Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Qupperneq 10
10 Viðskipti__________ Umsjón: Vidskiptablaðið Olíufélagið með 485 milljóna króna hagnað - EBITDA eykst um 28% miðað við allt árið í fyrra Ollufélagið hf. skilaði 485 milljónum króna í hagnað á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður Olíufélagsins hf. og dótturfélaga þess fyrir afskriftir og fjánnagnsliði var 1.291 miUjón króna á fyrstu níu mánuðum þessa árs en var 1.012 milljónir á öllu árinu 2000. Hrein- ar rekstrartekjur Olíufélagsins hf. fyrstu níu mánuði þessa árs námu 3.717 milljónum króna og rekstrargjöld án afskrifta voru 2.427 milljónir króna. Fjármagnsliðir hækkuðu verulega vegna veikingar íslensku krónunnar á 176 milljóna króna tap Skagstrendings - fyrstu níu mánuði ársins Skagstrendingur hf. var rekinn með 176 milljóna króna tapi fyrstu níu mán- uði ársins 2001, samanborið við 355 milljóna króna tap á öllu árinu 2000. Meginástæða taprekstrar er gengistap af erlendum skuldum félagsins. Rekstr- artölur fyrir ailt árið 2000 eru hér not- aðar til samanburðar þar sem 9 mánaða uppgjör er nú unnið í fyrsta sinn og sambærilegar tölur frá fyrra ári því ekki til. Rekstrartekjur félagsins námu 1.749 milljónum króna fyrstu 9 mánuði árs- ins 2001 en voru 2.078 milljónir króna á árinu 2000. Rekstrargjöld án afskrifta námu 1.394 milljónum króna en voru 1.722 milljónir króna á árinu 2000. Hagnaður án afskrifta og fjármagns- kostnaðar nam því 356 milljónum króna sem er sama fjárhæð og á árinu 2000. Þetta svarar til 20,3% af rekstrartekjum fyrstu 9 mánuði ársins 2001, samanbor- ið við 17,1% á árinu 2000. Rekstrarhagnaður var 174 milljónir króna en var 149 milljónir króna á ár- inu 2000. Fjármagnsgjöld, að frádregn- um fjármunatekjum, voru 352 miiljónir króna en voru 240 milljónir króna á ár- inu 2000. Meginástæða hækkunar fjár- magnsgjalda er gengistap af skuldum að fjárhæð 336 milljónir króna, samanbor- ið við 181 miUjón króna á árinu 2000. Áhrif af rekstri hlutdeildarfélaga voru neikvæð um 3 milljónir, samanborið við 309 milljónir á árinu 2000, en gjald- þrot Nasco ehf. vó þar þyngst. Tap tímabilsins fyrir skatta var 181 milljón en var að fjárhæð 401 milljón árið 2000. Reiknaður tekjuskattur af tapi tímabilsins er 8 milljónir króna og kemur til hækkunar á reiknaðri tekju- skattsinneign. Tekjuskattsinneign er færð í árshlutareikning samstæðunnar 30. september 2001, miðað við nýlegt frumvarp um að tekjuskattshlutfall verði lækkað úr 30% í 18%. Lækkun á tekjuskattshlutfalli veldur því að tekju- skattsinneign í ársbyrjun lækkar um 21 milljón króna og færist sú fjárhæð til lækkunar á reiknuðum skatti af tapi tímabilsins. Tap tímabilsins er því 176 milljónir króna en var 355 milljónir króna á árinu 2000. tímabilinu. Þannig voru fjármagnslið- ir neikvæðir um 899 milljónir króna en voru neikvæðir um 279 milljónir allt árið 2000. Gengistap á fyrstu níu mánuðum ársins nam 1.003 milljónum króna en var 321 fyrir allt árið 2000. Söluhagnaður/(tap) og niðurfærsla eignarhluta í félögum nam 270 milljón- um króna en á öllu árinu 2000 var hann 203 milljónir. Söluhagnaður eign- arhluta á árinu 2001 er að stærstum hluta vegna hlutabréfa sem greitt var með vegna kaupa á 42% eignarhluta í Samskipum. Að teknu tilliti til reikn- aðra skatta og tekjufærslu vegna lækk- aðrar tekjuskattsskuldbindingar upp á 197 milljónir króna var hagnaður Olíu- félagsins hf. 485 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2001. Hagnaður varð af rekstri móðurfé- lagsins að flárhæð 737 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Sölu- hagnaður/(tap) og niðurfærsla eignar- hluta í félögum var 345 milljónir. Tap af rekstri dótturfélaga var 252 milljón- ir króna. í ársreikningi móðurfélags fyrir síð- asta reikningsár tilgreindi félagið tekj- ur og gjöld af dótturfélögum sem reglu- lega starfsemi. í árshlutareikningi fyr- ir fyrstu níu mánuði ársins 2001 er þessi liður hins vegar sérgreindur á eftir afkomu af rekstri móðurfélagsins. Olíufélagið fer þessa leið núna því að við þær óvanalegu aðstæður sem hafa ríkt á fjármagns- og hlutabréfamarkaði gefi það gleggri mynd af rekstri félags- ins að draga sérstaklega fram afkomu móðurfélagsins fyrir þetta tímabil. Uppistaðan af gjöldum dótturfélaga liggur í fjármagnsgjöldum Kers ehf. og endurspeglast það í samstæðuárshluta- reikningi. Fjárfestingar í varanlegum rekstrar- fjármunum, að frádregnu söluverði rekstrarfjármuna, námu samkvæmt sjóðstreymi 501 miUjón króna. Fiárfest- ingar í eignarhlutum í öðrum félögum umfram söluverð samkvæmt sjóð- streymi voru 293 milljónir króna. Veiking íslensku krónunnar, svo og hátt heimsmarkaðsverð eldsneytis, hafði veruleg áhrif á rekstur og efna- hag Oliufélagsins. Óhagstæð gengis- þróun leiddi til gengistaps á erlendum lánum. Sölutekjur og kostnaðarverð seldra vara hækkuðu, svo og fjárbind- ing í birgðum og viðskiptakröfum, sem hefur áhrif á fjármagnsliði. Lækkandi heimsmarkaðsverð eldsneytis ætti að draga úr þenslu á efhahagsreikningi. Enn ríkir þó óvissa um gengi gagnvart íslensku krónunni. Reksturinn hjá Kögun aldrei betri - EBITDA eykst um 147% á milli ára Rekstur Kögunar á reikningsári félagsins, sem lauk 30. september, hefur aldrei gengið betur og vöxtur Kögunarsamstæðunnar er sá mesti frá upphafi. Rekstrartekjur hækk- uðu um 54,6% milli ára og námu samtals 1.066,5 m.kr. Hagnaður skv. EBITDA-skilgreiningu nam 219,5 m.kr., eða 20,6% af rekstrartekjum. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta nemur 127,8 m.kr. Handbært fé frá rekstri nemur 204,5 m.kr. sem er aukning um 475,5% frá fyrra ári. Eigið fé jókst um 32,3% og er nú 464,1 m.kr. Fjárhagsár Kögun- ar hf. er frá 1. október til 30. septem- ber. Ársuppgjör þetta nær þvi yfir tímabilið október 2000 til og með september 2001. Við talnalegan sam- anburð milli ára þarf að hafa í huga að dótturfélögin VKS hf. og Vefmiðl- un ehf. koma inn i samstæðuna frá og með janúar 2000. Af því leiðir að sýndur er níu mánaða rekstur þess- ara tveggja félaga fyrra íjárhagsárið (2000) á móti tólf mánuðum seinna fjárhagsárið (2001). Ársreikningur Kögunar hf. er í meginatriðum gerð- ur eftir sömu reikningsskilaaðferð- um og árið áður. Rekstrartekjur eru samtals 1.066,5 m.kr. en voru 689,8 m.kr. árið áður, sem er tekjuaukning um 54,6% frá fyrra ári. Þess skal getið að árið 2000 var söluhagnaður af hlutabréf- um, að fjárhæð 43,8 m.kr., færður sem sérliður með rekstrartekjum en er nú færður með fjármunatekjum. Rekstrargjöld án afskrifta eru samtals 847,0 m.kr en voru 660,8 m.kr. árið áður, sem er hækkun um 28,2%. EBITDA, þ.e. hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, er 219,5 m.kr. eða 20,6% af rekstrartekjum. Fyrrgreind EBITDA er sú hæsta hjá félaginu frá stofnun þess. Sambæri- legar tölur fyrir árið 2000 eru 89 m.kr. og 12,9% af tekjum. Afskriftir nema samtals 49,8 m.kr. sem er hækkun um 22,3 m.kr. eða 81,6%. Afskriftir voru 27,4 m.kr. fyrir árið 2000. Hagnaður af reglulegri starfsemi félagsins fyrir skatta er því 127,8 m.kr. á móti 114,5 m.kr. árið áður, sem er breyting um 11,6%. Reiknað- ur tekju- og eignarskattur er sam- tals 43,7 m.kr. Við útreikning tekju- skattsskuldbindingar hefur verið tekið tillit til væntanlegra breytinga á tekjuskatti félaga frá og með nk. áramótum, sbr. ákvörðun Reikn- ingsskilaráðs, dags. 26. október sl. Hlutdeild minnihluta er 10 m.kr. Hagnaður af starfsemi Kögunar hf. og dótturfyrirtækja á fjárhagsárinu nemur því samtals 94,2 m.kr. eftir skatta. Hagnaður árið 2000 var sam- tals 90,6 m.kr. Þ.a. var söluhagnaður hlutabréfa 43,8 m.kr. Veltufé frá rekstri nemur 173,5 m.kr. og hefur það ekki verið meira frá stofnun fyrirtækisins. Rekstraráætlun fyrir íjárhagsárið 2002 gerir ráð fyrir að fyrirtækið nái að verja þá markaðsstöðu sem það náði á nýliðnu fjárhagsári. Þær sviptingar sem átt hafa sér stað í kjölfar atburðanna í Banda- ríkjunum þann 11. september sl. gætu að einhverju leyti haft áhrif á starfsemi fyrirtækisins og má finna rök fyrir því að þau geti reynst já- kvæð jafnt sem neikvæð. Á þessu stigi er þó ekki unnt að fullyrða um endanlega niðurstöðu. Mlkill rekstrarbati Skýrr á þriðja ársfjórðungi - 151 milljón króna tap er þó niðurstaðan Afkoma Skýrr á fyrstu níu mán- uðum ársins nam 151 milljón króna. Hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 161 milljón króna miðað við 289 milljónir á sama tímabili í fyrra og dregst hann því saman um 128 milljónir eða 44%. Reksturinn hefur þó batnað töluvert frá hálfsársupp- gjöri en þá nam hagnaður eftir fyrstu sex mánuðina aðeins 66 millj- ónum. Rekstrartekjur Skýrr hf. á fyrstu níu mánuðum ársins námu alls 1.525 milljónum króna, en voru 1.119 milljónir árið áður og aukast um 36% milli ára. Meðal rekstrar- tekna á síðasta ári var söluhagnað- ur að fjárhæð 142 milljónir króna en einungis 36 milljónir á þessu ári. Að söluhagnaði frátöldum jukust rekstrartekjur félagsins um 512 milljónir milli ára, eða um 52%. Þessi vöxtur skýrist að stórum hluta af sölu hugbúnaðarleyfa Oracle og Workplace, ásamt vinnu við innleiðingu á nýjum fjárhags- og mannauðskerfum fyrir rikið. Rekstrargjöld tímabilsins námu 1.447 milljónum króna, samanborið við 898 milljónir á síðasta ári, og hækka um 61% milli ára, sem sömu- leiðis er vegna kostnaðar við hug- búnaðarleyfin frá Oracle og Work- place til ríkisins, vinnu erlendra ráðgjafa og aukins launakostnaðar. Að söluhagnaði frátöldum nemur EBITDA nú 125 milljónum króna, samanborið við 147 milljónir árið áður. í sex mánaða uppgjöri var EBITDA einungis 66 milljónir króna en eftir níu mánuði 161 millj- ón. Reksturinn hefur því batnað verulega síðustu þrjá mánuði og ljóst að þróunarverkefnin eru farin að skila sér. Verulegur vöxtur hefur orðið á flestum sviðum rekstrarins og er verkefnastaðan mjög góð. Rekstrar- afkoma félagsins hefur batnað veru- lega undanfarna þrjá mánuði; í raun enn betur en gert var ráö fyr- ir í endurskoðaðri áætlun í ágúst síðastliðnum. Reiknað er með að sá bati haldi áfram út árið. Eftir hálfsársuppgjör var áætlað að EBITDA yrði nálægt 100 milljón- um króna seinni hluta ársins. Nú þykir ljóst að hún verður mun meiri og er reiknað með því að EBITDA fyrir árið í heild fari ná- lægt því að ná upphaflegum rekstr- armarkmiðum, sem voru um 248 miiljónir króna allt árið. FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 DV HEILDARVIÐSKIPTI 3.131 m.kr. - Hlutabréf 344 m.kr. - Húsbréf 1.713 m.kr. MESTU VIÐSKIPTI Oíslandsbanki 56 m.kr. Q Sæplast 45 m.kr. Q Samherji 43 m.kr. MESTA HÆKKUN o Flugleiöir 7,1% o íslenski fjársjóðurinn 5,3% O íslenski hlutabréfasjóðurinn 4,5% MESTA LÆKKUN o islenskir aðalverktakar 4,8% o Húsasmiðjan 2,1% O Baugur 1,8% ÚRVALSVÍSITALAN 1.080 stig -Breyting O +0,21% HagnaðurToyota eykst um 35% Bílaframleiðandinn Toyota birti i gær afkomutölur fyrir fyrstu sex mánuði ársins og reyndust þær vera í takt við væntingar markaðar- ins. Rekstarhagnaður nam 4,2 millj- örðum dollara sem er 35% hækkun frá sama tímabili í fyrra. Þessar töl- ur þykja koma á besta tíma þar sem iðnaður í Japan hefur átt erfitt upp- dráttar undanfarin ár. Toyota er stærsti bílaframleiðandi Japans og fjóröi mesti bilaframleiðandi heims. Seðlabanki Eng- lands lækkar vexti um 50 punkta Pen- ingamála- nefnd breska seðlabank- ans hefur ákveðið að lækka stýrivexti bankans um 0,5% eftir neikvæðar fréttir af mörkuð- um víða um heim. Flestir hagfræðingar höfðu ein- ungis búist við 25 punkta lækkun en þeir höfðu einnig uppi getgátur um 50 punkta lækkun sem er um leið sú fyrsta síðan í febrúar 1999. Þessi síðasta lækkun bankans var sú sjöunda á þessu ári og lækkar stýrivextina niður í 4%. Lækkunin kemur í kjölfar vaxtalækkunar bandaríska seðlabankans niður í 2% á þriðjudaginn var. Búist er við að evrópski seðlabankinn muni einnig lækka vexti sína í dag úr 3,75% í 3,5%. KAUP SALA j IB Dollar 104,260 104,790 SSPund 151,340 152,110 | Kan. dollar 65,160 65,560 _ J Dönsk kr. 12,4610 12,5300 ! H~í Norsk kr 11,7680 11,8330 — 25 Sænsk kr. 9,8460 9,9000 :HRh. mark 15,6085 15,7023 jFra. franki 14,1479 14,2329 1 H Belg. franki 2,3005 2,3144 ]] Sviss. franki 63,2300 63,5700 LaamjRoll. gyllini 42,1126 42,3656 "’^Þýskt mark 47,4499 47,7350 ja í»- Kra 0,047930 0,048220 1 !Œ3Aust. sch. 6,7443 6,7849 |Port. escudo 0,4629 0,4657 II* ISná. peseti 0,5578 0,5611 1 < jjap. yen 0,866500 0,871700 j j írskt pund 117,836 118,544 | SDR 132,750000 133,550000 | [EI|ecu 92,8039 93,3616

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.