, bæjarstjórans, og einnig til vina sinna á hinu róttæka Árdegisblaði. Að sjálfsögðu kemur þetta illa við plássið. Böðin áttu að koma bæn- um inn á kortið og auka á velsæld DV-MYND HARI Gesturinn og læknfrinn Jóhann G. Jóhannsson og Ingvar E. Sigurösson í hlutverkum sínum. íbúanna svo um munaði. Því er niður í Stokkmann og bróðir á bæjarblaðinu snúast gegn hon- allt gert sem hægt er til að þagga hans, bæjarstjórinn, og vinir hans um. Hann á hins vegar góða konu og tvær dætur sem súpa illilega seyöið af þessum átökum. Hvernig líkar Ingvari við þennan mann? „Þetta er mjög hugrakkur maður. Það verður ekki annað sagt. Hann ljóstrar upp hlutum sem koma illa við efnahag fólks og vill að allir taki í sameiningu á sig þær byrð- ar sem við er að glíma. Svoleiðis hlutir eru alltaf mjög viðkvæmir. Dr. Stokkmann er einn af þeim mönnum sem gefast ekki upp. Það gerir það að verkum að fólk lítur á hann sem brjálæðing. Réttlætis- kennd hans er sterk. Hann segir alltaf satt og þess vegna kemur honum mjög á óvart þegar félagar hans á blaðinu, sem hann hélt að væru boðberar sannleikans, bregðast honum og þeim málstað sem hann hélt að þeir stæðu fyr- ir.“ Vekur eflaust umhugsun og umræðu - Sérðu fyrir þér að þetta verk verði sett í samband við umhverf- ismál hér í okkar þjóðfélagi? „Þetta er algerlega sígilt verk um breyskleika mannanna, eins og svo mörg önnur. Eflaust vekur þetta umhugsun og umræðu. Þarna er verið að fjalla um um- hverfismál og þau eru ofarlega á baugi í samtímanum. íbsen skrif- ar þetta 1882 en við virðumst ekki mikið hafa breyst." -Gun. Nýstárlegir tónleikar í Þorlákshöfn og Langholtskirkju: Opinberunarbókin í heimsreisu Tónverkið Víst mun vorið koma verður flutt í Þorláks- kirkju í Þorlákshöfn í kvöld kl. 20.30 og í Langholtskirkju á morgun, laugardag, kl. 16. Höf- undar þess eru tveir Norðmenn, Sigvaldi Tveit og Eyvind Skei, og efnið er sótt í Opinberunarbók Jóhannesar. Flytjendur eru Skál- holtskórinn og kór Menntaskól- ans á Laugarvatni, ásamt valin- kunnum hljóðfæraleikurum, undir stjórn Carls Möller og ein- söngvurunum Páli Rósinkrans og Maríönnu Másdóttur. Víst mun vorið koma var flutt i Skál- holti sl. sumar og aftur í fyrra- kvöld, við hrifningu áheyrenda. Margs konar taktar Hilmar Örn Agnarsson var spurður um tónverkið og sögu þess. „Þetta er fallegt verk og sér- stakt að því leyti að í því samein- ast svo margar stíltegundir," seg- ir hann og heldur áfram: „Þetta er dægurlagatónlist með kirkju- legu ívafi og í henni koma fyrir margs konar taktar, suður-amer- ísk samba, New Orleans djass og grísk þjóðlög. Við getum hugsað okkur að Opinberunarbókin, sem skrifuð var í Grikklandi, fari þaðan í heimsreisu og komi víða við. Þarna er til dæmis polki sem á að tengja okkur við norska sveit! Við erum með harmóníku til að flytja hann. Kannski nær orðið gospel yfir þetta verk en ég er þó ekki viss!“ segir Hilmar. Sr. Árelíus þýddi Hilmar Örn lýsir aðdragandan- um að flutningnum þannig: „Fyr- ir 20 árum var sóknarpresturinn í Þorlákshöfn, sr. Tómas Guð- mundsson, staddur á kirkjuþingi í Noregi og heyrir þetta verk flutt þar. Þá er það alveg nýtt og hann verður alveg bergnuminn. Fær nótur hjá tónskáldunum og kem- ur með heim. Ég var þá í Þor- lákshöfn sem ungur maður að stíga mín fyrstu skref í tónlist- inni og þar byrjuðum við aðeins að æfa þetta en ekkert varð úr flutningi þá. Við fengum sr. Árel- íus Níelsson til að þýða textana og það gerði hann af mikilli snilld. Síðan hefur verkið legið óhreyft þar til allt í einu að eld- ingu laust niður í kollinn á mér. Mér fannst kominn tími til að blása af því rykið og leyfa því að hljóma.“ Engill frá Ameríku Söngvararnir Páll Rósinkrans og Marianna Másdóttir koma fram á tónleikunum. Pál þarf ekki að kynna fyrir landsmönn- um en hver er Maríanna? „Marí- anna er í námi í Ameríku en kemur sérstaklega heim til að túlka engil fyrir okkur. Hún hef- ur einmitt þessa hlýju, björtu rödd sem þarf í það hlutverk og ekki spillir fyrir að hún er frelsuð," segir Hilmar Örn og bætir við: „Svo erum við með þetta fína djassband, sem Carl Möller stjórnar, plús Skál- holtskórinn og kór Menntaskól- ans á Laugarvatni." Vonarljóö Hilmar Örn segir eiga sérlega vel við að flytja Opinberunarbók- ina á þessum árstíma þegar aUt er að leggjast í dvala og deyja í náttúrunni. „í lok Opinberunar- bókarinnar sér nefnUega bjarma fyrir nýrri jörð og nýjum himni. Þar með kviknar ný von og titiU verksins sækir nafn sitt í hana. Víst mun vorið koma.“ -Gun. DV-MYND E.ÓL. Palli og Calli Þeir Páll Rósinkrans og Carl Möller eru báöir í þýöingarmiklum hlutverkum á tónleikunum. Allir fþróttaviðburðir í beinni á risaskjám. Pool. Góður matseðill. Tökum að okkur hópa, starfmannafélög. Stórt og gott dansgólf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.